Morgunblaðið - 18.11.1994, Qupperneq 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK
SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85
FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1994
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Verkefnaleit íslenskra aðalverktaka erlendis
Byggja hús í Flórída og
afla markaðar í Víetnam
ÍSLENSKIR aðalverktakar hafa að undanfömu
aukið þátttöku sína í verkefnum og framkvæmd-
um á erlendri gmnd til muna, með þátttöku í
stofnun hlutafélaga. Samtals hefur félagið lagt
af mörkum til verkefnaleitar erlendis, í formi
hlutafj'ár og lóðakaupa, um 140 milljónir króna
ogþar af vega lóðakaup á Miami í Flórída þyngst.
IAV hafa m.a. kynnt sér möguleika á að
markaðssetja íslenska byggingatækni á svæðum
þar sem fellibyljir valda usla í Bandaríkjunum,
en hefðbundin íslensk hús myndu stándast. Tal-
ið er að markaður fyrir slík hús geti verið mik-
ill meðal efnameiri kaupenda í Flórída.
Dótturfélag ÍAV og Ármannsfells í Þýska-
landi, Ger GmbH, (ÍAV eiga 80% í Ger og Ár-
mannsfell 20%) keypti lóðir í Stuttgart og byggði
fjórar íbúðir, svonefnd „Permaform" hús, sem
nú hafa verið seld og verða sölusamningar frá-
gengnir á mánudag í Þýskalandi.
Ákveðið hefur verið að ráðast í stærri bygg-
ingaráfanga í Þýskalandi á vegum Ger GmbH,
sem verður bygging 20 íbúða. Ætlunin er að
verkið verði í umsjón íslenskra iðnaðarmanna
frá íslenskum aðalverktökum og Ármannsfelli.
ÍAV eru þriðjungs eigendur að hlutafélaginu
HeH Intemational, en aðrir eigendur eru tveir
arkitektar, annar íslenskur og hinn víetnamsk-
ur, og verkfræðistofan Ferli hf. Félagið hefur
þegar haslað sér völl í Saigon í Víetnam, og
hefur fomýtingarrétt á lóð í miðborg Saigon,
þar sem áætlað er að reisa skrifstofu- og hótel-
byggingu, sem verður verkefni sem kemur til
með að kosta nálægt 14 milljörðum króna.
Til greina kemur að ÍAV verði þátttakendur
í slíku verkefni, að hluta, náist samningar við
fjárfesta um fjármögnun verksins.
Þá hefur HeH milligöngu um að samvinna
geti tekist á milli Sölumiðstöðvar hraðfrystihús-
anna (SH) og stærsta sjávarútvegsfyrirtækis í
Víetnam, Sea Prodex, að því er varðar rækjuveið-
ar, vinnslu og sölu frystra sjávarafurða. Búist
er við að niðurstaða fáist um framhald beggja
mála fyrir árslok.
■ í landvinningum í austri og vestri/28
4 milljón-
ir í Eðal-ís
BÆJARSTJÓRN Hafnar í Homa-
firði ákvað í gær að leggja flórar
milljónir króna til hlutafjáraukning-
ar í Eðal-ís sem áformar að vinna
ís úr Vatnajökli og selja til Banda-
ríkjanna til að kæla drykki þar-
lendra.
Fyrir var hlutafé í Eðal-ís um
átta milljónir króna, en stefnt er að
því að hlutafé verði alls um 22 millj-
ónir. Albert Eymundsson, formaður
bæjarráðs, segir að bæjarstjórn hafi
tekið ákvörðun sína eftir að fulltrúi
Útflutningsráðs skilaði skýrslu þar
sem gefin eru ráð um markaðssetn-
ingu og aðferðafræði við útflutning
á ísnum. Stefnt sé að því að fyrir-
tækið taki fljótlega til starfa á Höfn
og hefji framleiðslu á ísnum hið
fyrsta, í þeim tilgangi að koma sýnis-
homi af honum á íssýningu í Banda-
ríkjunum í janúar, auk frekari mark-
aðskynningar og -könnunar.
Skipsljóri Hágangs
II sýknaður
Stýrimað-
ur hlaut
30 daga
fangelsi
HÉRAÐSDÓMUR í Tromsö í Noregi
dæmdi í gær Anton Ingvason, stýri-
mann á Hágangi II, í 30 daga fang-
elsi fyrir að hafa skotið úr hagla-
byssu að norskum
strandgæslumönn-
um á Svalbarða-
svæðinu 5. ágúst
sl. Eiríkur Sigurðs-
son, skipstjóri, og
útgerð Hágangs II
voru sýknuð af
ákærum um brot á
fiskveiðilöggjöf
Anton með því að hafa
Ingvason ekki sinnt fyrir.
mælum strandgæslu um að stöðva
ferð skipsins og hleypa strandgæslu-
mönnum um borð eftir að skotið
hafði verið af haglabyssunni.
