Morgunblaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1994 45
BREFTILBLAÐSINS
Frá Höskuldi Jónssyni:
Nýverið birti Morgunblaðið frétt
um ferðakostnað maka ráðherra
ríkisstjórnarinnar á síðasta ári. í
fréttinni var kostnaður skattgreið-
enda vegna ferðalaga makanna
tilgreindur og sérstakt yfírlit birt
um fjölda ferða hvers ráðherra og
maka hans, svo og fargjöld og
dagpeninga. í lok fréttarinnar var
greint frá því að gagnrýni hefði
komið fram í breska þinginu á
utanlandsferðir maka ráðherra þar
í landi á kostnað skattgreiðenda.
Ég hef orðið varvið að frétt
Morgunblaðsins hefur í huga
margra þótt vera enn ein staðfest-
ingin á spillingu í þjóðfélaginu.
Ég kom til starfa í fjármálaráðu-
neytinu 1965 og var þar í rúma
Itvo áratugi. Þá sem nú kom það
fyrir að makar ráðherra fóru með
Hugleið-
ingar
Frá Sigdóri Ó. Sigmarssyni:
HVAÐ er Jafnréttisráð? Er það bara
fyrir kvenfólk sem sækir um stöðu
hjá sveitarfélagi eða ríkinu eða beitt
er misrétti? Eða er það bara fyrir
karla og konur sem berjast um stöð-
ur hjá ríki eða bæ?
Hvað um verkamenn eða sjómenn
sem sagt er upp starfi? Maður heyr-
ir aldrei minnst á að Jafnréttisráð
fjalli um þær stéttir. Eru þær
kannski réttminni eða hógværari?
Eða er það kannski ekki fréttnæmt?
Maður heyrir aldrei minnst á að
sjómönnum eða verkamönnum hafi
verið veittar eða dæmdar bætur
hafi þeir verið beittir misrétti.
Er Jafnréttisráð einungis til að
útvega lögfræðingum atvinnu? Það
er ekki ósennilegt því ísland er eitt
mesta lögfræðingaríki veraldar. Nú
orðið er ekki hægt að leita réttar
síns nema fara með það til lögfræð-
inga, enda lifa þeir góðu lífi hér á
landi.
ÍÁ Alþingi eru lögin samin og
margir alþingismenn eru lögfræð-
ingar. Eru lgin svona götótt, eða
hvað?
SIGDÓR Ó. SIGMARSSON,
Skipasundi 79, Reykjavík.
----------? ? ?
Leiðrétting
Frá Sveini Ólafssyni:
í GREIN minni í blaðinu 12. þ.m.,
„Prófkjörsdraugurinn afturgeng-
inn", voru misritanir á tölum í lok
4. dálks og upphafi 5. dálks greinar-
innar. Vegna samhengisins er sá
hluti sem um er að ræða því endur-
tekinn hér, en leiðréttingarnar koma
fram með leturbreytingu:
Frakklandsforseti er kjörinn til 7
ára, og hann skipar ríkisstjórnina.
Hér eru menn kjörnir til 4 ára. Svo
fer fyrsta 1 til Vh (eitt ti) eitt og
hálfa) árið í undirbúning og að koma
hlutunum í gang, og þar sem nýliðar
eru að læra á hlutina (sem er mjög
oft). Svo eru Vh til 2 {eitt og hálft
til tvo) ár til að gera eitthvað, því á
kosningaári þorir svo enginn að gera
neitt og orka og hugsun stjórnmála-
manna fer í að tryggja endurkjör
og undirbúa framhaldið með bram-
bolti „prófkjöranna". En í þeim
umbyltingum hverfa margir með
reynslu út í buskann og/eða er hent
fyrir róða. — Og svo koma nýliðar
aftur og aftur sem þurfa að fara í
gegnum sama ferilinn. - Sem sé,
nánast 2-2V2 (tvö til tvö og hálft)
ár af 4 fara í hvert sinn í vafstur
og meira og minna af framkvæmda-
tíma fer í súginn, sem annars gæti
notast betur með lengri kjörtíma.
