Morgunblaðið - 18.11.1994, Side 15

Morgunblaðið - 18.11.1994, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1994 15 Bílaiðnaður Færri nfir bílar skráðir í október Briissel. Reuter. SKRÁNING nýrra bifreiða í Vestur- Evrópu í október jókst um 3.3% miðað við sama mánuð í fyrra, en minnkaði úr 3.8% í september að sögn sambands evrópskra bifreiða- framleiðenda, ACEA. Aukningin var meiri í EFTA-lönd- um (4.2%), einkum Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, en í löndum Evrópusam- bandsins. Mest var aukningin í Dan- mörku, 62%, en þar næst á Spáni (25%) og í Frakklandi (9.6%). Salan dróst hins vegar saman um 33.8% í Grikklandi og 15.5% í Portúgal. I Þýzkalandi minnkaði salan um 1% og Bretlandi um 3% samkvæmt bráðabirgðatölum ACEA. Aftur á móti voru 250,000 nýir bílar skráðir í Þýzkalandi í október, fleiri en í nokkru öðru landi. Frakk- land var í öðru sæti með 173,700 nýskráða bíla og ítalir í því þriðja með 130,500 bíla. Alls voru 916,700 nýir bílar skráð- ir í Vestur-Evrópu í október. Að sögn ACEA jókst skráning nýrra bifreiða mest hjá Fiat, sem framleiðir líka Lancia og Alfa Romeo, eða um 25.4%. Volkswagen, sem framleiðir einnig Seat, Audi og Skoda, seldi flesta bíla, eða 153,200, en aukningin var 8.6% miðað við október í fyrra. Bílasala dróst mest saman hjá BMW, eða um 5.3% í 53,340 skráða bíla, og hjá japönskum framleiðend- um í heild, um 4.7% í 98,716 skráða bfla. BESTA GJOFIN ER ISLENSKUR JOLAMATUR Við sjáum um sendingar á íslenskum jólamat út um allan heim. Fagleg og persónuleg þjónusta! AUSTURSTRÆTI 17 - SÍMI 91-121 12 SENDU ÞEIM HUSAVIKURHANGIKJÓT A JOLABORÐI ii.ii.m-.ui.iinj ■ Finnar fá Atomic Vín. Reuter. FINNSKA fyrirtækið Amer-Yhtyma Oy mun eignast austurríska fyrir- tækið Atomic, sem framleiðir skíði og fleiri íþróttavörur. Helzti lánardrottinn Atomic er Bank fúr Arbeit und Wirtschaft (BAWAG), sem er í eigu austurrísku verkalýðshreyfingarinnar og styður tilboð Amers í fyrirtækið. Atomic er eitt kunnasta fyrirtæki Austurrikis og selur um 90% fram- leiðslu sinnar úr landi. Að sögn BAWAG hefur fyrirtækið mikla þörf fyrir viðbótarfjármagn, sem Amer mun útvega. Amer greiðir andvirði 84.98 millj- óna dollarafyrir Atomic, sem er ann- ar mesti skíðaframleiðandi heims, næst á eftir Rossignol í Frakklandi. Nokkrir úr hópi kunnustu íþrótta- manna heims nota skíði frá Atpmic, sem hefur um 700 starfsmenn. Árleg sala Atomic nemur 96.86 milljónum dollara, en fyrirtækið hefur leitað að samstarfsaðila í nokkur ár vegna skulda er nema 147.6 milljónum doll- ara. ------»--»-«----- Iberia er á barmi gjaldþrots Madrid. Reuter. SPÆNSKA flugfélagið rikisrekna, Iberia, verður gjaldþrota á fyrstu mánuðum næsta árs ef það fær ekki nýtt fjármagn að sögn stjórnarform- anns félagsins, Javier Salas. Eigið fé félagsins nam 550 millj- ónum dollara í ársbytjun, en í árslok er líklegt að það muni hafa lækkað í 200 milljónir að sögn Salinas. Á fyrstu „dauðu“ mánuðunum 1995 eigi Iberia gjaldþrot á hættu, því að ríkisstjómin heimili ekki fjármagns- aukningu fyrr én félagið hafi samið við starfsmenn um endurskipulagn- ingu. Viðræður hafa siglt í strand. Starfsmenn hafna kröfu Iberia um 15% kauplækkun nema atvinna þeirra verði tryggð. Útborguð laun margra starfs- manna eru um 68.000 kr á mánuði. Verkalýðsfélög vilja að launalækkan- ir takmarkist við þá sem hæst hafi laun og að fyrst verði dregið úr rekstrarkostnaði. KRENGLUNNl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.