Áfangasigur
„Ég er mjög ánægður með þessa
niðurstöðu og vona að hún hafi þýð-
ingu fyrir framtíð fiskveiða okkar á
þessu svæði og sé áfangasigur í
baráttu okkar fyrir rétti Islendinga
til veiða þarna,“ sagði Eiríkur Sig-
urðsson, skipstjóri á Hágangi II, í
samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi. Þá var skipið nýfarið frá
Vopnafirði áleiðis í Barentshaf.
Eiríkur sagði að Anton Ingvason
hefði tekið dómnum af æðruleysi og
sagði að þeir væru báðir sannfærðir
um að hæstiréttur ætti eftir að taka
öðmvísi á hans máli.
í dóminum kemur fram að norska
strandgæslan hafi ekki lagaheimild
til að beita skip sem séu að meintum
ólöglegum veiðum því úrræði að
skeja á togvíra þeirra.
Á grundvelli laga um efnahags-
lögsögu Noregs kemst rétturinn að
þeirri niðurstöðu að hafsvæðið við
Svalbarða teljist til norskrar efna-
hagslögsögu. Því hafi Norðmönnum
verið heimilt að setja reglugerð um
vemdarsvæðið við Svalbarða.
■ Strandgæsla má ekki/6
Morgunblaðið/Sverrir
ÞOTA Atlanta sem er í leiguflugi milli íslands og Dyflinnar kom til landsins kl. 22.30 í gærvöldi og heldur til írlands fyrir hádegi í dag.
Samgönguráðherra segist bjartsýnn á lausn Atlantadeilunnar
FÍA biður í dag formlega
um stuðning við aðgerðir
VERKFALL, sem Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur boðað hjá
Atlanta hf. og nær til alls flugs á vegum félagsins hefst kl 12 á hádegi í
dag. Ekki hefur verið boðað ti! neinna samúðaraðgerða og er talið, að
þótt af verkfalli verði, hafi það ekki áhrif á rekstur félagsins strax.
Halldór Blöndal samgönguráð-
herra sagðist í gærkvöldi vera bjart-
sýnn á að samkomulag muni nást
í deilu Atlanta hf. og Félags ís-
lenskra atvinnuflugmanna. Halldór
átti fund með stjórn og fram-
kvæmdastjóra FÍA síðdegis í gær.
Þóra Guðmundsdóttir, annar eig-
andi Atlanta, sagði uppörvandi að
ráðherra væri bjartsýnn,_en Tryggvi
Baldursson formaður FÍA, sagðist
aðeins vera hóflega bjartsýnn.
Hvort samið yrði á næstunni,
sagði Þóra, að yrði að koma í ljós.
Annars lægi fyrir að ekki stæði á
Atlanta að gera samning þar sem
tekið væri mið af kjarasamningi við
FFF. Hún sagði að uppsagnimar
hjá fyrirtækinu væru fyrst og fremst
vamaraðgerð á óvissutímum. Ekkert
lægi enn fyrir varðandi flutning fyr-
irtækisins til útlanda.
Tryggvi Baldursson sagði, að
FÍA hefði viljandi dregið að fara
fram á formlega stuðning við verk-
fallið, en það yrði gert í dag.
Gjaldi ekki skráningar
Samgönguráðherra sagðist
myndu ræða við fulltrúa Frjálsa
flugmannafélagsins og Arngrím
Jóhannsson en hann er væntanleg-
ur til landsins á laugardag.„Ég hef
verið mikill áhugamaður um að við
íslendingar getum haslað okkur
völl á erlendum vettvangi, ekki sist
í þjónustu og á sviði samgöngu-
mála, og ég er þess vegna alltaf
áhyggjufullur þegar ég frétti að
vinnudeilur kunni að setja strik í
reikninginn. Það er nauðsynlegt
að fyrirtæki gjaldi þess ekki að
vera skráð á Islandi. Það er mjög
óheppilegt ef skattalög, íslenskar
reglur og samskipti við stéttarfélög
eru með þeim hætti að þau flýja
beinlínis land.“
„Á hinn bóginn réttlætir sú stað-
reynd ekki að stéttarfélögum eða
starfsmönnum sé sýnd ósanngirni.
Ég er ekki að dæma neitt í þessu
sambandi en tel að forsendur séu
slíkar að það eigi að vera hægt að
ná samkomulagi," sagði Halldór.
■ AtIantamálið/4