Morgunblaðið - 01.11.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.11.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1994 35 fram allar góðu minningarnar um vinskapinn á milli okkar síðastliðin tvö ár. Þegar að við kynntumst þér í 3. bekk óraði okkur ekki fyrir því að tveimur árum seinna værir þú allur, en minningamar um þig eru ljúfar og það er gott að hugsa um allar góðu stundimar sem við áttum með þér bæði í skólanum og utan hans. Núna þegar við skrifum þessa minningargrein um þig, hugsum við um stundirnar þegar við sátum sam- an og spiluðum á gítarinn eða töluð- um um daginn og veginn og þú sast með fallega brosið þitt og hlóst og fíflaðist með okkur. Það voru góðar stundir sem við munum aldr- ei gleyma og það er gott að vita til þess að við eigum eftir að hitta þig á fallegum stað seinna. Þangað til mun minningin um þig sem hressan og góðan vin, sem alltaf var hægt að leita til og treysta, búa í hjörtum okkar. Við biðjum algóðan guð að styrkja foreldra þína og fjölskyldu í þessarri miklu sorg. Elsku Ásgeir Örn, við þökkum fyrir allar góðu stundirnar. Guð blessi minningu þína. Þínir vinir og bekkjarfélagar, Guðjón Ármann Guðjónsson og Björn Hrannar Johnson. Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjarveru hans, eins og ijallgöngumaður sér ijallið best af sléttunni. Við viljum þakka Ásgeiri Emi allar samveru- stundimar sem við áttum með hon- um og munu þær aldrei gleymast. Guð blessi þig og veri ætíð með þér. Við viljum votta fjölskyldu þinni, ættingjum og vinum, okkar dýpstu samúð. Hildur Björk og Guðrún Randalín. Elsku Ásgeir minn. Nú er þú ert horfinn á braut er mjög sárt að hugsa til þess að við munum ekki hittast aftur. Þú hefur alltaf verið mjög sérstök persóna í lífi okkar vinanna en núna fyrst er ég að uppgötva hve frábær félagi og vinur þú varst í raun og vera. Ég vildi óska þess að ég gæti farið til baka í tímann og upplifað allar góðu stundimar og ævintýrin okkar saman aftur og aftur. En ég get það ekki og þess vegna mun ég ávallt minnast allra góðu stund- anna okkar saman og geyma þær í hjarta mínu. Eg er mjög þakklátur fyrir að hafa kynnast þér kæri vinur og hafa átt samleið með þér undanfar- in ár, fyrir utan .það er ég alveg viss um að þér líður vel núna og ég veit að þú munt ávallt vera með okkur. Eitt er þó alveg öraggt og það er að ég á aldrei eftir að gleyma brosinu þínu, hlátrinum þínum og öllum þínum brönduram og síðast en ekki síst þér, elsku Ásgeir minn. Ég vil að lokum votta fjölskyldu Ásgeirs Arnars innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning þin. Hjörtur Þór. Ég man fyrsta skóladaginn minn í Verzlunarskólanum haustið 1992. Ég var spennt og dálítið feimin þeg- ar ég leit yfir nýja bekkinn minn. Það var þá sem ég sá Ásgeir ásamt öðram bekkjarsystkinum mínum fyrst. Hann virkaði dálítið kuldalega á mig í byijun. En þegar leið á vetur- inn komst ég að því að hann var allt annar en ég hélt. Hann var rosa- lega fyndinn, skemmtilegur og hjartahlýr. Alltaf brosandi. Hann hafði þetta yndislega glott á vöran- um. Ég verð að viðurkenna að ég kynntist honum ekkert rosalega vel fyrsta árið en annan