Morgunblaðið - 01.11.1994, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 01.11.1994, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ 16500 ÞAÐ GÆTI HENT ÞIG Já, það gæti hent þig, því þessi ótrúlega gamanmynd er byggð á raunverulegum atburðum. Lögga á ekki fyrir þjórfé en lofar gengilbeinunni að koma með það daginn eftir eða þá að skipta með henni lottóvinningnum sínum... ef svo ólíklega færi að hann fengi vinning. En viti menn, hann vinnur og það enga smáaura, heldur fjórar milljónir dala! Aðalhlutverk: Nicolas Cage, Bridget Fonda, Rosie Perez og Stanley Tucci. Leikstjóri: Andrew Bergman („The Freshman", „Floneymoon In Vegas"). Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. GETRAUN Það gæti hent þig að vinna helgarferð með Flugleiðum til New York með gistingu á hinu stórglæsilega Plaza-hóteli. Það eina, sem þú þarft að gera, er að svara tveimur laufléttum spurningum og skila þeim í afgreiðslu Stjörnubíós fyrir 13. nóvember. Þá kemst þú í vinn- ingspott sem dregið verður úr á Bylgjunni í beinni útsendingu þann 15. nóvember 1994. Svarseðilinn færðu þegar þú kaupir miða á myndina. Svarseðilinn færðu þegarþú kaupir miða á myndina. FLUGLEIDIR. Troustur íslemkurferðafilagi J STJÖRNUBÍÓLÍNAN SÍMI 991065 Taktu þátt í spennandi kvikmyndagetraun. Verðlaun: Boðsmiðar á myndir í Stjörnubíói. Verö kr. 39,90 mínútan. Sýnd kl. 5. KR. 600,- F. FULLORÐNA KR. 400,- F. BÖRN Sýnd kl. 9 og 11.05. Bönnuð innan 16 ára. ULFUR NICHOLSON PFEIFFER WOLF Sýnd kl. 6.45. ' KRIPALUJÓGA ^ Jóga eins og það gerist best Orka, styrkur, einbeiting Framhaldsnámskeið — Jóga II. hefst Þriðjudaginn 7.11. kl. 16.30. Leiðbeinandi: Krístfn Norland. JÓGASTÖÐIN HEIMSLJÓS, Skeifunni 19,2. hæð, s. 889181 ^^AII^daflakM7-19^einniBsírnsvaiU^j Morgunblaðið/Jón Svavarsson GUNNLAUGUR I. Grétarsson, Ómar Halldórsson, Sigrún Kjart- ansdóttir, Guðjón Helgason og Óli Jón Hermannsson. Glaumur og gleði á árshátíð ÁRSHÁTÍÐ Húsasmiðjunnar var haldin í Perlunni laugardaginn 29. október. Um 300 manns tóku þátt í hátíðarhöldunum og ekki sást fýlusvipur á nokkrum manni. Fyrir því sáu Sigrún Hjálmtýsdóttir, krakkamir úr Hárinu og hljómsveitin Fánar. Auk þess voru fleiri skemmtiatriði. HÁLFDÁN Guðmundsson, Sævar Jóhannesson, Guðrún Ýr Bjarnadóttir, Hrafnhildur Atladóttir og Helgi Rúnar Hilmarsson. FOLK Hver fer í föt Audreyar Hepburn? HARRISON Ford í nýju myndinni og Audrey Hep- burn í myndinni frá 1954. ►NÚ ÞEGAR Meryl Streep hefur orðið hlutskörpust í keppninni um hlutverkið á móti Clint Eastwood í Brýrnar í Madisonsýslu, eftir metsölubókinni sem komið hefur út í íslenskri þýðingu, þá gæti næsta meiri háttar leikaraleitin í Hollywood orðið að staðgengli Audreyar heitinnar Hepburn. Sagan segir að leikstjórinn Sydn- ey Pollack og framleiðandinn Scott Rudin séu á fullri ferð á vegum Paramount við að ieita að réttu leikkonunni á móti Harrison Ford í Sabrinu, sem Audrey gerði svo fræga á sínum tíma. Næstum ár er liðið síðan Whitn- ey Houston sýndi áhuga á hlut- verki dóttur bílstjórans, sem millj- ónamæringur (Humphrey Bogart í myndinni frá 1954) var að gera hosur sínar grænar fyrir til að bjarga henni úr höndum gosans hans bróður síns (Williams Hold- ens). En Rudin leikstjóri vildi fá einhverja Hepburnlegri. Hann sneri sér til Winonu Ryder sem var upptekin við annað hlutverk. Meg Ryan og Demi Moore komu tii greina. Einnig aðdáandi Au- dreyar Julia Roberts, sem tók á móti SAG leikaraverðiaununum fyrir Audrey rétt fyrir fráfall hennar 1993. En Julia Roberts kveðst standa henni alltof nærri til að geta hugsað sér að fara að bera sig saman við hana. En hver mun hætta á samanburðinn við þessa hrífandi leikkonu? Til greina koma Gwyneth Paltrow (Flesh and Bone) og Julie Delpy (Skytturnar þrjár), þótt Pollack og Rudin hafi ekki útilokað ein- hverja alls óþekkta leikkonu. Þessvegna eru þeir nú að leita í Evrópu. I hlutverk WiIIiams Hold- ens hafa tvímenningarnir reynt ýmsa leikara á þrítugsldri, þar á meðal Brendan Fraser. Harrison Ford hefur aldrei séð upprunalegu myndina um Sa- brínu og ætlar ekki að gera það. Hann kveðst enga skoðun hafa á hinum hlutverkunum, en fyrir hann sjálfan sé augljóslega mikill fengur að fara í fótspor Bogarts: „Mig langar til að leika eitthvað létt, þar sem ég þarf hvorki að lemja neinn né láta lemja mig.“ Högum akstri eftir adstædum. Gatnamálastjórinn í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.