Morgunblaðið - 01.11.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.11.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ÞRIEXJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1994 37 Hópur krístinna leiðtoga og tónlistarmanna Kvöld til styrktar Sophiu og dætrum HÓPUR kristinna leiðtoga og tón- listarmanna mun í kvöld, 1. nóv- ember, fara fyrir átaki þar sem áhersla verður lögð á fyrirbæn fyrir málefni Sophiu Hansen og dætra hennar. í kjölfar söfnunar- átaks til styrktar konstaðarsöm- um málaferlum undanfarinna ára, komu nokkrir einstaklingar sam- an til að ræða þann möguleika að safna saman fólki úr ýmsum kristnum söfnuðum til að biðja fyrir þessu máli. Inn í þá umræðu kom einnig tónlistarfólk sem flyt- ur kristilega tónlist og niðurstaða varð þetta átak í kvöld kl. 20 í Fíladelfíukirkjunni við Hátún. Dagskrá kvöldsins verður fjöl- breytt. Á milli tónlistaratriða leiða einstaklingar í fyrirbæn. Tónlist- arefni verður af ýmsum toga og má þar nefna að auk einsöngvara syngja Gospel kórinn og Lofgjörð- arhópur Fíladelfíu. Sérstakur gestur er Pálmi Gunnarsson, söngvari, en hann hefur verið dyggur stuðningsmaður Sophiu og dætra hennar frá upphafi. Aðrir, sem fram koma í tónlistar- flutningi, eru Óskar Einarsson og Páll Pálsson, Hjalti Gunnlaugsson og Helga Bolladóttir, íris Guð- mundsdóttir, Sigurður Ingimars- son og Gospel kvartettinn. Aðstandendur átaksins vonast eftir sem flestum til samkomunn- ar. Aðgangur er ókeypis og öllum ftjáls meðan húsrúm leyfir. Á samkomunni verður tekið við sam- skotum sem renna óskipt til Sam- takanna Börnin heim. • • / Aðalfundur Oryrkjabandalags Islands Rætt um framfaramál AÐALFUNDUR Öryrkjabandalags íslands var haldinn föstudaginn 21. október sl. í Hlégarði í Mosfellsbæ. Hann sóttu fulltrúar aðildarfélaga bandalagsins sem eru 21 talsins. Á fundinum voru fluttar skýrslur um störf bandalagsins svo og þeirra stofnana sem tengjast bandalaginu á einhvern hátt. Öryrkjabandalagið rekur Vinnu- staði, er aðili að Starfsþjálfun fatl- aðra og Tölvumiðstöð fatlaðra svo einhvers sé getið. Það gefur út 48 síðan fréttabréf fjórum sinnum á ári sem fer út í yfír 14 þúsund eintökum. Hússjóður Öryrkjabandalagsins sem er sjálfseignarstofnun á nú 500 íbúðir sem leigðar eru öryrkjum vítt um land en þar af hafa 200 íbúðir verið keyptar eða byggðar frá til- komu lottósins. í tengslum við aðalfundinn var sérstök dagskrá um ár fjölskyldunn- ar þar sem flutt var yfirlitserindi um árið, erindi um stöðu fatlaðs fjölskylduföður í dag, einnig erindi um áhrif fötlunar á fjölskyldu og forsýning var hjá Halaleikhópnum á Jóðlífí Odds Bjömssonar. Að lokum bauð Reykjalundur til kynnisferðar um staðinn og kvöldverðar. Margar ályktanir samþykktar Fjölmargar ályktanir voru sam- þykktar, m.a. var því mótmælt að fé Framkvæmdasjóðs rynni til rekstrar, skorað á Alþingi og stjómvöld að tryggja það að eingreiðslur í kjara- samningum skili sér að fullu til lífeyr- isþega, því mótmælt að húsaleigubæt- ur skuli í svo ríkum mæli fjármagnað- ar með lækkaðri uppbót til lífeyris- þega og fækkun lánveitinga til félags- lega kerfísins, skorað á fjárveitinga- valdið að tryggja það að Félag heymalausra fái ráðið táknmálstúlk til starfa, því mótmælt að fólk skuli nú þurfa að greiða fyrir þau læknis- vottorð sem Tryggingastofnun