Morgunblaðið - 01.11.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1994 11
FRETTIR
Víkingasveit
í umsátrí
Morgunblaðið/Júlíus
ALVOPNAÐUR víkingsisveit-
armaður við hús mannsins á
laugardagskvöld.
VÍKINGASVEIT lögreglunnar sat
í tæpa fjóra tíma á laugardags-
kvöld um hús í Vogahverfi en þar
inni var fimmtugur maður sem
óttast var að væri vopnaður og
hafði fyrr um kvöldið veitt öldruð-
um foreldrum sínum áverka. Eftir
að maðurinn gafst upp kom í ljós
að hann var vopnlaus. Eftir yfir-
heyrslur hjá lögreglu var honum
komið á sjúkrastofnun.
Rétt fyrir klukkan níu var lög-
reglan kvödd að heimili foreldra
mannsins þaðan sem hann var þá
nýfarinn eftir að hafa slasað átt-
ræðan föður sinn þannig að hann
er talin rifbrotinn og veitt tæplega
áttræðri móður sinni áverka í and-
liti. Hjónin voru flutt á sjúkrahús,
þar sem maðurinn var lagður inn
en konan fékk að fara að lokinni
aðhlynningu.
Skömmu síðar spurðist til
mannsins á heimili hans í austur-
bænum. Talin var ástæða til að
ætla að hann væri með skotvopn
og að sonur hans á unglingsaldri
gæti verið í hættu.
Víkingasveit lögreglunnar var
kölluð út og á staðinn.
Maðurinn féllst svo á að koma
út og gefa sig fram við lögreglu
eftir að rætt hafði verið við hann
í síma. Hann reyndist óvopnaður
og sonur hans var ekki á heimilinu.
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglu var talið að maðurinn hefði
verið undir annarlegum áhrifum
vímuefna eða lyfja. Hann var vist-
aður í fangageymslu, yfírheyrður
hjá RLR á sunnudag og síðan kom-
ið undir læknishendur.
Prófkjör Sjálfstœðisflokksins í
REYKJ ANESKJ ÖRDÆMI
5. nóv. nk.
~ KRISTJÁN
13.-4. SÆTI
Kosningaskrifstofur er opnar
frá kl. 13-17 um helgar
og 17-21 virka daga:
í Keflavík, Hafnargötu 45,
sími 92-14331,
í Hafnarfirði, Kaplahrauni 1,
sími 655151.
Allir velkomnir!
J
OKIFAX 1000
Fjölhæft
og öflugt
faxtæki
Meðai eiginleika
má nefna:
• Fyrir venjulegan pappír
• Sími og fax (sjálfskipting)
• Símsvari innbyggður
• 70 númeri minni
• Fjöldasendingar
• Skúffa fyrir 100 A4 síður
• Arkamatari
• Ljósritun allt að 99 síður
OKI
Tækni til tjáskipta
OKIFAX 1000 er nú á kynningarverði
kr. 149.000,- stgr. m. vsk.
§ Tæknival
Skeifunni 17 - Sími (91) 681665 - Fax (91) 680664
Verð: 1.495
PÓSTSENDUM SAMDÆGURS • 5% STAÐGREIÐSLUAFSLATTUR
STEINAR WAAGE f
SKÓVERSIUN “
SÍMI 18519
VIÐ INGÓLFSTORG
, „ M STEINAR WAAGE *
M M SKÓVERSLUN
SÍMI689212 V