Morgunblaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR UNNUR KRISTINSDÓTTIR + Unnur Kristins- dóttir var fædd á Núpi í Dýrafirði 17. ágúst 1906. Hún lést á Hjúkrun- arheimilinu Skjóli 11. nóvember sl., 88 ára að aldri. For- eldrar hennar voru hjónin Kristinn Guðlaugsson, bóndi á Núpi, og Rakel Jónasdóttir. Systk- ini hennar voru: Unnur, lést sjö ára, Sigtryggur, látinn, Hólmfríður, látirr, Haukur, látinn, Haraldur, látinn, Valdimar, bóndi á Núpi, Ólöf og Guðný. Unnur lauk prófi frá Héraðs- skólanum á Núpi 1924 og frá Kvennaskólanum á Blönduósi 1928. Hún giftist Viggó Nath- anaelssyni árið 1931 og bjuggu þau á Núpi, þar sem Viggó var HÖFÐINGLEG kona er horfin sjónum okkar. Hugurinn reikar marga áratugi til baka þegar tíu ára gömul telpa frá ísafirði fór með djúpbátnum áleiðis að Núpi í Dýrafirði, en djúpbáturinn var þá eina samgönguleiðin mestan hluta árs milli fjarða. Tilgangur ferðar- innar var að dvelja sumarlangt á Núpi í Dýrafirði hjá Viggó Nat- hanaelssyni íþróttakennara og konu hans, Unni, dóttur Kristins Guðlaugssonar oddvita og héraðs- höfðingja á Núpi. Ég átti að gæta dóttur þeirra Stínu sem var á öðru ári. Enn þá minnist ég hve þessi ungu hjón voru glæsileg og hjarta- hlý og hve heimili þeirra var nota- legt. Sumarið eftir var þeim fædd önnur dóttir, Ranna, og enn naut ég þess að vera hjá þessu indæla fólki. Fjögur urðu sumurin er ég var hjá þeim og sá þessar elsku- legu systur vaxa og dafna í skjóli góðrar fjölskyldu og á þessum barnsárum mínum urðu til kær- leiksrík bönd milli mín og fjöl- skyldnanna á Núpi, bönd sem aldrei slitna. Dvöl mín á Núpi leiddi til þess að þrír yngri bræður mínir dvöldu mörg sumur f sveitinni á bæ sem heitir Leiti og var þar íþróttakennari, en fluttu til Reykjavík- ur árið 1939. Þau eignuðust tvær dæt- ur, Kristínu Ágústu, gifta Herði Jóhanns- syni og eiga þau einn son, Hörð BjÖrn, og Rakel Margréti, gifta Sig- urði Jónssyni og áttu þau fjögur börn, Jón Gunnlaug, sem lést 1982, var kvæntur Margréti Jóhannsdóttir og áttu þau tvö börn, Viggó Valdimar, kvæntan Evu Haraldsdóttur og eiga þau fjögur bðrn, Unni Kristínu, gifta Þórði Lárussyni og eiga þau þrjú börn, Eddu Björgu, gifta Konráði Sigurðs- syni og eiga þau tvo syni. Útför Unnar verður gerð frá Nes- kirkju í dag. annálað gæðafólk. Þessi sveitadvöl okkar systkinanna var okkur mjög þroskavænleg. Núpur var höfuðból sveitarinnar á þessum tíma, þar var héraðsskól- inn og í raun var þar miðstöð allra menningarviðburða og samkomur á sumrin, þangað streymdi fólk hvaðanæva að. Kynslóðabil var ekkert. Rakel og Kristinn, foreldr- ar Unnar, sýndu okkur bornunum sömu virðingu og þeim sem eldri voru. Alltaf varég höfð með full- orðna fólkinu í leik og starfi. Ég minnist þess að stundum var orðið nokkuð framorðið þegar í háttinn var farið eftir hin mörgu héraðs- mót. Dagarnir liðu í glaðværð og hjartahlýju fólksins. Nálægð nátt- úrunnar var mikil og það var hreint ævintýri að fá að reka kýrnar fram Nupsdalinn. Og allt lífíð var svo einfalt og skemmtilegt í sveitinni. Þvílík úpplifun var