Morgunblaðið - 01.11.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.11.1994, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Úr dagbók lögreglunnar Annríki þrátt fyrir fremur fáar dagbókarfærslur 28.-31. október 1994 ÞRÁTT fyrir tiltölulega fáar bókanir (353) í dagbókina var talsvert annríki hjá lögreglu- mönnum um helgina. Tilkynnt var um 25 umferðaróhöpp. Í tveimur tilvikum var um meiðsli á fólki að ræða. Innbrot eru skráð 14 talsins, 7 skemmdar- verk, 14 rúðubrot og 6 líkams- meiðingar. Þá voru 9 ökumenn grunaðir um að hafa verið und- ir áhrifum áfengis. Um hádegi á föstudag var harður árekstur fólksbifreiðar og vörubifreiðar á gatnamótum Sægarða og Vatnagarða. Öku- maður fólksbifreiðarinnar var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild með talsverða áverka. Um kvöldið var tæplega fer- tugur maður handtekinn í aust- urborginni. Hann var sagður hafa nauðgað fyrrverandi sam- býliskonu sinni og veitt henni alvarlega áverka eftir átök þeirra á millum. Maðurinn hlaut einni minniháttar áverka. Hann var úrskurðaður í 14 daga gæsluvarðhald vegna þessa máls. Á laugardagsmorgun var maður sleginn í Austurstræti. Eftir að hann hafði fallið við var sparkað í hann með þeim afleið- ingum að hann missti meðvitund og flytja varð hann á slysadeild. Árásarmaðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Á laugardagskvöld var lög- reglan kölluð til eftir að fímm- tugur maður hafði veist að öldr- uðum foreldrum sínum í húsi í austurborginni og veitt þeim talsverða áverka. Flytja varð þau á slysadeild. Maðurinn yfir- gaf vettvang og hélt heim til sín eftir að hafa verið með hót- anir. Ástæða þótti að kalla út sérsveit Iögreglunnar. Eftir að rætt hafði verið við manninn féllst hann á að koma út mót- þróalaust. Hann var færður í fangageymslu, en síðan vistaður á viðeigandi sjúkrastofnun. Á laugardagskvöld varð harð- ur árekstur með tveimur bifreið- um á gatnamótum Sæbrautar og Skeiðarvogar. Tvennt var flutt á slyadeild með minnihátt- ar meiðsli. Grunur er um að ökumaður annarrar bifreiðar- innar hafi verið undir áhrifum áfengis. Skömmu eftir miðnætti þurfti lögreglan að hafa afskipti af heimilisófriði í húsi í vesturbæ. Þar var talin ástæða til að leggja hald á haglabyssu og skotfæri. Talið er að um 2.000 manns hafi verið I miðborginni aðfara- nótt sunnudags. Um hálffjögur- leytið var sendibifreið hlaðin hljómflutningstækjum ekið inn í Pósthússtræti og stöðvuð þar. Hliðar bifreiðarinnar voru opnaðar og byijað var að þenja spilverkið. í stað tóna hlaust af ævarandi hávaði. Þegar lögregl- an ætlaði að hafa afskipti af málinu upphófust slagsmál. Hljómsveitarmeðlimir komust undan, en handtaka þurfti fimm einstaklinga í áhorfendahópn- um. Sendibifreiðin og hljóm- flutningstækin voru flutt á lög- reglustöðina. í viðtali við með- limi hljómsveitarinnar kom fram að ætlunin með framferði þessu hefði verið að ná athygli fjöl- miðla og auglýsa þannig nýút- komna hljómplötu hljómsveitar- innar. Sjónvarpsstöðvarnar bitu á agnið. A sunnudag þurftu lögreglu- menn að beita táragasi til að yfirbuga mann, sem otaði að þeim hnífum í húsi nálægt mið- borginni. Hann var yfirbugaður og fluttur á viðeigandi sjúkra- stofnun. Snemma á sunnudagsmorgun var maður á þrítugsaldri rændur í austurborginni. Hann hafði fengið far úr miðborginni með þremur mönnum um tvítugt, en þegar á leiðarenda kom heimt- uðu þeir af honum fé. Maðurinn eftirlét mönnunum 500 krónur í reiðufé eftir að hafa verið beitt- ur þvingunum. Þeir voru hand- teknir skömmu síðar. Aðfaranótt sunnudags var kvartað yfir hávaða frá hljóm- flutningstækjum frá íbúð í aust- urborginni. Þegar húsráðandi, sem virtist ölvaður, var beðinn um að lækka þverkallaðist hann við og hækkaði þess í stað, öllum til mikils ama. Var brugðið á það ráð að taka rafmagnið af íbúðinni svo koma mætti á sæmilegri ró í hverfinu. Á laugardag voru tveir ungir menn staðnir að því að hnupla ákveðinni tegund súkkulaðirúllu úr matvöruverslun í Kringlunni. Þegar upp komst sögðust þeir aðspurðir hafa ætlað að borða sælgætið sjálfír, en síðan ætlað að gefa kærustum sínum síð- ustu