Morgunblaðið - 01.11.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.11.1994, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ plínrgtmMaltitii STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen. Styrmir Gunnarsson. PRÓFKJÖR SJÁLF- STÆÐISMANNA ÞÁTTTAKA í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins nú var tölu- vert minni en t.d. í prófkjörinu snemma á þessu ári vegna borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík. Hugsanlegt er, að áhugi á prófkjörinu hafi verið minni vegna þess að frambjóðendur í því voru tiltölulega fáir. Þeir voru þremur færri en í prófkjörinu sem haldið var vegna alþingiskosn- inganna fyrir fjórum árum. Þá var barátta um einstök sæti minni en t.d. í prófkjörinu vegna borgarstjórnarkosn- inganna. Samt sem áður geta sjálfstæðismenn ekki horft fram hjá því, að þetta prófkjör vakti minni áhuga en oft áður. Baráttan í prófkjörinu snerist fyrst og fremst um þriðja sætið og stóð á milli þriggja þingmanna Sjálfstæðisflokks- ins, þeirra Björns Bjarnasonar, Geirs H. Haarde og Sólveig- ar Pétursdóttur. Björn Bjarnason hélt þriðja sætinu, sem hann hlaut í prófkjörinu fyrir fjórum árum, en Geir H. Haarde fékk flest atkvæði allra frambjóðenda í prófkjör- inu. Sólveig Pétursdóttir varð efst þeirra kvenna, sem í framboði voru, þótt Lára Margrét Ragnarsdóttir fengi fleiri atkvæði alls. Þingmennirnir þrír, sem tókust á um þriðja sætið, geta því allir vel við unað. Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Frið- rik Sophusson, varaformaður flokksins, fengu báðir traustsyfirlýsingu í prófkjörinu. Davíð Oddsson hlaut 78% atkvæða í fyrsta sæti og Friðrik Sophusson 67% í ánnað sæti, en heildaratkvæðamagn þeirra var 94% og 93%. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins standa því traustum fótum eftir prófkjörið. Markús Örn Antonsson, fyrrverandi borgarstjóri, varð tíundi í röðinni í prófkjörinu. Hann hef- ur sjálfur skýrt þá niðurstöðu með því, að stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins hafi verið óánægðir með hvernig hann skildi við sem borgarstjóri og kenni honum að einhverju leyti um úrslit borgarstjórnarkosninganna, þegar Sjálf- stæðisflokkurinn tapaði meirihluta sínum í annað skipti í sögu sinni. Hvort sú skýring er rétt skal ósagt látið. Sjálf- stæðismenn voru mjög skiptir í afstöðu sinni á þeim tíma til ákvörðunar Markúsar Arnar um að láta af borgarstjóra- embætti og fela þar með nýjum manni forystu flokksins í kosningabaráttunni til borgarstjórnar. Vel má vera, að það hafi haft áhrif á atkvæði einhverra þeirra, sem voru ósáttir við þá ákvörðun. Athyglisvert er að þeir þingmenn, sem á annað borð gáfu kost á sér í prófkjörinu, raðast í sjö efstu sætin. Nýjum frambjóðendum tókst ekki að rjúfa skarð í þann hóp. Það getur verið vegna þess, að sjálfstæðismenn treysti þingmönnum sínum vel og séu ánægðir með störf þeirra, en einnig vegna hins, að þingmenn hafi óhjákvæmiléga mikið forskot á keppinauta sína. Hvernig sem á það er litið er það styrkur fyrir Sjálfstæð- isflokkinn, að á áttunda þúsund manns taki þátt í að velja frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hins veg- ar sækja alls kyns spurningar