Morgunblaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1994 . MORGUNBLAÐIÐ + &toe&ttttbl$foib STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HAFRETTARSATT- MÁLISAMEINUÐU ÞJÓÐANNA IFYRRADAG hófst á Jamaíka hátíðarfundur í tilefni gildistöku hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna, sem undirritaður verður í dag. Samningurinn, sem gerð- ur var í Caracas árið 1982, er tvímælalaust einn mikil- vægasti sáttmáli í sögu SÞ, enda kveður hann á um þjóðarrétt á tveimur þriðju hlutum jarðarkringlunnar — heimshöfunum. Hann felur í sér reglur um siglingar, verndun lífríkis sjávar og réttindi til nýtingar lífrænna og ólífrænna auðlinda hafsins innan 200 mílna efna- hagslögsögu og á landgrunnum. Með stofnun hafréttar- dómstóls í Hamborg og alþjóðahafsbotnsstofnunar á Jamaíka er verið að tryggja árangursríkari framkvæmd hafréttarsamningsins. Þótt allmörg þjóðríki hafi ekki staðfest samninginn hefur hann þegar og hvarvetna haft víðtæk áhrif — og verið stefnumarkandi í samskiptum þjóða heims. Samn- ingurinn er sérstakt fagnaðarefni fiskveiðiþjóðum og strandríkjum, sem gera sér ljósa grein fyrir mikilvægi þess að vernda lífríki sjávar og nýta auðlindir hafsins á ábyrgan og sjálfbæran hátt. Þetta á við um íslend- inga, öðrum þjóðum fremur, sem byggja afkomu sína, atvinnu og efnahagslegt fullveldi að stærstum hluta á sjávarauðlindum. 80-85% af útflutningstekjum okkar fást fyrir sjávarvörur. Dagurinn í dag markar því tíma- mót. Lögin um vísindalega verndun fiskimiða landgrunns- ins voru samþykkt á Alþingi árið 1948, eftir vandlega fræðilega og pólitíska athugun og umfjöllun. Á þeim gagnmerku lögum voru útfærslur fiskveiðilögsögunnar 1952, 1958, 1972 og 1975 byggðar. Fiskifræðilegar og þjóðréttarlegar forsendur, sem þessi sögulega lagasmíð var reist á, sköruðust að sjálfsögðu við umfjöllunarefni og málsmeðferð hafréttarráðstefna SÞ 1973-1982. Þeim lauk með sáttmálanum í Caracas, sem nú er geng- inn í gildi. Við hæfi er að geta þess, þegar landgrunnslaganna og hafréttarsáttmálans er minnzt, að Hans G. Ander- sen, sendiherra og þjóðréttarfræðingur, kom í báðum tilvikum ríkulega við sögu undirbúnings og árangurs, sem svo mjög varða íslenzka hagsmuni. Það er á engan hallað þótt fullyrt sé að íslendingurinn Hans G. Ander- sen og Norðmaðurinn Jens Evensen hafi haft mikil og stefnumótandi áhrif í hópi hafréttarfræðinga og stjórn- arerindreka, sem innanhúss hjá Sameinuðu þjóðunum voru gjarnan kallaðir „hafréttarfrumkvöðlarnir". Þessi hópur mótaði af mikilli samvizkusemi þær meginreglur í hafréttarmálum, sem sættir náðust að lokum um. Gild- istöku þeirra sátta er nú fagnað á sérstökum hátíðar- fundi á Jamaíka, sem fyrr segir, og hvarvetna um heim, þar sem kapp er lagt á friðsamlega og vísindalega nýt- ingu auðlinda hafsins. Það skyggir á hafréttarhátíðina á Jamaíka, einkum og sér í lagi í hugum íslendinga, að ýmis Evrópuríki, þar á meðal og Bretar og Norðmenn, hafa ekki enn sem komið er fullgilt hafréttarsáttmálann. Oumdeilt er hins vegar að Sameinuðu þjóðirnar hafa með sáttmála þess- um lagt þær hafréttarlegu línur, sem setja munu svip sinn á framtíðina. Þess er og að vænta að með hafrétt- ardómstólnum í Hamborg hafi verið lagður hornsteinn að árangursríkri framkvæmd hafréttarsamningsins. Það segir svo sína sögu um viðhorf íslendinga, að Alþingi samþykkti í tilefni af fimmtíu ára afmæli ís- lenzka lýðveldisins á þessu ári, að stofnsetja sérstakan lýðveldissjóð, sem annars vegar á að verja til vistfræði- rannsókna á lífríki sjávar en hins vegar til eflingar ís- lenzkri tungu. Að baki liggja sömu