Morgunblaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Verkefnaleit íslenskra aðalverktaka erlendis Byggja hús í Flórída og afla markaðar í Víetnam ÍSLENSKIR aðalverktakar hafa að undanfömu aukið þátttöku sína í verkefnum og framkvæmd- um á erlendri gmnd til muna, með þátttöku í stofnun hlutafélaga. Samtals hefur félagið lagt af mörkum til verkefnaleitar erlendis, í formi hlutafj'ár og lóðakaupa, um 140 milljónir króna ogþar af vega lóðakaup á Miami í Flórída þyngst. IAV hafa m.a. kynnt sér möguleika á að markaðssetja íslenska byggingatækni á svæðum þar sem fellibyljir valda usla í Bandaríkjunum, en hefðbundin íslensk hús myndu stándast. Tal- ið er að markaður fyrir slík hús geti verið mik- ill meðal efnameiri kaupenda í Flórída. Dótturfélag ÍAV og Ármannsfells í Þýska- landi, Ger GmbH, (ÍAV eiga 80% í Ger og Ár- mannsfell 20%) keypti lóðir í Stuttgart og byggði fjórar íbúðir, svonefnd „Permaform" hús, sem nú hafa verið seld og verða sölusamningar frá- gengnir á mánudag í Þýskalandi. Ákveðið hefur verið að ráðast í stærri bygg- ingaráfanga í Þýskalandi á vegum Ger GmbH, sem verður bygging 20 íbúða. Ætlunin er að verkið verði í umsjón íslenskra iðnaðarmanna frá íslenskum aðalverktökum og Ármannsfelli. ÍAV eru þriðjungs eigendur að hlutafélaginu HeH Intemational, en aðrir eigendur eru tveir arkitektar, annar íslenskur og hinn víetnamsk- ur, og verkfræðistofan Ferli hf. Félagið hefur þegar haslað sér völl í Saigon í Víetnam, og hefur fomýtingarrétt á lóð í miðborg Saigon, þar sem áætlað er að reisa skrifstofu- og hótel- byggingu, sem verður verkefni sem kemur til með að kosta nálægt 14 milljörðum króna. Til greina kemur að ÍAV verði þátttakendur í slíku verkefni, að hluta, náist samningar við fjárfesta um fjármögnun verksins. Þá hefur HeH milligöngu um að samvinna geti tekist á milli Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna (SH) og stærsta sjávarútvegsfyrirtækis í Víetnam, Sea Prodex, að því er varðar rækjuveið- ar, vinnslu og sölu frystra sjávarafurða. Búist er við að niðurstaða fáist um framhald beggja mála fyrir árslok. ■ í landvinningum í austri og vestri/28 4 milljón- ir í Eðal-ís BÆJARSTJÓRN Hafnar í Homa- firði ákvað í gær að leggja flórar milljónir króna til hlutafjáraukning- ar í Eðal-ís sem áformar að vinna ís úr Vatnajökli og selja til Banda- ríkjanna til að kæla drykki þar- lendra. Fyrir var hlutafé í Eðal-ís um átta milljónir króna, en stefnt er að því að hlutafé verði alls um 22 millj- ónir. Albert Eymundsson, formaður bæjarráðs, segir að bæjarstjórn hafi tekið ákvörðun sína eftir að fulltrúi Útflutningsráðs skilaði skýrslu þar sem gefin eru ráð um markaðssetn- ingu og aðferðafræði við útflutning á ísnum. Stefnt sé að því að fyrir- tækið taki fljótlega til starfa á Höfn og hefji framleiðslu á ísnum hið fyrsta, í þeim tilgangi að koma sýnis- homi af honum á íssýningu í Banda- ríkjunum í janúar, auk frekari mark- aðskynningar og -könnunar. Skipsljóri Hágangs II sýknaður Stýrimað- ur hlaut 30 daga fangelsi HÉRAÐSDÓMUR í Tromsö í Noregi dæmdi í gær Anton Ingvason, stýri- mann á Hágangi II, í 30 daga fang- elsi fyrir að hafa skotið úr hagla- byssu að norskum strandgæslumönn- um á Svalbarða- svæðinu 5. ágúst sl. Eiríkur Sigurðs- son, skipstjóri, og útgerð Hágangs II voru sýknuð af ákærum um brot á fiskveiðilöggjöf Anton með því að hafa Ingvason ekki sinnt fyrir. mælum strandgæslu um að stöðva ferð skipsins og