Morgunblaðið - 18.11.1994, Page 28

Morgunblaðið - 18.11.1994, Page 28
28 FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1994 29 STOFNAÐ 1913 W ' ■ ' ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavlk. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HAFRÉTTARSÁTT- MÁLISAMEINUÐU ÞJÓÐANNA IFYRRADAG hófst á Jamaíka hátíðarfundur í tilefni gildistöku hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna, sem undirritaður verður í dag. Samningurinn, sem gerð- ur var í Caracas árið 1982, er tvímælalaust einn mikil- vægasti sáttmáli í sögu SÞ, enda kveður hann á um þjóðarrétt á tveimur þriðju hlutum jarðarkringlunnar — heimshöfunum. Hann felur í sér reglur um siglingar, verndun lífríkis sjávar og réttindi til nýtingar lífrænna og ólífrænna auðlinda hafsins innan 200 mílna efna- hagslögsögu og á landgrunnum. Með stofnun hafréttar- dómstóls í Hamborg og alþjóðahafsbotnsstofnunar á Jamaíka er verið að tryggja árangursríkari framkvæmd hafréttarsamningsins. Þótt allmörg þjóðríki hafi ekki staðfest samninginn hefur hann þegar og hvarvetna haft víðtæk áhrif — og verið stefnumarkandi í samskiptum þjóða heims. Samn- ingurinn er sérstakt fagnaðarefni fiskveiðiþjóðum og strandríkjum, sem gera sér ljósa grein fyrir mikilvægi þess að vernda lífríki sjávar og nýta auðlindir hafsins á ábyrgan og sjálfbæran hátt. Þetta á við um íslend- inga, öðrum þjóðum fremur, sem byggja afkomu sína, atvinnu og efnahagslegt fullveldi að stærstum hluta á sjávarauðlindum. 80-85% af útflutningstekjum okkar fást fyrir sjávarvörur. Dagurinn í dag markar því tíma- mót. Lögin um vísindalega verndun fiskimiða landgrunns- ins voru samþykkt á Alþingi árið 1948, eftir vandlega fræðilega og pólitíska athugun og umfjöllun. Á þeim gagnmerku lögum voru útfærslur fiskveiðilögsögunnar 1952, 1958, 1972 og 1975 byggðar. Fiskifræðilegar og þjóðréttarlegar forsendur, sem þessi sögulega lagasmíð var reist á, sköruðust að sjálfsögðu við umfjöllunarefni og málsmeðferð hafréttarráðstefna SÞ 1973-1982. Þeim lauk með sáttmálanum í Caracas, sem nú er geng- inn í gildi. Við hæfi er að geta þess, þegar landgrunnslaganna og hafréttarsáttmálans er minnzt, að Hans G. Ander- sen, sendiherra og þjóðréttarfræðingur, kom í báðum tilvikum ríkulega við sögu undirbúnings og árangurs, sem svo mjög varða íslenzka hagsmuni. Það er á engan hallað þótt fullyrt sé að íslendingurinn Hans G. Ander- sen og Norðmaðurinn Jens Evensen hafi haft mikil og stefnumótandi áhrif í hópi hafréttarfræðinga og stjórn- arerindreka, sem innanhúss hjá Sameinuðu þjóðunum voru gjarnan kallaðir „hafréttarfrumkvöðlarnir“. Þessi hópur mótaði af mikilli samvizkusemi þær meginreglur í hafréttarmálum, sem sættir náðust að lokum um. Gild- istöku þeirra sátta er nú fagnað á sérstökum hátíðar- fundi á Jamaíka, sem fyrr segir, og hvarvetna um heim, þar sem kapp er lagt á friðsamlega og vísindalega nýt- ingu auðlinda hafsins. Það skyggir á hafréttarhátíðina á Jamaíka, einkum og sér í lagi í hugum íslendinga, að ýmis Evrópuríki, þar á meðal og