Morgunblaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR B/C/D 264. TBL. 82. ÁRG. FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Húsleit og handtökur í Færeyjum vegna fjársvika við skipasmíðar Fjórir kunnir lögmenn eru meðal sakbominga Morgunblaðið. Þórshöfn. FÆREYSKA lögreglan hélt áfram í gær að leggja hald á skjöl vegna meints mesta fjármálahneykslis í sögu Færeyja. Streymdu skjöl sem hald var lagt á í húsleit í fyrrinótt inn á lögeglustöðina í Þórshöfn. Tólf menn voru handteknir í aðgerðunum og alls 20 kærðir. Þeir eru grunaðir um að hafa svikið fé m.a. út úr landstjórninni og Skipasmíðasjóði Danmerkur. Reuter Yngsti ráðherrann CLAUDIA Nolte, 28 ára kona, var skipuð ráðherra í nýrri sijórn Helmuts Kohls kanslara Þýska- lands í gær. Er hún yngsti ráð- herra þar í landi til þessa. Hún fer með málefni kvenna, ungl- inga, Jífeyrisþega og fjölskyldu- mál. A myndinni sver hún emb- ættiseið í Bonn. Meðal lögmannanna 12 eru fjórir af fremstu lögmönnum Færeyja, Jógvan Páll Lassen, Halgir Winther Poulsen, Poul Hansen og Magnus S. Petersen, allir frá Þórshöfn. Flæktur í mörg mál Sá síðastnefndi er einnig meðal sakborninga í stóra fjársvikamálinu sem kennt er við togarann Haugadr- ang. Hann hefur einnig verið bendl- aður við umfangsmikil fjársvik vegna smíði togarans Skálafjalls. Báðir togararnir eru verksmiðju- skip og voru smíðaðir í Skála-skipa- smiðjunni í Færeyjum. Færeyska landstjórnin gerir kröfu um að þeir sem stofni til nýsmíða leggi fram sem nemur 10% af eigin fé. Lögregluyfirvöld telja nú að flest skjöl um eigið fé útgerðarfyrirtækj- anna, sem lögð voru fram vegna smíði fjölda togara, hafí verið fölsuð. Þannig hafa sönnur verið færðar á skjalafölsun af þessu tagi vegna smíði Haugadrangs og Skálafjalls. Þeir sem kærðir voru fyrir aðild að Haugadrangsmálinu voru þó sýkn- aðir en efast er um að sama niður- staða verði í Skálafjallsmálinu. Fleiri togarar Við rannsókn þessara mála hafa þeir sem bendlaðir voru við þau ít- rekað vísað til um 15 annarra skipa- smíðaverkefna á níunda áratugnum. Þar á meðal má nefna togarana Stígarklett, Hádegisklett, Ocean Prawn, Hvítanes og Sverra Ólason. Meint svik eru í einstökum málum sögð nema frá 200 milljónum króna og upp í milljarð íslenskra. Það er vegna þessara mála sem gripið var til mestu lögregluaðgerða í sögu Færeyja í fyrrinótt og gær- dag. í þeim tóku um 100 lögreglu- menn þátt, aðallega í Færeyjum en einnig í Danmörku og Grænlandi. „Við tókum vitnisburð sakborn- inganna sem kærur og höfum nú gripið tii aðgerða í framhaldi af því,“ sagði Magnus Moller, ríkissaksókn- ari Færeyja, í gær. Samkvæmt óstaðfestum fréttum í Danmörku eru færeyskir lands- þingmenn í hópi sakborninga. Andstaða eykst við ESB-aðild Óákveðnir gætu ráðið úrslitum Ósló. Reutcr. NÝJAR skoðanakannanir sem birt- ar voru í Ósló í gær sýna að and- stæðingar aðildar Noregs að Evr- ópusambandinu (ESB) hafa sótt í sig veðrið að undanförnu. Norð- menn kjósa um aðild í þjóðarat- kvæði 28. nóvember. Samkvæmt könnun Verdens Gang, sem Scan-Fact-stofnunin vann fyrir blaðið, eru 49% kjósenda andvíg aðild að