Morgunblaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1994 15 Bílaiðnaður Færri nfir bílar skráðir í október Briissel. Reuter. SKRÁNING nýrra bifreiða í Vestur- Evrópu í október jókst um 3.3% miðað við sama mánuð í fyrra, en minnkaði úr 3.8% í september að sögn sambands evrópskra bifreiða- framleiðenda, ACEA. Aukningin var meiri í EFTA-lönd- um (4.2%), einkum Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, en í löndum Evrópusam- bandsins. Mest var aukningin í Dan- mörku, 62%, en þar næst á Spáni (25%) og í Frakklandi (9.6%). Salan dróst hins vegar saman um 33.8% í Grikklandi og 15.5% í Portúgal. I Þýzkalandi minnkaði salan um 1% og Bretlandi um 3% samkvæmt bráðabirgðatölum ACEA. Aftur á móti voru 250,000 nýir bílar skráðir í Þýzkalandi í október, fleiri en í nokkru öðru landi. Frakk- land var í öðru sæti með 173,700 nýskráða bíla og ítalir í því þriðja með 130,500 bíla. Alls voru 916,700 nýir bílar skráð- ir í Vestur-Evrópu í október. Að sögn ACEA jókst skráning nýrra bifreiða mest hjá Fiat, sem framleiðir líka Lancia og Alfa Romeo, eða um 25.4%. Volkswagen, sem framleiðir einnig Seat, Audi og Skoda, seldi flesta bíla, eða 153,200, en aukningin var 8.6% miðað við október í fyrra. Bílasala dróst mest saman hjá BMW, eða um 5.3% í 53,340 skráða bíla, og hjá japönskum framleiðend- um í heild, um 4.7% í 98,716 skráða bfla. BESTA GJOFIN ER ISLENSKUR JOLAMATUR Við sjáum um sendingar á íslenskum jólamat út um allan heim. Fagleg og persónuleg þjónusta! AUSTURSTRÆTI 17 - SÍMI 91-121 12 SENDU ÞEIM HUSAVIKURHANGIKJÓT A JOLABORÐI ii.ii.m-.ui.iinj ■ Finnar fá Atomic Vín. Reuter. FINNSKA fyrirtækið Amer-Yhtyma Oy mun eignast austurríska fyrir- tækið Atomic, sem framleiðir skíði og fleiri íþróttavörur. Helzti lánardrottinn Atomic er Bank fúr Arbeit und Wirtschaft (BAWAG), sem er í eigu austurrísku verkalýðshreyfingarinnar og styður tilboð Amers í fyrirtækið. Atomic er eitt kunnasta fyrirtæki Austurrikis og selur um 90% fram- leiðslu sinnar úr landi. Að sögn BAWAG hefur fyrirtækið mikla þörf fyrir viðbótarfjármagn, sem Amer mun útvega. Amer greiðir andvirði 84.98 millj- óna dollarafyrir Atomic, sem er ann- ar mesti skíðaframleiðandi heims, næst á eftir Rossignol í Frakklandi. Nokkrir úr hópi kunnustu íþrótta- manna heims nota skíði frá Atpmic, sem hefur um 700 starfsmenn. Árleg sala Atomic nemur 96.86 milljónum dollara, en fyrirtækið hefur leitað að samstarfsaðila í nokkur ár vegna skulda er nema 147.6 milljónum doll- ara. ------»--»-«----- Iberia er á barmi gjaldþrots Madrid. Reuter. SPÆNSKA flugfélagið rikisrekna, Iberia, verður gjaldþrota á fyrstu mánuðum næsta árs ef það fær ekki nýtt fjármagn að sögn stjórnarform- anns félagsins, Javier Salas. Eigið fé félagsins nam 550 millj- ónum dollara í ársbytjun, en í árslok er líklegt að það muni hafa lækkað í 200 milljónir að sögn Salinas. Á fyrstu „dauðu“ mánuðunum 1995 eigi Iberia gjaldþrot á hættu, því að ríkisstjómin heimili ekki fjármagns- aukningu fyrr én félagið hafi samið við starfsmenn um endurskipulagn- ingu. Viðræður hafa siglt í strand. Starfsmenn hafna kröfu Iberia um 15% kauplækkun nema atvinna þeirra verði tryggð. Útborguð laun margra starfs- manna eru um 68.000 kr á mánuði. Verkalýðsfélög vilja að launalækkan- ir takmarkist við þá sem hæst hafi laun og að fyrst verði dregið úr rekstrarkostnaði. KRENGLUNNl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.