Morgunblaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ V I K I W G A u&nm Vínn.ngstö.ur - miövikudagínn:[ 16.11.1994 Aöaltöiur: 11^rÍ5)Í23 BÓNUSTÖLUR IÐNSKÓLINNÍREYKJAVÍK Iimritab verbur á vorönn 1995 mánudaginn 21. og þriðjudaginn 22. nóvember kl. 13.00-18.00. ítarleg auglýsing birtist í blaðinu á sunnudag Hraðbankar lokaðir föstudaginn 18. nóvember klukkan 19:30 - 23:00 Vegna viðhalds tölvukerfa hjá Reiknistofu bankanna, verða allir hraðbankar lokaðir á ofangreindum tíma. Við biðjum viðskiptavini okkar velvirðingar vegna þeirra óþæginda sem þetta kanh að hafa í fór með sér. Bankar og Sparisjóðir Brjóstahaldarar méð og án spanga, B, C og D sMlar, samfella með spöngum og teygjubuxur. Söl u aðilar: Olympía Laugavegi • Olympía Kringiunni •Embla Hafnarf irði H búdin Garðabæ • Perla Akranesi • Krisma ísafirði • Kaupfélag Vestur-Húnvetninga Hvammstanga • ísnld Sauðárkióki • Valberg Ólafsfirði • Amarn Akureyri • Hin hiidin Fáskrúðsfirði • KASK Höfn Hornafirði • Kf. Rangæinga Hvnlsvelli • Vnruhús K.Á. Selfossi Kaupfélag Héraðsbúa Egilsstödum • Ceres Nýbýlavegi Knpavogi Heildsölubirgrjir: Davíð S. Jónsson 8 Co. hf. sími 91- 24333 IDAG BBIDS Umsjón Guðm. Páll Arn arson HELEN Sobel (1910- 1969) er þekkt nafn í brids- sögunni. Hún spilaði í sveit með Culbertson um tímá og var eftirlætismakker Gorens. Hér er spil með Sobel frá árinu 1948. Austur gefur; allir á hættu. Norður ? 85 ¥ 10742 ? Á963 +-K54 Vestur ? 10942 ? D854 ? 10872 Austur ? ÁK ? KG986 ? 102 ? G963 Suður ? DG763 ? ÁD5 ? KG7 ? ÁD Vestur Norður Austur Suður 1 hjarta DoH Pass 2 tlglar Pass 2 grönd Pass 3 grönd Pass Pass Pass Útepu: lauftvistur. (FJóroa hæsta.) Þetta var í tvímennings- keppni og Sobel hélt á spil- um suðurs. Samgangurinn við blindan er þungur, 'en Sobel hafði engar áhyggjur af því. Hún spilaði einfald- lega smáum spaða að heim- an í öðrum slag. Austur drap á kónginn og spilaði laufi. Sobel spilaði þá aftur smáum spaða. Þar með hafði hún tryggt sér þrjá slagi á spaða og tíu í allt. Segja má að spilið sé sjálfspilandí, en það gefur spilamennsku Sobel aukið gildi að hún vissi upp á hár að austur átti ÁK blanka í spaða! Útspil vesturs var vísbendingin. Hann vildi ekki spila út í lit makkers og átti því sennilega einspil þar (austur lofaði aðeins fjórlit í hjarta). Og úr því vestur valdi að koma út frá lélegum fjórlit (lauftvistur- inn), var líklegt að hann ætti hvergi fimmlit og þar með skiptinguna 4-1-4-4. Þar með lá ljóst fyrir að austur átti tvílit í spaða. Og hvar var opnun austurs ef hann átti ekki ÁK í spaða! VELVAKANDI Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Kannast einhver við piltinn? MÉR var send þessi mynd fyrir nokkru og veit ekki af hverju mér var send hún né af hverjum myndin er. Geti einhver gefið upp- lýsingar eða ef eínhver þekkir piltinn á myndinni er hann vinsamlega beð- inn að hringja í síma 