Morgunblaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LAUNAÞROUIM HJUKRUNARFRÆÐINGA Launakjör hjúkrunarfræðinga og launahækkun samkvæmt kjarasamningum þeirra sem gerðir voru í vor hafa blandast nokkuð inn í umræður um kjaradeilu sjúkraliða. Hjálmar Jónsson kynnti sér aðdrag- anda kjarasamninga hjúkrun- arfræðinga og þau rök sem liggja honu'm til grundvallar. LEIÐA má líkur að því að laun hjúkrunar- fræðinga hafi hækkað um nálægt 15% að meðaltali á síðustu tveimur til þremur árum. Þessi hækkun er verulega meiri en hjá flest- um öðrum stéttum á sama tímabili, hvort sem litið er til ríkisstarfsmanna eða starfsfólks á almennum vinnumarkaði,_ samkvæmt fyrir- liggjandi upplýsingum. Á sama tíma má áætla að laun annarra ríkisstarfsmanna hafí hækkað um nálægt 3% að meðaltali, þó fmna megi dæmi um meiri hækkanir í einstökum tilvikum. Ef litið er til almenna vinnumarkað- arins má fínna dæmi um að heildarlaun stétta innan Alþýðusambandsins hafi lækkað í krónutölu á þessu tímabili annare vegar og hins vegar hækkað um allt að 10%. í samning- unum vorið 1993, sem renna skeið sitt um áramót, var ekki kveðið á um neina almenna hækkun á launatöxtum á tímabilinu. Skýringuna á launahækkun hjúkrunar- fræðinga virðist mega rekja til margra sam- verkandi þátta og þeirra sérstöku aðstæðna sem ríkt hafa varðandi launamál þeirra. Ljóst er að hjúkrunarfræðingar höfðu dregist aftur úr öðrum heilbrigðisstéttum í launum með sambærilega háskólamenntun að baki og það að þeir voru skipulagðir í tvö stéttarfélög, Hjúkrunarfélag Islands og Félag háskóla- menntaðra hjúkrunarfræðinga, var dragbítur á kjarabaráttu þeirra. Þetta ástand launa- mála 61 af sér óánægju sem síðan virðist hafa gert það að verkum að gerðar voru ráðstafanir til að bæta kjör hjúkrunarfræð- Laun hækk- uðuum 15% inga á Landakoti og Borgarspítala og í kjöl- farið ráðningarsamningar við hjúkrunarfræð- inga á Landspítala eftir fjöldauppsagnir þeirra sem taka áttu gildi 1. febrúar 1993. Engir sérsamningar voru í gildi á Landspítal- anum og skömmu áður en uppsagnirnar áttu að taka gildi voru gerðir sérstakir ráðningar- samningar við hjúkrunarfræðinga sem bættu kjör þeirra þannig að þeir drógu uppsagnir sínar til baka. Misinunantli hækkanir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga gerði sinn fyrsta kjarasamning i vor eftir samein- ingu Hjúkrunarfélags íslands og Félags há- skólamenntaðra hjúkrunarfræðinga í eitt fé- lag í upphafi' ársins. Samningurinn, sem gild- ir til ársloka 1995, ári lengur en kjarasamn- ingar almennt, fól í sér rúmlega 6% launa- hækkun að meðaltali að mati fjármálaráðu- neytisins, en sum sjúkrahúsin telja að áhrif samningsins á kjör hjúkrunarkvenna séu meiri en þessu nemur og Iaunakostnaður þeirra því meiri. Um helming hækkunarinnar má rekja til þess að launatöflur beggja félag- anna voru sameinaðar í einni og hinn helm- inginn til þess að ráðningarkjör hjúkrunar- kvenna á stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík voru fest í samningnum og hækkaði það laun þeirra sem ekki höfðu fengið hækkun sam- kvæmt ráðningar- eða sérsamningum. Hækk- unin sem samningurinn fól í sér var því mjög mismunandi eftir einstaklingum, og hægt að tilgreina dæmi um bæði minni og meiri hækk- anir en 15% eftir því hvernig fólk raðaðist samkvæmt nýrri launatöflu og hvaða laun það hafði haft áður. Eins og fyrr sagði má eftir því sem næst verður komist rekja upphafið að Iaunahækk- ununum til breytinga á kjörum hluta hjúkrun- arfræðinga á Borgarspítala þegar sjúkrahús- ið tók við bráðavöktum af Landakoti og sér- ákvæða sem giltu á Landakoti. Með breyting- unum á Borgarspítala var þess freistað að fá fleiri hjúkrunarfræðinga í fullt starf og minnka með því yfirvinnu, þar sem brögð voru að því að hjúkrunarfræðingar væru í hlutastarfi, en ynnu í raun í fulla vinnu að meðtöldum