Morgunblaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 43 FRETTIR Málþing og kynning á gjörgæsludeild Landspítalans UM ÞESSAR mundir á gjörgæslu- deild Landspítalans 20 ára af- mæli. Hún er elsta gjörgæsludeild landsins og sú eina sem tekur til meðferðar sjúklinga með meiri- háttar brunaáverka svo og hjarta- sjúklinga. Á síðasta ári komu tæplega 1.400 sjúklingar á deildina. Stærsti hluti sjúklinga á gjörgæslu eru þeir sem gengist hafa undir meiriháttar uppskurði, s.s. hjarta- skurði eða líffæraflutninga. í tilefni afmælisins standa Landspítalinn og Siðfræðistofnun Háskóla íslands fyrir málþingi á Hótel Loftleiðum laugardaginn 19. nóvember. Flutt verða stutt erindi sem fjalla um starfsemi gjörgæslu- deildar Landspítalans og þær sið- ferðilegu spurningar sem sífellt er verið að kljást við innan deildar- innar. Fyrir framan fyrirlestrasal verður auk þess kynning á starf- semi gjörgæslu, m.a. með vegg- spjöldum og tilbúinni sjúkrastofu. Dagskrá hefst kl. 13 og stendur til kl. rúmlega 17. Aðgangur er 500 krónur og eru allir velkomnir. Ráðstefnustjóri er Sigurður Guð- mundsson læknir. Fyrirlestra flytja: Sigurður Guð- mundsson læknir, Þorsteinn Sv. Stefánsson læknir, Margrét Blön- dal hjúkrunarfræðingur, Ástríður Stefánsdóttir læknir, María Sigur- jónsdóttir læknir, Ólafur Ólafsson landlæknir og sr. Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur. Þátt í pallborðsumræðum taka: Sr. Bragi Skúlason sjúkrahús- prestur, Jónas Magnússon læknir, Lovísa Baldursdóttir hjúkrunar- fræðingur, Ólafur Ólafsson land- læknir, Ragnheiður Davíðsdóttir forvarnafulltrúi og Þorsteinn Sv. Stefánsson læknir. Basar kristni- boðskvenna HINN árlegi basar Kristniboðsfé- lags kvenna í Reykjavík verður haldinn laugardaginn 19. nóvem- ber í Kristniboðssalnum, Háaleitis- braut 58, og hefst kl. 14. Á basarnum verður margt muna, ódýrar jólagjafir og jóla- skraut, einnig kökur o.fl. Jafn- framt basarnum verður kaffisala. Basarinn er fastur þáttur í fjár- söfnum félagsins. Allur ágóði rennur til starfsemi Kristniboðs- sambandsins. Barnakór Biskupstungna í Kringlunni BARNAKÓR Biskupstungna hef- ur fjáröflun í Kringlunni föstudag- inn 18. nóvember. Kórinn mun koma fram á hálftíma fresti frá hádegi með söng og hljóðfæraleik. Börnin eru að safna fé til að komast á alþjóðlega keppni barna- og unglingakóra í Danmörku í apríl nk. Til sölu verða ýmsar vörur sem börnin og foreldrar þeirra hafa útbúið, t.d. jólakort með myndum eftir börnin, heimabakaðar kökur, heitt hverabraut, broddur, þurrkaðir rósavendir og ýmislegt fleira úr sveitinni. Stjórnandi Barnakórs Biskupstungna er Hilmar Örn Agnarsson sem jafn- framt er dómorganisti við Skál- holtskirkju. -----------» ? «----------- ¦ DREGIÐ hefur verið í happ- drætti iþróttafélagsins Aspar. Þessi númer komu upp: Sjónvarp 28" á nr. 1603 og 3941, mynd- bandstæki á nr. 383 og 3214, fjallareiðhjól á nr. 4540, 4576, 4797 og 1271, svigskíðabúnaður