Morgunblaðið - 09.11.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.11.1994, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 256. TBL. 82. ARG. MIÐVIKUDAGUR 9. NOVEMBER 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Clinton linnti ekki látum BILL Clinton Bandaríkjaforseli hélt kosningabaráttu áfram í gær eftir að kjörstaðir opnuðu vegna þing- og ríkisstjórakosninganna. Hringdi hann í fjölda útvarps- stöðva úr skrifstofu sinni í Hvita húsinu og hvatti kjósendur til þess að láta ekki neikvæða kosninga- baráttu aftra sér frá því að fara á kjörstað. Aðeins var búist við því að 17 mittjónir kjósenda af 110 milijónum myndu kjósa. Dee Dee Myers, talsmaður Hvíta hússins, sagði það sögulega staðreynd að flokkur forseta tapaði þingsætum á miðju fyrsta kjörtímabili. Hún gerði þó gys að skoðanakönnun- um, sem bent hafa til þess að demókratar tapi meirihiuta í báð- um þingdeildum. Slíkar ófarir sem þær gerðu ráð fyrir væru útilokað- ar. Haldi demókratar ekki þing- meirihluta er það talið veikja stöðu Clintons stórlega og auka likur á að hann fái keppinauta úr eigin flokki sem forsetaefni Demókrata- flokksins í forsetakosningunum 1996. Meðal tíðinda í gær var að allt stefndi í að Tom Foley, for- seti fulltrúadeildarinnar næði ekki endurkjöri í Washingtonríki. Hann hefur setið á þingi í 30 ár en spár bentu tíl þess að hann myndi tapa sæti sínu. Yrði það í fyrsta sinn í 134 ár sem bandarískum þingfor- seta yrði neitað um endurkjör til þings. Fulltrúar Repúblikanaflokks- ins sögðust hafa undir hbndum niðurstöður athugana á því hvern- ig atkvæði hefðu fallið, þegar kjósendur komu út úr kjörklefan- um. Sýndu þær að flokkurinn næði meirihluta í öldungadeild- inni. Við þær fregnir hækkaði Dow Jones verðbréfavísitalan um 21,87 stigí 3.830,74 stig. Kosið er um öll sætin 435 í full- trúadeildinni, 35 af 100 sætum öldungadeUdarinnar og 36 ríkis- stjóra af 50, þar á meðal í Kalifor- níu, Texas og New York. TOM Foley greiðir atkvæði í Spokane í Washingtonríki. Við hlið hans stendur eiginkona hans Heather. Neyðarfundur SÞ um Rúanda Vilja auka ör- yggi í búðum við Goma Genf. Reuter. BOUTROS Boutros-Ghali, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna (SÞ), sagðist í gær myndu biðja öryggisráð SÞ að senda lögreglusveit- ir eða aðrar sérsveitir til að auka öryggi í búðum flóttamanna frá Rúanda við Goma í Zaire. Ástandið þar er sagt mjög slæmt, en í síð- ustu viku voru'átta manns myrtir í búðunum og fímm til viðbótar særðir. Boutros-Ghali kvaðst allt eins Hlutverk sveitanna verður að búast við því að ekki yrði vel tekið gæta öryggis í búðunum, tryggja í það að veita meira fé og liðsafla til Rúanda. í tillögum, sem lagðar verða fyrir öryggisráðið, er gert ráð fyrir að allt að 4.800 hermenn verði sendir í flóttamannabúðirnar. matvæladreifingu og koma í veg fyrir að matvæli séu seld á svörtum markaði. Þá vilja SÞ hvetja flótta- mennina til þess að snúa aftur til síns heima. Boutros-Ghali sagði hins vegar óvíst hvort tækist að fá nægilegan herafla til að fara til Rúanda. Fá þyrfti samþykki öryggisráðsins og finna lönd, sem reiðubúin væru til þess. Tækist það ekki, væri ómögu- legt að leysa vandamál Rúanda- manna. Hóta heimkvaðningu Um 850000 manns eru í átta flóttamannabúðum nærri Goma. Segja yfirmenn Flóttamannahjálpar SÞ ástandið þar mjög alvarlegt. Neyðarfundur yfirmanna SÞ var haldinn í kjölfar þess að sextán hjálparstofnanir hótuðu að kalla starfsmenn sína heim, kæmu ekki til alþjóðlegar aðgerðir til að koma í veg fyrir