Morgunblaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1994 11
i
I
I
I
I
I
)
)
)
)
)
)
)
)
)
FRETTIR
Formaður Umsjónarfélags einhverfra
segir illa staðið að skólagöngu einhverfra
Dreng vísað á dyr
á skóladagheimili
PÁLL B. Ingimarsson, formaður
Umsjónarfélags einhverfra, segir
að vekja þurfi athygli á framkvæmd
hins opinbera vegna skólagöngu
þriggja einhverfra nemenda. Fatl-
aðir þurfa að sögn Páls að þola
óréttlæti af hálfu hins opinbera sem
ekki samrýmist lögum um sér-
kennslu og málefni fatlaðra. Nýlega
hafi einhverfum nemenda verið vís-
að á dyr á skóladagheimili í Reykja-
vík eftir nokkurra daga vist.
Kolbrún Gunnarsdóttir, deildar-
stjóri sérkennslu í menntamála-
ráðuneyti, segir að henni hafi ekki
verið kunnugt um að nemendanum
hafi verið vísað frá skóladagheimil-
inu, en hún muni athuga málið hið
fyrsta til að kanna leiðir til úrbóta.
Kolbrún segir að í talsverðan tíma
hafi verið los á málefnum nokkurra
einhverfra nemenda í skólakerfinu
og virðist eina ráðið vera að stofna
nýja sérdeild sem veiti þeim þá þjón-
ustu sem þeir þarfnist.
Páll segir að illa hafi verið staðið
að upphafi skólagöngu þriggja ein-
hverfra nemenda sem hafði verið
lofað plássi í sérdeild fyrir einhverf
börn í haust.
„Það fannst þó loksins lausn fyr-
ir tvo nemendur en enn hefur einn
nemandinn ekki fengið alla þá þjón-
ustu sem honum ber. Einn nemand-
inn fékk inni í sérdeild fyrir ein-
hverfa í Digranesskóla sem felur í
sér 6 tíma þjónustu, annar fékk
þjálfun og kennslu heima í 6 tíma,
en sá síðastnefndi aðeins 4 tíma.
„Allt of erfiður"
Páll segir alla nemendur í sér-
deild fyrir einhverfa í Digranes-
skóla fá 6 ,tíma þjónustu á dag.
Nýlega hafi nemandanum, sem að-
eins fær 4 tíma þjónustu, boðist
vist á skóladagheimilinu Skála við
Kaplaskjólsveg. „Nemandinn hafði
ekki dvalið nema örfáa daga á
skóladagheimilinu þegar honum var
vísað á dyr. Forstöðumaður sendi
þau skilaboð að hann væri allt of
erfiður.
Páll segir þá spurningu vakna
hvort forstöðumaður hafi rétt til
að vísa fötluðum börnum á dyr og
einnig hvort það sé stefna skóla-
skrifstofu Reykjavíkur að fatlaðir
fái ekki inngöngu á skóladagheim-
ili borgarinnar. Páll segir að koma
þurfi þessum upplýsingum á fram-
færi og opna umræðu um „það
óréttlæti sem foreldrar þurfa að
þola af hinu opinbera. Stendur ekki
skrifað í lögum um málefni fatlaðra
og um sérkennslu, að nemendur
skuli fá þá kennslu og þjónustu sem
til þarf svo hann geti öðlast sem
mestan þroska. Foreldrar spyija
því, hver sé raunverulegur réttur
fatlaðra barna hér í borg,“ segir
hann.
Morgunblaðið/Kristinn
Upplyfting í Perlunni
YNGSTU nemendur í Hlíðaskóla lyftu sér upp í gær og fóru í Perl-
una. Þeir höfðu gaman af að skoða útsýnið yfir borgina, en sjö ára
stúfar ná ekki upp í sjónaukana svo kennarinn varð að aðstoða.
Danska verði talin
til kjarnagreina
Á FJÖLMENNUM fundi fag- og
deildarstjóra í dönsku sem haldinn
var 4. nóvember sl. á vegum Félags
dönskukennara var samþykkt eftir-
farandi ályktun:
Fundurinn fer fram á að danska
verði talin til kjarnagreina í frum-
varpi til nýrra grunnskólalaga og
verði sem fyrr prófgrein til sam-
ræmdra prófa í grunnskóla,
Norðurlönd eru eitt menntunar-
svæði og ef þáttur dönsku í íslensku
menntakerfi verður rýrari en nú er
er hætt við að háskólar á Norður-
löndum muni krefjast þess að Islend-
ingar taki inntökupróf. Einnig telur
fundurinn mikilvægt að danska verði
áfram kennd á starfsmenntabraut-
um framhaldsskóla þar sem Norður-
lönd eru það svæði sem flestir íslend-
ingar sækja sér framhalds- og eða
starfsmenntun.
Milli Norðurlanda er mikil sam-
vinna stéttarfélaga og getur verið
hætta á að íslendingar einangrist
hafi þeir ekki gott vald á einu nor-
rænu tungumáii. Ennfremur má
benda á að erlendir ferðamenn frá
Norðurlöndum eru um 40.000 á ári
og fer íjölgandi. Því er nauðsynlegt
fyrir íslendinga á öllum sviðum þjóð-
félagsins að vera vel að sér í að
minnsta kosti einu Norðurlandamáli.
Fundurinn fer fram á við ráða-
menn þjóðarinnar að áður en ráðist
er í stórfelldar breytingar á stöðu
dönsku í íslensku menntakerfi verði
gerð úttekt á því hversu mikil sam-
skipti eru á milli Islands og Norður-
landa á sviði menntunar, menning-
ar, verslunar, vísinda og iðnaðar.
Ennfremur að hugað verði að því
hvaða afleiðingar það hefði á þjóð-
arsálina, þ.e. sjálfsvitund íslendinga,
menningu og hugsunarhátt, ef
áhersla á norræna menningu og
tungumál minnkaði.
Hversu stór verður "ann?
Tvöfaldur fyrsti vinningur á laugardag!
MERKISMENN