Morgunblaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1994 FRÉTTIR: EVRÓPA MORGUNBLAÐIÐ Deilt um afnám ríkiseinka- réttar á fjarskiptakerfum Brussel. Reuter. RÁÐHERRARÁÐ Evrópusambands- ins, að þessu sinni skipað samgöngu- og fjarskiptaráðherrum, kom saman í gær til átakafundar um framtíðar- skipan fjarskiptamála í ESB. Deilt er um hversu fljótt eigi að afnema viðurkenningu á einkarétti ríkisins til uppsetningar, reksturs og viðhalds grunnfjarskiptakerfa, einkum sím- kerfa, í aðildarríkjunum. Framkvæmdastjóm Evrópusam- bandsins hefur lagt til að fijálsræði í fjarskiptum verði aukið í tveimur skrefum. í fyrra skrefinu, sem gangi í gildi 1995, verði einkareknum fyrir- tækjum, til dæmis kapalsjónvarps- stöðvum, leyft að senda til dæmis tölvuupplýsingar um fjarskiptakerfi sín í samkeppni við ríkisfyrirtæki. Síðara skrefíð verði stigið 1. janúar 1998 og ríkiseinkaréttur á rekstri símkerfa afnuminn. Skoðanamunur er milli ríkja ESB um þessi mál og vilja Holland, Bret- land og Þýzkaland fara að tillögum framkvæmdastjómarinnar en Spánn og Portúgal fara hægar. í gærmorg- un töldu sendimenn í Brussel að sam- komulag gæti náðst um að afnema einkaréttinn 1998 ef hægfara ríkjun- um yrði veittur fimm ára aðlögunar- tími að nýju reglunum. Getur orðið hluti EES Nýjar reglur ESB gætu orðið hluti samningsins um Evrópskt efnahags- svæði er fram líða stundir, en í núver- andi samningi er viðurkenndur einkaréttur símastjórna til uppbygg- ingar og rekstur grunnnets og á ákveðinni grunnþjónustu. Evrópusambands- umræðan er á dagskrá Opin ráðstefna um ísland og Evrópusambandið verður haldin í Átthagasal Hótel Sögu, sunnudaginn 20. nóvember, klukkan 14:30. Samrunaferliö í Evrópu er staðreynd. Hlutirnir aerast hratt og nú horfum viö á eftir frændþjóöum okkar inn í Evrópusambandið. Eru Islendingar að einangrast frá norrænu og evrópsku samstarfi? Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur íslands - hefur boðað opna og markvissa umræðu um kosti og galla ESB-aðildar. Aðrir flokkar vilja ekki ræða máliö. Almenningur og fjölmiðlar eru hins vegar sammála um að Evrópusambandsum- ræðan sé á dagskrá. Allir áhugamenn um Evrópumál eru hvattir til þess að mæta á ráðstefnuna. Gústaf Guðmundur Jón Baldvin Sighvatur Haukur Dagskrá: 1. Niðurstöður rannsókna Háskóla íslands á kostum og göllum Evrópusambandsaðildar íslands kynntar: - Örn D. Jónsson - Sjávarútvegsstofnun - Gústaf Adolf Skúlason - Alþjóðamálastofnun - Guðmundur Magnússon - Hagfræðistofnun Kaffihlé. 2. Pallborðsumræður: - Jón Baldvin Hannibalsson - utanríkisráðherra - Sighvatur Bjarnason - formaður SÍF - Haukur Halldórsson - form. Stéttasamb. bænda - Ari Skúlason - alþjóðafulltrúi ASÍ 3. Umræður og fyrirspurnir. Allir velkomnir Fundarstjóri: Ingólfur Margeirsson Alþýduflokkurinn Jafnadarmannaflokkur íslands ísland í Evrópu - Málið d a g s k r á Úrslit ESB-kosninganna í Svíþjóð Tilvísunar- nr. 13 Malmo 12 Malmohuslén 2 Stokkhólms lén 1 Stokkhólmur 14 Hallands lén 11 Kristianstads lén 15 Gautaborg 16 Goteb. og Bohus lén 5 Gstergotlands lén 4 Sodermannlands lén 22 Sodermannlands lén 3 Uppsala lén 7 Kronobergs lén 9 Gotlands lén 19 Skaraborg lén 6 Jonkopings lén 8 Kalmarlén 17 Ælfsborg lén, syðra 18 Ælfsborg lén, nyrðra 20 Værmlands lén 21 Orebro lén 10 Blekingelén 25 Vesternorrlands lén 24 Gævleborgs lén 23 