Bretar og Norðmenn, hafa ekki enn sem komið er fullgilt hafréttarsáttmálann. Óumdeilt er hins vegar að Sameinuðu þjóðirnar hafa með sáttmála þess- um lagt þær hafréttarlegu línur, sem setja munu svip sinn á framtíðina. Þess er og að vænta að með hafrétt- ardómstólnum í Hamborg hafi verið lagður hornsteinn að árangursríkri framkvæmd hafréttarsamningsins. Það segir svo sína sögu um viðhorf íslendinga, að Alþingi samþykkti í tilefni af fimmtíu ára afmæli ís- lenzka lýðveldisins á þessu ári, að stofnsetja sérstak'an lýðveldissjóð, sem annars vegar á að verja til vistfræði- rannsókna á lífríki sjávar en hins vegar til eflingar ís- lenzkri tungu. Að baki liggja sömu sjónarmið og að baki laganna um vísindalega verndun fiskimiða land- grunnsins frá 1948 og að baki þeirra markmiða, sem þjóðréttarfræðingurinn Hans G. Andersen bar fram í nafni íslenzku þjóðarinnar á hafréttarráðstefnum Sam- einuðu þjóðanna. ÍSLENSKIR AÐALVERKTAKAR íaustri ogvestri OÁNÆGJA ákveðins hóps hluthafa í Sameinuðum verktökum, með þátttöku íslenskra aðalverktaka í verkefnum og hlutafélögum á erlendri grund, er mikil, eins og greint var frá hér í Morgunblaðinu í gær. Þessir hlut- hafar hafa nú ákveðið að efna til fund- ar á mánudaginn, með hluthöfum Sameinaðra verktaka, þar sem fund- arboðendur vilja flalla um breytta stöðu Sameinaðra verktaka og framtíð félagsins. Samkvæmt upplýsingum sem aflað hefur verið, stendur vilji þessara óánægðu hluthafa fyrst og fremst til þess, að öll starfsemi ís- lenskra aðalverktaka verði takmörkuð við verktöku fyrir varnarliðið á Kefla- víkurflugvelli og þegar verkefnaskráin verður tæmd, verði félaginu slitið og eignir þess greiddar út til eigenda sinna. Meðal annars þess vegna, hafa hinir óánægðu hluthafar lagst gegn breytingum á samþykktum Islenskra aðalverktaka, sem ætlað er að rýmka heimildir ÍAV til þess að ráðast í verk- efni og verktöku fyrir utan vamarliðs- framkvæmdir. Tilefni fundarins er í fundarboði m.a. sagt vera samþykkt ríkisstjórn- arinnar frá 8. nóvember sl. sem lýst var þannig I Morgunblaðinu daginn eftir: „Ríkisstjómin samþykkti í gær að verktaka vegna framkvæmda á vegum Mannvirkjasjóðs Atlantshafs- bandalagsins verði frjáls frá og með 1. apríl nk. og einkaréttur íslenskra aðalverktaka til framkvæmda fyrir varnarliðið þar með afnuminn." í bréfínu kemur fram að hluthaf- amir telja að stjóm Sameinaðra verk- taka hf. hafi vanrækt að upplýsa hluthafa félagsins, um þær breyting- ar sem orðið hafa á rekstri íslenskra aðalverktaka undanfarna mánuði og þann vanda sem félaginu sé á hönd- um vegna samdráttar verkefna. Hæpin staðhæfing Slík staðhæfíng hlýtur að teljast afar hæpin, að ekki sé meira sagt, því Jón Sveinsson, lögfræðingur, einn stjómarmanna í íslenskum aðalverk- tökum, flutti erindi um verkefni Aðal- verktaka innanlands sem utan og framtíðaráform ÍAV á hluthafafundi SV hinn 28. september sl., sam- kvæmt sérstakri beiðni stjórnar Sam- einaðra verktaka. Jón Sveinsson hefur unnið grein- argerð fyrir eigendur ÍAV , vegna tillögu stjórnar