Morgunblaðið - 01.11.1994, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ég læt nú ekki svona þverrifusjúkdóm eyðileggja góðærið mitt, Denni minn . . .
Starfsmenn P&S á Keflavíkurflugvelli „handteknir“
Hluti af æfingunni
„ Viking Thunder“
FJÓRUM starfsmönnum lóranstöðv-
ar sem Póstur og sími rekur fyrir
bandarísku strandgæsluna á Kefla-
víkurflugvelli brá illilega í brún sein-
asta miðvikudag þegar hermaður
með alvæpni réðist inn í stöðina og
„handtók“ þá. „Hann hélt á M-16
hríðskotariffli, málaður í framan í
felulitum og rak okkur út með harðri
hendi, öskrum og látum,“ segir
Bjarni Magnússon, stöðvarstjóri.
„Satt best að segja vorum við skít-
hræddir."
Starfsmennirnir reyndu að tala við
STJÓRN íslenskra sjávarafurða
hf. samþykkti á fundi sínum'sl.
laugardag þá samninga sem tek-
ist höfðu á milli ÍS og stærsta
hluthafa Vinnslustöðvarinnar hf.
í Vestmannaeyjum, Bjarná Sig-
hvatssonar og fjölskyldu, um
kaup ÍS á 30% hlut í Vinnslustöð-
inni. Síðdegis á sunnudag var svo
gengið frá formlegri undirritun á
samningnum í Vestmannaeyjum.
Hér að ofan undirritar Benedikt
manninn og segja að um misskilning
hlyti að vera að ræða, en landgöngul-
iðinn tók engum sönsum og rak þá
út fyrir húsið með hendur á hnakka.
Fyrir utan stóðu um fimm aðrir her-
menn að sögn Bjama, og heyrðust
skothvellir hvarvetna. Bjarni skiptist
á orðum við einn þeirra sem stóð
fyrir utan og tókst að útskýra fyrir
honum að um misskilning væri að
ræða og að þeir mættu ekki yfirgefa
stöðina sökum þess að þar á að vera
sólarhringseftirlit. Eftir fáeinar mín-
útur kallaði sá sem þar var á þann
Sveinsson, forstjóri ÍS (til vinstri),
samninginn fyrir hönd ÍS og
Bjarni Sighvatsson, stjórnarfor-
maður Vinnslustöðvarinnar, und-
irritar samninginn fyrir sína hönd
og fjölskyldu sinnar. Islenskar
sjávarafurðir hafa þannig eignast
30% hlut í vinnslustöðinni, að
nafnvirði tæplega 85 milljónir
króna. Annar stærsti hluthafi fyr-
irtækisins er Olíufélagið hf. með
tæplega 18% hlut.
sem annast hafði handtökuna og
sagði honum að starfsmennimir ættu
ekki hlutdeild í æfmgunni.
„Þetta var afar óskemmtileg Iífs-
reynsla og á þeim tuttugu árum sem
ég hef starfað hér, hef ég aldrei lent
í öðru eins,“ segir Bjami. Hann seg-
ist síðar hafa fengið afsökunarbeiðni
frá landgönguliðunum og þær skýr-
ingar á atburðinum að landgöngulið-
amir hafi átt að taka svæðið um-
hverfis stöðina og gleymst hafi að
láta starfsmennina vita af henni.
Þeir hafi ekki átt að taka bygging-
una en einhver raglingur orðið.
Bjami hringdi í íslensku lögregl-
una á Keflavíkurflugvelli og herlög-
regluna, og segir að þeir síðarnefndu
hafi komið á vettvang og gefið
nokkrar útskýringar á atburðfnum.
Stór hluti af byggingunni sem hýsir
lóranstöðina er yfirgefinn, en svæðið
umhverfís er vinsælt til æfínga að
sögn Bjama. Yfirstjórn P&S hefur
óskað eftir skýrslu frá starfsmönnum
og unnu þeir að henni í gær.
Hlýddi skipunum
David Marr, foringi hjá upplýs-
ingaskrifstofu varnarliðsins, segir að
innrás hermannsins hafi verið hluti
af reglubundnum æfíngum sem varn-
arliðið standi fyrir. Æfingin hafi
kallast „Viking-Thunder" og hafi
meðal annars falist í að líkja eftir
hemámi byggingarinnar. Ef marka
‘ megi þær upplýsingar sem hann
hafí fengið, hafi hermaðurinn verið
að hlýða skipunum. Starfsmönnum
lóranstöðvarinnar hafí ekki verið
gert viðvart um æfínguna sem sé
miður. Nú sé verið að gera ráðstafan-
ir til að koma í veg fyrir að slíkt
atvik geti gerst í æfingum í framtíð-
inni. David kveðst ekki telja að her-
maðurinn muni sæta ákúrum fyrir
framgöngu sína, og hann vildi ekki
leggja út í getgátur um hver við-
brögðin hefðu verið ef svipað eða
sambærilegt atvik hefði gerst í
bandarískri herstöð annars staðar í
heiminum.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónsson
Samningnr í höfn
Prófessorsembætti í fiskifræði
Fyrirhugað að
breyta kennslu
í fiskifræðum
Menntamálaráð-
herra skipaði ný-
lega Jakob Jak-
obsson, forstjóra Haf-
rannsóknastofnunar, pró-
fessor í fískifræði við
Háskóla íslands til
þriggja ára. Þetta er
fyrsta prófessorembættið
í þessari fræðigrein hér á
landi. Ákvörðunin er tek-
in í framhaldi af niður-
stöðu ráðgjafarnefndar
um stefnu Háskóla ís-
lands frá 1991 og sam-
þykkt þingsályktunartil-
lögu á Alþingi um stofnun
prófessorembættis í fiski-
fræði við Háskóla Islands.