ríkis- ins greiddi áður; því mótmælt að sjúk- ir og öryrkjar séu látnir bera aukinn þunga af niðurskurði í heilbrigðiskerf- inu og hugmyndum um tilvísanakerfí hafnað; skorað á Alþingi að lögfesta skuli fulla aðild lífeyrisþega að trygg- ingaráði; varað við á að einstök sveitarfélög taki við þjónustu við fatl- aða án þess að gæði þjónustunnar séu tryggð og samþykkt að skora á Ríkis- útvarpið og Stöð 2 að texta íslenskt sjónvarpsefni fyrir heymalausa og heymaskerta, segir í fréttartilkynn- ingu. Fundur var fjölsóttur og umræður miklar. Formaður bandalagsins er Ólöf Ríkarðsdóttir, varaformaður Haukur Þórðarson og framkvæmdastjóri Ás- gerður Ingimarsdóttir.' BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Guðrún og Rag’nheiður unnu íslandsmót kvenna í tvímenningi GUÐRÚN Jóhannesdóttir og Ragnheiður Tómasdóttir sigruðu í íslandsmóti kvenna í tvímenningi 1994 en mótið fór fram um helg- ina. 29 pör tóku þátt í mótinu og var keppnin um efstu sætin jofn og spennandi að því undanskildu að Guðrún og Ragnheiður höfðu yfirburðastöðu í efsta sætinu. Lokastaðan varð þessi: Guðrún Jóhannesd. - RagnheiðurTómasd. 162 Anna ívarsdóttir - Gunnlaug Einarsdóttir 106 Hertha Þorsteinsdóttir - Elin Jóhannsdóttir 105 Gróa Guðnadóttir - Guðrún Dóra Erlendsd. 102 Esther Jakobsdóttir - Valgerður Kristjónsd. 82 Erla Siguijónsd. - Guðlaug Jónsdóttir 79 Ólína Kjartansd. - Huida Hjálmarsdóttir 69 Jafnhliða kvennamótinu fór fram keppni yngri spilara og var þátttakan þar fremur dræm eða 16 pör. Ingi Agnarsson og Stefán Jóhannsson sigruðu nokkuð örugg- lega í þessum flokki, hlutu 122 stig yfir meðalskor en lokastaðan varð þessi: Ingi Agnarsson - Stefán Jóhannesson 122 Magnús Magnússon - Stefán Stefánsson 75 Sigurbjöm Haraldsson - Skúli Skúlason 52 Ragnar T. Jónasson-Tryggvi Ingason 41 Kristinn Þórisson - Ómar Olgeirsson 41 Að venju sá Kristján Hauksson um útreikning og keppnisstjórn en Guðmundur Sv. Hermannsson af- henti verðlaun í mótslok. Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson ÍSLANDSMEISTARAR kvenna í tvímenningi 1994, Guðrún Jóhannesdóttir og Ragnheiður Tómasdóttir. SIGURVEGARARNIR í flokki yngri spilara, Stefán Jóhanns- son og Ingi Agnarsson. AFMÆLI GUÐMUNDUR HJARTARSON NOKKUR orð þarf ég að senda frá mér í til- efni þess að vinur minn og margra ára sam- starfsmaður, Guð- mundur Hjartarson, fyrrverandi seðla- bankastjóri, er orðinn 80 ára. Guðmundur er fæddur á Litla-Fjalli í Borgarhreppi í Mýra- sýslu 1. nóvember 1914. Hann er því einn af þeim sem mótuðust á unglingsárum sínum, á kreppuáratugnum 1930 til 1940. Það var mikill reynslutími og hafði eðlilega djúp áhrif á marga. Þeir sem þá voru á unglingsárum áttu þess sjaldan kost að leggja í langt framhaldsnám. Flestir, sem aldir voru upp á fátækum heimilum, urðu þá að láta sér nægja almenna alþýðufræðslu. Guðmundur Hjartarson var einn af þeim, eins og ég og fleiri. Hann gat því ekki skreytt sig með tilkomumiklum lærdómstitlum, eins og nú er algengast með þá sem komast í háar stöður. Alþýðumenntun Guðmundar hef- ir þó reynst honum notadrjúg og örugglega komið að góðu gagni í þeim fjölmörgu mikilvægu störfum sem hann hefír gegnt um ævina. Vinátta okkar Guðmundar hófst um það leyti sem ég tók sæti á Al- þingi, snemma á fímmta áratugnum. Eg fann fljótlega, að við Guð- mundur