það þegar Viggó kom heim af Ólympíuleikun- um í Berlín sumarið 1936, það var nú ekki neinn smávægilegur við- burður í þá daga, og hvað Unnur var glæsijeg í nýju leðurkápunni sem hann færði henni. Ég og litlu dætur þeirra glöddumst einnig yfir okkar gjöfum. Fjölskylda Viggós á Þingeyíi var mér ekki síður hugleikin. Að koma í búðina hans Nathanaels var ekki alveg ónýtt. Venjulega urðu vas- arnir úttroðnir af góðgæti, og inni á heimili þeirra var mér tekið opn- um örmum af þeim Björgu, Gústa og Eddu. Tveir vetur síðar meir í Héraðs- skólanum á Núpi og enn undir handleiðslu Unnar og Viggós færðu mérómetanleganþroskaog jákyæð viðhorf til lífsins. Ég kveð af djúpri virðingu hana Unni mína, um leið og ég þakka góða handleiðslu á bernskuárum mínum. Elsku Viggó, Stína og Ranna mín, ég votta ykkur og fjöl- skyldum innilega samúð mína. Blessuð sé minning góðrar konu. Asa Helgadóttir. Enginn veit hvað ræður er tekn- ar eru ákvarðanir, sem valda þátta- skilum í lífi manneskju, hvort það er tilviljun ein eða æðri öfl búa að baki. Framtíð ungrar sveitastúlku var ráðin þegar föðursystir hennar bauð henni dvöl á heimili þeirra hjóna ef hún óskaði að sækja skóla í höfuðborginni. Þannig kom ég inn á heimili Unnar og Viggós, og átti þar sem aðra foreldra í fjóra vetur og rúmlega það. Unnur var þriðja yngst í stórum systkinahópi og bar nafn elstu syst- ur sinnar sem lést sjö ára gömul. Strax í æsku vakti Unnur athygli fyrir glæsileika, skarpa greind og lífsgleði svo að geislaði af henni. Hún gekk í Núpsskóla og fór síðan til náms í húsmæðraskóla á Blöndu- ósi. Handavinna hennar þaðan var svo vel gerð og listræn að af bar. Hún tengdist skólasystrum vináttu- böndum sem entust alla tíð. Fyrstu árin þjuggu Unnur og Viggó á Núpi þar sem hann stund- aði íþróttakennslu. Hann hafði lært við íþróttahaskólann í Ollerup í Danmörku og ferðast með glímu- sýningarflokki Armanns heima og erlendis. Unnur stundaði einnig kennslu. Gömlu fólki er enn í fersku minni þegar þessi glæsilega unga kona kom frá Reykjavík eftir að hafa lært vikivaka þar og kenndi þá síðan í Dýrafirði. Ungir jafnt sem gamlir nutu kennslu hennar og er óhætt að segja að vikivökun- um fylgdi sú gleði og menning að það hafði áhrif til framtíðar. Á Núpi fæddust dæturnar tvær, Kristín Agústa og Rakel Margrét. Leiðin lá til Reykjavíkur. Þau bjuggu á Hverfisgötu, Marargötu og síðan í Skipasundi þar til þau byggðu á Reynimel 63 ásamt systr- unum þremur, Ólöfu, Guðnýju og Hólmfríði. Unnur og Viggó voru höfðingjar heim að sækja. Heimili þeirra stóð opið vinum og vandamönnum, sem dvöldust hjá þeim um lengri eða skemmri tíma. Þar sannaðist að þar sem hjartarúm er þar er nóg húsrúm. Unnur var ákaflega fróð og vel lesin. Hún hafði sterka frásagnar- gáfu og naut þess að fylgjast með málefnum líðandi stundar, elskaði góða tónlist og fagrar bókmenntir. Selma Lagerlöf var henni sérstak- lega kær. Á efri árum gafst henni kostur á að heimsækja búgarð Selmu á Vermalandi. En sterkari voru böndin sem tengdust átthög- unum. Núpur og Núpsdalur voru henni kærir