Morgunblaðið - 18.11.1994, Side 23

Morgunblaðið - 18.11.1994, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1994 23 I jf > í > > I í ► I I > . I I » I » 5 é L © § P LISTIR Ljóðalest- ur og djass á Alftanesi NÝSTOFNAÐ lista- og menn- ingarfélag í Bessastaðahreppi mun standa fyrir dagskrá sunnudaginn 20. nóvember þar sem lesin verða ljóð og djass- tónlist. Dagskráin verður í sam- komusal íþróttahúss Bessa- staðahrepps og hefst kl. 15.30. Ljóðskáldin Nína Björk Árnadóttir, Jóhann Hjálmars- son, Þorri Jóhannsson, Ari Gísli Bragason og Didda munu lesa upp eigin ljóð og Una Margrét Jónsdóttir les ljóð eftir Jón Oskar. Tónlistarmennimir Carl Möller, Guðmundur Stein- grímsson og Róbert Þórhalls- son leika með. Félagið, sem enn hefur ekki hlotið nafn,var stofnað 17. október sl. í kynningu segir: FRA stofnfundi Menningarfélags Bessastaðahrepps 17. október sl. „Félagið hefur að markmiði að efla hvers kyns starfsemi meðal leikra og lærðra á Alftanesi sem stuðlar að því að íbúar eigi þess kost að njóta lista og menn- ingar, hvort sem er sem iðkend- ur eða neytendur. Efnt verður til sýninga, tón- leika, bókmenntakynninga og ýmiss konar fræðslu. Félagið mun leita til aðila innan sveitar sem utan í því skyni, en margir listamenn búa í Bessastaða- hreppi“. Formaður félagsins er Jytte Frímannsson. Gallerí Borg Nýjar bækur Málverk eft- ir Jóhönnu Yngvadóttur NÚ STENDUR yfir samsýning á verkum listamanna af yngri kynslóð- inni í Gallerí Borg við Austurvöll. Á sýningunni eru verk eftir sjö framsækna listamenn sem hafa get- ið sér gott orð hér heima og erlend- is. Einnig eru sýnd tvö stór málverk eftir Jóhönnu Kristínu Yngvadóttur sem lést fyrir nokkrum árum. Þeir sem eiga verk á sýningunni eru: Jóhanna Kristín Yngvadóttir, Sigurbjöm Jónsson, Jón Axel Bjömsson, Vignir Jóhannesson, Gunnar Örn, Valgerður Gunnarsson, Helgi Þorgils Friðjónsson og Daði Guðbjömsson. Öll verkin em til sölu. í tilefni að sýningunni býður Gallerí Borg upp á léttar veitingar laugardaginn 19. nóvember kl. 16 til 18. Sýningin stendur aðeins yfir í nokkra daga, en henni lýkur fimmtu- daginn 24. nóvember. Gallerí Borg er opið virka daga kl. 12 til 18, en um helgar kl. 14 til 18. Sýningin „FH í 65 ár“ í TILEFNI af 65 ára afmæli FH hefur Byggðasafn Hafnarfjarðar opnað í Smiðjunni, Strandgötu 50, sýninguna „FH í 65 ár“. Sýning- unni, sem samanstendur af munum og fjölda mynda, er áetlað að varpa ljósi á sögu FH, allt frá fyrstu ámm til dagsins í dag. Sýningin er opin alla daga kl. 13-17 nema mánudaga og mun hún standa til 1. desember. --------------- „Hér stóð bær“ í Valaskjálf LEIKFÉLAG Fljótsdalshéraðs sýnir kabarettsýninguna „Hér stóð bær“ í Hótel Valaskjálf í kvöld, á morgun og sunnudag. Sýningin er byggð á lögum sem Haukur Morthens gerði vinsæl á sínum tíma. Leikstjóri er Einar Rafn Haraldsson og um und- irleik