Morgunblaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÖVEMBER 1994 39 MINNINGAR KRISTIANNA JESSEN + Kristianna Jes- sen fæddist í Trangisvögi í Fær- eyjum 13. janúar 1918. Hún lést í Landspítalanum 21. október síðast- liðinn og fór útför hennar fram 27. október. TIL ÞESS að knatt- spyrnufélag geti teflt fram góðu knatt- spymuliði þarf margt til. Nefna má fyrst góða knattspyrnumenn og þjálfara og að sjálfsögðu dugmikla forystu- menn. Síðast en ekki síst þarf trausta og góða stuðningsmenn. Síðustu áratugi hefur þetta allt farið saman hjá okkur Skaga- mönnum og því hefur árangur þeirra á knattspyrnuvellinum verið sem raun ber vitni og vakið verð- skuldaða athygli. Nöfn knattspymumanna þekkja flestir, svo og margra þeirra sem em í forystu, þar sem þeir eru jafn- an í sviðsljósinu á hverjum tíma. Þessu er ekki eins farið með stuðningsmenn liðanna. Nöfn þeirra þekkja fæstir utan hópsins. Þegar við stuðningsmenn Skaga- manna stofnuðum með okkur félag í Reykjavík fyrir tæpum þremur árum mættu á annað hundrað manns á stofnfundinn. Þetta var fólk á öllum aldri, allt frá ungling- um og upp í fólk á áttræðisaldri. Lið okkar var nýkomið í 1. deild, eftir ársdvöl í 2. deild, og því mik- ill hugur í mönnum. Meðal stofnenda og aldursfor- seti á fundinum var Kristianna Jessen, þá rúmlega 70 ára, sem ég vil kveðja með nokkrum orðum, en hún lést 21. október sl. eftir stutt en erfið veikindi. Hún var einn öflugasti stuðn- ingsmaður Skagamanna og sótti velflesta leiki liðsins hér í Reykja- vík og á Akranesi í áratugi. Margir undruðust áhuga hennar og þekkingu á knattspyrnu og knattspyrnumönnum. Hún var ekki einungis vel að sér um allt er varðaði knattspyrnu hér á landi, heldur einnig erlendis. Má þar nefna ensku knattspyrnuna, þar sem hún var dyggur aðdáandi liðs Liverpool. Ég var oft spurður að því hvort þessi full- orðna kona, eins og menn orðuðu það, væri amma, mamma eða frænka einhvers leikmannsins í liðinu. Svo var ekki. Hún var ekki skyld eða tengd neinum í liðinu og átti engar ættir að rekja til Akraness. Hún, eins og svo margir aðrir, hreifst af liði Skagamanna, þegar það vakti fyrst athygli á árunum eftir 1950 og leikmenn þeirra ára, Ríkarður, Þórður, Donni o.fl. voru hennar menn. Það væri margt hægt að segja um Kristönnu og knattspymuá- huga hennar, en það verður að bíða betri tíma. Ég vil þó nefna það, að eftir frækilegan sigur Skagamanna yfir Feyenoord í Reykjavík haustið 1993, fylgdi lið- inu hópur stuðningsmanna til síð- ari leiksins í Hollandi. Þeirra á meðal var Kristianna og dró hvergi af sér við að hvetja sína menn. Þá var hún að sjálfsögðu mætt á vellinum á Akranesi í september sl. þegar hennar menn á Skagan- um tóku á móti íslandsbikarnum, þriðja árið í röð og að sjálfsögðu færði hún sínum mönnum blóm. Kristanna var Færeyingur, fædd í Trangisvogi 13. janúar 1918 og ólst þar upp. Til íslands kom hún 17. júní 1944 og var búsett hér á landi síðan. Hún kynntist manni sínum Jes Jessen, dönskum garð- yrkjumanni hér á landi, og áttu þau allan sinn búskap heima í Mosfellsbæ. Jes lést fyrir nokkrum árum. Þau áttu tvo syni. Ég vil fyrir hönd stuðningsfé- lags Skagamanna, svo og knatt- spyrnumanna nokkurra kynslóða frá Akranesi, þakka Kristiönnu þann mikla stuðning og vináttu, sem hún sýndi okkur alla tíð. Við minnumst hennar og kveðjum með þakklæti og virðingu. Við vottum sonum hennar og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Helgi Daníelsson. Nú er hin merka og á margan hátt sérstæða kona, Kristianna Jessen, gengin til hinstu hvílu. Andlát hennar bar brátt að, því það var ekki fýrr en nokkrum dög- um fyrir andlát hennar, að hennar nánustu vinir og ættingjar vissu að hún gekk með hinn illræmda sjúkdóm sem leitt hefur svo marg- an