Koppabergs lén 27 Vesterbottens lén 28 Norrbottens lén 26 Jæmtelands lén Allt landið Nei Já, % 32,8 34.4 37.7 37.8 41.2 42.4 43,0 45.2 45.1 45.3 45.4 45.6 47.8 48.1 49.5 50.8 48.1 50,8 50.8 52.2 52,1 52.8 57.8 57.9 60.5 62,4 64.7 71.7 46.9 □ Nei ■ Já Mannréttindamál hindran í vegi Tyrkja • MANNRÉTTINDAMÁL í Tyrk- landi eru helzta hindrunin í vegi þess að tollabandalag Tyrklands og Evrópusambandsins geti geng- ið í gildi um næstu áramót. Auka- aðildarsamningur Tyrkja frá 1963 kveður á um að stefnt skuli að tollabandalagi, en embættismenn ESB telja að áður en af því geti orðið, verði Tyrkir að tryggja betur lýðræði og mannréttindi og sérstaklega að bæta meðferðina á kúrdneska minnihlutanum. • FYRSTA skrefið í nánara hern- aðarsamstarfi Breta og Frakka verður stigið í dag á fundi í franska bænum Chartres. Stofnuð verður sameiginleg stjórnstöð fyr- ir franskar og brezkar flugsveitir, sem taka þátt í friðargæzlu. Við- staddir verða Frangois Mitterrand Frakklandsforseti og forsætisráð- herrarnir Edouard Balladur og John Major. • ÞINGMENN á Evrópuþinginu hóta að koma í veg fyrir stækkun ESB til austurs, verði ekki komið til móts við kröfur um aukin völd þingsins á ríkjaráðstefnunni, sem á að hefjast 1996. EÞ hefur vald til að stöðva inngöngu nýrra aðild- arrikja í sambandið. • AFGANGUR Evrópusambands- ríkja af viðskiptum við Austur- Evrópu meira en tvöfaldaðist á siðasta ári. Talið er að þetta muni gefa kröfum um aukinn markaðs- aðgang Austur-Evrópuríkjanna byr undir báða vængi. • ÍSRAEL leitar nú eftir samn- ingi við ESB til langs tíma. ísra- elskir embættismenn vonast til að fá svipaðan samning og EFTA-rík- in fengu með EES, að því er fram kemur í Financial Times. Hættulegir kjúklingar Brussel. Reuter. ÞAÐ getur verið varasamt að borða evrópska kjúklinga, að minnsta kosti ef neytandinn vill halda fullri heilsu á eftir. Heildarsamtök evrópskra neytenda, BEUC, birtu á þriðjudag könnun á kjúklingakjöti í Evrópu og voru niðurstöðurnar þær að 40% lík- ur eru á að bakteríur séu í kjötinu sem valdið geti matareitrun. Alls voru athuguð 1.700 kjúkl- ingasýni frá öllum ríkjum Evrópu- sambandsins nema Lúxemborg auk sýna frá Noregi, Svíþjóð og Slóven- íu. Salmónella fannst í fjórðungi sýna og •campylobacter jeujuni í þriðjungi sýna, en báðar geta þessar bakteríur valdið niðurgangi, upp- köstum og magaverki. Verst er ástandið í Portúgal en 48% sýna þaðan reyndust sýkt af salmónellu og 60% af campylobact- er. Næstverst var ástandið í Dan- mörku en 51% danskra kjúklinga reyndust sýktir af salmónellu og 36% af campylobacter. Best reyndist ástandið í Svíþjóð og Noregi. Ekki fanst salmónella í neinu sýnanna þaðan en 1% norsku og 10% sænsku sýnanna voru sýkt af campylobaeter. Evrópskt atvinnuleysi Þriggja, daga vika lausnin? Brusscl. Reuter. ÞEIR sem skipulögðu vinnumálaráð- stefnu og sýningu Evrópusambands- ins á þessu ári kunna að hafa fund- ið lausn á atvinnuleysisvanda sam- bandsins. Ráðstefnan „Vinnuvikan ’94“ stendur í einungis þijá daga. Padraig Flynn sem fer með félags- leg málefni í framkvæmdastjórn ESB sagði í setningarræðu: „Við verðum að vera með tilraunastarf- semi. Það eru ekki til neinar þrau- treyndar allsheijarlausnir. Það er því betra að hafa reynt og mistekist heldur en að hafa aldrei reynt að gera neitt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.