Morgunblaðið - 01.11.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.11.1994, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI HB býður út 80 millj- óna króna hlutafé Fjárhagsstaða og afkoma Haraldar Böðvarssonar hf. 1992-94 Eignir alls 2.794 2.816 2.688 Efnahagur, upphæðir í milljónum kr. Skuldir alls 2.330 , HARALDUR Böðvarsson hf. á Akranesi býður á morgun út nýtt hlutafé að nafnvirði 80 milljónir króna. Gengi bréfanna er 1,63 á fyrsta söludegi þannig að söluand- virði þeirra er um 130 milljónir. Hluthafar fá forkaupsrétt að bréf- unum á tímabilinu 2-23. nóvember en bréf sem þá kunna að vera óseld verða boðin á almennum markaði fram til áramóta. Óskað hefur verið eftir skráningu hlutabréfanna á Verðbréfaþingi íslands og er þess vænst að skráning geti hafist á næstunni. Hlutafé félagsins er nú 320 milljónir en þar af á félagið sjálft hlutabréf að nafnvirði 10,7 milljónir. Bjami Ármannsson, forstöðu- maður hjá Kaupþingi sem hefur umsjón með útboðinu benti á í sam- tali við Morgunblaðið að hér væri um að ræða fýrsta hlutabréfaútboð ársins. „Við finnum fyrir miklum áhuga stofnanafjárfesta á því að taka þátt í útboðinu. Bæði er hér á ferðinni arðvænlegt fyrirtæki og tækifæri skapast til að fjárfesta í atvinnuuppbyggingu í sjávarútvegi á Akranesi," sagði Bjami. Tilgangur hlutafjárútboðsins er að styrkja fjárhagsstöðu félagsins. Það mun styrkja eiginfjár- og veltufjárhlutfall þess, auðvelda því að lækka skammtímaskuldir og fjármagna hugsanlega breytingu á samsetningu fastaijármuná, að því er segir í útboðslýsingu. Stefnt er að fjárfestingu í nýrri vinnslulínu í frystihúsinu og búnaði til mjöl- blöndunar í fiskimjölsverksmiðjunni á þessu ári og því næsta. Áætlaður kostnaður við þessar fjárfestingar er um 80 milljónir. Mikil hagræðing hefur átt sér stað frá því fjögur sjávarútvegsfyr- irtæki voru sameinuð undir nafninu Haraldur Böðvarsson hf. árið 1991. Þá hefur félagið endurnýjað skipa- kost smn með kaupum á frystiskip- inu Höfrungi III AK 250 og selt Krossvík AK, Skipaskaga AKI og Rauðsey AK. Auk frystiskipsins gerir félagið út tvo ísfísktogara og tvö nótaskip. Skipin öfluðu um 90 þúsund tonna á árinu 1993 og jókstT afli þeirra úr um 72 þúsund tonnum frá árinu áður. Frá árinu 1991 er aflaaukningin 125% og má aðallega rekja hana til stóraukinnar loðnu- Tvær bækur á ensku EVIL AND THE EARTH og THE SACRED TRIANGLE OFPAGAN ICELAND eftir Einar Pálsson komu út síðastliðinn vetur. Sú fyrri lýsir í hnotskurn tákn- merkingu Marðar Valgarðssonar, hver hann var, og hví hann var gerður að táknmynd hins illa í allegóríu Njáls sögu. Hin síðarnefnda fjallar um tengsl íslandinga að fornu viö hugarheim hinnar klassísku fornaldar, einkum við speki þá sem kennd er við Pýþagóras. Þetta eru með afbrigðum spennandi viðfangsefni öllum, sem kynna sér fornmenningu Evrópu. Frábær gjöf handa þeim, sem vilja kynna sér hin nýju viðhorf í íslenskum fræðum. Bókaútgáfan Mímir, Sólvallagata 28, Reykjavík, sími 25149. Morgunverðarfundur Miövikudaginn 2. nóvember 1994 Skála, Hótel Sögu frá kl. 8.00 til 9.30 ísland og alþjóöasamningar - samkeppnishæfni og lífskjör Félag viöskiptafræöinga og hagfræöinga boöar til fundar um stöðu og tengsl íslands viö umheiminn og alþjóöleg viöskiptabandalög. Framsögumenn veröa: Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iönaöarins og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Verslunarráös ísiands. Jj Sveinn Hannesson Efni fundarins veröur meÖal annars: Vilhjálmur Egilsson ■ Tryggir EES-samningurmn hagsmuni íslendinga? ■ Stækkun ESB og staöa íslands. ■ Stendur aöild aö ESB í vegi fyrír öörum viöskiptasamningum ? ■ Hefur aöild hlnna Noröuríandanna aö ESB áhrifá samkeppnisstööu íslands? ■ Á ísland aö sækja um aöild aö ESB? Á fundinum veröur afhent skýrsla Vinnuveitendasambandsins, Verslunarráös og Samtaka iönaöarins um þetta efni. Féiagsmenn eru hvattir til aö mæta og hefja vinnudaginn meö faglegri umræöu um þetta mikilvæga málefni. FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA veiði. Fyrirtækið hefur yfír að ráða alls 10.319 þorskígildistonnum á yfirstandandi fiskveiðiári. Skip fé- lagsins fá alls 54.069 tonna loðnu- kvóta í upphafí eða 8,5% heildark- vótans. Þá er gert ráð fyrir alls 4 þúsund tonna afla af úthagskarfa- veiðum og öðrum utankvótategund- um á árinu 1995. Alls voru framleidd 3.200 tonn af afurðum í frystihúsinu á árinu 1993 en stór þáttur í vinnslunni er framleiðsla á smápakkningum fyrir Evrópumarkað. Tekið var á móti rúmum 52 þúsund tonnum af hráefni í fískimjölsverksmiðj- unni. Mikil umskipti hafa orðið á af- komu Haraldar Böðvarssonar á þessu ári en eins og áður hefur komið fram nam hagnaður fyrstu átta mánuðina alls um 81 milljón króna samanborið við 43 milljóna tap allt árið í fyrra og 90 milljóna tap árið 1992. Samkvæmt endur- skoðaðri rekstraráætlun verður hagnaður ársins um 78 milljónir og 99 milljónir á næsta ári. Eigið fé félagsins var 552 millj- ónir þann 31. ágúst 1994 og eigin- fjárhlutfall 20%. Innra virði (eigið fé/hlutafé) var á sama tíma 1,72 en sölugengi bréfanna er 1,63 sem fyrr segir. 2.187 »2.264 1 118 V) (/) </> ‘S a> o/ a 73 T3 -nj co Ico fco CM CO 5 o> <3> 2 0)0»" T- -4— CO C/) V) “3 Q) O O ^3 T3 “03 00 00 l 00 Eigið fé 502 465 Eiginfjár- hlutfall 19% ... 20% 552 Rekstrarafkoma, upphæðir \ milljónum kr. Rekstrar- tekjur 1.932 1.730 1.572 Hagnaður fyrir afskriftir Afkoma af Hagnaður reglulegri (tap) starf- 77 semi 28 | | 1 O) 3 O) I <3> -22 V 279 194 tófl 200 lll Veltufé frá rekstri Mikill bati hjá Flugleiðum fyrstu átta mánuðina Hagnaðurínn nam 539 milljónum kr. HAGNAÐUR Flugleiða hf. fyrstu átta mánuði ársins nam alls 539 milljónum króna og batnaði um 237 mijljónir frá sama tímabili í fyrra. Áframhaldandi bati varð í afkomu félagsins í ágúst sem rak- inn er til fjölgunar farþega, betri sætanýtingar, sparnaðar í rekstri og hagstæðra vaxtakjara, að því er segir í frétt frá Flugleiðum. Rekstrarhagnaður án fjármuna- tekna og fjármagnsgjalda var alls 1.128 milljónir en var 847 milljón- ir í fyrra. Þegar tekið hefur verið tillit til fjármagnsliða nam hagnað- ur af reglulegri starfsemi um 539 milljónum en á sama tíma í fyrra var 23 milljóna