sjónarmið og að baki laganna um vísindalega verndun fiskimiða land- grunnsins frá 1948 og að baki þeirra markmiða, sem þjóðréttarfræðingurinn Hans G. Andersen bar fram í nafni íslenzku þjóðarinnar á hafréttarráðstefnum Sam- einuðu þjóðanna. ÍSLENSKIR AÐALVERKTAK I landvinni í austii vestri a AF * SNNLENDUM VETTVANGI OÁNÆGJA ákveðins hóps hluthafa í Sameinuðum yerktökum, með þátttöku íslenskra aðalverktaka í verkefnum og hlutafélögum á erlendri grund, er mikil, eins og greint var frá hér í Morgunblaðinu í gær. Þessir hlut- hafar hafa nú ákveðið að efna til fund- ar á mánudaginn, með hluthöfum Sameinaðra verktaka, þar sem fund- arboðendur vilja fjalla um breytta stöðu Sameinaðra verktaka og framtíð félagsins. Samkvæmt upplýsingum sem aflað hefur verið, stendur vilji þessara óánægðu hluthafa fyrst og fremst til þess, að öll starfsemi ís- lenskra aðalverktaka verði takmörkuð við verktöku fyrir varnarliðið á Kefla- víkurflugvelli og þegar verkefnaskráin verður tæmd, verði félaginu slitið og eignir þess greiddar út til eigenda sinna. Meðal annars þess vegna, hafa hinir óánægðu hluthafar lagst gegn breytingum á samþykktum Islenskra aðalverktaka, sem ætlað er að rýmka heimildir ÍAV til þess að ráðast í verk- efni og verktöku fyrir utan varnarliðs- framkvæmdir. Tilefni fundarins er í fundarboði m.a. sagt vera samþykkt ríkisstjórn- arinnar frá 8. nóvember sl. sem lýst var þannig í Morgunblaðinu daginn eftir: „Ríkisstjórnin samþykkti í gær að verktaka vegna framkvæmda á vegum Mannvirkjasjóðs Atlantshafs- bandalagsins verði frjáls frá og með 1. apríl nk. og einkaréttur íslenskra aðalverktaka til framkvæmda fyrir varnarliðið þar með afnuminn." í bréfinu kemur fram að hluthaf- arnir telja að stjórn Sameinaðra verk- taka hf. hafi vanrækt að upplýsa hluthafa félagsins, um þær breyting- ar sem orðið hafa á rekstri íslenskra aðalverktaka undanfarna mánuði og þann vanda sem félaginu sé á hönd- um vegna samdráttar verkefna. Hæpin staðhæfing Slík staðhæfing hlýtur að teljast afar hæpin, að ekki sé meira sagt, því Jón Sveinsson, lögfræðingur, einn stjórnarmanna í íslenskum aðalverk- tökum, flutti erindi um verkefni Aðal- verktaka innanlands sem utan og framtíðaráform ÍAV á hluthafafundi SV hinn 28. september sl, sam- kvæmt sérstakri beiðni stjórnar Sam- einaðra verktaka. Jón Sveinsson hefurunnið grein- argerð fyrir eigendur ÍAV , vegna tillögu stjórnar íslenskra aðalverk- taka að breytingum á samþykktum Islenskra aðalverktaka. í annarrí grein samþykkta ÍAV er hlutverki félagsins og starfsviði lýst svo: „Félagið semur við stjórn- völd Bandaríkja Norður-Ameríku um Þótt verktaka IAV fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli hafí dregist saman og búast megi við frekari samdrætti á næstu árum, er óhætt að fullyrða að ÍAV hyggja á stór og athygliverð verkefni víða um heim, eins og Agnes Bragadóttir lýsir í grein sinni. verklegar framkvæmdir fyrir. varn- arlið Bandaríkjanna hér á landi sam- kvæmt sérstöku tímabundnu starfs- leyfi sem utanríkisráðherra f.h. ríkis- sjóðs íslands veitir félaginu í sam- ræmi við samninga ríkisstjórnar ís- lands og ríkisstjórnar Bandaríkjanna, eins og þeir eru á hverjum tíma...." Síðar segir: „Félaginu skal slitið þegar það hefur lokið hlutverki sínu svo sem því er lýst í 2. grein samn- ings þess. Félaginu má og slíta ef allir aðilar samþykkja." Þröngur stakkur í greinargerð Jóns segir orðrétt: „í stjórn ÍAV og einnig meðal eigna- raðila, hefur alloft verið rætt um að starfsvettvangi félagsins væri mark- aður óeðlilegá þröngur stakkur í 2. grein samþykkta félagsins. Þetta hefur einkum