veturinn minn í skólanum kynntist ég honum mun betur. Þá vora hann og bróðir minn orðnir vinir og unnu þeir saman í félagsmálum Verzlunarskólans. Það var svo gaman að tala við hann. Hann virtist hafa svo mikið vit á málunum. Það var líka svo fallegt að sjá hann með og hlusta á hann tala um hundinn sinn Hektor. Þeir voru sannir vinir. Það var þetta með vinina og Ásgeir. Hann átti svo marga vini og það virtist vera svo sérstakt samband á milli þeirra. Ég verð að viðurkenna að ég var nú alltaf dálítið hrifin af honum. En nú er Ásgeir horfinn og mun ég alltaf sakna hans. Ég vil því votta foreldram hans, systkinum, vinum og ættingjum, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir. Fleirí minningargreinar um Ásgeir Orn Sveinsson bíða birtingar og munu birtast næstu daga. Rafvirki SMITH & NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 628300 óskar að ráða rafvirkja í þjónustudeild. Starfið felur í sér viðgerðir á Siemens heimil- istækjum og ýmsum öðrum raftækjum. Leitað er að ungum og röskum manni, sem er þjónustulipur og með áhuga á mannlegum samskiptum. Nokkur kunnátta í ensku eða þýsku er nauðsynleg vegna þátttöku í nám- skeiðum erlendis. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu Guðna Jónssonar, Tjarnar- götu 14, og skal umsóknum skilað á sama stað fyrir 9. nóvember nk. Æskilegt er að meðmæli fylgi. Gudniíónsson RÁÐCJÖF & RÁÐN l NCARÞjÓN USTA TjARNARGÖTU 14. 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 Tímaritið Samúel er til sölu. Hefur það kom- ið út í 25 ár samfleytt og nær öll árin verið 12 tölublöð á ári. Samúel hefur jafnan verið í hópi mest lesnu tímarita landsins sam- kvæmt lesendakönnunum, sem gerðar hafa verið á undanförnum árum. Upplýsingar urp blaðið verða aðeins veittar á skrifstofu okkar í Ármúla 18,108 Reykjavík. FRÓDI BÓKA & BIAÐAÚTGÁFA Hlutabréfasjóðurinn Auðlind hf. - hluthafafundur Hluthafafundur verður haldinn í Hlutabréfa- sjóðnum Auðlind hf. föstudaginn 11. nóvem- ber nk. kl. 15.00 í Kringlunni 5, 5. hæð. Dagskrá: 1. Heimild til stjórnar að hækka hlutafé félagsins. 2. Önnur mál. Stjórnin. Frá Borgarskipulagi Reykjavíkur Breyting á landnotkun á lóðinni Laufásvegur 31 Tillaga að breyttri landnotkun á lóðinni Lauf- ásvegur 31 er auglýst samkvæmt 17. og 18. grein skipulagslaga nr. 19/1964. Landnotkun er beytt úr íbúðarsvæði í verslun og þjónustu, þ.e. skrifstofubyggingu (sendi- ráð). Uppdrættir með greinargerð verða til sýnis á Borgarskipulagi, Borgartúni 3, 3. hæð, kl. 9-16 alla virka daga frá 1. nóvember 1994 til 13. desember 1994. Athugasemdum ef einhverjar eru, skal skila skriflega á sama stað eigi síðar en 28. des- ember 1994. Borgarskipulag Reykjavíkur, Borgartúni 3, 105 Reykjavík. FÉLAGSSTARF Próf kjör Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjaneskjördæmi 5. nóvember nk. Veljum Stefán Þ. Tómasson í 5.