Morgunblaðið - 01.11.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.11.1994, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Ljóska Mér þykir gaman að opna póstkassann okkar þessa Loch Ness skrímslið! dagana, vitandi það, að þar er óvæntur glaðningur tii mín frá Skotlandi. BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 Matvælaiðnaður og manneldi Frá Brynhildi Briem: MEÐ iðnbyltingunni var lagður grundvöllur að matvælaiðnaði nú- tímans. Þá fluttist hluti af matvæla- vinnslunni af heimilunum og inn í verksmiðjur. All- ar götur síðan hefur matvæla- iðnaði vaxið fisk- ur um hrygg. Með aukinni at- vinnuþátttöku kvenna er varið mun minni tíma til matseldar inni á heimilunum en meira og meira er keypt af til- búnum vörum. Er nú svo komið að mestur hluti af þeim matvælum sem við neytum hefur farið í gegnum vinnsluferli í verksmiðjum þar sem menn og vélar hafa breytt þeim úr hráefni í tilbúna matvöru. Fjöldi manna vinnur að matvæla- vinnslu hér á landi. Innan matvæla- iðnaðar eru margar iðngreinar sem standa á gömlum merg en aðrar eru seinni tíma viðbót. Þegar fyrstu matvælafræðingamir útskrifuðust frá Háskóla íslands árið 1976 fóra þeir að vinna í matvælaiðnaði við vöruþróun og gæðaeftirlit. Stór hluti félagsmanna í Matvæla- og næring- arfræðingafélagi íslands (MNI) vinnur í dag með ýmsum starfsstétt- um á sviði matvælaiðnaðar. Mikil ábyrgð Þar sem svo stór hluti af fæðu okkar er tilbúnar matvörur getur matvælaiðnaðurinn að miklu leyti ráðið því sem ofan í okkur fer. Þess- ar vörur fara ekki bara inn á heimil- in í landinu heldur eru sjúkrastofn- anir einnig í vaxandi mæli farnar að nýta sér þær. Ábyrgð matvæla- iðnaðarins er því gríðarlega mikil. Vissulega má segja að fólk ráði sjálft hvaða vörur það kaupir og við stjómum því neyslu okkar sjálf. En til þess að við getum valið hollar og góðar iðnaðarvörur verða þær að vera á boðstólum. Úrvalið af hollum-vörum á markaðnum er mik- ið en með örlitlum breytingum mætti gera það enn meira. Einfaldar breytingar Hér verða tekin nokkur dæmi um það hvernig matvælaiðnaður getur með sáraeinföldum breytingum komið til móts við neytendur til að gera þeim kleift að neyta hollrar og góðrar fæðu. Breytingamar geta verið litlar en samt haft mikið að segja þegar litið er á heildina. Brauð eru holl og góð matvara, sem við borðum samt allt of lítið af. í vaxandi mæli eru brauðin seld niðurskorin. Oft eru brauðsneiðam- ar nokkuð þunnar jafnvel svo að sneiðin nær ekki 20 grömmum að þyngd. Ef bakarar landsins tækju sig nú saman og skæm brauðsneið- arnar nokkrum millímetmm þykkari þá yrðu þær einnig þyngri. Með þessu móti væm líkur á að brauð- neysla landsmanna ykist. íslendingar, ekki síst böm og unglingar, drekka óhemjumikið af sætum svaladrykkjum. Það hafa jafnvel sést tölur um að neyslan samsvari því að hver landsmaður drekki 120 lítra á ári af þessum drykkjum. Ef drykkjavömiðnaður- inn tæki sig saman og notaði minni sykur í sínar vörur mætti draga mikið úr sykurnotkun landans. Ávaxtasykur er sætari en strásykur ef hægt væri að nota hann að ein- hverju leyti mætti minnka sykur- magnið. Á síðustu ámm hefur fjölgað mjög tilbúnum réttum á markaðn- um. Þetta er afar þægilegt enda em þessar vömr yfirleitt mjög vinsælar. Það er vitað að landinn borðar of lítið af grænmeti en ef mikið væri sett af grænmeti í þessa vinsælu rétti mætti auka grænmetisneysl- una nokkuð. Mikið framboð er á mjólkurvör- um, bæði feitum og mögmm. Marg- ar þeirra eru pakkaðar í handhægar umbúðir svo hægt sé að taka þær með í nesti eða selja beint til neyslu. En það er svo merkilegt að það eru frekar feitu vömmar en þær mögm sem em í þessum umbúðum. Ef t.d. undanrenna væri pökkuð í xk lítra pakkningar mætti ætla að fleiri myndu velja hana sem drykk í há- deginu. Við höfum verið nokkuð íhalds- söm þegar við veljum fisk í matinn. Sumir vilja ekkert nema ýsu. En það em fleiri fiskar í sjónum sem em góðir til matar. í seinni tíð hafa sérfræðingar verið að leita að nýjum tegundum til neyslu. Með því að kynna betur þessar tegundir má ætla að fiskneysla landans aukist að fjölbreytni. Kjötvinnsla er vaxandi iðngrein hér á landi. Sífellt bætast við nýjar og nýjar tegundir af unnum kjötvör- um. Sumar þessar vömr em nokkuð saltar. Ef kjötvinnslan tæki sig sam- an um að minnka saltið í sínum vörum mætti draga eitthvað úr salt- neyslu þjóðarinnar. Matvæladagur Hér hefur verið bent á að með einföldum breytingum getur mat- vælaiðnaðurinn stuðlað _að bættum neysluvenjum landans. Á Matvæla- degi MNÍ nk. laugardag verður leit- að svara við þeirri spurningu hvern- ig matvælaiðnaðurinn geti stuðlað að því að gera fólki kleift að borða holla og góða fæðu. En yfirskrift dagsins er „Matvælaiðnaður og manneldi". Framtíðin Það má ætla að hlutur iðnaðar- framleiddra matvara í fæðuvali okk- ar muni aukast í framtíðinni. Ef vel á að fara þarf að huga mun meira og betur að hollustu varanna. Mat- vælaiðnaður og manneldisfræðingar (næringarfræðingar og næringar- ráðgjafar) þurfa því að vinna saman. BRYNHILDUR BRIEM, matvæla- og næringarfræðingur og er í undirbúningshópi fyrir matvæladag MNI. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt i upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er m^ð endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.