þá ógn sem stafaði af vopnuðum svéitum hútúa. Carl Bildt leiðtogi sænskra hægrimanna um EES-samninginn Veikari og dýrari með fækkun aðildarlanda Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. CARL Bildt, leiðtogi Hægriflokks- ins í Svíþjóð og fyrrum forsætis- ráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þó ESB- aðild yrði hafnað þætti sér ekki koma til greina að Svíar höfnuðu EES-samningnum og tækju upp tvíhliðasamning við ESB. Hins vegar myndi það veikja EES- samninginn ef löndunum fækkaði og hann yrði líka dýrari í fram- kvæmd. Gildi og vægi EES-samningsins hefur verið mikið til umræðu undanfarna daga í Svíþjóð. Margir andstæðingar aðildar hafa haldið því fram að Svíar væru jafn vel eða betur settir með samninginn en ESB-aðild. Bildt sagði það nokkuð skondið að þeir sem héldu slíku fram núna væru einmitt þeir sem hefðu barist harðast gegn samn- ingnum á sínum tíma og nefndi þar til Gudrun Schyman, formann Vinstriflokksins. Meginmunurinn á samningnum og aðild væri að með aðild hefðu Svíar tækifæri til að hafa áhrif á gang mála innan ESB, meðan EES- samningurinn veitti enga mögu- leika til þess. Hann bætti við að til lengdar væri það erfiður kostur að þurfa að bera allt undir íslendinga, og einnig hugsanlega Norðmenn og svo Liechtenstein. Löndin yrðu að vera sammála, hvert land hefði neitunarvald. Bildt benti einnig á að eðli samn- ingsins breyttist með færri ríkjum. Samningsaðild yrði dýrari fyrir hvert þeirra landa, sem eftir sætu, auk þess sem fækkun EES-land- anna leiddi til minnkandi áhrifa þeirra. Þrátt fyrir þetta sagðist hann ekki taka undir raddir um að Svíar væru betur settir að segja sig úr EES-hópnum og gera tví- hliðasamning við ESB, eins og sumir héldu fram. Það virtist óvinnandi vegur og þá væri betra að halda í EES-samninginn, með þeim göllum sem fylgdu breyttu eðli hans. Reuter Fimm ár frá falli Berl- ínarmúrsins ÞESS verður minnst í Þýskalandi í dag að fimm ár eru liðin frá falli Berlínarmúrsins. Helmut Kohl kanslarí sendi frá sér yfir- lýsingu af því tilefni þar sem hann veittist harkalega að aust- ur-þýskum kommúnistum, sem unnu talsverða sigra í þingkosn- ingum í síðasta mánuði. Hann sagði að l'all múrsins væri skýr- asti votturinn um hugrekki og frelsisþrá íbúa fyrrverandi Aust- ur-Þýskalands. Þvi væri nú mikil þörf á því að vara alla landsmenn við óvinum lýðræðis. Ótækt væri að pólitískir arftakar þeirra sem reistu múrinn kölluðu sig vernd- ara austurhlutans nú. Lítið er eftir af múrnum en myndin var tekin við Potsdamer-torgið í Berlín í gær. ¦ Hik og ráðIeysi/25 Andstaða eykst í Noregi Ósló. Reuter. ANDSTÆÐINGUM aðildar Norðmanna að Evrópusamband- inu (ESB) vex ásmegin sam- kvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup sem birt var í gær. Samkvæmt könnuninni, sem var gerð í síðustu viku, eru 47,7% norskra kjósenda andvíg- ir ESB-aðild. Hálfum mánuði áður mældust 45% kjósenda andvígir aðild í sambærilegri GaWup-könnun. Þeir sem sögðust myndu greiða samningum um aðild at- kvæði sitt reyndust 30,2% nú en höfðu verið 31,5%. Óákveðn- ir reyndust 19,4% en 2,7% neit- uðu að svara. Að þessu sinni voru kjósendur í fyrsta sinn spurðir hvernig þeir ætluðu að kjósa í þjóðarat- kvæðinu 28. nóvember nk. en áður höfðu þeir verið spurðir hvort Norðmenn ættu að ganga í sambandið. Könnun Gallup nú hnykkir á úrslitum nýlegra kannana sem sýnt hafa að Norðmenn myndu hafna aðildarsamningnum með drjúgum meirihluta. ¦ Fréttir:Evrópa/16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.