Morgunblaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1994 23 I jf > í > > I í ► I I > . I I » I » 5 é L © § P LISTIR Ljóðalest- ur og djass á Alftanesi NÝSTOFNAÐ lista- og menn- ingarfélag í Bessastaðahreppi mun standa fyrir dagskrá sunnudaginn 20. nóvember þar sem lesin verða ljóð og djass- tónlist. Dagskráin verður í sam- komusal íþróttahúss Bessa- staðahrepps og hefst kl. 15.30. Ljóðskáldin Nína Björk Árnadóttir, Jóhann Hjálmars- son, Þorri Jóhannsson, Ari Gísli Bragason og Didda munu lesa upp eigin ljóð og Una Margrét Jónsdóttir les ljóð eftir Jón Oskar. Tónlistarmennimir Carl Möller, Guðmundur Stein- grímsson og Róbert Þórhalls- son leika með. Félagið, sem enn hefur ekki hlotið nafn,var stofnað 17. október sl. í kynningu segir: FRA stofnfundi Menningarfélags Bessastaðahrepps 17. október sl. „Félagið hefur að markmiði að efla hvers kyns starfsemi meðal leikra og lærðra á Alftanesi sem stuðlar að því að íbúar eigi þess kost að njóta lista og menn- ingar, hvort sem er sem iðkend- ur eða neytendur. Efnt verður til sýninga, tón- leika, bókmenntakynninga og ýmiss konar fræðslu. Félagið mun leita til aðila innan sveitar sem utan í því skyni, en margir listamenn búa í Bessastaða- hreppi“. Formaður félagsins er Jytte Frímannsson. Gallerí Borg Nýjar bækur Málverk eft- ir Jóhönnu Yngvadóttur NÚ STENDUR yfir samsýning á verkum listamanna af yngri kynslóð- inni í Gallerí Borg við Austurvöll. Á sýningunni eru verk eftir sjö framsækna listamenn sem hafa get- ið sér gott orð hér heima og erlend- is. Einnig eru sýnd tvö stór málverk eftir Jóhönnu Kristínu Yngvadóttur sem lést fyrir nokkrum árum. Þeir sem eiga verk á sýningunni eru: Jóhanna Kristín Yngvadóttir, Sigurbjöm Jónsson, Jón Axel Bjömsson, Vignir Jóhannesson, Gunnar Örn, Valgerður Gunnarsson, Helgi Þorgils Friðjónsson og Daði Guðbjömsson. Öll verkin em til sölu. í tilefni að sýningunni býður Gallerí Borg upp á léttar veitingar laugardaginn 19. nóvember kl. 16 til 18. Sýningin stendur aðeins yfir í nokkra daga, en henni lýkur fimmtu- daginn 24. nóvember. Gallerí Borg er opið virka daga kl. 12 til 18, en um helgar kl. 14 til 18. Sýningin „FH í 65 ár“ í TILEFNI af 65 ára afmæli FH hefur Byggðasafn Hafnarfjarðar opnað í Smiðjunni, Strandgötu 50, sýninguna „FH í 65 ár“. Sýning- unni, sem samanstendur af munum og fjölda mynda, er áetlað að varpa ljósi á sögu FH, allt frá fyrstu ámm til dagsins í dag. Sýningin er opin alla daga kl. 13-17 nema mánudaga og mun hún standa til 1. desember. --------------- „Hér stóð bær“ í Valaskjálf LEIKFÉLAG Fljótsdalshéraðs sýnir kabarettsýninguna „Hér stóð bær“ í Hótel Valaskjálf í kvöld, á morgun og sunnudag. Sýningin er byggð á lögum sem Haukur Morthens gerði vinsæl á sínum tíma. Leikstjóri er Einar Rafn Haraldsson og um und- irleik sér EB-sextett undir stjórn Einars Braga Bragasonar. í tengslum við sýninguna er Hótel Valaskjalf með tilboð í gangi og á sunnudag verður tilboð fyrir eldri borgara sýning og kaffihlað- borð á 1.600 krónur. Saga Daníels eftir Guðjón Sveinsson UNDIR bláu augliti eilífðarinnar er fyrsta bindið af Sögu Daní- els, eftir Guðjón Sveinsson, fjölskyldu- sögu sem höfðar jafnt til unglinga sem full- orðinna. Sagan gerist að sumri til í litlu þorpi undir lok síðari heims- styrjaldar. Daníel, sem er níu ára, missir föður sinn og er komið fyrir hjá ömmu sinni og frænda. Drengurinn á erfitt með að sætta sig við þessar breyttu aðstæður sem hafa óvissu um framtíðina í för með sér. Guðjón Sveinsson er fæddur á Þverhamri í Breiðdal árið 1937. Hann sinnti ýmsum störfum áður en hann sneri sér nær alfarið að ritststörfum um miðjan áttunda, ára- tuginn, m.a. sjó- mennsku, kennslu og búskap. Guðjón hefur aðallega skrifað fyrir börn og unglinga. Undir bláu augliti ei- lífðarinnar er 24. bók höfundar. Útgefandi er Mánabergsútgáf- an. Bókin er 264 bls. og kostar 2.390 krónur. Guðjón Sveinsson Skáldsaga eftir Armbjörn Amason ÚT ER komin skáld- sagan Dögun við Dagmúla eftir Arin- björn Ámason. Sögusvið hennar er í hnotskurn örlaga- þræðir aldarfars þess tíma er hún fjallar um fyrir 100 árum. „Oft er viðfangsefnið á mörkum þess skiljan- lega þar sem stutt er í það dulráða og hulda,“ segir í kynn- ingu. Arinbjörn Ámason er Húnvetn- uð í ingur að ætt og uppruna. Hann 182 Arinbjörn Árnason hefur fengist nokkuð við ritstörf og eftir hann birst margvís- legt efni í bundnu og óbundnu máli, í blöð- um og tímaritum. Dögun við Dagmúla er fyrsta skáldsagan sem hann sendir frá sér% Útgefandi er höf- undur. Teikningar eru eftir Arna Elfar og Sigurlínu Kristins- dóttur. Bókin er prent- prentsmiðjunni Odda og er bls. Verð 2.980 krónur. Leit að fyrirmyndarríki ÚT ER komin ný bók eftir rithöfundinn Bjama Bjarnason sem nefnist Vísland og hef- ur að geyma blandað form, ljóð, smásögur, skáldsögu, leiktexta og ritgerðir. Stef í gegnum verk- ið er að sögn útgef- anda leit að fyrirmynd- arríki. Bjarni Bjarnason Bókin sem er gefin út af Andblæ í fimmtíu tölusettum eintökum er 516 blaðsíður, bókin fæst í Bókaverslun Eymundson við Aust- urstræti og kostar 2.196 krónur. NOATUN OKUNAR ■LB0Ð _ tfS> Mónu Tertuhjúpur 300gr 99.- jólasmi'óriö ooogv 122: Amerískt hágæðahveiti SH0P-RITE 2,3 kg. 89 Kókosmjöl 200gr 36; Strásykur 1 kg. ss, K/arna smjörl íki SOOgr 59.- Öngaegg tkg. 279.- Ungnautakjöt Nautagúllas Nautasnitzel 799: 899 pr.kg. N ( )A^ PÚ N Nóatún 17 - S. 617000, Rofabæ 39 - S. 671200, Laugavegi 116 - S. 23456, Hamraborg 14, Kóp. - 43888, Furugrund 3. Kóp. - S.42062, Þverholti 6, Mos. - S 666656, JL-húsinu vestur i bæ - S. 28511, Kleifarseli 18 - S. 670900 •56, V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.