sér EB-sextett undir stjórn Einars Braga Bragasonar. í tengslum við sýninguna er Hótel Valaskjalf með tilboð í gangi og á sunnudag verður tilboð fyrir eldri borgara sýning og kaffihlað- borð á 1.600 krónur. Saga Daníels eftir Guðjón Sveinsson UNDIR bláu augliti eilífðarinnar er fyrsta bindið af Sögu Daní- els, eftir Guðjón Sveinsson, fjölskyldu- sögu sem höfðar jafnt til unglinga sem full- orðinna. Sagan gerist að sumri til í litlu þorpi undir lok síðari heims- styrjaldar. Daníel, sem er níu ára, missir föður sinn og er komið fyrir hjá ömmu sinni og frænda. Drengurinn á erfitt með að sætta sig við þessar breyttu aðstæður sem hafa óvissu um framtíðina í för með sér. Guðjón Sveinsson er fæddur á Þverhamri í Breiðdal árið 1937. Hann sinnti ýmsum störfum áður en hann sneri sér nær alfarið að ritststörfum um miðjan áttunda, ára- tuginn, m.a. sjó- mennsku, kennslu og búskap. Guðjón hefur aðallega skrifað fyrir börn og unglinga. Undir bláu augliti ei- lífðarinnar er 24. bók höfundar. Útgefandi er Mánabergsútgáf- an. Bókin er 264 bls. og kostar 2.390 krónur. Guðjón Sveinsson Skáldsaga eftir Armbjörn Amason ÚT ER komin skáld- sagan Dögun við Dagmúla eftir Arin- björn Ámason. Sögusvið hennar er í hnotskurn örlaga- þræðir aldarfars þess tíma er hún fjallar um fyrir 100 árum. „Oft er viðfangsefnið á mörkum þess skiljan- lega þar sem stutt er í það dulráða og hulda,“ segir í kynn- ingu. Arinbjörn Ámason er Húnvetn- uð í ingur að ætt og uppruna. Hann 182 Arinbjörn Árnason hefur fengist nokkuð við ritstörf og eftir hann birst margvís- legt efni í bundnu og óbundnu máli, í blöð- um og tímaritum. Dögun við Dagmúla er fyrsta skáldsagan sem hann sendir frá sér% Útgefandi er höf- undur. Teikningar eru eftir Arna Elfar og Sigurlínu Kristins- dóttur. Bókin er prent- prentsmiðjunni Odda og er bls. Verð 2.980 krónur. Leit að fyrirmyndarríki ÚT ER komin ný bók eftir rithöfundinn Bjama Bjarnason sem nefnist Vísland og hef- ur að geyma blandað form, ljóð, smásögur, skáldsögu, leiktexta og ritgerðir. Stef í gegnum verk- ið er að sögn útgef- anda leit að fyrirmynd- arríki. Bjarni Bjarnason Bókin sem er gefin út af Andblæ í fimmtíu tölusettum eintökum er 516 blaðsíður, bókin fæst í Bókaverslun Eymundson við Aust- urstræti og kostar 2.196 krónur. NOATUN OKUNAR ■LB0Ð _ tfS> Mónu Tertuhjúpur 300gr 99.- jólasmi'óriö ooogv 122: Amerískt hágæðahveiti SH0P-RITE 2,3 kg. 89 Kókosmjöl 200gr 36; Strásykur 1 kg. ss, K/arna smjörl íki SOOgr 59.- Öngaegg tkg. 279.- Ungnautakjöt Nautagúllas Nautasnitzel 799: 899 pr.kg. N ( )A^ PÚ N Nóatún 17 - S. 617000, Rofabæ 39 - S. 671200, Laugavegi 116 - S. 23456, Hamraborg 14, Kóp. - 43888, Furugrund 3. Kóp. - S.42062, Þverholti 6, Mos. - S 666656, JL-húsinu vestur i bæ - S. 28511, Kleifarseli 18 - S. 670900 •56, V

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.