Morgunblaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ATLANTAMALIÐ Verkalýðsfélög á Suðurnesjum hafa ekki boðað samúðaraðgerðir Aðgerðir lík- legar í Noregi HVORKI Verkalýðs- og sjómanna- félag Keflavíkur né Verslunar- mannafélag Suðurnesja hefur ákveðið að boða til samúðaraðgerða í dag þegar boðað verkfall FÍA á öllum flugleíðum Atlanta hefst. Af máli starfsmanna Atlanta í gær mátti ráða að þeir hefðu áhyggjur af því að til samúðar- aðgerða kynni að koma í Noregi. Auk þess skapaði það mikla óvissu vegna samninga um verkefni fyrir félagið á næstunni. Vinnustöðvun flugmannanna sex sem starfa hjá Atlanta en eru félagsmenn í FÍA hefur eingöngu snúið að flugi til og frá íslandi undanfarinn mánuð. 24 flugmenn Atlanta eru í Frjálsa flugmannafélaginu (FFF) en flug- mennirnir sex í FÍA eru allir stadd- ir hér á landi og er verkfall þeirra sem hefst í dag hvorki talið hafá bein áhrif á flug félagsins til og frá íslandi né erlendis. Atlanta er nú með tvær flugvélar í rekstri; aðra í leiguflugi fyrir Sam- vinnuferðir-Landsýn milli Islands og Dyflinnar og hina í vöruflutnihg- um milli Þýskalands og Norðurland- anna fyrir þýska flugfélagið Luft- hansa. Sú vél flýgur undir merkjum Lufthansa en áhöfnin er íslensk. Morgunblaðið/Þorkell HÖFUÐSTÖÐVAR flugfélagsins Atlanta í Mosfellsbæ en öllum starfsmönnum þess hefur nú verið sagt upp störfum vegna deilna fyrirtækisins við Félag islenskra atvinnuflugmanna. . Undarlegt að engum dett- ur í hug að tala við okkur Starfsmenn styðja eigendurna STARFSMENN Atlanta sem sagt var upp störfum í fyrradag, um 80 alls, sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem lýst er fullum stuðningi við eigendur fyrirtækisins. Um 25 manns starfa í höfuðstöðvum félags- ins í Mosfellsbæ og komu þeir saman á fundi í gærmorgun. Einnig var haft samband við starfsmenn erlend- is áður en yfírlýsingin var afgreidd. Yfirlýsing starfsmanna, sem sam- þykkt var samhljóða, að sögn Þor- steins Ó. Þorsteinssonar, talsmanns þeirra, er svohljóðandi: „Við undirritaðir starfsmenn flug- félagsins Atlanta hf. lýsum yfir von- brigðum með hvernig deila félagsins og Félags íslenskra atvinnuflug- manna hefur þróast. Nú er svo kom- ið að forysta íslenskra launþegasam- taka hefur lýst yfir stuðningi við boðað allsherjarverkfall FÍA og íhug- ar samúðarverkföll. Þetta mun leiða til stöðvunar á rekstri félagsins á íslandi og jafnframt hafa veruleg áhrif á framtíðarmöguleika félagsins til starfa á erlendri grund. FÍA hefur einnig leitað til samskonar hags- munasamtaka erlendis með það fyrir augum að stöðva flug Atlanta fyrir þýska flugfélagið Lufthansa. Okkur starfsmönnum Atlanta fínnst það hið undarlegasta mál að leitað skuli til starfsníanna annarra fyrirtækja, jafnt hérlendis sem er- lendis og farið fram á samúðarverk- föll á meðan engum dettur í hug að tala við okkur. Ef einhver ætti að hafa skilning á eða sameiginlegra hagsmuna að gæta þá væru það einna helst starfsmenn sama fyrir- tækis. En einhverra hluta vegna hef- ur hagur okkar og hugur í þessu máli gleymst í þessum umræðum og aðgerðum. Hingað til höfum við talið það vera hlutverk verkalýðsforystunnar að vernda hag launþeganna og stuðla að atvinnuuppbyggingu í landinu en yfirlýsingar Benedikte Davíðssonar forseta ASÍ að undanförnu benda til annars. ASÍ hefur kosið að styðja lítinn minnihluta hálaunahóps í FÍA frekar en að taka tillit til hagsmuna og skoðana miklu stærri hóps sem starfar hjá flugfélaginu. ^V^ IDATEÍf .... M CCToö sj ( -1.*» 1 |c ~. p-*-^-_j 1----- Morgunblaðið/Þorkell STARFSMAÐUR Atlanta hugar að áætlunartóflu flugfélagsins. Við skorum á forystu ASÍ og ann- arra launþegasamtaka að endur- skoða afstoðu sína í þessu máli og fórna okkur ekki þrátt fyrir óánægju með stefnumarkandi dóm Félags- dóms. Að lokum viljum við lýsa yfír full- um stuðningi við eigendur fyrirtækis- ins í þessu máli." Þorsteinn segir það mat starfs- manna að ef eigi að stöðva allan flug- rekstur hjá félaginu verði engar tekj- ur hjá því til að greiða laun og þess vegna beinist reiði starfsmanna að þeim aðilum hjá FÍA sem virðast geta haft líf félagsins í hendi sér. Deilt um röðun á starfsald- urslista BENEDIKT Davíðsson, forseti Al: þýðusambands íslands, segir að ASÍ hafí hlustað á sjónarmið allra aðila deilunnar að undanförnu og ljóst sé að lítið sem ekkert bæri efnislega á milli deiluaðila í kjarasamningavið- ræðunum. Sagði hann að ágreiningurinn stæði ekki um forgangsákvæði kjarasamninga heldur