unaðsreitir. Þar sleit hún barnsskónum og þar höfðu systkinin hlaupið um í leik og starfi. Hún sat yfir kvíaám á dalnum með Valdimar bróður sínum. Þau voru alla tíð mjög samrýnd. Síðustu árin dvaldi Unnur á sjúkradeildinni að Skjóli. Viggó og dæturnar sáu um að hún væri aidr- ei ein án ástvina. Mér er ofarlega í huga þakklæti til Unnar föðursystur minnar. Hún kenndi mér að líta á björtu hliðarn- ar I lífinu og bera höfuðið hátt. Hún hvatti mig til að fylgja áhuga- málum mínum eftir og leita fram á við. Trúin á framhaldslíf, vissan fyrir að hitta aftur sína nánustu, var ríkur þáttur i lífi Unnar. Ég trúi því að nú sé hún í kærum ástvina- hópi foreldra og systkina og með Jóni Gunnlaugi dóttursyninum, sem var kvaddur burt í blóma lífs- ins. Elsku Viggó, Ranna, Stína og fjölskyldur og aðrir ástvinir. Inni- legustu samúðarkveðjur frá for- eldrum mínum, systkinum og fjöl- skyldum okkar. Asta Valdimarsdóttir. Unnur föðursystir mín er farin yfir móðuna miklu. Þegar hringt var í mig og mér sagt að Unnur frænka væri dáin þá hrönnuðust minningarnar upp. Ég hef trúlega verið ellefu ára þegar ég kom fyrst á Reynimelinn til Unnar og Viggós. Mikið þótti mér vera fínt hjá þeim, ég hafði aldrei komið inn í svona fínt hús eins og hjá þeim og systrunum á efri hæðinni. Ég man, að þegar við vorum búin að stoppa um stund tók Unnur frænka í hönd mína og leiddi mig inn í ganginn, inn í innsta herbergið og sagði að þegar ég kæmi til Reykjavíkur í skóla þá myndi ég vera í þessu herbergi. Og það stóðst. Þegar ég, 17 ára gömul, fór í skóla í Borgarfirði þá beið mín alltaf herbergið á Reyni- melnum í helgarfríum. Ekki var laust við að hún frænka mín væri áhyggjufull yfir sveitastelpunni sem komin var til Reykjavíkur, ekki hafði hún þó orð á því nema hvað hún spurði alltaf, ef við stelp- urnar fórum að skemmta okkur á helgum, hvort ekki væru með okk- ur strákar sem sæju um að koma okkur heim. Svo komst ég að því seinna að hún fór alltaf fram á nóttunni til að aðgæta hvort skórn- ir mínir væru ekki komnir heim og þegar svo var gat hún sofið róleg. Ég get í dag skilið áhyggjur henn- ar af stelpukrakkanum sem ekki rataði einu sinni í Reykjavík þó að mér fyndist það óþarfaáhyggjur þá. Unnur frænka sagði mér frá mörgu sem gerst hafði í sveitinni okkar og hún rakti fyrir mér ættir okkar og þeirra sem byggt höfðu Núp áður en Kristinn afí keypti jörðina. En því miður gleymdist margt af þessu og í dag hefði ég viljað muna allt sem hún frænka mín þuldi yfir mér. Unnur frænka var búin að vera sjúklingur í nokkur ár og bjó síð- ustu árin ásamt Viggó manni sínum á Dvalarheimih'nu Skjóli. Þegar ég kom til hennar í heimsókn spurði hún alltaf um börnin mín og virtist fylgjast með því sem þau voru að gera. En nú er hún farin og það veit ég að hann pabbi minn hefur tekið vel á móti henni því honum þótti alltaf mjög vænt um Unni systur sína. Elsku Viggó, missir þinn er mik- 01, þú sem ert búinn. að hugsa svo vel um Unni frænku í öll þessi ár. Ég og fjölskylda mín vottum þér, Rönnu, Stínu og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Margrét