93-11952. Jenný Franklínsdóttir Góð þjónusta ÍIKEA UM DAGINN keypti ég sóf asett í IKEA við Holta- garða og var þjónustan þar mjög lipur og góð. Ég var mjög ánægður með vöruna og fékk hana senda heim samdægurs. Þegar ég fór að skrúfa saman einn stólinn rugg- aði hann töluvert og var greinilega einhver galli í framleiðslunni. Ég hringdi í IKEA og talaði við konu, Huldu að nafni, sem var mjög við- mótsþýð og almennileg. Ég þjóst við að reynt yrði að laga þetta en hún sendi mér nýjan sófa með sendi- ferðabíi innan tveggja stunda eftir samtal okkar og tók gölluðu vöruna til baka. Ég vil þakka fyrir þessa góðu þjónustu. Ingvar Ragnarsson, Veghúsum 31, Reykjavík Tapað/fundið Eyrnalokkur tapaðist SPORÖSKJULAGAÐUR eyrnalokkur með perlu og demöntum tapaðist sl. þriðjudag, en ekki er vitað hvar. Skilvís finnandi vin- samlega hafi samband í síma 687752 og er fundar- launum heitið. Lyklar töpuðust LÍTIL rauð peningabudda með lyklum í tapaðist við verslunarsamstæðuna á horni Safamýrar og Háa- leitisbrautar sl. þriðjudag. Hafí einhver fundið hana er hann vinsamlega beð- inn að koma henni í tísku- verslunina Önnu eða hringja í síma 38050. Fjallahjól fannst FJALLAHJÓL fannst í Breiðholti fyrir síðustu helgi. Upplýsingar í síma 78445 eða 71153. Giftingarhringur fannst GIFTINGARHRINGUR, karlmanns, fannst í miðbæ Reykjavíkur að- faranótt sl. sunnudags. Upplýsingar í síma 651125. Úr tapaðist GYLLT armbandsúr með brúnni leðuról tapaðist við Glæsibæ sl. föstudags- kvöld. Finnandi vinsam- lega hringi í síma 611865 eftir kl. 17. LEIÐRETT Tveggja milljarða skuldir HÆGT var að misskilja skammstöfun á blaðsíðu 4 i Morgunblaðinu í gær þannig að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hefði í bókun á borgarráðs- fundi sagt Sjálfstæðisflokk- inn hafa arfleitt R-listann að tveggja milljóna króna nýrri lántöku. Borgarstjóri átti við tvo milljarða, eins og glöggir lesendur munu hafa áttað sig á. Jólakort Umsjónarfélags einhverfra í fréttatilkynningu frá Umsjónarfélagi einhverfra um sölu á jóla- kortum var rangt símanúmer hjá einum aðilanum er annast sölu kortanna en það var Guðrún í síma 43849. KIRKE BLADET GL0SLUNDE GRÆSHAVE DANNEMARE OKTOBIR il/í Sóm græs og blomster ¦utM •'oar »t .tw .hji hM tot M M vid. tol h*rl Hog.r dw >, Qud cvwvtfl«r vor <M, Hhain Grein Péturs Péturssonar - forsíða Kirkebladet Með grein Pét- urs Péturssonar þular, „Bókvitið í askana", sem birt var á bls. 40 í blaðinu í gær (fimmtudag), átti að birtast mynd af forsíðu „Kirke- biadet" Gloslunde frá í október 1976. Þau mistök ¦ wwng. « opniun- Mh mt w un. Dirior ... J. .om JJ»-Jtoj«BJ-"rt Mw M .1 F..