molana. Á föstudag beraði maður sig fyrir framan tvær ungar stúlkur í garði á bak við Bústaðakirkju. Þær sakaði ekki en manninum er lýst sem dökkhærðum manni, 25-30 ára, 180-185 cm að hæð, klæddum ljósum buxum og í peysu. AKUREYRI Einni mestu virkjunarframkvæmd ársins lokið á Akureyri ! i U i Orkuvinnslugeta hita- veitu jókst um 14% . Viðbótarorkan nægir til að hita upp 1.800 manna byggðarlag • Morgunblaðið/Rúnar Þór FRANZ Árnason, veitustjóri Hita- og vatnsveitu Akureyrar, g Svavar Ottersen, formaður veitustjómar, og Jakob Björasson bæjarstjóri fögnuðu í hópi gesta einni mestu virkjunarfram- kvæmd landsins á þessu ári þegar vatni var hleypt inn á veitu- % kerfið eftir nýrri aðveituæð frá Laugalandi á Þelamörk. EINNI mestu virkjunarframkvæmd á landinu í ár lauk á Akureyri um helgina en þá var því fagnað að orkuvinnslugeta Hita- og vatns- veitu Akureyrar jókst um allt að 14% í kjölfar þess að heitu vatni úr borholu á Laugalandi á Þelamörk var hleypt á aðveitukerfi veitunnar auk þess sem tenging við rafskauta- ketil í Mjólkursamlagi KEA var tek- in í notkun. Þar mun vatn úr Glerár- dalsholu veitunnar verða hitað um 15 til 20 gráður. Sú viðbótarorka sem þarna fæst gæti nægt allt að 1.800 manna byggðarlagi. Þetta er stærsta framkvæmd á vegum hita- veitunnar á Akureyri í 13 ár eða frá 1981. „Þetta eru mikil gleðitíðindi því svo var komið að orkuvinnslugetan var ófullnægjandi í mestu kuldum," sagði Franz Árnason veitustjóri en visst öryggi hefði verið í svartolíu- katli veitunnar, sem væri reyndar dýr í rekstri og algert neyðarbrauð að nota slík tæki. Langt er síðan fyrst var farið að huga að jarðhitasvæðinu á Lauga- landi á Þelamörk en þar var fyrsta borholan á vegum bæjarins boruð laust eftir 1940. í kjölfar olíukrepp- unnar 1973 var í alvöru hugað að framtíðarhitunarmöguleikum húsa á Akureyri og Hitaveita Akureyrar varð til. Heitt vatn fannst á Laugar- landi í Eyjafirði og þaðan hafa bæjarbúar fengið heitt vatn síðustu ár. Árið 1989 þótti nauðsynlegt að huga að viðbótarorkuöflun þar sem sýnt þótti að vinnslugetu myndi þijóta á álagspunktum innan fimm ára. Litu menn þá að nýju til Lauga- lands á Þelamörk, boraðar voru rannsóknarholur og fyrir tveimur árum var afráðið að bora þar vinnsluholu. Rannsóknir sýndu að borholan á bökkum Hörgár gæti gefíð um 90°C heitt vatn næstu 14-16 árin og var í framhaldinu ákveðið að virkja holuna og leggja aðveituæð til Akureyrar en því verki lauk formlega um helgina. 120 milljónir Ekki er að fullu ljóst hve kostnað- ur við hinar umfangsmiklu fram- kvæmdir veitunnar verður en gert er ráð fyrir að heildarframkvæmdir Hita- og vatnsveitu Akureyrar verði um 120 milljónir króna. Þrátt fyrir mikinn kostnað hafa ný lán ekki verið tekin og staðið verður við af- borgarnir og vaxtagreiðslur sem inna þarf af hendi á þessu ári sam- tals að upphæð um 560 milljónir króna. Franz Árnason veitustjóri segir að með þessum framkvæmdum verði séð fyrir orkuþörf veitunnar næstu árin, nýir viðskiptavinir hafí bæst við hópinn sem einnig þýði auknar tekjur veitunnar. Annað sem ávinnst með umræddum fram- kvæmdum er að öryggi varðandi afhendingu orkunnar eykst mikið við þetta auk þess að miðlunar- geymir við Súluveg hefur verið tek- in í notkun að nýju. Áhugi á tengingu Nú er unnið að lagningu heim- U æða fyrir heitt vatn í Glæsibæjar- hreppi en samningur við hreppinn 1 og bændur kveður á um að nokkrir ^ bæir eigi rétt á að óska eftir teng- ingu og þá hefur að ósk Akureyrar- bæjar verið lögt heimæð að dvalar- heimilinu Skjaldarvík norðan bæjar- ins, en áhugi fyrir að tengjast veit- unni er mikill að sögn veitustjóra. Hvað varðar framkvæmdir á öðr- um sviðum má nefna að helsta vatnsveituframkvæmd þessa árs « var endurnýjun lagnar frá Hesju- vallalindum að svokölluðum Mið- í geymi sem er nokkru ofan við bæ- ( inn Hlíðarenda. Um er að ræða rúmlega kílómetra langa plastlögn sem leysir gamlar stálpípur af hólmi. SF 1980 Kr at. ootu ekki af o któ b e r b nan i paitka \ ðarms ekki innifalm unum! Q* ásútgáfan Qleráraötu 28 - Akureyri Áskriftarsími 96-24966

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.