á nr. 289 og 1395, gönguskíða- búnaður á nr. 2773 og 3656 og Ajungilak sængur á nr. 1656 og 1879. Handhafar vinningsnúmera geta snúið sér til Kristínar í síma 73558 eða Karls í síma 889968. Vinningsnúmer eru birt án ábyrgðar. Fræðsludagur á ári fjölskyldunnar í TILEFNI af ári fjölskyldunnar heldur fagdeild barnahjúkrunar- fræðinga og Umhyggja, félag til stuðnings sjúkum börnum, al- mennan fræðslufund laugardag- inn 19. nóvember nk. í Eirbergi, Eiríksgötu 34 (gamla Hjúkrunar- skólanum). Fundurinn hefst kl. 13 og stendur til kl. 16. Yfirskrift þessa fræðslufundar er: Fræðsla til foreldra á ári fjöl- skyldunnar. Á dagskrá fundarins verður umræðuefnið kynfræðsla til barna og unglinga og rannsókn- ir á fjölskyldugerð. Fyrirlesarar: Sóley Bender, formaður Kyn- fræðslufélagsins og lektor við námsbraut í hjúkrunarfræði: Hlut- verk foreldra í kynfræðslu barna og unglinga; Vilborg G. Guðna- dóttir hjúkrunarfræðingur: Hlut- verk skólans í kynfræðslu barna og unglinga. Hjúkrunarfræðingar sem út- skrifuðust frá háskólanum sl. ár kynna lokaverkefni: Áhrif föður- leysis á líf og þroska barna; og fjalla um fjölskyldugerð: Hefur hún áhrif á grundvallaþarfið, heilsu og þroska skólabarna. Fundurinn er öllum opinn. Að- gangseyrir er 300 kr. og eru kaffi- veitingar innifaldar í verðinu. BÖRNIN fengu tækifæri til að hitta Georg í afmælisveislu íslandsbanka í Hafnarfirði. ÚTIBU Iðnaðarbanka Islands í Hafnarfirði hélt upp á 30 ára starfsafmæli sitt 13. nóvember sl. Útibúið er níi hluti af íslands- banka hf. eftir sameiningu einka- bankanna fjðgurra árið 1990. Þessara tímamóta var minnst í útibúinu fyrir skömmu með því að viðskiptavinum var boðið upp á kaffi og meðlæti allan daginn og börnin í Hafnarfirði fengu tækifæri til að hitta Georg. Útibúið var fyrst í leiguhúsnæði á Strandgötu 34 og starfsmenn voru aðeins þrír. Þar á meðal var Valgerður Elsa Pétursdóttir sem hefur starfað við útibúið meira og minna síðan og gerir enn. Fyrsti útibússtjórinn var Sig- Útibú ís- landsbanka í Hafnarfirði 30 ára mundur R. Helgason. í október 1968 flutti útibúið að Strandgötu 1 og hefur verið þar siðan. Fyrir fjórum árum var úti- búið á Reykjavíkurvegi sameinað útibúinu á Strandgötu og eru þau nú rekin undir sameiginlegri yfir- st jórn og með sama bankanúmeri. Einnig er starfrækt afgreiðsla á Hrafnistu. Eini hraðbankinn sem starfræktur hefur verið í Hafhar- firði er í útibúinu á Reykjavíkur- vegi. í síðasta mánuði var gamla hraðbankanum skipt út fyrir nýj- an og mun fullkomnari banka. Síðasta hálfan annan áratug hefur útibú Islandsbanka í Hafn- arfirði vaxið mjög ört og er mark- aðshlutdeild þess í innlánum bæj- arbúa nú orðin 27%. Núverandi útibússtjóri útibús- ins á Strandgötu er Albert Sveins- son og útibússtjóri á Reykjavíkur- vegi er Einvarður Jónsson. Starfs- menn útibúanna eru alls 36 talsins í 32 stððugildum. Jólabasar Kvenfélags Hallgríms- kirkju HINN árlegi jólabasar