Hvaða skyldur fylgja
þessarí nýju stöðu?
„Þessi staða felur í sér
talsverðar skyldur í sam-
bandi við kennslu í físki-
fræði og tengdum greinum
við Háskóla íslands. Enn-
fremur er staðan stofnuð
til að endurskipuleggja
kennslu í fískifræði og skyldum
greinum við líffræðiskorina. í
framhaldi af slíkri endurskipu-
lagningu er gert ráð fyrir að gerð-
ur verði samningur milli Haf-
rannsóknastofnunár og Háskóla
íslands um frekari framkvæmd-
ir.“
Hvernig hefur kennslunni verið
hagað fram að þessu?
„Hingað til hefur fiskifræði
verið valfag við líffræðideildina.
Það hafa ýmsir starfsmenn Haf-
rannsóknastofnunar kennt þetta
í stundakennslu. Það hefur verið
mjög breytilegt frá ári til árs
hvað margir stúdentar hafa tekið
fiskifræði sem valfag.“
Gerir þú þér vonir um að þetta
verði til að styrkja og efla þessa
kennslu?
„Já, ég vona það. Tilgangurinn
með því að setja þetta embætti
á stofn er að efla kennslu og
rannsóknir við Háskólann í físki-
fræði og skyldum greinum."
Hvaða hugmyndir eru upp um
endurskoðun á kennslu í fiski-
fræði við Háskólann?
„Sú vinna er ekki byijuð enn-
þá. Þetta er svo ný til komið. Það
er þegar búið að skipuleggja
kennslu í þessu fagi fyrir núver-
andi skólaár. Henni
verður að sjálfsögðu
ekkert breytt. Viðræð-
ur við líffræðiskor og
Háskólann um fyrir-
komulagið á næsta
skólaári eru ekki famar í gang,
en munu hefjast mjög fljótlega.“
Áttu von á að þetta leiði til
meira samstarfs milli Hafrann-
sóknastofnunar og Háskólans?
„Ég á von á því að það eflist
til mikilla muna. Samstarf stofn-
ananna hefur verið talsvert mik-
ið. Starfsmenn Hafrannsókna-
stofnunar hafa verið með stunda-
kennslu við Háskólann. Við höf-
um verið í samstarfi við raunvís-
indadeild um útreikning á stofn-
stærð, þróun sjávarútvegslíkans-
ins og fleira. Við höfum haft
mikið samstarf við Háskólann um
hvalrannsóknirnar. Þá hafa há-
skólamenn tekið þátt í fjölstofna-
rannsókunum svo eitthvað sé
nefnt. Við erum því að tala um
að efla og styrkja það sem fyrir
er, vonandi með enn meiri árangri
en hingað til hefur verið.“
►Jakob Jakobsson, forstjóri
Hafrannsóknastofnunar, er
fæddur í Neskaupstað 28. júní
1931. Hann lauk stúdentsprófi
frá MR 1952 og B.Sc.-prófi í
fiskifræði og stærðfræði frá
Háskólanum í Glasgow 1956.
Jakob hefur starfað sem fiski-
fræðingur á Hafrannsókna-
stofnun frá því hann lauk námi.
Hann varð aðstoðarforstjóri
hennar 1975 og forstjóri 1984.
í haust var hann skipaður pró-
fessor í fiskifræði við Háskóla
íslands. Jakob er kvæntur Mar-
gréti E. Jónsdóttur frétta-
manni.
Hvernig finnst þér að íslend-
ingar hafi staðið að kennslu og
rannsóknum á fískifræði til þessa?
„Ég held að það sé sameigin-
legt álit þeirra sem málið varðar,
hvort heldur það er hér á Haf-
rannsóknastofnun eða í Háskól-
anum, að þarna hefði mátt gera
betur. Ég er þar með ekki að
gera lítið úr því sem gert hefur
verið, en það má gera betur. Það
var m.a. þess vegna sem Alþingi
samþykkti að koma þessu pró-
fessorsembætti á.“
Verja íslendingar
minni fjármunum til
kennslu og rannsókna á
fískifræði en aðrar þjóð-
ir?
„Já, það tel ég sé al-
veg augljóst. Ég get nefnt sem
dæmi að við Háskólann í Bergen
hefur fiskifræði verið námsbraut
í langan tíma, með þó nokkrum
föstum kennurum. Þeir hafa farið
inn á þessa sömu braut og við
erum að feta okkur eftir; það. eru
starfsmenn Hafrannsóknastofn-
unarinnar í Bergen sem hafa tek-
ið að sér prófessorsstöður. Með
því móti hafa komist á mjög náin
tengsl milli þessarar stóru Haf-
rannsóknastofnunar í Bergen og
Háskólans þar í þessum fræðum.“
Er stofnun prófessorembættis-
ins ekki fallið til þess að styrkja
Hafrannsóknastofn un ?
„Jú, ég held að fræðilega verði
þetta til þess að styrkja Hafrann-
sóknastofnun og ekki síst þegar
til lengri tíma er litið, ef við getum
útskrifað fólk sem er mjög vel
menntað á þessu sviði."
Efling kennslu
og rannsókna
í fiskifræði