Rakel Hauksdóttir. Föstudaginn 11. nóvember lést elskuleg amma okkar, Unnur Krist- insdóttir frá Núpi við Dýrafjörð, á heimili sínu Skjóli við Kleppsveg í Reykjavík. Hugurinn reikar til æskuáranna INGIBJORG J. ÞÓRARINSDÓTTIR + Ingibjörg Jón- ínna Þórarins- dóttir fæddist á Iljaltabakka i Torfalækjarhreppi binn 17. október 1903. Hún lést í Hátúni lOb hinn 7. nóv. Foreldrar hennar voru Sigríð- ur Þorvaldsdóttir, f. 10. des. 1875 á Hjaltabakka, og Þórarinn Jónsson, bóndi og alþingis- maður, f. 6. feb. 1870 í Geitagerði í Skagafirði. Ingibjörg var næ- stelst ellefu systkina. Systkini Ingibjargar eru: Þorvaldur, f. 1899, kvæntur Ragnheiði Brynjólfsdóttur frá Ytri-Ey í Austur-Húnavatnssýslu, bæði látin; Aðalheiður, f. 1905, ekkja eftir Magnús Gunnlaugsson bónda og hreppstióra á Ytra- Ósi í Strandasýslu; Brynhildur, f. 1905, gift Jóni Loftssyni stór- kaupmanni frá Miðhóli í Skaga- fírði, bæði látin; Skaftí, f. 1908, d. 1936, kvæntur Sigurbjörgu Sigurðardóttur frá Skuld í Vestmannaeyjum, nú látin; Sig- ríður, f. 1910, d. 1956, ógift; Jón, f. 1911, bjó á Hjaltabakka með konu sinni Helgu Stefáns- dóttur, sem nú er Ját- in, búsettur í Reykja- vik; Hermann, f. 1913, d. 1965, útibús- stjóri Búnaðarbank- ans á Blönduósi, kvæntur Þorgerði Sæmundsen; Magn- ús, f. 1915, íistmálari í Reykjavík, kvæntur Vilborgu Guðbergs- dóttur; Þóra, f. 1918, d. 1947, var gift Krisljáni Snorrasyni, bifreiðarsljóra á Blðnduósi; Hjalti, f. 1920, prðfessor og forstöðumaður á Landspítalan- um, kvæntur Ölmu Thorarens- en lækni. Ingibjörg giftist 26. okt. 1929 Óskari Jakobssyni, f. 24. sept. 1892, frá Marðanúpi í Vatnsdal. Fyrstu árin voru þau í húsmennsku, en tóku síðan á leigu jörðina Efra-Holt í Ásum. Þau höfðu skanunan tíma búið að Efra-Holtí þegar Óskar fékk lömunarveiki sem á fáum dög- um leiddi hann til dauða 28. ágúst 1935. Eftír andlát hans vann Ingibjörg ýmis stðrf í sýsl- unni, en flutti til Reykjavíkur 1949, þar sem hún vann mest við afgreiðslustörf. Ingibjörg og Óskar eignuðust tvo syni: I) Þórarinn, f. 21. maí 1930, deildarstjóri hjá varnarliðinu, kvæntur Sjöfn Haraldsdóttur. Börn þeirra eru Kristbjörg og Hjalti. Sonur Þórarins fyrir giftingu er Þórarinn Óskar. 2) Þorvaldur Hannes, f. 30. júní 1933, skólasljóri í Reykjavik, kvæntur Karen Vilhjálmsdótt- ur. Börn þeirra eru Ingibjörg, Marta, Vílhjálmur og Óskar. Útför Ingibjargar verður gerð frá Árbæjarkirkju í dag. HÚN Ingibjörg amma okkar er lát- in, 91 árs að aldri. Hún hafði í á tíunda ár búið við líkamlega van- líðan en var andlega hress og minn- ug. Allt undir það síðasta fór hún þó í hjólastólinn á hverjum degi. Amma og afi hófu búskap sinn eins og hugur afa stóð til, en hann hafði lokið námi frá búnaðarskóla. En búskapurinn varð ekki langur. Dauðinn knúði dyra og eftir stóð amma með tvo kornunga syni. Með aðstoð Jóns bróður síns bjó hún til vors á Efra-Holti við þröngan kost. Kreppan var í algleymingi og kaup- félagið Iokaði strax fyrir úttektir hennar og gekk eftir skuldum, sem reynt var að grynnka á með upp- boði