hleypa strandgæslu- mönnum um borð eftir að skotið hafði verið af haglabyssunni. Áfangasigur „Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu og vona að hún hafi þýð- ingu fyrir framtíð fiskveiða okkar á þessu svæði og sé áfangasigur í baráttu okkar fyrir rétti Islendinga til veiða þarna,“ sagði Eiríkur Sig- urðsson, skipstjóri á Hágangi II, í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. Þá var skipið nýfarið frá Vopnafirði áleiðis í Barentshaf. Eiríkur sagði að Anton Ingvason hefði tekið dómnum af æðruleysi og sagði að þeir væru báðir sannfærðir um að hæstiréttur ætti eftir að taka öðmvísi á hans máli. í dóminum kemur fram að norska strandgæslan hafi ekki lagaheimild til að beita skip sem séu að meintum ólöglegum veiðum því úrræði að skeja á togvíra þeirra. Á grundvelli laga um efnahags- lögsögu Noregs kemst rétturinn að þeirri niðurstöðu að hafsvæðið við Svalbarða teljist til norskrar efna- hagslögsögu. Því hafi Norðmönnum verið heimilt að setja reglugerð um vemdarsvæðið við Svalbarða. ■ Strandgæsla má ekki/6 Morgunblaðið/Sverrir ÞOTA Atlanta sem er í leiguflugi milli íslands og Dyflinnar kom til landsins kl. 22.30 í gærvöldi og heldur til írlands fyrir hádegi í dag. Samgönguráðherra segist bjartsýnn á lausn Atlantadeilunnar FÍA biður í dag formlega um stuðning við aðgerðir VERKFALL, sem Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur boðað hjá Atlanta hf. og nær til alls flugs á vegum félagsins hefst kl 12 á hádegi í dag. Ekki hefur verið boðað ti! neinna samúðaraðgerða og er talið, að þótt af verkfalli verði, hafi það ekki áhrif á rekstur félagsins strax. Halldór Blöndal samgönguráð- herra sagðist í gærkvöldi vera bjart- sýnn á að samkomulag muni nást í deilu Atlanta hf. og Félags ís- lenskra atvinnuflugmanna. Halldór átti fund með stjórn og fram- kvæmdastjóra FÍA síðdegis í gær. Þóra Guðmundsdóttir, annar eig- andi Atlanta, sagði uppörvandi að ráðherra væri bjartsýnn,_en Tryggvi Baldursson formaður FÍA, sagðist aðeins vera hóflega bjartsýnn. Hvort samið yrði á næstunni, sagði Þóra, að yrði að koma í ljós. Annars lægi fyrir að ekki stæði á Atlanta að gera samning þar sem tekið væri mið af kjarasamningi við FFF. Hún sagði að uppsagnimar hjá fyrirtækinu væru fyrst og fremst vamaraðgerð á óvissutímum. Ekkert lægi enn fyrir varðandi flutning fyr- irtækisins til útlanda. Tryggvi Baldursson sagði, að FÍA hefði viljandi dregið að fara fram á formlega stuðning við verk- fallið, en það yrði gert í dag. Gjaldi ekki skráningar Samgönguráðherra sagðist myndu ræða við fulltrúa Frjálsa flugmannafélagsins og Arngrím Jóhannsson en hann er væntanleg- ur til landsins á laugardag.„Ég hef verið mikill áhugamaður um að við íslendingar getum haslað okkur völl á erlendum vettvangi, ekki sist í þjónustu og á sviði samgöngu- mála, og ég er þess vegna alltaf áhyggjufullur þegar ég frétti að vinnudeilur kunni að setja strik í reikninginn. Það er nauðsynlegt að fyrirtæki gjaldi þess ekki að vera skráð á Islandi. Það er mjög óheppilegt ef skattalög, íslenskar reglur og samskipti við stéttarfélög eru með þeim hætti að þau flýja beinlínis land.“ „Á hinn bóginn réttlætir sú stað- reynd ekki að stéttarfélögum eða starfsmönnum sé sýnd ósanngirni. Ég er ekki að dæma neitt í þessu sambandi en tel að forsendur séu slíkar að það eigi að vera hægt að ná samkomulagi," sagði Halldór. ■ AtIantamálið/4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.