-6. saeti listans. Prófkjörsskrifstofur: Dalshraun 11, Hafnarfirði, (gengt Gaflin- um), simi 654755. Festi, Grindavlk, sími 92-67490. Opið: Kl. 18-22 virkda daga og kl. 14-18 laugard. og sunnud. Ávallt heitt á könnunni. Allir velkomnir. Stuðningsfólk. Tilkynning frá kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins i Norðurlandskjördæmi vestra Prófkjör til uppstillingar framboðslista Sjálfstaaðisflokksins í Norður- landskjördaami vestra verður laugardaginn 26. nóvember nk. Fram- boðsfrestur rennur út kl. 24.00 fimmtudaginn 10. nóv. nk. og skal yfirlýsingu um framboð fylgja undirskrift 20 flokksmanna, búsettum í kjördæminu. Enginn einn flokksmaður má styðja fleiri en fimm fram- bjóðendur í prófkjörinu. Framboðum skal skila til formanns kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra, Erlendar G. Eysteinssonar, Stóru- Giljá, 541 Blönduósi, sími 95-24294, fax 95-24096, sem jafnframt veitir frekari upplýsingar og gögn um prófkjörið. Sjálfstæðisfólk er hvatt til að gefa kost á sér í prófkjörið. Kjömefnd. Laugavegur (miðsvæðis) Til leigu er 120 fm verslunarhúsnæði. Upplýsingar í síma 672121 á skrifstofutíma. I.O.O.F. Rb.4 =1441118 - 8'lz III. □ HLlN 5994110119 VI-2 Frl. □ MÍMIR 5994110219 II 6 FRL AD KFUK, Holtavegi \ V _7 / w, KFUM V „Með Disum til Turku." Fundur á Holtavegi i kvöld kl. 20.30. Þórdís og Hafdís rifja upp þátt- töku í NORDISK FORUM. Allar konur velkomnar. □ EDDA 5994110119 I 1 FRL. Nýr miðill, Sig- urður G. Ólafs- son, er byrjaður að starfa fyrir félagið. Hann býður upp á einkafundi. Sig- urður er sam- bands- og sannanamiðill og gefur ráðgjöf og leiðbeiningar sé þess óskað. Hann er einnig með einkafundi (fyrri lífum. Bókanir eru i simum 18130 og 618130. Stjórnin. Pýramídinn - andleg miðstöð I kvöld verður kynningarfundur á námskeiði Helgu Sigurðardóttur „Litir Ijóss, hugar og handar" 4. og 5. nóv. og kynntar verundarmyndir (hjálparmyndir) og Ragnheiður Ólafsdóttir kynnir námskeið sitt „Þjálfun miðils- efna“ dagana 19. og 20. nóv. Allir velkomnir. Pýramídinn, Dugguvogi 2, símar 881415 og 882526. /keIasX KRISTID SAMFÉI.AG Dalvegi 24, Kópavogi I kvöld kl. 20.30 er fræðsla um „Tjaldbúðina''. Helena Leifsdótt- ir sér um þessa fræðslu, sem mun standa yfir næstu vikur á þriðjudagskvöldum. Allir hjartanlega velkomnir. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía Samvera fyrir eldri safnaðar- meðlimi í dag kl. 15.00. Allir hjartanlega velkomnir. „Biðjum börnin heim.“ Bæna- og tónlistarkvöld tii styrktar Sop- hiu Hansen og dætrum hennar í kvöld kl. 20.00. Aðgangur ókeypis en tekin veróa samskot sem renna beint til samtakanna „Börnin heim". Við viljum hvetja sem flesta til að koma og styðja þetta málefni. Hall'>eigarstlg 1 •sími 614330 Myndakvöld 3. nóvember Nk. fimmtudag mun Ágúst Guð- mundsson, jarðfræðingur, sýna myndir sínar frá Tröllaskaga og Austfjörðum. Sýnt er i Fóst- bræðraheimilinu við Langholts- veg og hefst sýningin kl. 20.30. Hlaðborð kaffinefndar innifalið í aðgangseyri. Haustblót 5.-6. nóvember Á laugardag gengið frá Hellis- heiði að Hjarðarbóli i Ölfusi þar sem gist er. Sameiginlegur mat- ur á laugardag og kvöldvaka. Á sunnudag verður gengið frá Hellisheiði að Kolviðarhól. Farar- stjóri er Óli Þór Hilmarsson og kvöldvökustjóri er Lovfsa Christ- iansen. Verð kr. 4.900/5.400, innifalinn er kvöld- og morgun- motur. Nánari uppl. é skrifstof- unni. Útivist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.