Morgunblaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1994 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Þetta gera menn ekki Umræðan um bamaskattana tók dramatíska en ánægjulega kúvendingu á einni svipstundu. Davíö Odds- son forsætisráðherra kom á sjónvarpsskjáinn í fyrra- kvöld og sagði einfaldlega, aðspurður um skattlagning- una: Þetta gera menn ekki. ' 11111 Við sjálfstæðismenn erum nú aldrei svona blankir góði . . . Dagpeningar hækka um 17,7% milli ára í YFIRLITI Þjóðhagsstofnunar vegna helstu tekjuliða sem taldir voru fram til skatts frá 1990 til 1993, kemur fram að framtaldur kostnaður á móti ökutækjastyrk lækkar um 9,9% á milli 1992-1993, eða úr 2,224 milljörðum króna í rétt rúma 2 milljarða. Á sama tíma hækkuðu framtaldar dagpeninga- greiðslur um 17,7%, eða úr 1,762 milljarði króna í 2,074 milljarða, sem er mesta hækkun milli ára frá 1990 en þeir hafa farið stighækk- andi frá þeim tíma. Sigurður Á. Snævarr, forstöðu- maður tekjuáætlunar Þjóðhags- stofnunar, kveðst telja að skýring á lækkun framtalins kostnaðar á móti ökutækjastyrk megi að mestu rekja til herts skatteftirlits á þeim tíma sem yfirlitið nær til. Annað hvort hafi skattyfirvöld viðurkennt lægri fjárhæðir til frádráttar en áður eða launþegar fært minni kostnað á móti, þannig að í raun sé um að aukna skattlagningu á bílastyrki að ræða. Hann þekki hins vegar ekki frambærilegar skýringar á mikilli hækkun dag- peninga á sama tíma. Aðspurður segir hann að ekki sé hægt að úti- loka að verið sé að fela launahækk- anir, en skýringin kunni einnig að vera einfaldari, eða mikil fjölgun ferða á milli ára innnlands og utan með tilheyrandi hækkun dagpen- inga. Tekjuhækkun kvenna í yfirlitinu kemur einnig fram að nettóeignatekjur framteljanda lækkuðu um 34,2% milli 1992 og 1993, eða úr 1,211 milljörðum í 796 milljónir króna, og er þessi mikla lækkun rakin til lækkunar nafn- vaxta. Hreinar tekjur af atvinnu- rekstri drógust saman um 17,8% á sama tíma sem rakið er til sam- dráttar í búrekstri, en hreinar tekj- ur af atvinnurekstri eru einkum vegna búrekstrar. I yfirlitinu sem byggt er á skatt- framtölum, kemur einnig fram að hlutfall atvinnutekna af tekjum karla hefur hækkað úr 46,6% í 51,4% frá 1980 til 1993. Árið 1992 námu atvinnutekjur kvenna 50,8% af atvinnutekjum karla og er hækk- unin milli ára rakin til meiri tekju- hækkunar kvenna en karla. Á þessu tímabili fjölgaði konum með at- vinnutekjur um 0,7% en fjöldi karla var því sem næst sá sami. Giftum konum með atvinnutekjur hefur fjölgað um 2,6% en kvæntum körl- um um 1,6% en af þessum upplýs- ingum dregur stofnunin þá ályktun að atvinnuþátttaka giftra kvenna hafi aukist. Einnig kemur fram að atvinnu- tekjur yngstu aldusárganga hafa dregist saman eða hækkað til muna minna en eldri árganganna. Frá 1988 hefur bilið á milli atvinnu- tekna fólks undir þrítugu og þeirra sem eru á aldrinum 30-60 ára auk- ist, sem rakið er til erfiðleika skóla- fólks með sumarvinnu eða vinnu með námi síðast liðin ár. Störfum í einkageiranum fyrir námsmenn hafi fækkað. Alls