Kvenfélags Hallgrímskirkju verður á morgun, laugardaginn 19. nóvember, í safn- aðarheimili kirkjunnar og hefst kl. 14. Basarinn hefur um árabil verið meginstoð fjáröflunar kvenfélags- ins í þágu Hallgrímskirkju. Hallgrímskirkja >¥** ^ Bindindisdagur fjölskyldunnar 24. nóvember UNDANFARIN ár hafa bindindis- sámtök í samvinnu við ýmis önnur félagasamtök staðið að bindindis- degi fjölskyldunnar. í ár verður hann haldinn 24. nóvember. Á bindindisdaginn verður birt sameiginlegt ávarp og vakin með ýmsu móti athygli á vímuefnavand- anum. Aðstandendur dagsins benda á að þessi mál varða alla þjóðina og því hvetja þeir alla til þátttöku til að gera daginn sem áhrifamestan. Alþjóðlegur „kveðjudagur" á mánudag NÆSTKOMANDI mánudag verð- ur alþjóðlegur „kveðjudagur", World Hello Day, en þetta er í 22. sinn sem þessi árlegi dagur er hald- inn. Þeir sem vilja taka þátt kasta þá kveðju á tíu manneskjur í sam- ræmi við siði í hverju landi í þeim tilgangi að leggja áherslu á nauð- syn mannlegra samskipta til að viðhalda friði. Til þessa hefur fólk í 171 landi tekið þátt í alþjóðlega kveðjudeginum. Skipuleggjendur World Hello Day eru tveir bandarískir bræður, Brian og Michael McCormack. 25 Nóbelsverðlaunahafar eru meðal þeirra sem hafa skrifað þeim, og lýst ánægju sinni með þetta tæki- færi til að viðhalda friði og skapa möguleika fyrir hvern og einn ein- stakling til að leggja sitt af mörkum til að koma á friði. Fólk um allan heim notar tæki- færið á alþjóðlega kveðjudeginum til að koma á framfæri þeim vilja að friður ríki í samfélagi þeirra. Markmiðið er að þátttaka fólks leiði til bættari samskipta manna á milli og jafnframt að koma þeim skila- boðum til stjórnvalda að nota mannleg samskipti í stað aflsmunar til að gera út um deilumál. Fyrirlestur um leikræna tjáningu sem uppeldis- aðferð SÓLSTÖÐUHÓPURINN heldur fyr- irlestur um fjölskylduna, hinn annan í röðinni, laugardaginn 19. nóvem- ber. Fyrirlesturinn hefst kl. 14 í Nor- ræna húsinu og ber yfirskriftina: Láfsins leikur - Leikræn tjáning sem uppeldisaðferð. Fyrirlesari verður Ása Helga Ragnarsdóttir leikari. •Fjallað verður um hvenig hægt er að nýta leikræna tjáningu sem upp- eldistæki á heimilunum. Geta gleði, ánægja og leikur verið uppeldistæki? Umræður og fyrirspurnir verða að fyrirlestri loknum. Fyrirlesturinn er opinn almenningi og aðgangseyrir er 500 krónur. Morgunblaðið/Emilia Sotheby's og barnaspítalinn SOTHEBY'S í tengslum við Café Óperu gekkst fyrir hátíðarkvöldverði í síðasta mánuði þar sem David Battie, kunnur sjónvarpsmaður í Bretlandi, fjallaði um listaverkamark- aðinn og Sotheby's og Sveinn Einars- son var veislustjóri. Eitt þúsund kr. af hverjum seldum miða fór til Barn- aspítala Hringsins. Húsfyllir var. Á myndinni færir Sigríður Ingvadóttir, fulltrúi Sotheby's á íslandi, Elísabetu Hermannsdóttur, formanni Hrings- ins, fjárhæðina sem safnaðist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.