|.. «d t™ owi.nl M nutant gn» c0 pTmÍ" rwí'vlXtTZtt'.'i.Z^Z ¦MnbMw^u. oud ukM. o. tort In OK.n. (ora. DÍ I...I o0 Oto o. W. o0 O* M lo inon.M M **"""°' iítai; urðu að birt var mynd af annarri síðu sama eintaks Kirkebladet. Hér kemur hin rétta mynd. Velvirðingar beðizt á myndruglingnum. Víkverji skrifar... ÞEGAR Víkverji var á ferð í útlöndum á dögunum lagði hann leið sína í nokkrar plötubúðir. í þeim öllum átti Björk Guðmunds- dóttir sinn bás með plötuna Debut. Það var ekki ónýtt að sjá Björk við hliðina á Michael Bolton og öðrum stórstjörnum poppsins. Sömu helg- ina var svo langur þáttur með Björk á tónlistarrásinni MTV. Það er eng- in vafi á því að Björk er komin í hóp með helstu stjörnum dægur- lagatónlistarinnar. XXX ARNÓR Guðjónsen var um síð- ustu helgi valinn knattspyrnu- maður ársins í Svíþjóð. Hann hafði umtalsverða yfirburði í kosningum leikmanna deildarinnar. Þetta er frábær árangur hjá Arnóri, því hann var að keppa um tignina við leik- menn úr silfurliði Svía í heimsmeist- arakeppninni í sumar. Það má rifja það upp hér að í ár eru 10 ár síðan Ásgeir Sigurvinsson vann í sam- bærilegri kosningu í Þýzkalandi. Fyrir aðdáendur Asgeirs var gaman að sjá ummæli Jurgen Klinsman í viðtali á fþróttasíðunni fyrir skömmu, en hann telur Ásgeir bezta knattspyrnumann sem hann hafi leikið með. Ásgeir og Arnór eru tvímæla- laust beztu knattspyrnumenn okkar íslendinga á seinni árum. Ferill Arnórs er brátt á enda og því gam- an að hann skuli hljóta þennan heiður í Svíþjóð nú. Sonur hans Eiður hefur sem kunnugt er skrifað undir atvinnusamning við hollenska liðið PSV Eidhoven. Víkverji er ekki í nokkrum vafa um að Eiðiir verði næsta stórstjarna okkar ís- lendinga í knattspyrnu. Til þess hefur hann alla burði. ÞAÐ HEFUR vakið gremju knattspyrnuunnenda að lands- leikur Sviss og íslands í fyrrakvöld skyldi ekki sýndur beint í Ríkissjón- varpinu. Forstöðumaður íþrótta- deildarinnar hefur upplýst að sýn- ingarréttur fyrir leikinn hafi kostað eina milljón og það sé einfaldlega of dýrt. Víkverja þykir ein mílljón ekki há upphæð fyrir svona vinsælt efni. Á móti gæti RUV selt auglýsingar og fengið tekjur upp í kostnaðinn. Hins vegar munu þær reglur gilda innan RUV að auglýsingar sem seldar eru í tengslum við íþróttavið- burði koma íþróttadeildinni ekki til tekna. Hún þarf eftir sem áður að borga fyrir sýningarréttinn af sinni fjárveitingu. Þessu kerfi þarf aug- ljóslega að breyta. XXX ENN EINU sinni verðum við íslendingar að þola tap í lands- leik í knattspyrnu. Eftir góðan árangur í undankeppni heimsmeist- arakeppninnar voru miklar vonir bundnar við Evrópukeppnina en þær hafa brugðist gjörsamlega. Lið- ið hefur ekki skorað eitt einasta mark í fyrstu þremur leikjunum. Fróðlegt verður að fylgjast með viðbrögðum knattspyrnuforystunn- ar við þessu slaka gengi. AÐ LOKUM er stutt saga úr Þjóðleikhúsinu. Ungt par kom 10 mínútum of seint á leiksýningu og var tjáð að ekki væri hægt að hleypa fólki inn í salinn eftir að leiksýning hæfist. „Er ekki enn verið að sýna úr næstu leikritum," spurði parið þá undrandi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.