voru 200.340 einstaklingar framtalsskyldir á árinu 1994 en 198.612 árið 1993, og er fjölgunin á milli ára 0,9% Framtalsskyld hjón og sambýlisfólk voru 55.744 og ein- hleypir 88.852. Atvinnutekjur eru hæstar á Vestfjörðum, því næst á Reykjarnesi og Reykjavík, en lægst- ar á Norðurlandi vestra. Loksins veiddist Loðna útaf Langanesi LOÐNA veiddist norðaustur af Langanesi í fyrrinótt. Fjögur skip fengu um 50 tonn hvert og eitt skip, Háberg frá Grindavík, fékk 150 tonn. Að sögn Magnúsar Þor- valdssonar, skipstjóra á Sunnu- bergi, er þetta þokkalega góð loðna. Sex skip eru á veiðisvæðinu. Víkingur, sem leitaði árangurs- laust að loðnu á svæðinu í fjóra sólarhringa, var farinn norður með landi. Skipið snéri við í gær þegar fréttist af veiðinni. Búist er við að skipum fjölgi fljótt á miðunum ef framhald verður á veiðinni. „Loðnan er mjög dreifð, en þetta er sæmilegasta loðna. Vonandi er þetta byijunin á einhverju, maður vonar það allavega,“ sagði Magn- ús. Félag heilablóðfallsskaðaðra „Viljum sinna því mannlega“ Hjalti Ragnarsson HJALTI Ragnars- son fékk heilablóð- fall árið 1991 og hefur stofnað, í félagi við fjóra aðra, félag til stuðn- ings þeim, sem hafa feng- ið heilablóðfall, og að- standendum þeirra. Ásamt Hjalta stóðu að stofnuninni Sigþór Rafns- son, Heiðar Þór Braga- son, Trausti Jónsson og Eyjólfur Kr. Siguijónsson sem voru á Reykjalundi á sama tíma en einnig hefur Helgi Seljan verið þeim mikið innan handar að sögn Hjalta. - Hvað heitir féiagið og hvenær var það stofn- að? „Félagið var stofnað 27. september síðastliðinn en við höfum verið í vand- ræðum með nafngiftina. Þetta er kallað helftarlömun en allir voru ósáttir við það nafn svo félagið heitir til að byija með Félag heila- blóðfallsskaðaðra og er fyrir þá sem svo er ástatt um, aðstandend- ur og annað áhugafólk." - Hver er tilgangur félagsins? „Hann er sá að vinna að kynn- ingar- og fræðslumálum meðal þeirra sem hafa fengið heilablóð- fall og aðstandenda þeirra. Áhrifin eru svo misjöfn. Til dæmis verða margir fyrir minnistapi, aðrir lam- ast, svo getur sjónin brenglast, röddin tapast og svo framvegis. Það er ekkert félag til sem þjónar þessum hópi sjúklinga og við rák- um okkur á hvað þetta leggst misjafnt á fólk. Margt fólk fær þetta á sálina og margir aðstand- endur fara illa út úr þessu. Þeir spyija sig af hveiju þetta hafi gerst og sama gerir sjúklingurinn. Ef andlega líðanin er slæm er mjög erfitt að ná því út úr kollin- um á fólki. Það fær þetta á heil- ann.“ - Hvernig ætlið þið að starfa? „Ég er búin að tala við Hjördísi Jónsdóttur lækni á Reykjalundi um það að fá hana og hennar fólk, til dæmis talmeinafræðing, félags- fræðing, iðjuþjálfa og hjúkrunar- fræðing til þess að halda fyrir- lestra fyrir sjúklinga og aðstand- endur og hún tók strax mjög vel í það.