til dauða. Við hjónin vorum þess aðnjót- andi að fá að kynnast Kristiönnu og Jes Jessen heitnum, eiginmanni hennar, sem lést árið 1986. Þau kynni skilja eftir sig vináttu og þakklæti um ókomna tíð. Það kom flestum verulega á óvart hversu víðlesin og fróð Krist- ianna var, þrátt fyrir að skóla- ganga hennar hafi verið í knapp- ara lagi, eins og títt var um fólk á hennar aldri. Svo virtist sem fróð- leiksfýsn hennar hefði nær engin takmörk og ótrúlegt stálminni hennar var þess valdandi að hún varð mikill fróðleiksbrunnur á mörgum ólíkum sviðum. Af þessum sökum voru samræð- ur við Kristiönnu ávallt líflegar og skemmtilegar, hvað svo sem bar á góma. Hvort heldur var rætt um nýútkomnar bækur, pólitík eða knattspymu, var vitneskja hennar með ólíkindum. Kristianna var eldheit jafnaðar- manneskja og studdi Alþýðuflokk- inn allt sitt líf. Hún var í stjórn Alþýðuflokksfélags Mosfellsbæjar og Kjósarsýslu um áratuga skeið og vann ötullega fyrir félagið. Var oft spjallað um pólitík þegar hún kom í heimsókn til okkar og þá gjaman spáð um framvindu ýmissa mála sem á döfinni voru. Var ósjaldan sem Kristianna spáði rétt fyrir um málalyktir ýmissa tor- leystra vandamála. Knattspyrna var Kristiönnu afar hugfólgin. Var ekki hægt að ímynda sér að maður væri að ræða við konu á áttræðisaldri, þegar knattspyrnu bar á góma. Fylgdist hún bæði með knattspyrnunni innanlands og ensku knattspyrn- unni svo að hún gat nafngreint flesta leikmenn í fýrstu deild beggja landa. Þá var hún alla tíð mikill aðdáandi og stuðningsmaður knattspyrnuliðs Akraness. Við kveðjum Kristiönnu með söknuði og virðingu en emm jafn- framt þakklát fyrir að hún þurfti ekki að berjast lengi við óvæginn sjúkdóm. Flemming, Ölla og öðrum aðstandendum vottum við dýpstu samúð um leið og við kveðjum góðan vin. Ingibjörg Bernhöft, Bjarnþór Aðalsteinsson. SIGRUN BJORNSDOTTIR + Sigrún Björnsdóttir fæddist á Fáskrúðsfirði 26. nóvem- ber 1908. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Eir 7. nóvember og fór útför hennar fram frá Áskirkju í gær. ALLTAF kemur andlát fólks manni jafnt í opna skjöldu hvort sem um er að ræða ungt fólk eða gamalt. Þó að maður viti að þegar fólk er komið á háan aldur er engill dauð- ans ekki langt undan þegar heilsan brestur. Þegar ég frétti af andláti Sigrúnar Björnsdóttur, tengda- ömmu minnar eins og ég kallaði hana, setti mig hljóðan, en um leið fór hugurinn ósjálfrátt að leita til samverustunda okkar ijölskyld- unnar með ömmu Sigrúnu. Það var alltaf gaman og hressandi að koma til hennar í Furugerðið, þar sem hún bjó þegar ég kynntist henni, og alltaf var drifið kaffi og með- læti á borð og ekki hlustað á nein- ar mótbárur þar um. Síðan var skrafað og skipst á skoðunum, því Sigrún hafði skarpar og skírar skoðanir á hlutunum og hjá henni kom maður ekki að tómum kofun- um hvort sem um var að ræða hin ýmsu dægurmál eða stjórnmál. Hvort sem var á sviði borgar- eða landsmála hafði hún sínar sterku skoðanir á hlutunum. Þegar okkur greindi á í skoðunum, sem var nú reyndar ekki oft, sagði hún bara „og mér er alveg sama hvað þér finnst en þetta er mín skoðun“. Hinn sterki persónuleiki Sigrúnar og skoðanir sem hún fylgdi eftir af festu var það sem dró mig að þessari konu sem jafnframt var svo hjartahlý og þakklát fyrir hvern lítinn hlut sem fyrir hana var gerð- ur. Sigrún var mikil hagleikskona og hafði sérlega gott auga fyrir litum og formi. Aldrei sat hún auðum höndum. Hafði hún mikið yndi af því að hekla, einnig að mála á dúka og vinna Jiluti úr leir, sem hún gladdi síðan ættingja sína og vini með. Þessir gripir voru margir hveijir sérlega vel gerðir. Félagslyndi var henni í blóð bor- ið og vildi hún hafa fólk í kringum sig og lék hún þá á als oddi. Gaman hafði