Morgunblaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1994 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Rúnar Þór ÓLI G. Jóhannsson og Jóhann Nói Ingimarsson spá í spilin fyrir opnun sýningar þeirra félaga og Arnar sem er sonur Óla en yfirskrift sýningarinnar er Þrír á Þingi. Þrír á Þingi „ÞRÍR á Þingi“ er yfirskrift myndlistarsýningar sem verður opnuð í Listhúsinu Þingi á morg- un, laugardaginn 19. nóvember, kl. 15. Félagarnir þrír sem sýna eru Jóhann Nói Ingimarsson, Óli G. Jóhannsson og Orn Ólason. Örn er þeirra yngstur, fæddur árið 1971 og sýnir nú í fyrsta sirin en hann stundar nám í lista- skólanum Emmily Carr í Vancou- ver í Kanada. A sýningunni eru 17 teikningar eftir hann. Málað á sjónum Faðir hans, Óli G., sýnir líka 17 verk, málverk unnin á striga eða pappír. Hann sýndi fyrst árið 1972 og með reglulegu millibil síðan, m.a. á Kjarvalsstöðum, í Norræna húsinu og Listasafni alþýðu. Fimm ár eru frá því hann sýndi hér í heimabænum síðast. Nú sýnir hann verk sem hann hefur unnið að á þessu ári og því síðasta, auk þess eitt frá árinu 1992. „Ég hef verið sjómaður síð- ustu misseri, á togurum Útgerð- arfélags Akureyringa, Sléttbaki og Sólbaki, og mikið af þessum málverkum hef ég málað úti á sjó,“ segir hann. Nói er fæddur árið 1926, hann er húsgagnahönnuður og fram- kvæmdastjóri og hefur lengi ver- ið viðloða listina, málverkið og höggmyndir. Verk hans hafa af og til sést á sýningum. Hann hef- ur líka árum saman tengst hús- gagnaiðnaði, var eigandi og framkvæmdasljóri Valbjarkar, rak húsgagnaverslunina Örkina hans Nóa og hefur nýlega opnað verslunina Ondvegi, ásamt Helgu dóttur sinni. Nói sýnir 8 þrívídd- arverk bæði utandyra og innan. „Við höfum þekkst lengi,“ sagði Óli G. um ástæður þess að þeir sýna saman þrír á Þingi. „Þegar Nói kom á sínum tíma frá Þórshöfn til Akureyrar leigði hann kjallaraherbergi hjá afa og ömmu og þá hófst okkar vinskap- ur sem haldist hefur óslitið síð- an,“ bætti hann við, en sem fyrr segir eru þeir Örn feðgar. Sýningin verður opin á virkum dögum frá kl. 17-20, en um helg- ar frá 15 til 20. Henni lýkur 27. nóvember næstkomandi. Bæjarráð Akureyrar samþykkir að styðja Menntasmiðju kvenna næsta ár Verði tengt annarri starf- semi fyrir atvinnulausa BÆJARRÁÐ samþykkti í gær að gefa fyrirheit um svipaðan stuðning við Menntasmiðju kvenna á Akur- eyri á næsta ári og verið hefur á þessu ári og einnig að lögð verði áhersla á að skoðuð verði samvinna við aðra starfsemi á vegum bæjar- ins_fyrir atvinnulaust fólk. Á fundi bæjarráðs í gær var tek- ið fyrir erindi jafnréttis- og fræðslu- fulltrúa þar sem óskað er eftir að ráðið taki afstöðu til áframhaldandi stuðnings við verkefnið sem verið hefur í gangi frá því síðsumars. Til- gangur Menntasmiðjunnar er að gefa atvinnulausum konum kost á að sækja sér menntun án endur- gjalds. Menntamálaráðuneytið sem styrkt hefur verkefnið ásamt Akur- eyrarbæ og fleiri aðilum hefur lýst yfír að um áhugavert þróunarverk- efni sé að ræða og hefur ráðuneytið ákveðið að veita á þessu ári einnar milljónar króna styrk til þess án frekari skuldbindinga um fjárveit- ingar. Jafnréttis- og fræðslufulltrúi hef- ur boðað til fundar á Akureyri um framtíð Menntasmiðjunnar með full- trúum Akureyrarbæjar og félags- mála- og menntamálaráðuneytum. Miiyasafn þarf meira Á fundi bæjarráðs var einnig fjallað um erindi frá Minjasafninu á Akureyri sem sótti um 1,2 millj- óna króna aukaijárveitingu vegna minni tekna og kostnaðarsamari breytinga á sýningarsölum en áætl- að var. Bæjarráð samþykkti að taka upp fjárveitingu á næsta ári til að mæta hluta Akureyrarbæjar af umbeðinni upphæð, eða 720 þúsund krónur. Erindi Náttúrulækningafélags Akureyrar um fjárstuðning frá bænum á næsta ári vegna niður- greiðslu á lánum vegna bygginga- framkvæmda var vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár en hagsýslustjóri lagði fram uppkast að fjárhagsáætlun fyrir