um vorið. Að segja sig til sveit- ar var það síðasta sem amma gat hugsað sér. Næstu 15 árin var amma fyrir norðan. Ekki vildu allir kaupakonu með tvö börn og var þá neyðarúrræði að eldri sonurinn færi í vist hjá velviljuðum. Sjálf tók amma þá vinnu sem gafst og borg- aði sínar skuldir. Á haustin var oft unnið í sláturhúsinu á Blönduósi. Fimm síðustu árin fyrir norðan bjó amma á Skagaströnd og vann í fiski. Árið 1949 fluttist amma til Reykjavíkur á eftir sonum sínum, sem þangað höfðu haldið til mennta og starfa. Þessi erfiðu ár settu mark sitt á viðhorf hennar og skapgerð. Hún var stolt og vildi sem minnst þiggja af öðrum. Hún var skapmikil og ósveigjanleg í skoðunum sínum og var ekki laus við beiskju út í lífið. Mikið vinafólk átti amma hér í Reykjavík, þar sem var sveitungi hennar Guðrún Halldórsdóttir, gift Sigfúsi Magnússyni, skipstjóra er bjuggu í Hlíðardal, nú Skipholt 66, en þau eru nú bæði látin. Margar ánægjustundir átti amma þar eins og svo margir aðrir. Amma las mikið þar til veikindin herjuðu á. Hún var vel hagmælt og hafði ánægju af félagsstarfí með „Ljóð og sögu". Áhugasvið hennar var íslenskar bókmenntir og Ijóð- list. Hún klæddist peysufötum á hátíðisdögum, var lengst af með sítt hár sem hún fléttaði og setti upp. Varalit og andlitsfarða notaði hún aldrei. Við minnumst hennar lítillega frá árunum sem hún bjó hjá foreldrum okkar við Bragagöt- una, en lengst af bjó hún við ofan- verða Hverfisgötu, hjá Jóni Hoff- mann. Þeim varð vel til vina og reyndist hann henni mjög vel og aðstoðaði hana á margan hátt, enda höfðu þau að mörgu leyti sameigin- legt heimilishald. Amma bauð okkur oft í kaffí og bar hún þá á borð ekki minna en sjö sortir og fylgdist grannt með því að smakkað væri á þeim óllum. Hún var mjög vanaföst og má til dæmis nefna að í mörg ár eftir að farið var að selja mjólk á hyrnum, þá hellti hún mjókinni á flöskurnar gömlu og sagði að hún geymdist miklu betur þannig. Þegar á leið fór að bera á ein- kennum sem mátti rekja til Parkin- sonsveiki. Amma gerði lítið úr þessu og vildi ekkert að gera, en svo fór þó að hún varð að leggjast inn á öldrunardeildina í Hátúni. Kom hún á hverjum sunnudegi til foreldra okkar á meðan hún gat og fylgdist með afkomendum sínum. Við minnumst ömmu með hlýhug og eftirsjá og biðjum fyrir kveðjur og þakklæti til lækna og starfsfólks í Hátúni sem önnuðust hana þessi ár. Blessuð sé minning hennar. Ingibjðrg og Marta Þorvaldsdætur. Elsku amma og langamma. Þegar við kvöddum þig í stofunni þinni á öldrunardeildinn í marz árið 199J, daginn áður en við fluttum til Ástralíu, vissum við öll að það var í síðasta sinn sem við ættum eftir að sjást í þessu lífi. Við sendum þér nú þessar fátæklegu kveðjur á útfarardegi þínum og þökkum þér af öllu hjarta fyrir þær hlýju kveðj- ur, sem við fengum svo oft frá þér, og vonum að þau fáu póstkort sem við sendum hafi glatt þig. Guð geymi þig um alla eilífð, amma mín. Kristbjörg, Þórarinn Arnar, Einar Magnús, Helga Maria og Sigurður Tómasson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.