Sigrún, eins og fólki er tamt, að segja frá átthög- um sínum á Fáskrúðsfirði, þar sem hún ól upp börnin sín fimm, ásamt manni sínum, Antoníusi, sem hún missti er þau bæði voru í blóma lífsins. Einnig hafði Sigrún gaman af því að minnast þeirra stunda sem hún vann á barnadeild Land- spítalans og allrar barnanna sem t Frændi okkar. hún umgekkst þar. Litlar minning- ar eins og þetta rifjast upp í hugan- um er ég nú hugsa til baka til samfunda okkar Sigrúnar. Því oft er það svo að litlar og einfaldar minningar sækja á hugann þegar til baka er litið og skilja eftir hlýju við hjartaræturnar. Þeir sem til þekkja vita að þarna fór kona sem ekki skorti kjark og þor, hvorki til líkama né sálar meðan hvort tveggja dugði. Kona sem hver og einn getur tekið sér til fyrirmyndar hvað varðar dugnað, heiðarleika og einurð í lífsbaráttunni. Nú hefurðu fengið hvíldina, Sig- rún mín, eftir að hafa dvalið síð- ustu mánuðina á hjúkrunarheimil- inu Eir í umsjá alúðlegs starfs- fólks. Megi góður Guð geyma þig, en hjá okkur sem eftir lifum skilur þú eftir góðar og dýrmætar minn- ingar. Elsku Sigrún amma, þakka þér fyrir allar samverustundirnar. Fyrir hönd Ester, konu minnar, sem sér á eftir elskulegri ömmu sinni og Maríu Óskar, dóttur okk- ar, sendum við börnum og barna- börnum Sigrúnar Björnsdóttur, svo og Jóhönnu og Bimu, systrum hennar, okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Albert Már Steingrímsson. EINAR BJÖRNSSON frá Kaldárbakka, vistmaður á Kópavogshæli, er lést í Landspítalanum 11. nóvember, verður jarðsunginn frá Kolbeinsstaðakirkju mánudaginn 21. nóvember kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlegast bent á Vinafélag Kópavogshælis. Aðstandendur. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA ANNA SIGURBJÖRNSDÓTTIR frá Grímsey, til heimilis á Dalbraut 18, lést í Landspítalanum 13. nóvember sl. Útförin verður gerð frá Langholtskirkju í dag, föstudaginn 18. nóvember, kl. 15.00. Björn Friðfinnsson, Guðríður Sólveig Friðfinnsdóttir, Ólafur Friðfinnsson, Stefán Friðfinnsson, Sigrún Bára Friðfinnsdóttir, Steingrímur Friðfinnsson, Elfn Þóra Friðfinnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Iðunn Steinsdóttir, Hermann Árnason, Unnur Aðalsteinsdóttir, Ragnheiður Ebenezerdóttir, Styrmir Sigurðsson, t Útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HALLFRÍÐAR GUÐBJARTSDÓTTUR, Öldugötu 5, Flateyri, ferframfrá Flateyrarkirkju laugardaginn 19. nóvemberkl. 14.00. Guðmundur V. Jóhannesson, Jóhanna V. Guðmundsdóttir, Fred Martin, Gunnar K. Guðmundsson, Elín Jónsdóttir, Magnús H. Guðmundsson, Ebba Jónsdóttir, Eiríkur G. Guðmundsson, Ragna Óladóttir, Guðjón Guðmundsson, Bjarnheiður ívarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VÍGLUNDUR JÓNSSON fyrrverandi útgerðarmaður og heiðursborgari Ólafsvíkurkaupstaðar, Lindarholti 7, Ölafsvík, sem lést miðvikudaginn 9. nóvember, verður jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 19. nóvember kl. 14.00. Ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10.00. Þeim, sem villja minnast hins látna, er vinsamlega bent á St. Fransiskusspítalann í Stykkishólmi. Úlfar Víglundsson, Guðrún Karlsdóttir, Guðrún Víglundsdóttir, Pétur S. Jóhannsson, Ragnheiður Víglundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar og móður okkar, ÞÓRLEIFAR V. FRIÐRIKSDÓTTUR. Alexander Ingimarsson og dætur. t Innilegar þakkir fyrir vinarhug og hlut- tekningu vegna andláts og útfarar ást- kærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTJÁNS GEORGS JÓSTEINSSONAR stjórnarformanns Þýsk-íslenska hf. Ingibjörg Kristjánsdóttir, Hilmar Friðriksson, Ómar Kristjánsson, Kolbrún Metúsalemsdóttir, Jósteinn Kristjánsson, Gyða Brynjólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.