Morgunblaðið - 01.11.1994, Blaðsíða 52
>S?Mt'6míOOJStMBRÉFe9im. PÓSJHÓIF3040/ AKVREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
IISIBS
HHH||
.\t5SV--' !£z:'y:
r- i1
■
SifíSSM
:IH'S
Morgunblaðið/RAX
Snjórinn gladdi bömin
BÍLEIGENDUR í höfuðborginni lentu margir í
vandræðum á leið til vinnu í gærmorgun eftir að
fyrsti snjórinn hafði fallið um nóttina. Þegar leið
á morguninn lagaðist ástandið og eins og venjulega
þegar fyrsti snjórinn fellur varð örtröð á dekkja-
verkstæðum. En börnin kunnu að meta snjóinn og
sleðar voru dregnir fram og snjókarlar risu víða,
eins og þessi myndarlegi snjókarl í Hafnarfirði.
■ Fyrsti snjórinn olli töfum/4
Þingsályktunartillaga í smíðum
Leyfi til hrefnu-
veiða undirbúið
SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA
undirbýr þingsályktunartillögu um
að hvalveiðar verði hafnar að nýju
hér við land. Samkvæmt henni yrði
fyrsta skrefið að heimila takmark-
aðar hrefnuveiðar og selja afurðir
á innanlandsmarkaði.
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra upplýsti þetta á Alþingi í
gær í svari við fyrirspurn frá Ein-
ari Guðfinnssyni þingmanni Sjálf-
stæðisflokks. Þorsteinn sagðist
hafa lagt drög að þingsályktunartil-
lögu fyrir ríkisstjórnina sem miðar
að því að hefja hvalveiðar hér við
land að nýju og kynna jafnframt
málstað íslendinga í hvalveiðimál-
inu sem víðast. Þessi tillögudrög
væru nú til umfjöllunar og sagðist
ráðherra vænta þess að ákvörðun
lægi fyrir mjög skjótt.
Þorsteinn sagði að tillagan væri
í samræmi við þá niðurstöðu nefnd-
ar fulltrúa allra þingflokka á Al-
þingi í vor, að hefja ætti takmarkað-
ar hrefnuveiðar sem fyrst.
Jákvæðar viðtökur
Yfirlýsing sjávarútvegsráðherra
fékk almennt jákvæðar viðtökur
þingmanna og margir lýstu þeirri
skoðun að nýta ætti alla þá hvala-
stofna sem þyldu veiðar. Guðrún
Helgadóttir þingmaður Alþýðu-
bandalagsins gagnrýndi þó að svo
virtist sem hefja ætti hvalveiðar án
þess að það yrði gert í samráði við
viðurkennda alþjóðlega stofnun eins
og Hafréttarsáttmáli Sameinuðu
þjóðanna kveður á um. Hún spurði
því Þorstein hvort ekki yrði gengið
aftur í Alþjóðahvalveiðiráðið áður
en hvalveiðar hæfust.
Þorsteinn sagði ótvírætt að Sjáv-
arspendýraráð Norður-Atlantshafs
uppfyllti þær lögfræðilegu kröfur
sem Hafréttarsátt.málinn setti um
samráð. Hins vegar væri ljóst að
ræða þyrfti við Bandaríkjamenn og
undirbúa mögulegar hvalveiðar
mjög vel.
Afkoma Flugleiða
batnaði um 562 milljónir
HAGNAÐUR Flugleiða hf. af reglu-
legri starfsemi nam um 539 milljón-
um króna fyrstu átta mánuði ársins
en á sama tíma í fyrra var 23 millj-
óna tap. Batinn milli ára er því 562
milljónir. Þessi umskipti eru sem
fyrr rakin til ijölgunar farþega,
betri sætanýtingar, sparnaðar í
rekstri og hagstæðra vaxtakjara.
Eftir að tekið hefur verið tillit
til óreglulegra liða nam heildar-
hagnaður Flugleiða fyrstu átta
mánuðina einnig um 539 milljónum
króna og batnaði um 237 milljónir
frá sama tímabili í fyrra.
Fyrstu vísbendingar um afkomu
septembermánaðar eru jákvæðar.
Þá eru bókanir út árið töluvert betri
en í fyrra og horfur eru á minna
brottfalli, að sögn Einars Sigurðs-
sonar, forstöðumanns upplýsinga-
deildar Flugleiða.
■ Hagnaðurinn/16
Glæpagengi réðist á tvo íslendinga og rússneskan vin þeirra í Los Angeles
„Ætluðu að drepa okkur“
UNGUR Islendingur, Jón Páll Vilhelmsson,
átti fótum sínum fjör að launa í bókstaflegri
merkingu þegar hann hljóp undan mönnum
sem skutu að honum og reyndu að keyra hann
niður í vesturhluta Hollywood í Los Angeles-
borg aðfaranótt laugardags.
Jón Páll var að koma úr samkvæmi hjá ís-
‘lenskri stúlku ásamt Konráði Sigurðssyni og
rússneskum kunningja þeirra um fjögurleytið
á laugardagsmorguninn og voru þeir á tveimur
bílum. Á leiðinni ákváðu þeir að fá sér í svang-
inn og stoppuðu á ódýrum veitingastað. Þar
inni voru fjórir ungir Mexíkanar sem greinilega
voru í gengi því þeir voru allir eins klæddir, í
víð blá föt, sem að sögn Jóns Páls eru nokk-
urs konar einkennisbúningur þeirra.
