Morgunblaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1994 21 LISTIR Smágerðir heimar MYNDLIST Gallerí Greip MÁLVERK Ingimar Ólafsson Waage. Opið alla daga kl. 14-19 til 27. nóvember. Aðgangur ókeypis EITT að því sem heillar mest við myndlistina er hversu víða listamenn sækja sér viðfangsefni, og eru misjafnlega stórtækir í þeim þreifingum sínum. Sumum dugir ekkert minna en að takast á við örlög lífsins á jörðinni, meðferð manns- ins á meðbræðrum sínum eða sjálfan guðdóminn; aðrir láta sér nægja að vinna út frá hinu hvers- dagslega eða því smá- gerða í umhverfinu, sem við erum vegna kunn- ugleikans nánast hætt að taka eftir. Þessir smá- gerðu heimar verða ekki síður tilefni til ágætrar listsköpunar en hin um- fangsmeiri viðfangsefni. Ingimar Ólafsson Wa- age leitar oftast til þessa kunnuglega sviðs í þeim málverkum, sem hann sýnir hér. Ingimar stund- aði nám við Myndlista- og handíðaskóla fslands 1986 til 1990, og lauk á síðasta ári framhaldsnámi í Lyon í Frakklandi. Hann hefur tekið þátt í nokkrum sam- sýningum, en er hér að halda sína fyrstu einka- sýningu. Eins og húsnæðið býður upp á, eru flest verkin lít- il, og njóta sín vel í upp- setningunni. Það má segja að viss kímni sé helsti uhd- irtónn heildarinnar, í myndunum birtast m.a. mikilvæg augnablik í sögu brauðsins í skemmtilegri útfærslu undir titlun- um „Hvernig Kristur mettaði 5000 manns" (nr. 5 og 6). Hin einfalda myndgerð listamannsins hentar vel fyrir þessi myndefni matarins, sem einnig er að finna í fleiri verkum, þó forskriftin sé önnur. Þannig er myndaflokkurinn „Ástin" (nr. 9-11 og 16-18) að nokkru leikur að formgerð og ber með sér vissar samlíkingar við ástina, sem áhorfendur fá að gera upp við sig; svipað má segja um „Og svo framvegis" (nr. 15), þar sem leikurinn vísar til vinsælla leikfanga. Á sama tíma sýnir Ingimar að hann hefur ágætt vald á litnum og þeim möguleikum, sem hann gefur til að skapa dýpt í fletinum. Þetta kemur vel fram í „Djúpur himinn" (nr. 14). Slíkum árangri væri ekki hægt að ná með þeirri númera-málum, sem hann vísar síðan til annars staðar. Loks ber að benda á að lista- maðurinn gerir sér góða grein fyr- ir fjölbreyttum möguleikum hinna einföldu forma, eins og kemur fram í myndaflokki í „neðri sal" NKKUR verka Ingimars Ólafssonar Waage. sýningarstaðarins; þar er að finna fjörlegar myndir unnar með vatn- slitum og blýanti út frá andstæð- um þríhyrningum eins og þeir koma fram í vínglasi, stundaglasi eða eldgosi. Að öllu samantöldu er hér á ferðinni ágæt byrjun hjá ungum listamanni, sem augljóslega hefur lært að meðhöndla miðilinn á námsárunum, og beitir honum hér af kunnáttu og fjöri í einföldum myndverkum. Ingimar virðist jafn- framt hafa alla möguleika á að fylgja þessari byrjun eftir með líf- legum hætti í framtíðinni. Eiríkur Þorláksson MYNDUST Gallerí Sólon íslandus VEGGMYNDIR Daníel Þ. Magnússon. Opið alla daga til 27. nóvember. Aðgangur ókeypis. í ÝMSU af þeirri myndlist sem hefur orðið til undanfarna áratugi hafa hugtök verið afar mikilvæg. Myndlistarfólk hefur tekist á við skilgreiningar þeirra í myndrænu formi, boðið fram nýjan skilning, og einnig bryddað upp á nýjum hugtökum til að reyna að ná yfir þau ferli, sem listsköpun þeirrá gengur í gegnum. Daníel Þ. Magnússon hefur í verkum sínum fetað þessar braut- ir skilgreininga og hugtaka og unnið úr þeim með verkum sem hafa oftar en ekki verið hvoru tveggja í senn, hugmyndarík og litlaus, hversu undarlega sem það kann að hljóma. Oft hefur óvænt nálgun hans við viðfangsefnin boð- ið brosinu heim, líkt og segja má um framlag hans í sýningunni „Skúlptúr skúlptúr" fyrr á þessu ári. Um leið hefur Daníel leitast Daufur endur- ómur við að skilgreina það ferli sem á sér stað þegar listaverk verður til og þannig varð til hjá honum orð- ið „hugsanaveðrun", sem var yfir- skrift einkasýningar hans á Kjarv- alsstöðum fyrir rúmum tveimur árum. í kynningu sinni á sýningunni nú leitar Daníel aftur til þessa hugtaks, þegar hann rekur á hvern hátt hann hefur nálgast viðfangs- efnið, sem lýsir sér í heiti sýning- arinnar, sem er „Upphaf", og vísar til upphafs heimsins sérstaklega. Hér er því tekist á við stórt og viðamikið efni, upphaf alls sem er, hvort sem litið er á það