vegna prófkjörsbaráttunnar stöðugt á fólk. Ekki fer á milli mála, að frambjóðendur verja verulegum fjármunum í þessa baráttu. Er tímabært að setja einhverjar almennar starfsreglur um fjármögnun prófkjörsbaráttu? í Bandaríkjunum gilda slíkar reglur ekki bara um almennar kosningar heldur líka um prófkjör þar í landi. Er hugsanlegt, að prófkjörsbaráttan hér sé komin á það stig, að það skipti máli, hvort fólk hafi aðgang að fjármagni - og ef svo er, hvar eru þá lýðræðislegir stjórn- arhættir á vegi staddir? Á að setja starfsreglur um fjár- mögnun kosningabaráttu eða á að gera tilraun til að tak- marka fjármagnsnotkun í prófkjörum? Það er löngu tímabært að slíkar spurningar verði rædd- ar á vettvangi stjórnmálaflokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki eini flokkurinn, sem efnir til prófkjöra. Er mikill kostnaður ástæða fyrir því, hversu fáir gefa kost á sér? Um næstu helgi fer fram prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi. Meðal þeirra gætir óánægju vegna þess, hversu fáir eru í kjöri. Frambjóðendur benda hins vegar á, að allt það sem fylgir prófkjörsbaráttu fæli menn frá framboði; kostnaður, ilivígar deilur og neikvætt umtal og fjölmargt fleira. Eins og stjórnmálabaráttan hér er orðin er hins vegar ólíklegt að hægt verði að hverfa frá prófkjörum. Búast má við að þau verði fastur liður í undirbúningi stjórnmála- flokkanna fyrir kosningar. Ákveðnar starfsreglur, m.a. um fjármögnun, geta hugsanlega dregið úr þeim göllum, sem fram hafa komið á þessu kosningafyrirkomulagi. Úrslit prófkjö Þmgmennimir í sjö efstu sætum listans INNAN við helmingur þeirra sem voru á kjörskrá í prófkjöri sjálf- stæðismanna í Reykjavík greiddu atkvæði og eru úrslit prófkjörsins _því ekki bindandi fyrir kjörnefnd. Á kjörskrá voru 15.016 flokksbundnir sjálfstæðismenn í Reykjavík. Þar af höfðu 366 gengið í flokkinn prófkjörsdagana og tæplega 300 til viðbótar höfðu verið skráðir vikurnar fyrir þá. Atkvæði greiddu 7.297, eða 48,6%. Gild atkvæði voru 6.885 en ógildir seðlar voru 412. Núverandi alþingismenn Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík urðu í sjö efstu sætum prófkjörsins. Davíð Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins fékk langflest atkvæði í 1. sæti listans, eins og fram kemur á meðfylgjandi töflum, 5.376 atkvæði, sem er 78% af gildum atkvæðum. Hann fékk hins vegar 6.480 atkvæði í öll tíu sætin, eða 94%. Friðrik Sophusson og Katrín Fjeldsted fengu um 300 atkvæði í það sæti en aðrir minna. Friðrik Sophus- son varaformaður fékk 4.632 atkvæði samtals í annað sætið, næstur kom Björn Bjarnason alþingismaður með 941 atkvæði. Björn varð í þriðja sæti með 3.303 atkvæði, næstur kom Geir H. Haarde alþingismaður með 700 atkvæðum minna í það sæti. Geir varð í §órða sæti með 4.246 atkvæði, næst honum í íjórða sætið voru Sólveig Pétursdótt- ir og Katrín Fjeldsted með Iiðlega 1.500 atkvæði. Geir fékk flest at- kvæði í öll tíu sætin, 87 atkvæðum meira en formaðurinn, eða 6.567 at- kvæði, sem er liðiega 95% gildra at- kvæða. Sólveig Pétursdóttir alþingismaður varð í fimmta sæti, með 2.283 at- kvæði, 52 fleiri en Lára Margrét Ragnarsdóttir alþingismaður, sem varð í sjötta sæti með 3.333 atkvæði í það sæti. Guðmundur Hallvarðsson þingmaður varð síðan í sjöunda sæti prófkjörsins með 3.438 atkvæði, Pétur H. Blöndal var næstur Guðmundi í sjöunda sætið með liðlega 200 at- kvæðum færra. