Morgunblaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ SPURNING Hvers vegna HIGH DESERT blómafrjókorn, drottningarhunang og Propolis? HIGH DESERT blómafrjó- korn eru lífrænt (organic) (ekki verksmibjuframleiösla) náttúruefni, sem fullnægja allri vítamín/steinefna og annarri bætiefnaþörf líkamans. HIGH DESERT blómafrjókornin koma til landsins reglulega meö flugi, líkt og grænmeti og ávextir og eru því ávallt fersk. Ath. 500 mg. dagskammtur af blómafrjó- kornum kostar kr. 3,60. HIGH DESERT drottningar- hunang er fersk, óunnin, lífræn, undursamleg fæöa. Sækið styrk og kraft úr óspilltum efnum nátt- úrunnar. Ahugið ómeðhöndlað drottningarhunang skilar trúverö- ugum árangri. HIGH DESERT Propolis er sóttvarnarefni úr lífríki nátt- úrunnar. Sterkt varnarkerfi lík- amans er lífsnauösynlegt mann- inum. Propolis er náttúruvörn gegn innrásum sýkla og gerla. Upplýsingar og pöntunarsímar: 91-668591 - 91-668593. Útsölustabir: Græni vagninn, 2. hæö Borgarkringlunni. Blómaval, Sigtúni, Reykjavík. Kornmarkaburinn, Reykjavík. Kjöt & fiskur, Reykjavík. Hrímgull, Reykjavík. Heilsuhomib, Akureyri. Holt & goft, Blönduósi. Kaupfélag Amesinga, Selfossi. Studio Dan, ísafiröi. Skagaver, Akranesi. Eyjakaup, Vestmannaeyjum. VIÐSKIPTI Félag löggiltra endurskoðenda vill að endurskoðendur láti til sín taka á fleiri sviðum Endurskoð- endur rann- saki þrotabú SAMKEPPNI milli endurskoðunar- fyrirtækja hefur farið vaxandi og verkefni þeirra dregist saman m.a. vegna gjaldþrota og samruna fyrir- tækja á undanfömum ámm. Þá hef- ur kunnátta og þekking á reiknings- skilum innan fyrirtækja almennt aukist mjög mikið sem aftur hefur dregið úr verkefnum endurskoð- enda. Á sama tíma hefur orðið tals- verð fjölgun innan stéttarinnar und- anfarin ár og veruleg fjölgun fyrir- sjáanleg á næstu ámm. Þetta er m.a. til umræðu á ráðstefnu Félags löggiltra endurskoðenda sem nú stendur á Hótel Örk í Hveragerði. Innan félagsins er nú rætt um að þörf sé á aukinni kynningu á störfum endurskoðenda og vemda þurfí bet- ur starfsheiti þeirra. Þá geti löggilt- ir endurskoðendur aflað verkefna á fleiri sviðum t.d. í ráðgjöf við fjár- hagslega endurskipulagningu, end- urskoðun gjaldþrotabúa og í rann- sóknum skattsvikamála fyrir skatt- rannsóknarstjóra. „Við horfum til þess að það hefði mátt leita meira og fyrr til lögg- iltra endurskoðenda í mörgum málum,“ sagði Þorsteinn Haralds- son, formaður Félags löggiltra endurskoðenda í samtali við Morg- unblaðið. „Kannski höfum við sjálf- ir brugðist í því að láta vita af okkur og því hvaða þjónustu við veitum. Mjög margt af því sem miður hefur farið og verið hefur í umræðunni að undanförnu varð- andi meðferð á opinberu fé og fjöl- margt annað hefði mátt koma í veg fyrir með því að endurskoðendur hefðu fyrr og meir verið hafðir með í ráðum." Milljarðar hafa tapast Varðandi möguleika á að endur- skoðendur verði oftar kallaðir til við gjaldþrotaskipti benti Þorsteinn á að milljarðar króna hefði tapast í gjaldþrotum á undanförnum árum. „Tap bankanna er aðeins hluti vandans því tap annarra er oft mik- ið meira t.d. hjá viðskiptamönnum. Okkur grunar að oft tengist þessum gjaldþrotum ýmiskonar efnahags- brot sem er í raun ekki á færi ann- arra að rannsaka en sérfróðra manna eins og endurskoðenda. Það er í raun ólíðandi að gjaldþrot séu ekki betur rannsökuð en raun ber vitni til að hægt sé að draga af því lærdóma og komast að því hvort í tengslum við þessi þrotamál hafi átt sér stað einhver efnahagsbrot.“ Þorsteinn sagðist hafa heyrt af því að jafnvel væri það eitt fyrsta verk skiptastjóra að tæma allar bókhaldsmöppur til að selja möpp- urnar sjálfar. „í skjölunum leynast oft upplýsingar um eitthvað sem felur í séri verðmæti til skipta ef grannt er skoðað. Hins vegar verða menn að hafa þekkingu til að leita að því og upplýsa um það.