frá sjónar- miði trúarbragða eða vísinda. Vangaveltur listamannsins leiða hann að ákveðinni lendingu: „Út- koman er hugsanaveðrað symp- honiskt verk í þremur þáttum, fyrir stjörnuathugendur, störnu- endurskoðendur, sálfarendur, ský- glópa, plötusnúða og alla aðra sem vilja." Slíkt orðskrúð nægir þó ekki. Við skoðun verkanna, sem og kynningarblaðsins, virðist útkom- an aðeins vera daufur endurómur þess sem Daníel hefur áður feng- ist við; verkin þrjú - sem bera heitin Genesis, Stóri Hvellur og Sólkerfi - eru grámóskuleg og líf- vana, og vantar alla þá spennu, sem einkennt hefur mörg fyrri verka listamannsins. Þessi deyfð kemur að vissu leyta á óvart, þar sem Daníel hefur áður gert ýmsa athyglisverða hluti. Þó má vera, að takmörk þess vinnu- lags, sem hann hefur tamið sér, komi fram hér fram með þeim' hætti, að nauðsynleg endurnýjun á sér ekki stað, heldur ræður end- urtekningin ríkjum. Það eru hverj- um listamanni ill örlög. Þegar svo er komið er rétt að staldra við og leita nýrra leiða. Eirikur Þorláksson OieittZí - mest selda tómatsósa í heimi Veitingamenii og Heinz vita hvað skiptLr öllu máli ÁNÆGDIR VIDSKIPTAVINIR Heinz er vinsælasta tómatsósa í heiminum - þess vegna ættu veitingamenn sem vilja koma til móts við óskir viðskiptavina sinna að velja Heinztómatsósu. Við bjóðum veitingahúsum og mötuneytum Heinz tómatsósu íhagkvæmum pakkningum, bæði stórum og litlum. Um er að ræða loftþétta poka(13kg) sem er hægt að setja í þartil gerðan veggstand, dósir og álpoka (3,23kg), smábréf (9g) og að sjálfsögðu hinar sígildu Heinz tómatsósuflöskur (397g). Auk þess býður Heinz fjölbreytt úrval af matvöru fyrtr veitingahús og mötuneyti. Það skiptir miklu að velja réttu tómatsósuna því að ánægður viðskiptavinur kemur aftur! BERGDAL HF. Heildverslun Sfmi 680888 M- Ed du med fliblad neb? Nezeril* losar um neffstíflur Nezerif er lyf sem losar um nefstíflur af völdum bólgu 1 nefslímhúð, t.d. vegna kvefs. Einníg er Nezerif notað sem stuðningsmeðferö við miðeyrnabólgu og ofnæmisbólgum í nefi. Nezerif verkar fljótt og minnkar bólgur f nefi sem gerir þér kleift aö anda eðlilega. Mikilvægt er að lesa vandlega leiðbeiningar um skömmtun sem eru á fylgiseöli meö lyfinu. KkbT PWMpfay Qrænt Nazaril* fyiir ung böm *^rii®Ö,5n># &vuxna och bwn **' ^wyninaar i van*""* jN»p«r<)»avidíi«>!Í Blátt N.ieril' fyrir fulloröna Blaikt Nezeril* fyrir böm Nezepií læst iapótekinu A ApÓtt* Nezarii <oxymetazo(ín) ór tyt «am tossr nafstlftur af völctum kvef^Vérfcuo kemur fiioa og varírfS-SMst;, A.u4t*v*r*tantn Stíiftbundm wttng kemur tyrir qq rnwte.medtaamentosávife-iangijf^ EkW orraötagt aö tef«. tyfiö crftar m 3evar á dag na »ísngur on 10 daoa [Ber»>- Naz&it A ekW aö nota viö oínæmí&bólgum l nefi sfta langvarandi nefaliflu af Oöcum toga n^íoa i saroraCa'vto iajktn. LeitÆ W taiKnis e) IJKamshtti er hœirri an 36,5° C tengur ena daga. Ef míkltl verkur er tll «taSef, td. eyi-naverkur, bsr eínnig a0 leita (æknia. N»f dropor 0,5 mg/mt Fuitorfcnif og etdrl en tO ara; tnnitiaVd úr ennu etfinota &karnmtahytkf l hvora nOs twsvar til prisvar sínnurrt a sótamrtng. Neídrooaf 0.25 msj/mt: ek^a^a/a;20ropwttnnf*iaídúru.Þ.t>. l/Zeinnota skarnmtahylkí) l hvora noa tvisvaf tif þríavar fitnnum & &SamririB- . ' Böm ?-ioara: tnnihatd uretnu sinnoMi skammtahytkt l tivora nos Nisvar tif þrisvar sjnnum & aótarhring- NefdTOparQ,1 mgjmi: Qpm 6 mánaöa - s ara: inmbaid úr einu einnota skammtahytki i nvora nos tvtavar tt* prisvar sinnum a eolarhrtrtg. Nýfasdd börn og bom á hrjöaii tneö erfiðleika viö aft sjúqb:.'!.'? dropar t-nvor* noe 15 mín. fyrtr mátti&, attt .a&4sinnumá6ðtafhíing. Ivefúðafyf mao s^ammtaaftara 0.1 mg/rní: Böm 7 mönaoa - 2 ara; tveir uoa^ammtar i hvora nös tvisvar tii prtsvar aimum ð sötarhring. Nefúðafyf meö skammtaúöara,0^ mg/rnl; Bom Z-B ara; Elnn öváskammbjr i rryor a nös tvlavar tli þrtevar sinrajm á sóiamnna. Böm 7-10 íra:Tvefr ööaskammtar f hvoranðstviavar tit þrlavar sinnum A *Síarriring. : Nefuðalytmaö skarnmtailðura 0,5 mg/ml: FuHoxonir og böm éldttah 10 ara: Tvolr úOaakairMTitaF l hvora itíV; tviuvar til þrisvar sinnum a sðlarhriog. Umooö og d/aíflng: PtiSrmaca ht. AmtMM i'tli'JWlr. Aslrn íslandHMHMfc
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.