íslenskra aðalverk- taka að breytingum á samþykktum Islenskra aðalverktaka. í annarri grein samþykkta ÍAV er hlutverki félagsins og starfsviði lýst svo: „Félagið semur við stjórn- völd Bandaríkja Norður-Ameríku um Þótt verktaka ÍAV fyrir vamarliðið á Keflavíkurflugvelli hafí dregist saman og buast megi við frekari samdrætti á næstu ámm, er óhætt að fullyrða að ÍAV hyggja á stór og athygliverð verkefni víða um heim, eins og Agnes Bragadóttir lýsir í grein sinni. verklegar framkvæmdir fyrir. vam- arlið Bandaríkjanna hér á landi sam- kvæmt sérstöku tímabundnu starfs- leyfi sem utanríkisráðherra f.h. ríkis- sjóðs islands veitir félaginu í sam- ræmi við samninga ríkisstjómar ís- lands og ríkisstjómar Bandaríkjanna, eins og þeir em á hverjum tíma....“ Síðar segir: „Félaginu skal slitið þegar það hefur lokið hlutverki sínu svo sem því er lýst í 2. grein samn- ings þess. Félaginu má og slíta ef allir aðilar samþykkja." Þröngur stakkur í greinargerð Jóns segir orðrétt: „í stjórn ÍAV og einnig meðal eigna- raðila, hefur alloft verið rætt um að starfsvettvangi félagsins væri mark- aður óeðlilegá þröngur stakkur í 2. grein samþykkta félagsins. Þetta hefur einkum verið rætt vegna ýmissa annarra verkefna sem IAV hefur haft áhuga á að sinna, bæði á innlendum og erlendum vettvangi, en ekki hefur beinlínis tengst megin- hlutverki félagsins eins og því er lýst í nefndri 2. gr.. Þessi umræða átti sér t.d. st%ð þegar samþykkt var á sínum tíma af hálfu allra eignaraðila að verja allt að 300 milljónum króna til atvinnuuppbyggingar á Suðumesj- um. Af því tilefni var m.a. rætt og samþykkt að gera nauðsynlegar breytingar á samþykktum félagsins. Af því hefur til þessa þó ekki orðið.“ Síðan segir Jón að þrátt fyrir orða- lag 2. greinar samþykkta félagsins hafi verið litið svo á, að stjóm félags- ins og eignaraðilar geti, séu allir aðilar sammála, tekið þátt í öðrum verkefnum utan hins afmarkaða hlut- verks 2. gr. Af þeirri ástæðu og til að færa samþykktimar nær raun- veruleikanum þyki eðlilegt að gerð verði breyting á 2. gr. og við bætist ný sjálfstæð málsgrein er verði 2. mgr. 2. gr. svohljóðandi: „Stjóm félagsins er heimilt að ráð- ast í önnur verk eða verkefni er þjóna hagsmunum félagsins enda sé slíkt samþykkt af fulltrúum allra eigenda í stjóm.“ Hinir óánægðu hluthafar í SV, þau Þórður M. Þórðarson, Sif Ingólfdóttir og Ingibergur Þorkelsson, sem boða til fundarins á mánudag, sendu hlut- höfum í SV spumingablað um hvert framtíðarstarfssvið Sameinaðra verktaka eigi að vera. Hluthafar eru í fyrsta lagi spurðir hvort þeir telji að starfssvið SV eigi að vera tak- markað við þátttöku í Íslenskum aðalverktökum eingöngu; í öðru lagi hvort SV ættu að „leyfa ís- lenskum aðalverktökum að færa út starfssvið sitt með almennri verktöku innanlands"; og í þriðja lagi hvort SV ættu að „leyfa íslenskum aðal- verktökum að færa út starfssvið sitt með verkefnum erlendis, og með því að taka þátt í stofnun nýrra hlutafé- Iaga til slíkrar starfsemi." Ég hef upplýsingar um að fundar- boðendur