Morgunblaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR GATTAÞEFUR er á leið til Lundúna. Leikbrúðuland íslenskirjóla- sveinar á leið til Lundúna ÍSLENSKIR jólasveinar í Leik- brúðulandi eru á leið til Lundúna og vegna leikferðarinnar verða faar sýningar á Jólasveinar eian og álta, eða aðeins fjórar og ein á ensku. Fyrsta sýningin verður á morg- un sunnudag 20. nóvember, en næstu sýningar verða 27. nóv- ember, 3. og 4. desember. Ein sýn- ing verður á ensku og verður hún 26. nóvember. Leikritið er eftir Jón Hjartarson og tónlist ef'tir Magnús Kjartans- son. Þýðing á ensku er eftir Terry Gunnell. Brúðugerð Erna Guðna- dóttir, stjórnendur leikbrúðanna, Bryndis Guðmarsdóttir, Erna Guðmarsdótir, Helga Stephensen, Þórunn Magnea Magnúsdótir og lýsing Sigurður Guðmundsson. Sýnt er á f 'ríki rkj u vegi 11 kl. 15. ----------> > ? Athugasemd VEGNA ummæla sem höfð eru eftir Baltasar Kormáki í Morgunblaðinu í gær, 17. nóvember, um aðsókn á leiksýningar langar mig að koma með smáupplýsingar. Ummælin eru þessi: „Hann segist ekki vita til að jafn margir gestir hefðu komið á eina sýningu á jafn skömmum tíma og á Hárið en það var frumsýnt í byrjun sumars." Hann tekur jafnframt til samanburð- ar sýningar á Kæru Jelenu sem var sýnd 170 sinnum fyrir 15.000 áhorf- endur og það þótti óvenju góðar við- tökur. Leikritið Þrúgur reiðinnar, sem sýnt var hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1992, var leikið 61 sinni fyrir 32.000 áhorfendur á rúmlega þremur og hálfum mánuði. Það er ekki óal- gengt í Borgarleikhúsinu að áhorf- endafjöldi sé á bilinu 15-20 þúsund á leikverki, má nefna Fló á skinni, Spanskfluguna, Eva Luna o.fl. Saga Jónsdóttir. Tröllkona í mannheimum BOKMENNTIR Ævisaga LIFIREIKÞÓTT LAUFIÐ FJÚKI eftir Önnu Ingólfsdóttur, Katrínu Jónasdóttur og Margréti Björgvins- dóttur. Eik, Hvolsvelli 1994 - 174 síður. „Hún er ekki fríð hún Árný. Hún er stórfalleg" á Kjarval að hafa sagt um Arnýju Filippusdótt- ur (1894-1977), skólastjóra kvennaskólanna á Blönduósi og á Hverabökkum. Og þannig kemur hún fyrir sjónir í bókinni „Lifir eik þó laufið fjúki". Stórskorin og mikilfengleg rís þessi kona upp úr sögunni; hörð og föst fyrir eins og íslenskt berg, hlý og gefandi eins og grösug fjallshlíðin fyr- ir ofan bæinn þar sem hún fæddist. Er því vel við hæfi að les- andinn skuli leiddur í upphafi sögu að Skarðsfjalli í Land- sveit, þar sem það „skagar upp úr slétt- unni" - til þeirrar stundar sem þéttholda stúlkubarn heilsar heiminum með hraustlegu orgi, síðla veturs 1894. Það er Landsveitin, náttúra hennar og mannlíf sem myndar ramma sögunnar. Þar hefst ævi- ganga margbrotinnar konu, og þangað leitar hugur hennar að leiðarlokum áttatíu árum síðar. Á milli morgunroðans sem nærir vongleði barnsins undir Skarðs- fjalli og kvöldroðans sem stafar frá minningum öldungsins við sögulok, líður löng og stormasöm ævi. Það er baráttusaga fátækrar konu sem braust til mennta, þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Námsþrá hennar „skildu fáir heima" hvorki foreldrar né aðrir. Það kom þó ekki í veg fyrir að hún sigldi til Kaupmannahafnar og aflaði sér þar menntunar, samhliða því sem hún vann myrkranna á milli til að eiga fyrir mat. Eftir heimkomuna til íslands hefst ekki ómerkari kafli ílífi Árnýjar, en það var starf hennar og strit fyrir því að mennta ungar stúlkur í heimilisfræðum - verk- legum og bóklegum - og veita þeim þar með þann stuðning og undirbúning sem hún taldi þeim Arný Filippusdóttir Styrktartónleikar fyrir Samtök krabbameinssjúkra barna íKristskirkju, Landakoti, sunnudaginn 20. nóvemberkl. 