Morgunblaðið - 01.11.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.11.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1994 9 FRETTIR • • • * * Jóhann A. Jónsson forystumaður úthafsveiðihóps innan LIU Stefnum að veiðum í Smugunni til áramóta Lokað björgunarfar „stendur“ í útgerðarmönnum „STEFNA okkar er sú að stunda veiðar í Smugunni til áramóta. Það fer eftir aflabrögðum hvort svo verður. Það er ekki skylda að fara eftir tilmælum starfshóps sam- gönguráðherra um öryggismál í Barentshafinu. Þar stendur helzt í okkur þetta lokaða björgunarfar. Við lítum svo á að hægt sé að stunda veiðar þarna til áramóta án áhættu, en við munu að sjálfsögðu reyna að auka öryggi áhafna okkar og skipa eins og unnt er, þó ekki verði settur lokaður björgunarbátur um borð,“ segir Jóhann A. Jónsson, forystumaður úthafsveiðihópsins innan LÍÚ og útgerðarmaður á Þórshöfn. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að beina þeim tilmælum til útgerða, sem stunda veiðar í Smugunni að þær fari að tillögum starfshóps um öryggismál við veiðar íslenzkra skipa norðan 72. breiddargráðu á veturna. Bent er á ýmis atriði en það veigamesta er lokað björgun- arfar í hvert skip. „Þeir, sem hafa reynslu af veið- um í Barentshafi, segjast stunda þar veiðar fram að áramótum," segir Jóhann. „Við höfum ekki nema eins árs reynslu af veiðum þarna, en við stunduðum veiðar til áramóta í fyrra og gekk vel. Afli var til dæmis ágætur í desember," sagði Jóhann. Dýrir björgunarbátar Hann segir reglurnar eru ekki stórvægilegar nema þessi lokaði björgunarbátur. „Fyrir mörg skip- anna getur reynzt erfitt að koma honum fyrir auk þess sem björgun- arbátur af þessari stærð gæti haft áhrif á stöðugleika og fleira. Kostn- aður við þá er auk þess á bilinu 6 til 10 milljónir. Það er sjálfsagt að auka öryggi með því að uppfylla hin atriðin. Það kemur okkur hins vegar á óvart menn skuli miða við fyrsta nóvember, því við höfum gengið frá því að þarna sé hægt að stunda öruggar veiðar til ára- móta.“ Að sögn Jóhanns eru það bara stærri skipin, sem ráða við að setja upp þessa lokuðu björgunarbáta. „Það er fyrst og fremst það atriði sem stendur í okkur, en auðvitað reynum við að leita allra leiða til að auka öryggi eins og unnt er. Hins vegar er hættan alls staðar fyrir hendi. Menn geta alveg eins lent í ísingu á íslandsmiðum eins og annars staðar, sé óvarlega farið. Ég sé því ekki að hættan sé meiri þarna norður frá, en til dæmis á Halanum,“ segir Jóhann A. Jóns- son. | Andlitsleikfimi Viltu hressa upp á útlitið á náttúrulegan, varanlegan og jákvæðan hátt ? Nánari upplýsingar og tímapantanir hjá _ SÍMI 91-672302. ] Úrval af síðbuxum þröng og bein snið TBSS v I X simi 622230 Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-14 Nýkomnar ítalskar og þýskar prjónavörur. Pils frá kr. 4.500,peysur frá kr. 4.600, vesti o.fl. Valið í dress að eigin ósk. Eiðistorgi 13, 2. hæð yfir almenningstorginu Sími 23970 Nýr brjóstahaldari frá ABECITA Hrein bómull. Hentar vel konum með bam á brjósti og á meðgöngutíma. Stærðir: 75-100 B C D E skálar. Verð kr. 2.750 (spangalaus) kr. 2.850 (með spöng) Mini-bangsi í kaupbæti. ° r Póstsendum. iT\ mamina MARJNARmLDI o CÖ ^ Q.CS] 'J2 í§ H "cö '2 __ cö «o II o m U3 03 9- m C CLJÍ :2,'SS >io CO tn tz «o ■o E E o o m i5 co o £ 03 m '£ < _j M o ! cd ; xt1 —" >?* Ný sending Glæsilegur ítalskur kvenfatnaður í stærðum 42-50. ______Mari_______________ Hverfisgötu 52-101 Reykjavík - Sími 91-62 28 62 Nýtt útbob ríkissjóbs mi&vikudaginn 2. nóvember Ríkisvíxlar ríkissjóbs: 3, 6 og 12 mánaba 21. fl. 1994 Útgáfudagur: 4. nóvember 1994 Lánstími: 3, 6 og 12 mánuðir Gjalddagi: 3 mánaöa: 3. febrúar 1995 6 mánaða: 5. maí 1995 12 mánaöa: 3. nóvember 1995 Einingar bréfa: 1.000.000, 10.000.000, 50.000.000, 100.000.000 kr. Skráning: Veröa skráðir á Verðbréfaþingi íslands Viðskiptavaki: Seðlabanki íslands Sölufyrirkomulag: Ríkisvíxlarnir verða seldir með tilboðsfyrirkomulagi. Aðilum að Verðbréfaþingi íslands sem eru veröbréfafyrirtæki, bankar og sparisjóðir og Þjónusturftiðstöð ríkisverðbréfa gefst kostur á að gera tilboð í ríkisvíxla samkvæmt tiltekinni ávöxtunarkröfu. Abrir scm óska eftir ab gera tilbob í ríkisvíxla eru hvattir til ab liafa samband vib framangreinda abila. Hjá þeim liggja frammi útboðsgögn, auk þess sem þeir annast tilboðsgerð og veita nánari upplýsingar. Athygli er vakin á því aö 4. nóvember er gjalddagi á 23. fl. ríkisvíxla sem gefinn var út 5. nóvember 1993, 9. fl. ríkisvíxla sem gefinn var út 6. maí 1994 og 15. fl. ríkisvíxla sem gefinn var út 5. ágúst 1994. Öll tilbob í ríkisvíxla þurfa ab hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14:00 á morgun, mibvikudaginn 2. nóvember. Tilboösgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 6240 70. LANASYSLA RIKISINS Hverfisgötu 6, 2. hæð, 150 Reykjavík, sími 91- 62 40 70. HANDKNÚNIR OG RAFKNÚNIR STAFLARAR. Auðveldir og liprir í incðföriun. NÝIR OG ENDURBÆTTIR HANDLYFTIVAGNAR. Þlargar gerðir. Lyftigeta 2500 kg. Kentmtii lyftingameistarar sem létta þér störfin. Líttu viö og taktu á þeim. arvík ÁRMÚLl 1 • REYKJAVÍK • SÍMI 687222 • MYNDRITI687295

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.