Voru strax með uppsteyt
Jón Páll segir að mennimir hafi strax steytt
að þeim hnefa og verið með ógnandi tilburði.
„Eg fór út fyrir að ná mér í gos og heyrði þá
skarkala og læti. Þá hafði klíkuforinginn sleg-
ið Rússann kaldann og þeir voru komnir í
hörkuslagsmál við Konna. Einn þeirra stóð á
verði í dyrunum. Ég hjólaði í hann og náði að
henda honum inn á eldhúsgólf þar sem við
slógumst í smástund en það endaði með því
að ég varð ofaná. Ég hljóp aftur fram og hafði
þá leikurinn borist út fyrir. Mexíkanarnir slóg-
ust með tunnulokum og kústsköftum, raunar
öllu því sem hendi var næst, meðan við slóg-
umst með hnúum og hnefum. Mér var hætt
að lítast á þetta, ætlaði að reyna að komast út
á götuna og draga Mexíkanana með mér og
kallaði á Konna að sækja mig á bílnum."
Heyrði nokkra skothvelli
„Ég hljóp niður götuna og reyndi að hlaupa
þá af mér en heyrði þá skothvell. Ég reyndi
að herða á mér og hlaupa sitt á hvað yfir
akreinamar og heyrði nokkra skothvelli til við-
bótar. Ég sá síðan bíl koma á eftir mér og
hélt að það væri Konni en þá voru þeir komnir
á bíl og stefndu beint á mig. Ég náði að stökkva
upp á húddið á bílnum, lenti síðan aftur í göt-
unni, stóð upp og hljóp áfram.“
Jón Páll segir að þegar hér hafi verið kom-
ið sögu hafi honum verið ljóst að ætlan mann-
anna hafi greinilega verið sú að drepa sig.
Hann segir að klíkan hafí verið á tveimur bíl-
um og nú hafí þeir komið á hinum og gert
aðra' tilraun til að keyra sig niður en aftur
hafi honum tekist að stökkva upp á vélarhlíf-
ina og bjarga sér.
Nú var Konráð kominn á bíl sínum að Jóni
-Páli sem reyndi að komast inn í hann. Það
tókst ekki vegna þess að bílhurðin farþegameg-
in var læst. Hann komst þá hinum megin við
bílinn og ætlaði að komast inn um gluggann
bílstjóramegin en hann var skrúfaður upp. í
sama mund komu Mexíkanarnir einu sinni enn
og stefndu á Jón Pál en hann náði að stökkva
til hliðar áður en hann lenti undir bílnum. Þess
í stað keyrðu þeir inn í hliðina á bíl Konráðs.
Jón Páll Konráð
Vilhelmsson Sigurðsson
Loks komst Jón Páll inn um gluggann bílstjóra-
megin og dró Konráð hann yfir sig og yfir i
farþegasætið. Allan tímann voru bílarnir á
ferð og Jóft Páll á hlaupum.
Verður erfitt að sanna
Þeir keyrðu síðan einn hring og komu aftur
á veitingastaðinn en þá var gengið á bak og
burt en lögreglan hins vegar komin þangað.
Starfsfólkið hafði látið hana vita. Einn Mexík-
aninn náðist síðan á hlaupum ogtveir til viðbót-
ar á öðrum bílnum sem gengið var á. Jón
Páll segir að erfitt muni reynast að sanna það
sem gerðist á mennina og fá þá dæmda vegna
þess að þeir Konráð hafí ekki séð hveijir þeirra
hafi setið undir stýri og ekki heldur hver þeirra
skaut af byssunni.
Þakklátur Konráði
Hann segir að Konráð hafi hvorki hugsað
um sjálfan sig né bílinn heldur lagt allt í sölurn-
ar til að bjarga honum og hann sé afar þakk-
látur fyrir það. Jón Páll segist ekki hafa þurft
að fara á spítala eftir hasarinn, hann sé óbrot-
inn og ekki með neina stóra skurði, aðeins
með skrámur og mar um allan líkamann. En
hann segist ekki hafa sofið vært og aðfara-
nótt mánudags hafi hann barist um meira og
minna alla nóttina og dreymt byssuhasar og
eltingaleiki.
Jón Páll varð fyrir árás mexíkósks glæpa-
gengis í fyrrasumar og hann segist vita um
marga íslendinga sem hafa lent í ýmsu mis-
jöfnu þar ytra. Hann segir fjölmiðla og kvik-
myndir draga upp mjög ranga mynd af lifínu
í L.A. því það sé langt frá því að vera dans á
rósum.
Jón Páll er 27 ára gamall og lýkur námi í
ljósmyndun í St. Barbara, þar sem hann býr,
í febrúar nk. Konráð, sem er 26 ára gamall,
er kvikmyndatökumaður og býr í Los Angeles.
Hann hefur komist í hann krappan áður en
síðast var sagt frá svaðilförum hans í Morgun-
blaðinu í ágúst sl. eftir að hann hafði komist
í lífshættu í kvikmyndaleiðangri til Kúrdistan.