væru aðilar sammála um að það eina sem bæri í milli væri röðun á starfsaldurslista starfsmanna. Fyrir neðan allar hellur Benedikt segir uppsagnirnar hjá Atlanta fyrir neðan allar hellur. „Þær baráttuaðferðir af hálfu at- vinnurekenda í kjaradeilu að ganga til allra starfsmanna í fyrirtæki ef ekki finnst lausn í deilu, þar sem vel flestir eru engir þátttakendur í deilunni, og segja þeim upp störfum, eru vinnubrögð sem ekki hafa verið viðhöfð á vinnumarkaðinum undan- farna áratugi," segir hann. Formaður FIA telur uppsagnir á flugmönnum FIA vera ólögmætar VIÐ erum ekki enn eins bjartsýnír og samgönguráðherra," segir Tryggvi Baldursson, formaður Félags ís- lenskra atvinnuflugmanna, í samtali við Morgunblaðið. í gærkvöldi eftir fund forráða- manna félagsins með Halldóri Blöndal. „Við höfum svo oft staðið í þeirri trú að samning- ur væri í höfn, en á seinustu stundu hefur síðan orðið upphlaup eða eitthvað annað og við færst tvö skref aftur á bak fyrir hvert skref áfram, að við teljum ástæðu til var- færni." Boðun allsherjarverkfalls á öllum flugleið- um Atlanta á að taka gildi á hádegi í dag. Tryggvi segir að verkfallsaðgerðir muni aðal- lega fara fram í gegnum stuðníng annarra aðila við sjónarmið FÍA, þar sem þeir flug- menn FÍA sem starfa hjá Atlanta eru ekki settir í flug af hálfu fyrirtækisins og myndu ekki fljúga hvort sem er. Ljóst sé að undirbún- ingur taki nokkra daga og gefist mönnum á meðan tóm til að leysa deilurnar, sé í raun vilji fyrir hendi. „Við höfum fengið stuðnings- yfírlýsingar frá öðrum félögum en höfum viljandi dregið það á langinn að fara fram á formlegan stuðning, en gerum það í dag. Það mun taka nokkra daga þar sem kalla þarf saman trúnaðarráð stéttarfélaga og eins þurfa upplýsingarnar að berast til alþjóðafé- Hóflega bjart- sýnn á lausn laga sem taka síðan afstöðu til málsins, en við höfum stuðningsyfirlýsingar og væntum fulltingis þeirra," segir Tryggvi. „Vonandi ekki áróðursbragð" Tryggvi kveðst hafa ástæður til að telja, að hafi^ Atlanta sent flugrnönnum sem til- heyra FÍA uppsagnarbréí eins og öllum öðrum starfsmönnum fyrirtækisins, .séu þær úpp- sagnir ólöglegar. „Það er óheimilt samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur að segja upp starfsfólki í verkfallsaðgerðum. Hvað aðra varðar þykir mér miður að stjórnendur Atlanta skuli láta það atriði að þeir séu ekki tilbúnir að láta sex flugmenn í FÍA sitja við sama borð og 23 flugmenn í FFF, sem málið snýst um, bitna á áttatíu starfsmönnum öðr- um. Mér finnst þetta með eindæmum og trúi því í raun ekki og skora á stjórnendur Atl- anta að gefa upp rétta ástæðu finnist eNnín er fyrir hendi. Þeir verða að tjá sig um það, en ég get nefnt þá þrjá möguleika sem mér sýnast fyrir hendi. I fyrsta lagi að Atlanta ætli sér að flytja úr landi, og þá hlýtur það að vera vegna þess að stjórnendur sjái ein- hvérn hag í því og það eina sem ég get ímynd- að mér er að sleppa við launatengd gjöld eins og önnur íslensk fyrirtæki borga. í öðru lagi að leggja eigi fyrirtækið niður og ef það er ætlunin er ekkert við því að gera; þá hefur eitthvað brugðist í rekstri fyrirtækisins og landsmenn eru þá mögulega heppnir að það skuli ekki ganga jafn lengi og Arnarflug á sínum tíma sem kostaði skattborgara hundruð milljóna. í þriðja iagi vona ég svo sannarlega að uppsagnirnar séu ekki áróðursbragð til þess að afla sér samúðar, því það væri á mjög lágu plani gagnvart þeim starfsmönnum Atlanta sem fengu uppsagnarbréf í dag," seg- ir Tryggvi. Flugleiðir ekki að baki Aðspurður um ásakanir þess efnis að Flug- leiðir kunni að standa að baki aðgerðum FIA, þar sem meirihluti félagsmanna vinnur hjá því fyrirtæki, segir Tryggvi að FÍA sé samningsaðili við flesta flugrekendur á ís- landi. Þar á meðal íslandsflug, Flugfélag Norðurlands, Landhelgisgæsluna, Flugfélag Austurlands, Flugtak og fleiri auk Flugleiða, og hafi enginn þessara aðila kvartað yfir því að stærsti hluti flugmanna innan FÍA starfi hjá Flugleiðum. „í viðbót við þetta, þá er sérstaklega búið að bjóða eiganda Atlanta bókun í þann kjarasamning sem við myndum gera við hann, þar sem segði að ekki yrðu boðaðar verkfallsaðgerðir hjá Atlanta nema meirihluti flugmanna hjá hans eigin fyrirtæki samþykkti þær. Þetta er trygging fyrir því að ekki sé hægt að boða þar til aðgerða í ljósi meirihluta flugmanna hjá Fiugleiðum, þannig að þessar aðdróttanir eru mark- leysa," segir Tryggvi. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.