Morgunblaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Ekki má skaða háskóla- starf hér á landi NU FER fram um- ræða um fjárlög fyrir árið 1995. Sá hluti sem Háskóla íslands er ætlaður er áhyggju- efni. Það er okkur ís- lendingum nauðsyn- legt að eiga háskóla sem stenst samanburð á heimsmælikvarða, þ.e. háskóla sem upp- fyllir þær kröfur sem gerðar eru til slíkra stofnana í hinum vest- ræna heimi. Háskóli íslands hefur á að skipa fjölda starfs- fólks, kennara, sér- fræðinga og nemenda sem vinna að framgangi hans í þágu þjóðarinnar af heilum hug. Markið er sett hátt og gömlum nemendum Háskóla íslands verður hugsað með þökk til þess veganest- is sem skólinn hefur veitt þeim. Það veganesti hefur nýst mörgum vel í framhaldsnámi við virta há- skóla erlendis, sem og við krefj- andi störf í nútíma þjóðfélagi. Nemendur Háskóla íslands hafa farið víða til framhaldsnáms og flytja með sér til baka kunnáttu, aukna víðsýni, ögun í hugsun og vinnubrögðum og sjónarhom frá mörgum virtustu vísindastofnun- um heims. Þessi fjölbreytti bak- grunnur er þjóðarauður, sem aðrar þjóðir öfunda okkur af. Það er nefnilega býsna algengt meðal annarra þjóða að langskólagengið fólk hafí einungis öðlast menntun sína innan eigin lands, í raun eðli- legt meðal þjóða sem bjóða æðstu menntagráður á flestum sviðum. Ennfremur er nauðsynlegt fyrir þjóðarhag okkar íslendinga, að starfsumhverfið á íslandi gefi sem flestum tækifæri til að nýta hæfi- leika sína og kunnáttu, annars er hætt við að atgervisrýrnun og at- Anna Soffía Hauksdóttir gervisflótti verði vax- andi vandamál hér._ Þróunin innan HI á undanförnum áram hefur verið til bóta að mörgu leyti. Það er gleðiefni að hæft vís- indafólk hefur áhuga á að finna sér starfsvett- vang innan skólans sem og að sjá ný nám- skeið þróast og fylgj- ast með uppbyggingu tækjakosts, tölvubún- aðar og húsnæðis, þar sem slík uppbygging hefur orðið. Það er einnig gleðiefni að sjá viðleitni í launakerfi sem hvetur til afkasta við rann- sóknir. En það er margt sem veldur áhyggjum. Mjög takmarkað fjár- magn er til uppbyggingar tækja- kosts og húsnæðis. Skortur á tækj- um og húsnæði háir flestum deild- um og stofnunum og hefur í för með sér verri nýtingu mannauðs en ella. Fjárveiting til aðfanga háskólabókasafns er minni en sam- bærilegar fjárveitingar til annarra háskóla í Evrópu og Norður-Amer- íku. Þar eram við í neðsta sæti. Fjárveitingar til Háskólans hafa stöðugt farið minnkandi frá 1991. Á sama tíma hefur nemendum fjölgað. Fjárveiting á virkan nem- anda (virkur nemandi skilar eðli- legri námsframvindu eða 30 ein- ingum á ári) hefur lækkað stöðugt frá 1988 og er líklega sú lægsta í hinum vestræna heimi. Hækkun skólagjalda er áhyggjuefni, sér- staklega vegna efnaminni stúd- enta. Kennsla hefur verið skorin niður vegna ónógra fjárveitinga, jafnt fyrirlestrar, dæmatímar og verklegir tímar. Valnámskeið sem byggð hafa verið upp hafa verið lögð niður. Excel framhaldsnámskeið og verkfræöiþjónustan 'uskóli Halldórs Kristjanssonar 94045 Tölvu-1 _ TölvusKóli Halldórs Kristjá Grensásvegi 16 • © 68 80 90 Jólaföndur fólaefni í gífurlegu úrvali, jólafóndurblöð, snið og sýnishom afgóðum gjafa- hugmyndum. Við seljum eitt vinsœlasta fóndurlímið fyrir efni, pappa o.fl. Opið mánudaga til föstudaga frá kl. 9-18, á laugardögum frá 1. sept. til 1. júní frá kl. 10-14. 9 VIRKA MÖRKINNI 3, SÍMI 687477 (við Suðurlandsbraut). ...blabib - kjarni málsins! Sjábu hlutina í víbara samhengi! í öllum deildum Háskóla íslands blasir við vax- andi vandi vegna ónógra fjárveitinga, að mati Onnu Soffíu Hauksdóttur, sem telur brýnt að rétta hlut há- skólastarfs í landinu. í öllum deildum HÍ blasir við vandi vegna ónógra fjárveitinga. Við sem störfum innan verkfræði- deildar höfum þungar áhyggjur af þessari þróun. Verkfræðin er fag í mikilli framþróun, einn af horn- steinum hins tæknivædda þjóðfé- lags. Helsta von okkar íslendinga til að halda lífskjöram sambærileg- um