ESB en stuðnings- menn aðildar 41%. Hefur andstæð- ingum fjölgað um tvö prósentustig frá könnun sem birt var í fyrradag. Stuðningsmönnum aðildar hefur sömuleiðis fækkað úr 43% í 41%, samkvæmt könnun VG. Sem fyrr kváðust 10% kjósenda vera óákveð- in. Könnun sem MMI-stofnunin gerði fyrir blaðið Dagbladet, og birt var í gær, sýnir hins vegar aukinn stuðning við aðild eða úr 35 í 37%. Samkvæmt þeirri könnun eru 48% kjósenda andvíg ESB-aðild og nem- ur aukningin 1%. Óákveðnum fækk- aði hins vegar úr 18% í 15%. Þá birti sjónvarpsstöðin TV2 könnun Gallup og samkvæmt henni styðja 37% kjósenda aðild en 47% eru andvíg og 15% eru óákveðin. Reuter Reynolds farinn frá ALBERT Reynolds forsætisráðherra írlands baðst í gær lausnar en ákvað að ijúfa ekki þing. Með því er þeim möguleika haldið opnum að hægt verði að mynda nýja stjórn fráfarandi stjórnar- flokka, Fianna Fail og Verkamannaflokksins. Á myndinni skýrir Reynolds Mary Robinson forseta (t.v.) frá ákvörðun sinni. „Topaz“ dæmdur fyrir landráð ÞÝSKI njósnarinn Rainer Rupp, sem gekk undir dulnefninu „Topaz“ hjá yfirboðurum sinum í Austur-Berlín, var dæmdur í 12 ára fangelsi í gær fyrir landráð. Hann er 39 ára Vestur-Þjóðverji og starfaði í hagdcild Atlantshafs- bandalagsins (NATO) í Brussel. Hann viðurkenndi að hafa á tím- um kalda stríðsins, eða frá 1977 til 1989, látið austur-þýskum stjórnvöldum í té þúsundir leyni- skýrslna um hernaðarleyndarmál Vestur-Þýskalands og NATO. Þýskur sérfræðingur um varnar- mál sagði að upplýsingarnar hefðu verið Sovétríkjunum og lep- príkjum þess það mikilvæg að þau ein og sér hefðu getað kostað NATO ósigur í stríði. Myndin var tekin er Rupp ræddi við eiginkonu sina, Ann-Christine, eftir að dóm- ur hafði verið kveðinn upp í gær. Dansk-færeyskar viðræður Fallast á fram- seljanlega kvóta Kaupmannahöfn. Moi;gunbla(1ið. FÆREYSK samninganefnd undir forystu Edmunds Joensens lög- manns sat í gær fund með Poul Nyrup Rasmussen forsætisráð- herra Dana og öðrum fulltrúum dönsku stjórnarinnar. Fundurinn var liður í viðleitni til að ná sam- stöðu um áframhaldandi efnahags- aðgerðir. Fyrir skömmu birtist enn ein svört skýrsla um efnahagsástand Færeyja þar sem meðal annars er gerð tillaga um 10 ára áætlun til að vinda ofan af skuldum eyjanna. Hjálp til að greiða lán Færeysku fulltrúarnir féllust á þá kröfu Dana í gær að draga úr sókn í fiskistofna og taka upp fram- seljanlegum kvóta. I staðinn kröfðust Færeyingar hjálpar til að greiða erlend lán sín. Féllust Danir á að yfirtaka dýr erlend lán Færeyinga upp á 10 milljarða króna og lána þeim á móti á hagstæðum kjörum. Hins vegar höfnuðu Danir að bæta Færeyingum þá 25 milljarða íslenskra króna, sem sagðir eru hafa tapast vegna bankagjaldþrota undanfarin ár. Atvinnustofnun Sem lið í atvinnuaukandi aðgerð- um og til að sporna við fólksflótta frá eyjunum ætla Danir að leggja fram jafnvirði milljarða íslenskra króna til að koma á fót atvinnu- stofnun. Færeyingar leggja fram sömu upphæð. Einnig verður Fær- eyingum veittur aðgangur að at- vinnuskapandi sjóðum í Danmörku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.