áttum margt sameiginlegt. Skoðanir okkar voru sviplíkar, ekki aðeins til almennra þjóðmála, held- ur einnig á mönnum og margvísleg- um málefnum. Ég gerði mér grein fyrir, að Guðmundur var óvenjulega veður- glöggur á allar pólitískar hreyfing- ar. Athyglisgáfa hans var sterk og henni fylgdi trúverðugur og traust- ur maður. Þegar ég komst til nokkurra forráða í okkar sameiginlega flokki, lá það auðvitað beint við, að ég veldi hann til mikilla trún- aðarstarfa, þegar ég hafði til þess aðstöðu. Það kom í minn hlut að skipa Guðmund sem bankastjóra Seðlabanka íslands. Ég var þá sannfærður um, að Guðmundur myndi gegna því starfí af trúmennsku og þeirri nákvæmni, sem ég hafði margoft reynt af honum áður. Nú veit ég með fullri vissu, að Guðmundur reyndist hinn ágætasti starfsmaður bankans. Þar vann hann sér traust og vináttu sam- starfsmannanna og skipti þá ekki máli þó að öllum væri ljóst að stjórn- málaskoðanir hans voru aðrar en samstarfsmanna hans. Guðmundur Hjartarson gegndi mörgum trúnaðarstörfum sem full- trúi okkar sósíalista. Hann sat í bankaráði Búnaðarbankans, var einn af forstöðumönnum Innflutn- ingsskrifstofunnar, sat í stjórn KRON og Áburðarverksmiðju ríkis- ins. Auk allra þessara starfa vann hann svo ótal ólaunuð trúnaðarstörf fyrir okkar flokk. Samstarf okkar Guðmundar var alltaf gott. Mér reyndist hann sér- staklega hollráður og gott þótti mér að ræða málin við Guðmund þegar um vandasöm mál var að ræða. Ég vil við þetta tækifæri þakka Guðmundi fyrir einstaklega gott samstarf við mig og fyrir hans mikla og ómetanlega starf í þágu okkar flokks og okkar sameiginlegu hugðarefni. Bestu afmæliskveðjur, Guð- mundur! Lúðvík Jósepsson. Guðni Ágústsson leið- ir lista framsóknar- manna á Suðurlandi GUÐNI Ágústsson alþingismaður skipar efsta sætið á lista Framsókn- arflokksins á Suðurlandi. Tekur hann við af Jóni Helgasyni sem ekki gefur kost á sér til þingfram- boðs. ísólfur Gylfi Pálmason sveit- arstjóri á Hvolsvelli skipar annað sæti listans. Gengið var frá framboðslistanum á þingi kjördæmissamtaka fram- sóknarmanna á Suðurlandi um helgina. Guðni Ágústsson fékk 140 atkvæði af 177 atkvæðum alls í fyrsta sætið, ísólfur Gylfi kom næstur með 30 atkvæði. ísólfur fékk 150 atkvæði í annað sætið en Ólafía Ingólfsdóttir í Vorsabæ 21. Ólafía varð í þriðja sæti, fékk 85 atkvæði, níu atkvæðum meira en Elín Einarsdóttir nemi í Sólheima- hjáleigu í Mýrdal. Elín varð í fjórða sæti með 132 atkvæði, Ágúst Sig- urðsson bóndi í Birtingaholti í fimmta með 120 atkvæði og Skær- í sambandi vib neytendur frá morgni til kvölds! -kjarni málsins! ingur Georgsson framkvæmdastjóri í Vestmannaeyjum varð í sjötta sæti með 177 atkvæði alls. Fullskipaður er listinn þannig: í sjöunda sæti er Þorvaldur Snorra- son í Hveragerði, áttundi Bjarni Jónsson á Selalæk, í níunda sæti Guðbjörg Sigurgeirsdóttir í Vest- mannaeyjum, í tíunda Þóra Einars- dóttir á Kárastöðum, Jón Ingi Jóns- son í .Hraunheimum er í ellefta sæti og Jón Helgason á Seglbúðum í því tólfta. VINNIN LAUGA @( GSTÖLUR RDAGINN 29. október 2l)(25) (íÉjjf í)(30) (^f) VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.5 af 5 0 1.892.308 2.4P,t59 0* 4 82.011 3. 4al5 68 8.321 4. 3al5 2.585 510 Heildarvinningsupphæö: 4.104.530 ! JUÉf i BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.