Morgunblaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Borgarstjóri um áskorun sjúkraliða Launín koma úr ríkissjóði en ekki frá borginni INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að rekstrarkostnaður sjúkrastofnana sé greiddur úr ríkissjóði og því geti borgaryfirvöld ekki tekið upp beina samninga við Sjúkraliðafélag íslands. Félagið hefur skor- að á borgaryfírvöld að sýna frumkvæði og taka upp beinar viðræður við samninganefnd um nýja kjarasamninga. Fyrst og fremst ríkið Borgarstjóri sagði það vera ófremdarástand sem ríkti á Borgar- spítalanum og allir vissu að bæði sjúklingar og sjúkraliðar liðu fyrir það. „Rekstrarkostnaður Borgar- spítalans er greiddur af ríkinu, en ekki af borginni," sagði Ingibjörg Sólrún. „Þannig að ef ég færi að vera eitthvað rausnarleg í þessum kjaraviðræðum þá væri það tekið úr vasa ríkisins. Þetta snýr fyrst og fremst að ríkinu.“ Borgarstjóri sagði að borgin hefði alltaf litið svo á að þegar kæmi að sjúkrahúsunum og kjara- samningum, ætti ríkið að hafa frumkvæðið. Sjúkraliðar mættu ekki „Við getum lítið gert vegna þess að við ætlum ekki að greiða rekstur Borgarspítalans úr borgarsjóði," sagði hún. „Við lítum svo á að rík- ið verði að hafa frumkvæðið og forystu. Við getum illa farið að semja á þess kostnað." Engir sjúkraliðar mættu til vinnu á Rík- isspítölunum í gær þrátt fýrir að þeir hefðu fengið bréf frá forstjóra Ríkisspítalanna þar sem skorað er á þá að mæta til vinnu. Ágreining- urinn um framkvæmd verkfallsins er því óleystur. Vaxandi líkur eru á að ágreiningnum verði vísað til Félagsdóms. Bréfíð, sem er undirritað af Dav- íð Á. Gunnarssyni, forstjóra Ríkis- spítalanna, var sent öllum sjúkralið- um sem spítalinn telur að eigi að vinna í verkfallinu, en hafa ekki mætt vegna ágreinings um fram- kvæmd verkfallsins. -Kristín Á. Guðmundsdóttir, for- maður Sjúkraliðafélagsins, segir að bréfið feli í sér vissa hótun. Hún segir að Sjúkraliðafélagið muni senda sjúkraliðum bréf í dag í sam- ráði við lögfræðing félagsins. Nær öruggt er talið að mál sem Hrafnista í Hafnarfírði og Sunnu- hlíð í Kópavogi höfðuðu fyrir Fé- lagsdómi vegna deilu um fram- kvæmd verkfalls sjúkraliða verði fellt niður. Stjómendur og lögfræð- ingur Landakots skoðuðu alvarlega þann möguleika að kæra til Hæsta- réttar úrskurð Félagsdóms, sem féll á þriðjudag í máli spítalans og Sjúkraliðafélagsins. Fallið var frá því. Mál Hrafnistu og Sunnuhlíðar er sambærilegt Landakotsmálinu og því er talið að niðurstaða Félags- dóms verði sú sama og í máli Landa- kots, sem Sjúkraliðafélagið vann. ■ Verkfall sjúkraliða/9 Evrópukeppni taflfélaga TRmætir Ukraínu TAFLFÉLAG Reykjavíkur mætir úkraínsku meisturunum Donbass Altsjevsk í fyrstu umferð Evrópu- keppni taflfélaga 1994, sem tefld er í Lyon í Frakklandi. í liði Úkra- ínu eru Vassílí ívantsjúk á fyrsta borði, einn sterkasti skákmaður heims með 2.695 stig. ívantsjúk mætir Helga Ólafssyni. Auk þess mætast Vilnus, Lithá- en, og Lyon, Frakklandi, Bosna Sarajevo, lið Kasparovs, keppir við Honved Búdapest