við nágrannaþjóðirnar á næstu áratugum, byggist á því að okkur takist að breikka grandvöll undir atvinnulíf okkar. Við eigum ýmsa lífvænlega græðlinga sem vaxið hafa úr tæknivísindalegum jarð- vegi og munu stuðla að fjölbreytt- ari atvinnu hér, ef rétt er á málum haldið. Þar má t.d. nefna ýmis áhugaverð hugbúnaðarverkefni, en hugbúnaður er ört vaxandi útflutn- ingsgrein. Sjálfvirkt tilkynninga- kerfi fyrir skip, sem þróað var á Kerfisverkfræðistofu Verkfræði- stofnunar HÍ, mun stórauka öryggi íslenskra sjómanna og á vafalítið erindi á erlenda markaði. Ýmis fyrirtæki hafa komist vel á legg. Fyrstu framleiðsluvörar Marel hf. vora upphaflega þróaðar á Raun- vísindastofnun HÍ og fyrirtækið veitti verkfræðideild nýlega viður- kenningu fyrir framlag deildarinn- ar til menntunar verkfræðinga. Verkfræðideild hefur verið í far- arbroddi hvað varðar framboð á valnámskeiðum, ekki síst í þeim greinum sem framþróun er hvað örast í. Kennarar hafa lagt kapp á að fylgjast vel með og geta jafn- an boðið og byggt upp námsefni sem endurspeglar nýjungar. í mörgum tilvikum hefur verið lögð sérstök áhersla á uppbyggingu verklegra þátta og verkefnavinnu, sem býr nemendur okkar sérstak- lega vel undir störf sem þeir munu takast á við í framtíðinni. í þess- ari uppbyggingu er mikilvægt að valnámskeið séu kennd nokkuð reglulega, helst á hveiju ári, þann- ig að jafnt og þétt megi bæta inn aukinni og nýrri þekkingu. Kenn- ari sem ekki kennir valnámskeið reglulega, kennir þess í stað meira af grunnnámskeiðum og á þar af leiðandi ekki sama kost á að byggja sitt sérsvið upp og miðla kunnáttu sinni með kennslu. Undanfarið hefur valnámskeiðum fækkað og í reynd er það að verða svo að nemendur okkar eiga orðið einung- is kost á sárafáum valnámskeiðum. Svipað ástand er því miður að finna víðast innan Háskólans. Það er leitt að finna að starfsfólk og nemendur séu að missa trúna á að HÍ geti sinnt hlutverki sínu. Það er sárt að sjá það sem byggt hefur verið upp, brotið niður. Við megum ekki láta það henda okkur að Há- skóli íslands standi ekki lengur undir merki sínu. Hann hefur gert það og hann verður að gera það áfram okkur öllum til heilla. Það era okkur vonbrigði sem störfum innan Háskóla íslands að sjá fjár- veitingar til HÍ minnka enn í nýút- komnu frumvarpi til fjárlaga. Há- skólinn hefur sýnt ábyrga afstöðu í fjármálum sínum á erfiðum tím- um í þjóðarbúinu og mætt lækk- andi framlögum með miklum nið- urskurði kennslu og lágmarksupp- byggingu. Lengra verður ekki gengið án þess að valda ómældum skaða í háskólastarfinu. Uppbygg- ing vísindastofnana er langtíma- verkefni, en niðurrif þeirra tekur skamman tíma. Það er von mín að yfirvöld gefi máli þessu gaum með því að verða við beiðni um hækkun á fjárframlögum til HÍ fyrir árið 1995. Höfundur er prófessor í rafmagnsverkfræði við Háskóla Islands. I nýjum búningi UM 66 ÁRA skeið hef- ur útkoma Árbókar Ferðafélags íslands verið árviss atburður sem fróðleiksfúsir áhugamenn um landið og sögu þess bíða jafn- an með eftirvæntingu. Fyrstu árin var árbókin einungis þunnt kver þar sem stiklað var á stóru um víðlend hér- uð. Smám saman hefur bókin gildnað jafn- framt því sem efni hennar hefur þrengst og orðið ítarlegra. All- miklar breytingar hafa líka orðið á útliti ár- bókarinnar. Fyrir mörgnm árum tóku litmyndir að prýða bókina í , auknum mæli og nú í þeirri síðustu hefur verið stigið stórt skref til breytingar. Það er Árbók Ferðafé- lags íslands 1994 sem kallast Ystu strandir norðan Djúps með undirtit- ilinn Um Kaldalón, Snæfjallaströnd, Jökulfirði og Strandir. Höfundur er Guðrún Ása Grímsdóttir. Undirritaður fékk þessa bók í hendur í sumar og hefur satt að segja undrast hversu lítið hennar hefur verið getið í blöðum og engan dóm um hana hef ég séð. Sannast sagna er þó hér um gersemi að ræða, bæði að efni til, myndakosti og útliti og munu fáar bækur í ár slá henni við að þessu leyti. Breytingar á broti árbóka, tíma- rita og blaða