“ Prentiðnaður Oddi hf. kaupir 90% í G.Ben-Eddu PRENTSMIÐJAN Oddi hf. hefur keypt meirihluta hlutafjár í G.Ben-Eddu prentstofu hf. Litlar breytingar verða á rekstri G.Ben-Eddu með eigenda- skiptunum, að sögn Þorgeirs Baldurssonar, prentsmiðjustjóra hjá Odda, en með þeim yrði auðveldara að ná fram hagræðingu í innkaupum og nýtingu á vélakosti, sem ætti að styrkja fyrirtækin í samkeppni við erlend- an prentiðnað, ekki síst á sviði bókagerðar. Oddi keypti hlut Eignarhaldsfé- lagsins Stoðar hf., Glitnis hf. og Iðn- þróunarsjóðs í G.Ben-Eddu, en sam- anlagt áttu þessir aðilar 91,45% hlut í prentstofunni. Þeir áttu hlut að sameiningu Prentsmiðjunnar Eddu hf. og G.Ben prentstofu í ágúst síð- astliðnum. Með þeirri sameiningu var starfsemi hins nýja fyrirtækis flutt á einn stað að Smiðjuvegi 3 og grip- ið til annarra aðgerða til hagræðing- ar, sem á að ljúka að mestu um ára- mótin. Hinir gömlu eigendur Prent- smiðjunnar Eddu eiga tæp 10% hlutafjár í fyrirtækinu. Samanlögð markaðshlutdeild Odda og G.Ben-Eddu af almennu prentverki á íslandi er nálægt 30%, ef undanskilinn er stærstur hluti dagblaðaprentunar og umbúðaprent- unar og prentunar erlendis. Þar af er hluti G.Ben-Eddu ef til vill um 5-6%, að sögn Þorgeirs. Hann sagði að G.Ben-Edda yrði áfram rekið sem sjálfstætt fyrirtæki og prentsmiðjustjóri þess verður áfram Sverrir D. Hauksson. Fram- kvæmdastjóri verður fyrst um sinn Jón Steingrímsson, en síðan yrði væntanlega valinn nýr um áramótin, að sögn Þorgeirs. ODDI og G.Ben-Edda eru með um 30% af almennu prentverki á Islandi. Samsung sakað um iðnnjósnir Gæti hindrað áform um bílaframleiðslu Seoul. Reuter. Minni hagnaður hjá Telegraph London. Reuter. SAMSUNG Heavy, skipasmíða- og þungavéladeild Samsung-sam- steypunnar í Suður-Kóreu, sætir harðri gagnrýni vegna ásakana um iðnnjósnir, sem kuniia að koma í- veg fyrir að fyrirtekið geti snúið sér að bílaframleiðslu. Ríkisfyrirtækið Korea Heavy Industries & Construction Co Ltd (KHIC) lagði fram kæru gegn Samsung Heavy í borginni Changwon í suðausturhluta lands- ins þegar upp komst að fjórir verk- fræðingar Samsung voru að ljós- mynda framleiðslutæki KHIC. Ljósmyndimar eru sagðar sýna að Samsung hafi viljað kynnast framleiðslu, uppsetningu og starf- rækslu Golíats-krana KHIC. Samsung Heavy vísaði kærunni á bug og sagði að kraninn væri svo gamall að að ekkert væri á því að græða að læra á hann. En sérfræðingar telja málið svo mik- inn álitshnekki fyrir Samsung að það muni gera að engu tveggja ára tilraunir fyrirtækisins til þess að fá leyfí stjórnvalda til að helja bifreiðaframleiðslu vegna almenns trausts sem það njóti. Stjómvöld segja að Samsung hafi ekki tekizt að færa rök fyrir því að bifreiðaframleiðsla á vegum fyrirtækisins væri í þjóðarþágu. Fyrir era þrír bifreiðaframleið- endur í Suður-Kóreru og talið er hætta á offramleiðslu ef Samsung bætist í hópinn. ÞRIGGJA mánaða verðstríð vönduðu blaðanna í Bretlandi hefur dregið úr hagnaði Telegraph-útgáfunnar, en hún gerir lítið úr áhrifunum og kveðst þola þrýstinginn. Hagnaður útgáfunnar fyrir skatta nam 33.9 milljónum punda fyrstu níu mánuði ársins miðað við 45.2 milljóna hagnað á sama tíma í fyrra. Hins vegar varð 2.6 milljóna punda tap á rekstrinum í Bretlandi, það er á útgáfu Daily Telegraph og Sunday Telegraph, miðað við 7.6 milljóna hagnað á sama tíma 1993. Hlutabréf í Telegraph lækkuðu um 6 pens í 336. Murdoch hóf stríðið Blað Ruperts Murdochs, The Tim- es hóf verðstríðið í september 1993 og veruleg harka hljóp í það í júnílok þegar söluhæsta vandaða blaðið, Daily Telegraph, ákvað einnig að lækka sitt verfl þar sem dregið hafði úr sölu. The Times lækkaði þá verðið í 20 pens og varð ódýrasta yandaða blað- ið á markaðnum. Daily Telegraph er selt á 30 pens. Framkvæmdastjóri Telegraph, Stephen Grabiner, sagði í samtali að salan hefði aukizt aftur í yfír eina milljón eintaka síðan verðið var lækk- að. Conrad Black stjórnarformaður sagði í Melboume að Telegraph mundi ekki bugast og Murdoch gæti ekki unnið verðstríðið. Að sögn Grabiners er ekki búizt við að verðstríðinu ljúki í ár, en hann sagði að tekjur af auglýsingúm hefðu greinilega aukizt og fjárfestingar handan hafsins kæmu í veg fyrir hættuástand - einkum ástralska út- gáfufyrirtækið John Fairfax Holdings Ltd. í jafnvægi Hann sagði að salan á Daily Te- legraph og The Times virtist vera að komast í jafnvægi - um 1.08 miilj- ónir og 608,000 eintaka á dag. Salan á Telegraph var komin í 990,000 áður en verðið var lækkað. Grabiner sagði að auglýsingatekj- ur hefðu aukizt í 32.7 milljónir punda á þriðja ársfjórðungi úr 29.6 milljón- um. Rekstrarkostnaður jókst að mun, en hann vildi ekki nefna tölur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.