og Beersheva, ísrael, mætir Novosíbirsk, Rúss- landi. Fimm stórmeistarar Donbass teflir fram fimm stór- meisturum og einum alþjóðlegum meistara, gegn þremur stórmeistur- um og tveimur alþjóðlegum meist- urum TR auk Benedikts Jónasson- ar, sem er titillaus. UMFÍ og umhverfisráðuneyti ráðast í víðtækt umhverfisátak Hreinsunarátak á fjörum og sjó UNGMENNAFÉLAG íslands hef- ur að frumkvæði umhverfisráðu- neytis ákveðið að leggja út í viðam- ikið umhverfísátak á næsta sumri sem miðast að því að vinna gegn mengun í hafí, á fjörum og um- hverfis vötn og ár hérlendis. Efnt verður til hreinsunarátaks og stefnt að því að hvetja fjölskyldur og einstaklinga til dáða í því sam- bandi. Ááætlaður kostnaður nemur 5 milljónum króna og leggur ráðu- neytið fram 20% kostnaðar auk faglegrar ráðgjafar. Vonast eftir mikilli þáttöku Að sögn Sæmundar Runólfsson- ar, framkvæmdastjóra UMFÍ, standa nú yfír viðræður við önnur landssamtök um samstarf og kost- un. Skráðir félagar í UMFÍ séu yfír 50 þúsund talsins, þótt ekki séu allir virkir, en ljóst sé þó að hreyfíngin sé stór og því góðrar þátttöku að vænta. Sjálfboðavinna verði gífurleg í gegnum UMFÍ og aðrar hreyfingar. Búið er að skipa fimm manna verkefnisstjórn og ráða sérstakan verkefnisstjóra, Önnu Margréti Jóhannesdóttur. Hún stýrði einnig lýðveldishlaupinu í sumar sem 25 þúsund manns tóku þátt í, og kveðst Sæmundur vona að meng- unarvamarátakið verði sambæri- legt með tilliti til áhuga almenn- ings. „Við höfum aldrei haft eins langan undirbúning og að þessu verkefni og erum í viðræðum við mjög sterka aðila um þátttöku, þannig að ég á von á mikilli at- hygli. Við viljum ekki síður vekja fólk til umhugsunar um umgengni við náttúruna, og þótt hún hafí tekið stakkaskiptum á seinustu tveimur áratugum, held ég að umgengni við vötn, ár og sjó sé því miður ekki nægilega góð. Við teljum því þörf á hugarfarsbreyt- ingu, ekki aðeins hjá sjófarendum heldur almenningi öllum,“ segir Sæmundur. Morgunblaðið/Kristinn Verkalýðsfé- lög taki tillit til aðstæðna ATVINNUMÁLANEFND Mosfells- bæjar sendi frá sér ályktun síðdegis þar sem segir að nú stefni í að allt að 100 fjölskyldur verði fyrir barðinu á verkfalli FÍA. - „Með samningum um hið Evr- ópska efnahagssvæði skapast skil- yrði fyrir einstaklinginn til að leita sér atvinnu hvar sem er innan svæð- isins og fyrirtæki í samkeppni leiti leiða til þess að haga rekstri sínum þannig að það leiði til bættrar sam- keppnisstöðu. Atvinnumálanefnd Mosfellsbæjar hvetur verkalýðs- hreyfínguna til þess að endurskoða núverandi skipulag með tilliti til breyttra aðstæðna," segir í ályktun nefndarinnar. Þvegið af krafti KALT en þurrt veður hefur ríkt á höfuðborgarsvæðinu upp á síð- kastið og hefur borið á að óhrein- indi ýmiskonar setjist á götur, hús og bíla og fari á kreik um Ieið og hvessir. Gluggaþvotta- maður sem ljósmyndari Morgan- blaðsins kom auga á í gær á Hótel Sögu beið ekki eftir væt- unni, heldur þvoði rykið af glugganum af krafti. 