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú níu þingmenn í Reykjavík. Pétur H. Blön- dal tryggingastærðfræðingur varð í áttunda Sæti með 3.910 atkvæði, Katrín Fjeldsted læknir var næst með 39 atkvæðum færra og Markús Örn Antonsson fyrrverandi borgarstjóri þar næstur með 239 atkvæðum færra en Pétur í það sæti. Katrín varð í níunda sætinu ineð 4.577 atkvæði alls í níu efstu sætin og Markús Örn í því tíunda með 5.033 atkvæði. Ari Edwald lögfræðingur varð í 11. sæti með 3.982 atkvæði, Ásgerður Jóna Flosadóttir stjórnmálafræðingur í þvi 12. með 3.213, Ari Gísli Braga- son rithöfundur í þrettánda sæti með I. 614 atkvæði og Guðmundur Krist- inn Oddsson nemi í fjórt^nda og neðsta sæti með 1.182 atkvæði. 400 ógildir seðlar Liðlega 400 atkvæðaseðlar voru úrskurðaðir ógildir við talningu at- kvæða. Ágúst Ragnarsson starfsmað- ur á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins segir að fólk hafi átt að raða tíu fram- bjóðendum í töluröð, hvorki færri né fleiri. Flestir seðlarnir hefðu verið ógildir vegna þess að fólk hefði merkt við of marga eða of fáa. Algengt hefði verið að fólk merkti aðeins við 8-9 nöfn. Þá hefði aðeins verið um það að fólk krossaði við nöfnin í stað þess að raða þeim með tölustöfum. Þá hefðu sumir gert þau mistök að ruglast á töluröðinni, t.d. með því að setja sömu töluna við tvö nöfn. Loks hefðu nokkrir seðlar verið auðir. Ágúst segir að framkvæmd próf- kjörsins og talning hafi gengið vel. Kjörstöðum var lokað klukkan 19 á laugardagskvöldið en um miðnættið var búið að ganga frá úrslitunum í hendur kjörnefndar. Ekki bindandi Niðurstöður prófkjörsins eru ekki bindandi eins og áður segir. Það þýð- ir að kjörnefnd er ekki bundin af því að fara eftir niðurstöðunum þegar til- laga að framboðslista verður lögð fram í fulltrúaráði sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík sem ákveður listann. Ef þátttakan hefði náð 50% af þeim sem á kjörskrá voru hefðu úrslitin orðið bindandi fyrir tíu efstu mennina, því allir fengu þeir í allt helming gildra atkvæða eða meira. Ekki er vitað hvenær kjörnefnd kemur saman til að hefja vinnu sína við gerð framboðs- listans, en jafnvel er búist við því að það verði síðar í vikunni. Baldur Guðlaugsson, formaður full- trúaráðsins, vekur athygli á því að þó hálft annað prósent hafi vantað upp á að helmingur flokksbundinna tæki þátt í prófkjörinu væri þátttakan góð. Á áttunda þúsund sjálfstæðis- menn hefðu tekið þátt. Baldur segir að kjörnefnd starfi sjálfstætt en segir að í ljósi þessarar þátttöku þætti sér ekki ólíklegt að hún færi að miklu leyti eftir úrslitum prófkjörsins. Davíð Oddsson í prófkjöri flokksins 1 i..: 1 1 Geir H. Haarde Einstakt að svo margir velji á lista Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, kvaðst ánægður með út- komuna í prófkjör- inu. „Það er einstakt meðal flokka hér að svo mikið marg- menni sé látið velja á lista og sýnir sér- stöðu Sjálfstæðis- flokksins. Það tóku fleiri þátt