Morgunblaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Kostíkov kveður Jeltsín VJATSJESLAV Kostíkov, að- alblaðafulltrúi Borísar Jeltsíns Rússlandsforseta, tilkynnti í gær að hann hefði látið af störfum að beiðni forsetans. Kostíkov sagði að Jeltsín hefði sagt að brotthvarf hans væri liður í uppstokkun á starfs- mannaliði forsetans og ekki bæri að líta á það sem hneisu. Fyrstu merkið um að Kostíkov væri valtur í sessi kom fram í september þegar hann og nokkrir aðrir samstarfsmenn Jeltsíns voru ekki í föruneyti hans í Bandaríkjunum. Clinton skort- ir nokkur atkvæði MICKEY Kantor, viðskipta- fulltrúi Bandaríkjanna, sagði í gær að Bandaríkjastjórn teldi að þrjú til fimm atkvæði skorti til að tryggja að öldungadeild þingsins samþykkti nýja GATT-samninginn um aukin heimsvið6kipti. Kantor og Leon Panetta, skrifstofustjóri Hvíta hússins, ræddu í gær við Bob Dole, leiðtoga repú- blikana í deildinni, til að freista þess að finna lausn á málinu. 22 milljónir manna féllu í átökum MEIRA en 22 milljónir manna hafa beðið bana í átökum í heiminum frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar, sam- kvæmt bókinni „Stríðskostn- aðurinn" sem gefin var út í gær. Þar segir að þrátt fyrir hrun kommúnismans og enda- lok kalda stríðsins sé meira um borgarastyrjaldir, skæru- hernað og átök um landsvæði nú en nokkru sínni fyrr á öld- inni. Útgefandi bókarinnar er Saferworld, ráð sérfræðinga í utanríkismálum sem er með höfuðstöðvar í Bristol í Eng- landi. Nýja Beau- jolais-vínið komið FYRSTA vín uppskeruársins 1994 frá héraðinu Beaujolais í Frakklandi kom á markaðinn í gær en samkvæmt frönskum lög- uni má ekki hefja sölu á því fyrr en þriðja fimmtudag nóvember- mánaðar. Það er ávallt mikið um að vera í París þegar Beaujolais- vínið er sett á markaðinn og mörg veitingahús lengdu opnun- artíma sinn aðfaranótt fimmtu- dags til að geta selt vínið. Á myndinni má sjá þegar byrjað var að veita vínið í verslun á Champs Elysée á miðnætti. Frakkar neyta tæplega helmings þess en hinn helmingurinn er fluttur út til 192 landa. Fyrstu flöskurnar komu með flugi til íslands í gær og voru opnaðar í veitingahúsinu Perlunni. Reuter Reynolds segir af sér í þágu stöðugleika Dyflinni. Reutcr. ALBERT Reynolds, forsætisráð- herra írlands, sagði af sér í gær, nokkrum klukkustundum áður en þingið átti að greiða atkvæði um vantrauststillögu á stjórnina sem búist var við að yrði samþykkt. Reynolds kvaðst hafa ákveðið að segja af sér „í þágu stöðugleika", til að tryggja að hægt yrði að halda áfram friðarumleitunum á Norður- írlandi, sem hann hóf fyrir ellefu mánuðum ásamt John Major, for- sætisráðherra Bretlands. Hann sagði að samsteypustjórn Fianna Fail og Verkamannaflokks- ins hefði sent Mary Robinson for- seta afsagnarbeiðni og hann kvaðst ætla að ráðfæra sig við hana síðar. Hann kvaðst ekki ætla að boða til nýrra kosninga og tók fram að hann hygðist ekki reyna að mynda nýja stjórn. Búist var við að Robinson fæli Fine Gael eða einhverjum öðrum stjórnarandstöðuflokki að mynda næstu stjórn. Nokkrir þingmenn í flokki Reynolds, Fianna Fail, höfðu lagt fast að hon- um að segja af sér til að koma í veg fyrir að vantrauststillagan yrði samþykkt. Eftir afsögnina var þingfundum frestað til þriðjudags svo tími gæfist til viðræðna um myndun nýrrar stjórn- ar. Reynolds verður forsætisráðherra til bráðabirgða þangað til. Umdeild embættisskipun Dick Spring aðstoðarforsætisráð- herra sagði að áætlunin um frið á Norður-írlandi væri mesta afrek Reynolds. Hann og John Major gáfu út svokallaða Downing Street-yfir- Albert Reynolds <—1 /. lýsingu í desember í fyrra sem leiddi til þess að írski lýðveldisherinn (IRA) og samtök mót- mælenda á Norður- írlandi féllust á vopna- hlé fyrr á árinu. Dick Spring hafði mótmælt þeirri ákvörð- un Reynolds að skipa Harry Whelehan, fyrr- verandi ríkissaksókn- ara, sem forseta hæsta- réttar og sú skipun varð stjórninni að falli. Reynolds hafði sætt gagnrýni stjórnarand- stöðunnar og nokkurra stjórnarliða á þingi fyrir að neita því á þinginu að Whelehan ætti sök á sjö mánaða töf á afgreiðslu fram- salsbeiðni vegna prestsins Brendans Smyths, sem var síðar dæmdur fyr- ir kynferðislega misnotkun á börn- um. Smyth fór af sjálfsdáðum til /,/ Norður-írlands í júní og hann var dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Spring sagði að töfín á framsals- beiðnihni sýndi að Whelehan væri ekki hæfur til að gegna embætti forseta hæstaréttar. Kveðst hafa verið blekktur Reynolds varði Whelehan í þing- ræðu á þriðjudag og sagði að hann hefði ekki átt sök á töfínni. For- sætisráðherrann tók þessi orð aftur daginn eftir og sagði að Whelehan hefði villt um fyrir honum. „Ég harma einnig þá ákvörðun mína að skipa hann í embættið þrátt fyrir yfirlýsta andstöðu Verkamanna- flokksins," sagði Reynolds. Þetta nægði þó ekki til að Verka- mannaflokkurinn fengist til að halda stjórnarsamstarfinu áfram. Spring sakaði forsætisráðherrann um að hafa vitað hið rétta í málinu daginn áður en hann bar sakir af Whelehan á þinginu. ___JLtHO.....'" '**' Kanaríeyjar 2javiknaferð2.-16. des. á verði helgarferðar ............................... M ¦ ¦ n Á Kanaríeyjum er frábært að gera jólainnkaupin! Verslunarferð til Las Palmas innifalin. OKAUTKALL 6 sæti laus Orfá sæti laus Edinborg Upplýsíngar ekki gefnar í síma! 19. nóv. ^NRVALÚTSÝN trygginffjrirjæiam GaLf\l%A$i» liígmúla 4: simi 699300, i Hafnarfirði: sími 6523 66, í Keflavik: síjtii 11353 , áÁkureyri: sími 25000, á Selfossi: síml 21666 - og bjá umboðsmönnum um land altt. ^^ ' '^' \/tfflt*&~f'\' i // i ;y
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.