Það, bara að lengja tímann, sem
stjórnir sætu, gæti stórlega bætt
ástandið og skapað stöðugleika og
festu, sem erfitt er að ná með öðrum
hætti. Og ekki veitir af - eða hvað?
Lesendur eru beðnir velvirðingar
á þessu brengli á tölunum í greininni.
SVEINN ÓLAFSSON,
Furugrund 70, Kópavogi.
Um ferðakostnað
maka ráðherra
þeim úr landi og fengu greidda
dagpeninga vegna ferða sinna. Ég
efast um að það hafi hvarflað að
nokkrum að orða þessa tilhögun
við spillingu. Starfsmönnum ráðu-
neytisins var ljóst að makar ráð-
herranna sinntu fjölmörgum störf-
um og báru kvaðir sem þýðingar-
mikið var að einhver axlaði fyrir
íslenska ríkið. Þannig má nefna
dæmi um maka ráðherra sem jafn-
víg var sem bílstjóri ráðherra og
aðstoðarmaður. Mörg dæmi voru
um að makar ráðherra tækju að
sér leiðsögn fyrir maka erlendra
ráðherra er sóttu hér fundi og ráð-
stefnur svo og sinntu kvöðum um
að vera til staðar við ótal tækifæri
ásamt ráðherra. Hér var ekki að-
eins fórnað tíma heldur og mörgu
til kostað úr eigin vasa.
Nú er það svo að margar utan-
ferða ráðherra ásamt maka verða
að teljast kvaðir fyrir makann. Ég
minnist þess ekki að íslenskur ráð-
herra hefði ritara sinn með sér
utan en ég man ýmsa ráðherra sem
höfðu ritara með sér til íslands.
Það þarf reyndar ekki tfl. þess að
vitna. Hafi störfum eða kvöðum
eigi verið sinnt í utanlandsferðum
þá voru ferðir þessar eina endur-
gjald ríkisins fyrir þau mörgu og
þýðingarmiklu störf sem makar
ráðherranna unnu sem sjálfboðal-
iðar. Samanburður við Breta þjón-
ar engum tilgangi nema upplýst
sé hvaða skyldur eru í raun lagðar
á maka ráðherra þar í landi.
Víst eru til reglur um utanferðir
maka ráðherra á kostnað ríkis-
sjóðs. Þeim reglum verður þó aldr-
ei beitt eftir talnaformúlu ein-
göngu því sá sem heimsóttur er
erlendis hefur alltaf áhrif á hveriir
verða gestir hans. Vera má að
reikningshaldarar vilji fá hverja
stund maka ráðherranna talda og
hvert skref þeirra mælt til mótbók-
unar ferðakostnaði erlendis. Með-
an það er ekki gert bið ég menn
að halda ferðakostnaði maka ráð-
herranna utan við umræðu um
spillinguna. Okkur er sæmara að
þakka þeim mikil og góð störf fyrir
þjóðfélagið.
HÖSKULDUR JÓNSSON,
forstjóri ÁTVR.
Stórar stærðir
frá 44-52
7 ,
—
Jakki kr. 5.995,-
Skyrla kr. 3.495,-
Buxur kr.2.495,-
Skór kr. 3.995,-
Vesii kr. 2.995,-
Skyrta kr. 3.495,-
Pils kr. 2.995,-
Skór kr. 3.995.-
Jakkapeysa Iweed kr. 4.995,-
Prjónapils tweed kr. 3.495,-
Skór kr. 4.595,-
Jakki kr. 3.995,-B Jakkapeysa kr. 3.495,-
["oppur m/perlum kr. 1.995,-1 Prjónapils kr. 2.995,-
Pils kr. 2.995,-1 Skyrta kr. 2.695,-
SKór kr. 2.995,-H Skór kr. 3.595,-
GKAUP
KRINGLUNNt
Graent númer póstversiunar er 9966