aukavöktum. , Sparnaður hefur gengið til baka Jóhannes Pálmason, forstjóri Borgarspít- ala, segir að samkomulagið sem gert var hafi falist í tilfærslu innan gildandi kjara- samnings og hafi ekki haft launakostnaðar- auka í för með sér vegna þeirrar yfirvinnu sem sparaðist jafnframt. Það sé því ekki hægt að rekja einhverjar launahækkanir til þessa samnings, sem hafi auk þessaskapað meiri stöðugleika í starfsmannahald sjúkra- hússins. Síðan hafi að vísu sá sparnaður sem náðist fram í minni yfírvinnu gengið til baka vegna meira álags á spítalann, en það geri kröfur til þess að meiri yfirvinna sé unnin en ella. Jóhannes sagði að kjarasamningurinn sem gerður hefði verið við hjúkrunarfræðinga í vor þýddi að meðaltali um 8,2% hækkun út- gjalda vegna launa hjúkrunarfræðinga fyrir Borgarspítalann. Af þessu væri fjármálaráðu- neytið tilbúið þess að viðurkenna milli 6 og 7%, en samanburðurinn væri mjög erfiður vegna þess að launatöflur tveggja félaga væru gerðar að einni. Sem dæmi um breyting- ar sem kjarasamningurinn hefði í för með sér mætti nefna að einn hjúkrunarfræðingur í fullu starfi hækkaði um 0,22% i launum, annar sem væri í 80% starfi hækkaði um 12,32% og sá þriðji sem væri í hlutastarfi hækkaði um 27%. Óhjákvæmileg uppstokk- un en spurning um tíma INDRIÐI H. Þorláks- son, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu og varaformaður samninganefndar rík- isins, telur að rætur hækkunar launa hjúkr- unarfræðinga megi rekja til samninganna sem gerðir voru á Landakoti og Borgar- spítala á árinu 1992. Með samningunum telji spítalarnir sig jafnvel hafa sparað með því að fá fleiri hjúkrunarfræðinga í Indnði H. fullt starfshlutfall og minnka þann- ig aukavinnu, en spyrja megi sig hvort ekki hafí mátt ná þeim árangri með öðrum hætti. Einnig komi fram að álag á Borgarspítala hafí aukist verulega við það að bráðavaktir færðust frá Landakoti yfir á Borgarspítala. Indriði segir að menn hafi talið æskilegt að hjúkrunarfélögin sam- einuðust og nokkuð tilvinnandi að það gerðist, þar sem ekki væri æskilegt að hafa fleiri en eitt stétt- arfélag starfandi fyrir sama hóp. Samræming tveggja kjarasamn- inga feli óhjákvæmilega í sér ein- hverjar launahækkanir eðli málsins samkvæmt. Að auki hafi því verið haldið fram að á síðustu árum hafi orðið miklar breytingar á þeim kröfum sem gerðar væru til hjúkrunar- starfsins. Mikið hefði verið um að þeir hjúkr- unarfræðingar sem ekki hefðu haft há- skólapróf hefðu sótt framhaldsnámskeið, þannig að bæði form- lega séð og í reynd hefðu orðið miklar Þorláksson breytingar á þeim menntunarkröfum sem gerðar væru til hjúkrunarfræðinga. Þetta væri ekkert nýtt því sama þróun hefði átt sér stað þegar nám kenn- ara hefði færst á háskólastig. Hið sama yrði að ganga yfir alla sem uppfylltu formlega skilyrði til starfs, í þessu tilfelli hjúkrunar- starfsins, því ekki væri hægt að greiða mjög mismunandi laun fyrir sömu störfin. Setið eftir Þá sagði Indriði að það væri al- veg ljóst að háskólamenntaðir hjúkrunarfræðingar hefðu setið eftir í launum í samanburði við H«inwnMw>nniwiii>iHi W— M—¦ MP m»u» MMÍ—IM—M— WBBWWMBMBWMwWHWM MMM af buxum og blússum föstudag og laugardag Hverfisgötu 78 - sími 28980. aðrar sambærilegar háskólamennt- aðar stéttir. Ein skýring á því hefði verið sú viðmiðun sem var við þá hjúkrunarfræðinga sem ekki voru háskólamenntaðir. Þessi uppstokk- un hafi því verið óhjákvæmileg, þó alltaf megi spyrja um tímasetning- una. Hjúkrunarfræðingar bæru sig eðlilega saman við fjöldann af heil- brigðisstéttum sem væru með svip- aða námslengd að baki og það væri erfitt að rökstyðja að það ¦ætti að gilda eitthvað allt annað um launakjör þeirra. Lærdómar um kjaraákvarðanir Indriði sagði að það mætti draga ákveðna lærdóma af því hvernig þessar kjaraákvarðanir fyrir hjúkr- unarfræðinga hefðu orðið til. Ríkið sé