í próf- kjörinu en greiða sumum öðrum flokk- um atkvæði í Reykjavík. Ég tel að kjörnefnd geti í kjölfar þessa próf- kjörs lagt fram mjög sterkan lista í kosningunum." Davíð sagði að það væri ekkert atriði í sjálfu sér hvort skipan í sæti væri bindandi. „Þeir sem eru í tíu efstu sætunum fá það mikinn stuðning að kjörnefnd mun örugglega taka nánast alfarið mið af því, ef frambjóð- endurnir óska sjálfir eftir að skipa þau sæti. Það voru engin illindi eða átök milli manna í þessu prófkjöri og aug- lýsingaherferð einstakra frambjóð- enda fór ekki úr böndunum, eins og stundum hefur borið á.“ Fridrik Sophusson Góður stuðningur við forystuna Friðrik Sophusson varaformaður Sjálfstæðisflokksins sagðist vera mjög ánægður með sína útkomu í prófkjör- inu og þakkiátur sjálfstæðisfólki fyrir að veita sér þennan ótvíræða stuðn- ing. Friðrik varð í öðru sæti eins og fyrir síðustu alþing- iskosningar. „Ég tel að niður- stáða prófkjörsins sé afar sterk vísbend- ing um góðan stuðn- ing flokksmanna við forystu flokksins og störf hennar í ríkis- stjórn. Tel ég að list- inn í Reykjavík verði mjög sterkur, það er að segja ef kjörnefndin gerir útkomuna að sinni tillögu." Hann sagði að það hefði verið skemmtilegra ef örlítið fleiri hefðu tekið þátt. „En það hlýtur þó að sýna styrk flokksins að 7.300 Reykvíkingar skuli taka þátt í að raða á Iista fyrir næstu alþingiskosningar. Þetta er gott upphaf kosningabaráttunnar," sagði F’riðrik. Björn Bjarnason Náði settu marki „Mín útkoma er mjög góð og ég þakka öllum þeim sem veittu mér stuðning til að ná því marki sem ég setti mér^að halda 3. sæt- inu. Ég tel líka að það sé mjög mikill styrk- ur fyrir Sjálfstæðis- flokkinn hvað Davíð Oddsson, formaður flokksins og forsæt- isráðherra, fékk traustan og öflugan stuðning í þessu prófkjöri," sagði Björn Bjamason, sem varð í 3. sæti í prófkjör- inu, eins og í prófkjöri fyrir alþingis- kosningamar fyrir Ijórum árum. Hann sagðist aðspurður telja að þessi listi væri sterkur. Ánægjulegt að fá flest atkvæði Geir H. Haarde alþingismaður sagð- ist vera mjög ánægð- ur með árangur sinn í prófkjörinu. Hann varð í fjórða sæti en í prófkjöri flokksins fyrir síðustu kosn- ingar varð hann í áttunda sæti og skipaði síðan sjö- unda sætið á framboðslistanum. „Ég hef ekki áður átt svona miklu fylgi að fagna í prófkjöri. Það er sérstakt ánægjuefni að hafa fengið flest at- kvæði allra frambjóðendanna og vil ég nota þetta tækifæri til að þakka stuðningsmönnum mínum fyrir dygg- an stuðning." Hann sagði að kjarni málsins væri hins vegar sá að út úr prófkjörinu hefði komið sigurstranglegur listi. Formaður flokksins og varaformaður fengju eindregið traust. „Ég tel að þó ég sjálfur hafi sóst eftir þriðja sætinu sé það vel mannað og Bjöm vel að því kominn að skipa það áfram. Nú snúa menn bökum saman og undirbúa kosningarnar í vor.“ Sólveig Pétursdóttir Þakka fyrir þann stuðning sem ég fékk „Ég er persónulega ánægð með minn árangur og vil fá að nota þetta tækifæri til að þakka fyrir þann stuðn- ing sem ég fékk. Ég taldi eðlilegt að kona skipaði sæti ofarlega á lista Sjálf- stæðisflokksins sem höfðar til svo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.