“ - Ætlið þið að vera með skrif- stofu? „Nei við höfum ekki efni á því. Við höfum fengið fundarherbergi til afnota á Flókagötu 65, en þar er endurskoðunar- skrifstofa til húsa, og einnig höfum við feng- ið leyfi til að nota heimilisfangið þar fyr- ir félagið. Þar er stúlka sem svarar í símann fyrir skrif- stofuna og við höfum fengið leyfi til þess að gefa upp númerið þar, 627900, fyrir þá sem hafa áhuga á að ganga í félagið eða styrkja það á annan hátt en á síðasta fund mætti 31. Því má bæta við að við höfum áhuga á því að gera félagið að landssambandi sem gæti heyrt undir Sjálfsbjörg." - Mun starfsemin þá einkum ganga út á fræðslu?" „Já, og það að fólk kynnist. Það á náttúrlega eftir að móta þetta en það gerist svo oft að fólk hætt- ir að fara út og einangrast þar með. Þess vegna var ég með það í huga að þeir okkar sem væru ferðafærir gætu heimsótt hina sem ekki eiga heimangengt eða hringst á á tilteknum dögum eða tímum. Mér finnst mikilvægast að fólk útilokist ekki frá umheimin- um. Því ekki eru allir eins skapi farnir og þótt uppgjöf sé ekki til ► HJALTI Ragnarsson fæddist 12. janúar árið 1925 á ísafirði. Foreldrar hans voru Ragnar Benedikt Bjarnason, f. 23. maí 1899 í Naustahvammi í Norð- firði, d. 18. feb. 1941, og Guð- rún Arnbjörg Hjaltadóttir, f. 25. júní 1903 á ísafirði. Að loknu gagnfræðaprófi stundaði Hjalti vélvirkjanám í Héðni og lauk vélstjóraprófi 1955. Hann var vélsljóri hjá Eimskipafélagi íslands 1955-66, verkstjóri hjá Fjölvirkjanum hf. og Loftorku sf. 1966-70 og vélstjóri hjá Eimskipum og fleiri frá 1970. Árið 1990 hætti Hjalti til sjós fyrir aldurs sakir og stofnaði innflutningsfyrirtæki ásamt öðrum sem hann vann við þar til hann fékk heilablóðfall í nóvember 1991. Hjalti kvæntist Sigríði Ellen Konráðsdóttur, f. 23. mars 1932, dóttur Stefáns Óskars Guðmundssonar og Að- alheiðar Nönnu Einarsdóttur. Þau eiga fjögur börn. í minni orðabók gefast margir upp. Við ætlum að sinna mannlegu hliðinni. Gefa fólki kost á því að geta talað hvert við annað svo það sé ekki að velta sér uppúr eigin eymd.“ - Hvar verða fyrirlestrarnir þá? „Þeir verða haldnir upp á Reykjalundi, þar eru tveir salir þar sem hægt er að halda fundi eftir nánara samkomulagi. Einnig hef ég nefnt félagið við sjúkrahús- prestinn á Landakoti og hann hef- ur sagt að fólk geti hringt í hann. Margir eiga auðveldara með að tjá sig í gegnum símann heldur en augliti til aug- litis. Það verður haldinn framhalds- stofnfundur 22. nóvember í Odds- húsi, Sléttuvegi 7, kl. 20.30, og þá verður kosin þriggja manna stjóm til eins árs, farið yfir lögin og nafn félagsins sem við höfum verið að bijóta heilann um. Ef ein- hver getur fundið betra nafn þá eru tillögur vel þegnar." - Hvernig ætli þið að fjár- magna starfsemina? „Við verðum með einhver fé- lagsgjöld sem ákveðin verða á næsta fundi. Einnig ætlum við að tala við heilbrigðis- og félagsmála- ráðherra og reyna að fá styrk fyr- ir hvem félaga þegar búið er að ganga frá félagaskrá. Svo getur verið að félagsmenn stingi upp á leiðum til fjármögnunar. En þetta verður ekki þróað á nokkmm mánuðum. Ég vona að okkur tak- ist að leggja einhveijar línur og móta starfið fram að aðalfundi sem haldinn verður að ári.“ Fólk útilokist ekki frá um- heiminum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.