Bæjarsjóð Akureyrar 1995 á fundinum. Hús- næði félagsins, Kjarnalundur, er nú leigt til hótelreksturs. Lék boccia í sólarhring til að afla fjár Varð aldrei leið- ur á leiknum „ÞETTA gekk ágætlega en auðvitað var þetta svolítið þreytandi," sagði Valdimar Sigurðsson sem lék boccia í einn sólarhring á dögupum og safn- aði áheitum í leiðinni. Valdimar er með bandvefssjúkdóm og var til- gangur maraþonboccialeiksins sá að safna fé til að unnt væri að hefja rannsóknir á þessum sérstæða sjúk- dómi hér á landi. Með þessum hætti safnaði hann á annað hundrað þús- und krónum sem hann sagði að væri góð byijun. „Það erfiðasta í þessu var að halda sér vakandi, en ég hafði búið mig vel undir þetta í nokkum tíma, hafði hjólað mikið og reynt að auka þrek og útha!d,“ sagði Valdimar. „Ég varð aldrei leiður á leiknum, en væri nú ekki til í að gera þetta strax aft- ur. Einhvem tíma seinna kannski, en ekki strax.“ 50 ára afmæli ÍBA Valdimar lék boccia á sama tíma og efnt var til 50 ára afmælissýning- ar íþróttabandalags Akureyrar, ÍBA, í íþróttahöllinni. Hermann Sigtryggs- son íþróttafulltrúi Akureyrarbæjar hefur tekið saman sögulegt yfírlit ÍBA þar sem sagt er frá stofnun banda- lagsins og brot úr sögu þess birt auk þess sem saga þeirra íþróttafélaga sem eru innan vébanda ÍBA er rakin stuttlega. Þá er einnig yfirlit yfir öll íþróttamannvirki á Akureyri. Marg- víslegar kynningar voru í gangi og eitt af því sem vakti athygli sýningar- gesta var umfjöllun um íþróttameiðsl og viðbrögð við þeim. Morgunblaðið/Rúnar Þór VALDIMAR sem er lengst til hægri á myndinni lék boccia í sólarhring til að afla fjár til rannsókna á bandvefssjúkdómi sem hann er haldinn. Við hlið hans er Aðalsteinn Friðjónsson dóm- ari og meðspilarinni Kolbrún Sigurðardóttir lengst til vinstri. Fyrsta einka- sýning Öddu AÐALBJÖRG María Ólafsdótt- ir, Adda opnar fyrstu einkasýn- ingu sína í Deiglunni á morg- un, laugardaginn 19. nóvember kl. 14. Sýningin stendur til 27. nóvember og er opin dag- lega frá kl. 14.00 til 18.00. Það er Me- nor, Menn- ingarsamtök Norðlendinga sem kynna listakonuna og verða myndir hennar einnig til sýnis á Súlnabergi og Byggðastofn- un á Akureyri eins og áður á slíkum listkynningum samtak- anna. Adda stundaði nám við Myndlistaskólann á Akureyri og uppeldis- og kennslufræði við Kennaraháskóla íslands. Hún hefur starfað við myndlista- kennslu frá 1986. Hún hefur tekið þátt í samsýningu norð- lenskra kvenna og í Listkynn- ingu Alþýðubankans. Þetta er fyrsta einkasýning Öddu. Heimir syng- ur fyrir Eyfirðinga KARLAKÓRINN Heimir í Skagafirði heldur tónleika í Akureyrarkirkju á morgun, laugardag kl. 17.00 og í Frey- vangi kl. 21.00 á laugardags- kvöld. Söngstjóri er Stefán R. Gíslason, undirleikarar eru Tomas Higgerson og Jón R. Gíslason. Söngskráin er fjöl- breytt, lög eftir innlenda og erlenda höfunda. Söngvarar í kórnum eru um 60, einsöngv- arar eru Einar Halldórsson og Pétur Pétursson og þá verður einnig þrísöngur. . Kórinn var í söngferðalagi í Búðardal og Stykkishólmi um síðustu helgi og fékk þar mjög góðar viðtökur og aðsókn. Landið sýnt á Dalvík Dalvík. Morgunblaðið. LEIKFÉLAG Dalvíkur hefur nú hafið sýningar að nýju á Land míns föður eftir Kjartan Ragnarson eftir tíu daga hlé sem gera varð vegna utanferða leikara. Fyrirhugað er að sýna fram í miðjan desember og taka síðan upp sýningar milli jóla og nýjárs. íslandsrúta í Eyjafirði ÍSLANDSRÚTA Alþýðubanda- lagsins verður á Akureyri í dag, föstudaginn 18. nóvem- ber. Af því tilefni verður efnt til opin stjórnmálafundar í Al- þýðuhúsinu við Skipagötu á Akureyri kl. 20.30 í kvöld. Framsögumenn á fundinum eru alþingismennirnir Ólafur Ragnar Grímsson og Svavar Gestsson en einnig munu fleiri þingmenn vera á staðnum. Ferð íslandsrútunnar um Eyjafjörð lýkur á morgun, laugardag þegar farið verður um Eyjafjarðarsveit, Sval- barðseyri og Grenivík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.