50% hlutabréfa ríkisins í Lyfjaversluninni ruku út á fyrsta söludegi Símkerfi söluaðila sprakk vegna álags Lagt verdi til að sölu síöari hluta veröi flýtt HELMINGSHLUTUR ríkisins í LyQaverslun ríkisins að nafnvirði 150 milljónir króna seldist upp í gær, sama dag og sala hófst, en selja átti bréfín fram að áramótum. Hlutabréfín voru á genginu 1,34 þannig að söluverð þeirra var alls um 201 milljón króna. Kaupþing varð að hætta sölu um klukkan 14.30 í gær þar sem hlutabréf voru á þrotum, en þá hafði bæði sím- kerfi fyrirtækisins og annarra selj- enda sprungið vegna álags að sögn Bjarna Ármannssonar, forstöðu- manns markaðssviðs Kaupþings. Hreinn Loftsson, formaður einka- væðingamefndar, lýsti eindreginni ánægju yfír sölunni þegar rætt var við hann seint í gær. Hann sagði að lagt yrði til að sölu síðari hluta ríkisins í fyrirtækinu yrði flýtt. Skilyrði voru um hámarkskaup og mátti hver kaupandi eingöngu kaupa hlutabréf að söluvirði 500 þúsund krónur. Ef keypt voru bréf fyrir allt að 250 þúsund krónur mátti greiða 80% kaupverðs með vaxtalausu skuldabréfí með jöfnurn greiðslum til tveggja ára. „Við eigum eftir að fá söluyfirlit frá öllum sölustöðunum áttatíu, en okkur sýnist að meðalkaupin nemi 240 þúsund krónum og miðað við söluverð, má áætla að hluthafar séu nú 800-850 talsins í stað eins áð- ur,“ segir Bjami. Bæði sé um lögað- ila og einstaklinga að ræða og fyrir- tæki séu í minnihluta kaupenda. Viðbrögðin með ólíkindum „Þetta er með ólíkindum. Við- brögðin eru mun sterkari en við áttum von á en sjálfsagt hefur lána- fyrirgreiðslan hjálpað mikið.. Við- tökurnar eru í nokkurri andstöðu við það sem við höfum áður fundið í tengslum við sölu ríkisfyrirtækja, en þó er ljóst að þó nokkuð stór hluti kaupanda nýtir sér sk. skattfrádrátt vegna hlutabréfa- kaupa, og þegar menn geta fengið lánaðan hluta kaupverðsins gerir það afsláttinn hagstæðari því að menn fá hann ekki greiddan út fyrr en í fysta lagi átta mánuðum eftir að kaupin fara fram. Þetta gerir fjárfestinguna í heild arðbærari og fyrirtækið nýtur þess umfram önn- ur hlutafélög. Fyrirtæki í lyfjageir- anum sem horfir eðli málsins sam- kvæmt fram á vaxandi markað, er kannski einnig fýsilegri kostur í augum kaupanda en t.d. sjávarút- vegsfyrirtæki,“ segir Bjarni. Hann kveðst ekki telja neitt óeðli- legt við góð lánskjör á kaupverði, enda sé slíkt sölufyrirkomulag al- gengt í einkavæðingu erlendis og svipað hafi verið gert með einka- væðingu SR-mjöls, þar sem kaup- endur fengu ákveðna lánafyrir- greiðslu. Slíkt sé eðlilegt þegar sala á jafn stórum hlut fari fram, einkum til þess að hindra rót á markaðinum þar sem menn losi ekki 200 milljón- ir króna án nokkurs fyrirvara. Afgangnrinn seldur í janúar Fjármálaráðherra óskar eftir heimild til að selja hinn hluta ríkis- ins í Lyfjaverslun ríkisins í fjárlaga- frumvarpinu sem nú liggur fyrir Alþingi, og er hugmyndin, að sögn Bjarna, að sú sala hefjist í janúar nk. fáist samþykki Alþingis. Nýir hluthafar munu væntanlega koma saman á aðalfundi í mars eða apríl á næsta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.