verið rætt vegna ýmissa annarra verkefna sem IAV hefur haft áhuga á að sinna, bæði á innlendum og erléndum vettvangi, en ekki hefur beinlínis tengst megin- hlutverki félagslns eins og því er lýst í nefndri 2. gr.. Þessi umræða átti sér t.d. stað þegar samþykkt var á sínum tíma af hálfu allra eignaraðila að verja allt að 300 milljónum króna til atvinnuuppbyggingar á Suðurnesj- um. Af því tilefni var m.a. rætt og samþykkt að gera nauðsynlegar breytingar á samþykktum félagsins. Af því hefur til þessa þó ekki orðið." Síðan segir Jón að þrátt fyrir orða- lag 2. greinar samþykkta félagsins hafi verið litið svo á, að stjórn félags- ins og eignaraðilar geti, séu allir aðilar sammála, tekið þátt í öðrum verkefnum utan hins afrnarkaða hlut- verks 2. gr. Af þeirri ástæðu og til að færa samþykktirnar nær raun- veruleikanum þyki eðlilegt að gerð verði breyting á 2. gr. og við bætist ný sjálfstæð málsgrein er verði 2. mgr. 2. gr. svohljóðandi: „Stjórn félagsins er heimilt að ráð- ast í önnur verk eða verkefni er þjóna hagsmunum félagsins enda sé slíkt samþykkt af fulltrúum allra eigenda í stjórn." Hinir óánægðu hluthafar í SV, þau Þórður M. Þórðarson, Sif Ingólfdóttir og Ingibergur Þorkelsson, sem boða til fundarins á mánudag, sendu hlut- höfum í SV spurningablað um hvert framtíðarstarfssvið Sameinaðra verktaka eigi að vera. Hluthafar eru í fyrsta lagi spurðir hvort þeir telji að starfssvið SV eigi að vera tak- markað við þátttöku í íslenskum aðalverktökum eingöngu; í öðru I lagi hvort SV ættu að „leyfa ís- " lenskum aðalverktökum að færa út starfssvið sitt með almennri verktöku innanlands"; og í þriðja lagi hvort SV ættu að „leyfa íslenskum aðal- verktökum að færa út starfssvið sitt með verkefnum erlendis, og með því að taka þátt í stofnun nýrra hlutafé- laga til slíkrar starfsemi." Ég hef upplýsingar um að fundar- boðendur séu í hópi þeirra hluthafa Sameinaðra verktaka, sem vilja slíta íslenskum aðalverktökum og leysa til sín eignir sínar, þegar ÍAV hefur lokið hlutverki sínu á Keflavíkurflug- velli. Samkvæmt sömu upplýsingum, eru skiptar skoðanir um það hvert framtíðarhlutverk ÍAV eigi að vera, meðal hluthafa í SV og er því haldið fram að meirihluti eigenda vilji að IAV stuðli að atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum og reyni að hasla sér völl við verktöku erlendis eftir því sem færi gefast. Stofnað hlutafélög Fundarboðendur staðhæfa í bréfi sínu að könnun þeirra á málefnum SV og ÍAV á undanförnum vikum hafi leitt í ljós að „íslenskir aðalverk- takar eru aðilar að framkvæmdum sem ekki eru í samræmi við sam- þykktir Sameinaðra verktaka hf. og félagssamninga íslenskra aðalverk- taka sf. Meðal annars hafa íslenskir aðal- verktakar sf. stofnað mörg hlutafé- lög með ýmsum aðilum, á tímabilinu september 1993 til júlí 1994 og keypt hlut í fjölda hlutafélaga um alls kon- ar verkefni sem stjórnarmönnum hafa þótt álitleg," segir m.a. 5 bréfi fundarboðenda. Af samtölum við stjórnarmenn í íslenskum aðalverktökum að dæma, er ofangreind staðhæfing ekki alls- kostar rétt, því stjórnarmenn ÍAV staðhæfa að samþykki stjórnar ís- lenskra aðalverktaka fyrir þátttöku í hlutafélögum, liggi ávallt fyrir, þeg- ar slíkt er ákveðið og þar með sam- þykki fulltrúa allra eigenda ÍAV. Jón Sveinsson, lögfræðingur, sem sæti á í stjórn íslenskra aðalverktaka flutti erindi um verkefni og hlutverk íslenskra aðalverktaka á hluthafa- fundi SV þann 28. september sl. að beiðni stjórnar SV, eins og áður greinir. Jón gerði grein fyrir því hvernig 300 milljónum króna hefur 4-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.