launagreiðandinn og beri ábyrgðina á launagreiðslunum, en það sé yfirstjórn sjúkrastofnana í Reykjavík sem ákveði fyrir Borgar- spítalann og framkvæmdastjórn þar að gera sérsamninga, án þess að það sé nokkurn tíma talað við þann aðila sem eigi að borga brús- ann, þ.e.a.s. ríkið. Sama gildi um Landakot. Hann dró í efa að viðkomandi stjórnendur hefðu umboð til að taka svona ákvarðanir og benti á að rík- ið ræki yfir 20 sams konar sjúkra- stofnanir út um allt land. Hann varpaði fram þeirri spurningu hvort hver og einn af þessum aðilum, framkvæmdastjóri eða sveitar- stjórnarmenn, sem skipuðu odda- menn í stjórnir sjúkrastofnana, gætu tekið ákvarðanir sem skuldb- yndu ríkið að þessu leyti. Hans niðurstaða væri sú að fjármála- ráðuneytið yrði að hafa þetta vald í sínum höndum. Sá kaleikur yrði ekki frá því tekinn. Höfðum dreg- istafturúr ÁSTA Möller, formaður Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga, segir að ekki sé sanngjarnt að einblína á hækkun launa hjúkrunarfræðinga í samningunum í vor, þar sem með þeim séu hjúkrunarfræðingar að fá samsvarandi hækk- anir og aðrar heilbrigð- isstéttir hafí fengið mun fyrr eða allt frá árinu 1987. Laun hjúkrunar- fræðinga hafi dregist aftur úr samanborið við aðrar heilbrigðisstéttir með sambærilega langt Ásta Möller háskólanám að baki og þeir fengið fram leiðréttingu á því vonum seinna. Með samningunum í vor hafi kjör hjúkrunarfræðinga samkvæmt ráðn- ingasamningum, sem gerðir hafi ver- ið við þá í kjölfar fjöldauppsagna snemmaárs 1993 á Landspítalanum, verið staðfest. „Mér finnst verið að draga hjúkrunarfræðinga inn í þessa umræðu án þess að það séu forsend- ur fyrir því vegna þess að það gerð- ist ekkert hjá hjúkrunarfræðingum með þessum kjarasamningum sem hafði ekki gerst hjá öðrum starfs- stéttum áður," sagði Ásta. Samningar eins upp byggðir Hún sagði að samningar Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræð- inga og samningar sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa hefðu verið nákvæmlega eins uppbyggðir, en á milli áranna 1987 og 1989 og eftir það hefðu þessar starfsstéttir fengið fram breytingar á sínum kjörum á meðan kjör hjúkrunarfræðinga hefðu staðið í stað. Það mætti því segja að hjúkr- unarfræðingar ættu inni dráttarvexti vegna þeirrar tafar sem var á samn- ingum við þá og ekki hefði fengist leiðrétting á fyrr en gripið var til fjölda- auppsagna. Hún sagði að það hefði reynst hjúkrunar- fræðingum fjötur um fót að vera skipulagðir í tveimur stéttarfélög- um eins og verið hefði og til þess mætti rekja skýringuna á því að hjúkrunarfræðingar hefðu dregist aftur úr öðrum heilbrigðisstétt- um á árunum eftir 1987. Hjúkrunarfélag Islands hefði verið inn- an BSRB ög hæst þar og Félag háskólamenntaðra hjúkrun- arfræðinga innan BHMR og lægst félaga þar. „Það var pólitísk ákvörð- un að mínu mati að ekki var hægt að hækka hjúkrunarfræðinga í Fé- lagi háskólamenntaðra hjúkrunar- fræðinga til jafns við hina því þá kæmi Hjúkrunarfélagið á eftir og síðan öll BSRB-félögin. Það sköpuð- ust ekki fyrr en við samruna þessara félaga og útgöngu Hjúkrunarfélags- ins úr BSRB forsendur fyrir því að laga laun að breyttri menntun," sagði Ásta ennfremur. Hún sagði að það hefði einmitt yerið rökstuðningur hjúkrunarfræð- inga í uppsögnunum á Landspítalan- um að þeir sættu sig ekki við að vera á 20-25 þúsund krónum lægri launum heldur en sjúkraþjálfarar, sem væru að útskrifast með jafn- langa menntun, eða aðrar starfs- stéttir eins og sálfræðingar, líffræð- ingar og félagsráðgjafar. Þetta hefði skekkt mjög launakjörin inn á spí- tölunum þannig að deildarstjórar með 20 ára starfsreynslu sem báru ábyrgð á 30 manna sjúkradeild með 30 starfsmönnum gátu verið með sömu laun og nýútskrifaðir sjúkra- þjálfarar, eins og kjörin hefðu verið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.