hljóta ávallt að vera nokkuð umdeildar, því að fólk er íhaldssamt á þá hluti, einkum safn- arar. En breytingar liggja í eðli tímans og stundum er hið gamla hemill á nauðsynlegar framfarir. Breytingarnar á Árbókinni' 1994 felast í því að brotið er stækkað og lesmálið er sett í tvo dálka á síðu í stað þess að hafa eina línuröð eins og jafnan hefur verið. Á bók- inni er og ný leturgerð. Þetta gefur færi á meiri fjölbreytni í umbroti og myndir njóta sín betur. Enda er ljósmyndum nú fjölgað. Þær eru oftast tvær til fjórar á hverri opnu. Hjalti Kristgeirsson, ritstjóri Ár- bókarinnar, segir í tilskrifí til les- Guðjón Friðriksson enda að tilgangurinn með breytingunum sé sá að bókin kæmi til móts við kröfur tímans um útlit prentgripa og meðferð myndefnis þannig að Ferðafélagið mætti vera samkeppn- isfært með árbók sína á markaði mynd- skreyttra bóka. Eins og áður sagði tel ég þessa nýju árbók vera gersemi. Björn Þorsteinsson, líffræð- ingur, mun hafa hann- að hið nýja útlit að verulegu leyti og tekið helming mynda í bók- inni. Sjálfur hef ég ferðast allmikið um Jökulfirði og Strandir og er því kunnugur dulúð og hrikafegurð þessara eyddu byggða. Er ég fletti bókinni stóð ég sjálfan mig að því hvað eftir annað að grípa andann á lofti er við mér blöstu ljósmyndir Björns Þorsteinssonar sem mér fínnst bera af öðram í bókinni og era þó myndir nær allar góðar. Björn virðist hafa næmt auga fyrir veðurstemmningum og hinu smá- lega í náttúranni. Gaman er til dæmis að þoku- og suddamyndum Björns, en fátt á betur við á Horn- ströndum. Af öðrum myndum er einkum fengur að ljósmyndum sem þýski fræðimaðurinn Hans Kuhn tók í Jökulfjörðum og á Hornströndum árið 1927. Einnig Ijósmyndum frá aldamótum af hvalveiðistöðinni á Meleyri í Vatnsleysufirði sem komnar era úr bandarísku safni. Og þá er komið að sjálfum texta bókarinnar eftir Guðrúnu Ásu Grímsdóttur. Hún setti saman bók um sögu Grannavíkurhrepps, Grunnvíkingabók, sem kom út fyrir fimm árum og hefur þvf um margra ára skeið helgað sig þessum norð- lægu slóðum. Það má líka sjá á textanum að hún hefur sjálf gengið um hvern flörð og dal, hveija vík og heiði — eða svo virðist. Er það út af fyrir sig afrek, því að þetta er miklu víðlendara svæði en ókunn- ugir gætu ætlað í fljótu bragði og Sannast sagna, segir Guðjón Friðriksson, er hér um gersemi að ræða. allt verður að fara fótgangandi eða á bátum. Sem dæmi má nefna að bein loftlína frá Kögri að Ingólfs- firði er um 150 kílómetrar. Landið er allt mjög vogskorið, víða illt yfir- ferðar og þar er að auki illviðra- samt. Það sér á textanum að Guðrún Ása hefur tekið ástfóstri við þetta land. Svo mikil alúð er í frásögn- inni. Hún veitir öllu nána athygli og drekkur það í sig, ekki síst það sem næst fótum verður; blálilja og skarfakál og öll sú fjölbreytilega flóra sem einkennir svæðið. Fomar bæjartóttir verða uppspretta kjarn- mikilla athugasemda um horfið mannlíf eða stuttra örlagasaga: „Undir sverði á Beinrófu gætu leg- ið öll búsgögn til reiðu og rúm óum- búin eins og frá var gengið, ef til vill er þar íslenska Pompei að finna. Skvompa eða dý í túninu, sem seinna frýs en landið í kring, heitir Gullhola, nafnið minnir á gulldraum félauss manns“ (bls. 62). Guðrún Ása Grímsdóttir er sér- kennilegur höfundur. Mál hennar er ljóðrænt og hnitmiðað en er fullt af óvæntum, skemmtilegum og allt að því sérviskulegum orðatiltækj- um, myndum og persónugerving- um. Er unun að því að lesa text- ann, svo fullur er hann af slíku. Auðséð er líka að Guðrún Ása er vel lesin í íslendingasögum, mál hennar er stundum svo knappt að líkist helst fommáli. Útkoma Árbókar Ferðafélags ís- lands 1994 er viðburður, ekki að- eins vegna þess hve góður prent- gripur hún er heldur ekki síst vegna þess hve óvenjulega vel hefur til tekist í stíl og mynd. Hún ætti að eiga heima í bókaskáp allra sem unna góðri bók, landi og sögu. Höfundur er sagnfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.