tap. Batinn milli ára er því 562 milljónir króna. Tvær ástæður eru fyrir því að heildarafkoma félagsins batnar ekki jafnmikið og afkoma af reglu- legri starfsemi. Lágt gengi banda- ríkjadollars gagnvart íslensku krónunni á uppgjörsdegi leiðir til þess að 76 milljónir eru gjaldfærð- ar undir liðnum misvægi gengis og verðlags vegna endurmats flug- véla en á sama tíma í fyrra var tekjufærsla undir þessum sama lið 148 milljónir. Þá nýtur félagið ekki lækkunar tekjuskattsskuld- bindingar á þessu ári sem leiddi til 180 milljóna tekjufærslu í átta mánaða reikningsskilum 1993. Á móti koma aðrir tekjuliðir samtals að fjárhæð 76 milljónir sem einkum felast í afkomu dótturfélaga en þeir námu á sama tíma í fyrra tæplega 5 milljónum. Handbært fé frá rekstri Flug- leiða fyrstu átta mánuði ársins nam alls 1.798 milljónum sem er 387 milljónum hærri fjárhæð en á sama tíma á sl. ári. Veltufjárstaðan batnar um 595 milljónir milli ára. Jákvæðar vísbend- ingar gerast Fyrstu vísbendingar um afkomu septembermánaðar eru jákvæðar, að sögn Einars Sigurðssonar, for- stöðumanns upplýsingadeildar Flugleiða. „Bókanir út árið eru töluvert betri en í fyrra og horfur er á minna brottfalli.“ Fyrstu átta mánuði ársins voru farþegar Flugleiða í millilandaflugi rúmlega 533 þúsund og hafði fjölg- að um 25% frá fyrra ári. Far- þegawr í innanlandsflugi voru rúmlega 179 þúsund og hafði fjölg- að um 1,5% frá samatímabili 1993. Flugleiðir felldu niður fraktflug til Bandaríkjanna Undirbúa aukið frakt- flug' til Evrópu 1 Opinn fundur - gestir velkomnir FLUGLEIÐIR felldu niður sérstakt fraktflug sitt til Bandaríkjanna á sunnudag þar sem nægt íými var fyrir frakt í farþegavélum félagsins á þessari leið. Alls voru flutt 50 tonn til Bandaríkjanna um helgina. Hins vegar voru flutt um 90 tonn til Evrópu og fyrirhugað er að flytja þangað 30 tonn í dag. Vegna auk- inna fraktflutninga til Evrópu að undanförnu er í undirbúningi hjá Flugleiðum að bæta við einu frakt- flugi til Ostende í Belgíu þannig að flogið yrði tvisvar í viku. Einar Sigurðsson, forstöðumaður upplýsingadeildar Flugleiða, sagði þessar tölur gefa vísbendingu um að fiskútflutningur með flugi væri að færast til Evrópu. Mætti fyrst og fremst rekja það til gengislækk- unar dollars undanförnu. „Meðan við ráðum við flutninginn til Banda- ríkjanna með áætlunarvélunum þurfum við ekki á fraktvélunum að halda. Hins vegar eru þær til reiðu hvenær sem er en í augnablikinu er offramboð af fraktrými vestur um haf.“ Véj Cargolux hafði viðkomu á Keflavíkurflugvelli á sunnudag samkvæmt áætlun en flutnings- magið var tiltölulega lítið. Þórarinn Kjartansson, umboðsmaður Cargol- ux, sagði að eftirspurnin eftir ís- lenskum fiski verið í minna lagi í Bandaríkjunum undanfarið. Hins vegar væri útlitið mjög gott í þess- ari viku og þegar hefðu borist góð- ar bókanir fyrir næstu helgi þannig að ástæða væri til bjartsýni um framhaldið. „Eftirspurnin er sveiflukennd og háð bæði verði á fiskmörkuðum hér á landi og fram- boði af físki annarsstaðar frá,“ sagði Þórarinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.