17 Flutt veröa m.a. verk efíir <Bactl, Mozart, íVactwCbet og ^Vvoaídi. Flytjendur: Alina Dubic, aft, Andrzej Kleina, fiöla, Einar Jóhannesson og blásarakvin tett Reykjavíkur ásamt féfögum, Hallfríöur Ólafsdottir, flauta, Margrét Bóasdóttir, sópran, Sigurður Snorrason og Tríó Chalumeaux, Szymon Kuran, fiöla, Úlrik Ólason, orgel, Zbygniew Dubik, fiðla. Auk þess koma fram nokkrir ungir listamenn. Miöar seldir viö innganginn. Caritas ísland Hjálparstofnun kaþólsku kirkjunnar til framtíðarheilla. Virðist þetta hafa verið lífshugsjón hennar, svo heit og fölskvalaus að hún lagði allt undir: Byggði m.a. upp sinn eigin skóla á Hverabökkum, í orðs- ins fyllstu merkingu því hún mok- aði möl á bíla og hrærði steypu með meiru. Skólann sinn starfrækti Árný af fádæma dugnaði og útsjónar- semi í tuttugu ár. Þó fór svo að lokum að hún var ofurliði borin af öfundarmönnum og skilnings- vana samtíð. Sannaðist þar hið andstyggilega máltæki að „konur eru konum jafnan verstar". Sagan byggir að miklu leyti á minn- ingabrotum sem birst hafa í blöðum og tíma- ritum eftir Arnýju sjálfa, viðtölum við hana, auk bréfa og skrifaðra hugleiðinga úr hennar fórum og annarra. Að auki er margvíslegt safn heimilda: endurminn- ingar samtíðarmanna, fundargerðir, þing- skjöl, þjóðsagnasöfn, minningabækur ofl. Er þeim efnivið oft haganlega fyrir komið og skilmerkilega til hans vitnað. Sumstaðar verða heimildirnar þó sundurleitar og samsetning þeirra ómarkviss. Til dæmis hefði víða mátt bæta tengingar á milli kafla og laga tímaröð. Komast hefði mátt hjá tímarápi með því að vinna betur upp úr heimildun- um sem stundum eru full ráðandi. Þetta gerir m.a. að verkum að eitt og annað er látið óútskýrt í bók- inni, og er það til baga. T.d. kem- ur ekki fram hvort Árný komst til Kaupmannahafnar af eigin rammleik, eða með góðra manna hjálp. Samband hennar við Her- bert Jónsson er sömuleiðis óljóst þó gefið sé í skyn að þau hafi verið sambýlisfólk. Einnig hefði mátt skýra betur deilur hennar við Samband sunnlenskra kvenna og hvernig þær stigmögnuðust, svo fátt eitt sé nefnt. Bókin nýtur þess þó þrátt fyrir allt að hráefni hennar er gott og að heimildirnar tala sínu eigin máli. Lesandinn kemst þessvegna ekki hjá því að fá innsýn í það aldarfar og þann tíðaranda sem ól Árnýju Filippusdóttur við sitt harða brjóst. Ogleymanlegir eru sumir kaflar úr lífí og starfí kvennaskólanna á Blönduósi og Hverabökkum fyrr á öldinni. Þrátt fyrir ýmsa ágalla er frá- sagnaraðferð bókarinnar kærkom- in tilbreyting frá hinu hvimleiða eintali sem einkennir svo mjög ís- lenskar ævisögur - einkum núlif- enda. Hér er ekki um slíkt að ræða, en augljóst þó að sagan er skrifuð af ást og aðdáun á við- fangsefninu. Þetta er sunnlensk saga - og leynir sér ekki að höf- undarnir þrír unna þeim slóðum, sem og manneskjunni sem fjallað erum. Svo mjög, aðþaðvillgleym- ast að ekki eru allir íslendingar jafn kunnugir staðháttum á Suð- urlandi (sbr. frásögnina um ,jarð- eldana í Lambafit" (36)). Heiti bókarinnar hæfir efni hennar vel. Það á ekki síður við um kápumyndina, Tröllkonu eftir Kjarval. I þeirri mynd er trúléga fólgin skemmtilegasta mannlýsing bókarinnar, lögð í munn Kjarvals þegar hann færði Árnýju myndina: „Þetta áttu að eiga, mín