Morgunblaðið - 01.11.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.11.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBKR 1994 39 BRÉF TIL BLAÐSINS Rangfærsla um Iðn- skólann í Reykjavík Frá Guðrúnu Þórsdóttur: í KYNNINGARBLAÐI Morgun- blaðsins „Veljum íslenskt“ er grein sem segir frá Iðnfræðsluátakinu INN sem er fyrir 14 ára grunnskóla- nemendur. í lýsingunni eru ummæli um sveinspróf Iðnskólans í Reykja- vík (meistarar veita sveinspróf, Iðn- skólinn fullnaðarpróf) höfð eftir undirritaðri sem eru rangtúlkuð og sett þannig fram að merkingin seg- ir allt annað en það sem sagt var. Undirrituð felldi ENGA dóma um próf Iðnskólans í Reykjavík og mun ekki gera! Markmið iðnfræðsluátaksins INN er að koma til móts við þá einstakl- inga sem hafa þörf fyrir skapandi verkþekkingu. Iðnfræðsla í grunn- skólum hefur hins vegar verið í al- gjöru lágmarki og löngu tímabært að bæta þar um. Beinn og óbeinn áróður til bóknáms er undirtónn í öllu skólakerfinu. Síst af öllu hef ég áhuga á að kasta rýrð á Iðnskólann í Reykjavík. Það vita allir sem til þekkja að þar er unnið frábært starf við erfiðar starfsaðstæður og fjármagnsskort. Því er brýnt að styrkja hann ekki aðeins í orði heldur á borði. í hörðum og hröðum heimi blaða- mannsins geta rangtúlkanir í síma- viðtali eins og hér var um að ræða auðveldlega fæðst. En sumar eru einfaldlega alvarlegri en aðrar og ÞESSA verður að leiðrétta hér og nú þar sem tækifæri til yfirlestrar var ekki gefið! GUÐRÚN ÞÓRSDÓTTIR, kennslufulltrúi á Fræðslu- skrifstofu Reykjavíkur. Hæpin byggðastefna Frá Gesti Sturlusyni: UNDANFARIÐ hefur verið mikið fjaðrafok út af brottrekstri tveggja pistlahöfunda frá Ríkisútvarpinu. Þessir ágætu pistlahöfundar töldust of berorðir og töldust hafa misstigið sig í hinum hættulega línudansi hlutleysis. Ekki ætla ég að fara að blanda mér í það mál hér, enda væri það að bera í bakkafullan læk- inn, þar sem svo mikið hefur verið um það rætt nú undanfarið. útvarpið að kippa þessu i lag og koma á meira réttlæti á milli lands- hluta. Og eitt verða forráðamenn útvarpsins að athuga og það er, að þeir eru ekki einir um útvarpsrekst- ur og gæti svo farið, að hinn þögli meirihluti, sem teldi sig hafa orðið útundan, sneri sér að einkastöðvun- um. GESTUR STURLUSON, Hringbraut 50, 107 Reykjavík. Ódýrar herra- og aömuúlpur Herraúlpur í dökkbláu og rústrauöu kr. 4.990- Dömuúlpur í rauöu, bláu og hvítu kr. 3.990- Takmarkað magn. Verslun athafnamannsins frá 1916 ELLINGSEN Grandagarði 2, Reykjavík, sími 28855, grænt númer 99-6288. Hreppapólitík En til er önnur pólitík en lands- málapólitík og það er svokölluð hreppapólitík og getur hún tekið á sig ýmsar myndir ekki síður en hin tíkin og einmitt þar fínnst mér Rík- isútvarpið hafa misstigið sig ansi illa í hlutleysinu. Kem ég hér með eitt dæmi um það: Ef dregin er lína þvert norð-vestur yfir landið frá Skeiðarársandi í Gilsfjarðarbotn og málið skoðað, þá kemur í ljós, að þeir sem búa norðan þessarar línu hafa miklu meiri aðgang að Ríkisút- varpinu en þeir sem búa syðra. Þeir fyrir norðan línuna hafa þtjár svo- kallaðar svæðis-útvarpsstöðvar. Og svo er nokkuð, sem heitir byggða- lína og útvarpar hún eingöngu frá norðursvæðinu. Eins og flestir sann- gjarnir menn sjá er hér um grófa mismunun að ræða. Það er engu líkara en hér sé verið að skipta land- inu í æðri og óæðri hluta. Óæðri kynþáttur? Það heyrist stundum, að þarna sé verið að þjóna landsbyggðinni. Mér er spum. Hvaða landsbyggð? Er engin landsbyggð sunnan og vestan línunnar? Er Suðurlandsund- irlendið ekki landsbyggð eða Suður- nesin? Er Kjósarsýslan, Borgar- Qarðarhéraðið, Snæfellsnessýslan og Dalasýslan ekki landsbyggð? Og ég spyr enn, er það einhver óæðri kynþáttur, sem býr á suður- og vesturhlutanum? Og svo má ekki gleyma því, að á þessu svæði býr yfírgnæfandi meirihluti þjóðarinnar, þar sem á því miðju er höfuðborgar- svæðiði Þegar á allt þetta er litið, held ég, að vissara væri fyrir Ríkis- Tölvufax og motald Innbyggð, utanáliggjandi, PCMCIA frákr. 10.000,- &BQÐEIND - Austurströnd 12. Sími 612061. Fax 612081 v ______________y Spurningin Hvað er svona gott við Gevalia kaffi? Sparibolli frúarinnar: Ilmanin er svo hárfín. Plastbolli íslenskukennarans: Það fer svo vel í málinu. Kanna piparsveinsins: Keimurinn er svo makalaus. Bolli skíðamannsins: Það rennur svo vel niður. Bolli fýlupokans: Það er svo mátulega súrt. GEVALIA - það er kaffið!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.