séu í hópi þeirra hluthafa Sameinaðra verktaka, sem vilja slíta íslenskum aðalverktökum og leysa til sín eignir sínar, þegar ÍAV hefur lokið hlutverki sínu á Keflavíkurflug- velli. Samkvæmt sömu upplýsingum, em skiptar skoðanir um það hvert framtíðarhlutverk ÍAV eigi að vera, meðal hluthafa I SV og er því haldið fram að meirihluti eigenda vilji að ÍAV stuðli að atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum og reyni að hasla sér völl við verktöku erlendis eftir því sem færi gefast. Stofnað hlutafélög Fundarboðendur staðhæfa í bréfi sínu að könnun þeirra á málefnum SV og ÍAV á undanförnum vikum hafí leitt í ljós að „íslenskir aðalverk- takar eru aðilar að framkvæmdum sem ekki eru í samræmi við sam- þykktir Sameinaðra verktaka hf. og félagssamninga íslenskra aðalverk- taka sf. Meðal annars hafa íslenskir aðal- verktakar sf. stofnað mörg hlutafé- lög með ýmsum aðilum, á tímabilinu september 1993 til júlí 1994 og keypt hlut í fjölda hlutafélaga um alls kon- ar verkefni sem stjómarmönnum hafa þótt álitleg," segir m.a. í bréfi fundarboðenda. Af samtölum við stjómarmenn í Islenskum aðalverktökum að dæma, er ofangreind staðhæfing ekki alls- kostar rétt, því stjómarmenn ÍAV staðhæfa að samþykki stjómar ís- lenskra aðalverktaka fyrir þátttöku í hlutafélögum, liggi ávallt fyrir, þeg- ar slíkt er ákveðið og þar með sam- þykki fulltrúa allra eigenda IAV. Jón Sveinsson, lögfræðingur, sem sæti á í stjórn íslenskra aðalverktaka flutti erindi um verkefni og hlutverk Islenskra aðalverktaka á hluthafa- fundi SV þann 28. september sl. að beiðni stjórnar SV, eins og áður greinir. Jón gerði grein fyrir því hvemig 300 milljónum króna hefur Morgunblaðið/Ómar Mikil óvissa um framtíð í AV STJÓRN íslenskra aðalverktaka er þannig skipuð: Arni Grétar Finnsson, formaður, Ragnar Halldórsson og Jón Sveinsson, allir þrír fulltrúar rikisins, Harald- ur Einarsson og Páll Gústafsson, sem eru fulltrúar Sameinaðra verktaka i stjórn ÍAV og á Páll einnig sæti í stjóm Sameinaðra verktaka, og Jakob Bjarna- son, sem er fulltrúi Regins hf. í stjórn ÍAV og á jafn- framt sæti í sljórn SV. Ámi Grétar Finnsson, stjórnarformaður íslenskra aðalverktaka, sagði m.a. þegar ég talaði við hann í gær: „Eins og sjá má af verkefnalista okkar, þá eru Islenskir aðalverktakar að vinna mikið átak í mark- aðs- og verkefnaöflun, bæði hér heima og erlendis.“ Ámi Grétar sagði, að það að breyta Islenskum aðal- verktökum í almenningshlutafélag, eins og er yfirlýst markmið utanríkisráðherra frá þvi að ríkissjóður eign- aðist meirihluta í fyrirtækinu, væri um þessar mundir í hálfgerðri biðstöðu. Stjórn félagsins hafi metið mál- ið þannig, að fyrsta skrefið í þá átt væri að leysa innri vandamál Sameinaðra verktaka, þannig að hlutabréf SV yrðu gjaldgeng vara. Þá yrði líka að liggja fyrir hver ætti að verða starfsvettvangur í AV i framtíðinni. „íslenskir aðalverktakar eru geysilega öflugt fé- lag, sem nú er að meirihluta í eigu rfldsins. Ég tel að það eigi að nota það fjármagn, sem til er í félag- inu og við höfum