Liljan fríð. Þetta gætir verið þú að koma í mannheima." (156) Ólína Þorvarðardóttir ANNA Guðný Guðmundsdóttir og Guðrún Birgisdóttir. Félag íslénskra hljómlistarmanna Anna Guðný og Guðrún á fyrstu tónleikunum FÉLAG íslenskra hljómlistarmanna mun í vetur standa fyrir röð klassískra tónleika. Næstkomandi laugardag, 19. nóvember, kl. 17.30 verða fyrstu tónleikar vetrarins í sal félagsins í Rauðagerði 27. Þetta eru jafnframt fjórðu tónleikar árs- ins í þessari tónleikaröð FÍH og munu Guðrún Birgisdóttir flautu- leikari og Anna Guðný Guðmunds- dóttir píanóleikari flytja verk eftir Mozart, Reinecke, Messiaen og Martinu. Guðrún Birgisdóttir flautuleikari lauk námi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík áður en hún varð nem- andi Per Oien við Tónlistarháskól- ann í Osló. Einleikaraprófi frá École Normale de Musuque í París lauk Guðrún 1979, en að því loknu tók við frekara nám í einkatímum til ársins 1982 þegar hún sneri til starfa á íslandi. Síðan þá hefur Guðrún spilað á mörgum tónleikum, samleik og einleik, bæði hér heima og erlendis, ásamt því sem hún hefur mikið starfað við leikhúsin í Reykjavík. Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari lauk námi frá Tónlist- arskólanum í Reykjavík og nokkr- um árum síðar frá Guildhall School of Music í London. Frá árinu 1982 hefur hún starfað sem píanóleikari í Reykjavík. Ásamt því að koma víða fram sem einleikari hefur Anna starfað sem kammertónlistarmaður og sem meðleikari söngvara'. Enn- fremur hefur hún leikið inn á hljóm- plötur og hljómdiska og komið fram á tónleikum víða í Evrópu. Tónleikarnir eru eins og áður sagði næstkomandi laugardag kl. 17.30, og aðgangseyrir er kr. 1.000 en kr. 500 fyrir nemendur og ellilíf- eyrisþega. Norræna húsið Ljósmyndir frá Grænlandi OPNUÐ hefur verið sýning í Nor- ræna húsinu á ljósmyndum frá Austur-Grænlandi, sem Roland Thomsen tók af fólki og mannlífi. Sýningin ber yfirskriftina Austur- Grænland, Fólk og samfélag á 9. áratugnum. Sýningin er gerð til þess að sýna lífshætti fólksins sem búið hefur á austurströndinni um langan aldur. Þetta er veiðimannasamfélag og sýnir íbúana við dagleg störf og á hátíðarstundum. Roland Thomsen er danskur en hefur verið búsettur í Grænlandi um árabil. Sýningin er gerð í tilefni af aldar- afmæli Ammassalik-bæjarfélagsins á þessu ári og var hún opnuð þann 12. júlí í sumar í Ammassalik-safn- inu í Tasiilaq. Grænlenska heimastjórnin og Konunglegi Grænlandssjóðurinn veittu styrk til sýningarinnar. Sýningin verður opin daglega og stendur til 27. nóvember. BJARNI Vilhjálmsson sýnir útskorna fugla og hunda. íslendingar sýna á Nordiske Naivister FJÓRIR íslenskir listamenn taka nú þátt í sýningunni Nordiske , Naivister í Galleri-Gárden í Gríndsted á Suður-Jótlandi. Þeir eru Bjarni Vilhjálmsson sem sýnir útskorna fugla og hunda, Halldóra Kristinsdóttir sem sýnir báta með fólki og varningi úr mislitum pappír, Óskar M.B. Jónsson sem sýnir lágmyndir úr plasthúðaðri járn- klæðningu og Svava Skúladóttir sem sýnir vatnslitamyndir. Sýningin er styrkt af mennta- málaráðuneytinu, umsjónar- maður með íslenskum hluta sýn- ingarinnar, höfundur greinar og texta í sýningarskrá er Níels Hafstein. Honum til aðstoðar var Magnhildur Sigurðardóttir, Ragnheiður Ragnarsdóttir þýddi yfir á dönsku og hannaði skrá, Sæmundur Kristinsson tók ljósiny ndir en Tímaritið Skák prentaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.