yfir að segja, til þess að byggja hér upp öflugt atvinnulíf,“ sagði Ami Grétar. Ami Grétar bendir á að óvissan um framtíðarverk- efni Aðalverktaka á Keflavíkurflugvelli sé mjög mikil og því geti varla talist skynsamlegur kostur að einblína á verktöku fyrir varnarliðið og ekkert annað. „Þarna starfa fleiri hundruð manns og hafa gert í áratugi. Hvað verður um þetta fólk ef fyrirtæk- ið leggur upp laupana og ekkert er hugað að fram- tíðinni?11 spyr Árni Grétar Finnsson. verið ráðstafað, samkvæmt stjórnar- samþykkt ÍAV um að veija allt að 300 milljónum króna til atvinnuupp- byggingar og nýsköpunar í atvinnu- málum á Suðurnesjum. Stærsti hluti þeirrar íj'árhæðar fór í kaup á skipinu Aðalvík, 170 milljón- ir króna, sem er leigt Stakksvík hf. fyrir 20 milljónir króna á ári. Þá er ÍAV nú stærsti eignaraðilinn að Heilsufélaginu við Bláa lónið hf. og hefur lagt til félagsins 42 milljónir króna, þar af 20 milljónir króna í vinnuframlagi. Auk þess hafa ÍAV lagt lægri fjár- hæðir í fjölmörg verkefni á Suður- nesjum, á bilinu 2 til 16 milljónir króna. Enn er óráðstafað um 34 milljónum króna og í erindi Jóns kom fram að líklega yrði þeirj-i fjárhæð eða hluta hennar ráðstafað í gerð fríiðnaðarsvæðis á Suðurnesjum, þegar og ef í það verður ráðist. Oháð ofangreindum verkefnum, hafa íslenskir aðalverktakar gert samning við olíufélögin þrjú hér á landi um byggingu gasstöðvar í Straumsvík. Gert er ráð fyrir að Aðalverktakar byggi og eigi stöðina, sem áætlað er að kosti um 170 millj- ónir króna. Olíufélögin þrjú munu síðan leigja stöðina af Aðalverktök- um til sameiginlegra nota næstu ár og greiða á milli 13 og 14 milljónir króna í leigu á ári, auk þess sem þau annast allt viðhaíd og gjöld vegna stöðvarinnar. Þá gerði Jón grein fyrir þátttöku ÍAV i ýmsum verkefnum og hlutafé- lögum á erlendri grund, svo sem í Litháen, Þýskalandi, Bandaríkjunum og Asíu, nánar tiltekið Víetnam. ÍAV stofnuðu í desember í fyrra, í samvinnu við Ármannsfell, Ger hf. þar sem ÍAV leggja fram 8 milljónir í hlutafé, sem er 80% hlutafjárins, og Ármannsfell 2 milljónir króna, 20% hlutafjárins. Félagið stofnaði dótturfélag í Þýskalandi, Ger GmbH, sem keypti lóðir í Stuttgart og byggði fjórar íbúðir, svonefnd „Permaform“ hús, sem nú hafa verið seld og verða sölu- samningar.frágengnir nú á mánudag, samkvæmt nýfengnum upplýsingum frá Þýskalandi. Því verður fljótlega ákveðið að ráðast í næsta byggingaráfanga, í Þýskalandi, á vegum Ger GmbH. í hveijum áfanga verður bygging 20 íbúða, samskonar og þeirra fjögurra sem reistar voru á þessu ári í til- raunaskyni. Ætlunin er að verkið verði í umsjón íslenskra iðnaðar- manna frá íslenskum aðalverk- tökum og Ármannsfelli. Forvitnilegt er að staldra örlít- ið við verkefni íslenskra aðalverk- taka í Bandaríkjunum, nánar tiltek- ið, Miami í Flórída. ÍAV á 70% í BVB hf., eða 14,7 milljónir króna, Byggða- verk hf. á 12%, Rósakot hf. 12% og Akkur hf. 6%. BVB á svo 75,1% í bandarísku verktakafyrirtæki á Flórídasvæðinu, Roofcraft Inc., á móti Bandaríkjamanninum David Jones, sem á 24,9%. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í þakviðgerðum og nýbygg- ingum þaka. ÍAV hafa m.a. kynnt sér möguleika á að markaðssetja íslenska byggingatækni á svæðum þar sem fellibylir valda usla í Bandaríkjunum, en hefðbundin íslensk hús myndu stand- ast. Talið er að markaður fyrir slík hús geti ver- ið mikill, meðal efnameiri kaup- enda í Flórída. Nú hefur ver- ið stofnað dótt- urfélag í Flórída, Iceland Prime Technol- ogies, og í gegn- um það hafa ver- ið keyptar fimm RF lóðir á eftirsóttum stað á Miami svæð- inu, þar sem ætla W má að hvert hús geti ■ selst á um eða yfir eina milljón dollara. Lóðirn- ar voru keyptar á 1,4 milljónir doliara, eða á 96 milljónir króna, sem LAV lána þessu dótturfélagi. íslenskir aðalverktakar segja, að fasteignasalar meti það svo, að lóðimar á Miami svæðinu hafi þegar hækkað um 10%-15% í verði frá því þær voru keyptar, en félagið telur samt sem áður, að' áhugaverðari og arðvænlegri kostur, sé að byggja húsin á Miami og selja svo. Tæknimenn ÍAV vinna nú að nánari útfærslu á þeim húsagerðum sem til greina koma. HeH með mörg jám í eldinum Annar mjög svo forvitnilegur þátt- ur í landvinningastarfsemi Islenskra aðalverktaka, er tvímælalaust sú starfsemi, sem félagið á aðild að í Saigon, Víetnam, með þriðjungs hlut- afjáreign í HeH Intemational. Hér er um að ræða samstarfsverk- efni með Hauki Harðarsyni, arkítekt, víetnömskum starfsbróður hans og félaga, Trieu Hoang, en þeir eru frumkvöðlar að stofnun félagsins, og verkfræðistofunnar Ferlis hf. Hlutafé HeH er þijár milljónir króna og skipt- ist jafnt á milli ÍAV, arkítektanna og Ferlis. Trieu Hoang er fæddur og uppal- inn í Saigon, en menntaður í Banda- ríkjunum. Hann og Haukur Harðar- son námu saman arkítektúr í Chicago og hafa verið vinir og samstarfsmenn síðan. Þeir reka m.a. arkítektastofu saman hér á landi. Það sem einkum mun gera Trieu Hoang svo eftirsóknarverðan sam- starfsaðila í Víetnam fyrir íslending- ana, er sú staðreynd, að hann mun hafa mikil og góð tengsl innan stjórn- kerfísins í Víetnam og eiga betri möguleika á því en útlendingar að greiða fyrir ýmiskonar viðskiptum og samböndum. HeH hefur kannað möguleika þess að byggja hótel á lóð sem er mjög miðsvæðis í Saigonborg og hefur raunar tryggt sér einskonar fornýt- ingarrétt á lóðinni, sem varir í þijá mánuði. Staðsetning lóðarinnar er talin vera feykilega eftirsóknarverð fyrir hótelrekstur. ÍAV lánuðu félaginu 100 þúsund dollara, til þess að gera svokallaða hagkvæmniathugun á slíkri bygg- ingu. HeH hefur nú hlotið norrænt lánsloforð upp á 11 milljónir króna, sem verður annað hvort styrkur eða lán, sem ræðst af næstu skrefum. Eða með öðrum orðum, þótt ÍAV - hafí lánað tæplega 7 milljónir króna til verksins, þá tryggir þetta víkjandi lánsloforð það, að ÍAV fær lánið endurgreitt frá HeH, burtséð frá því hvert framhaldið verður. Það er Nordisk Projekt Export Fond sem veitir HeH þennan styrk, sem er þess eðlis, að hann verður endurgreiddur, ef í verkið verður ráðist, en ef það gengur ekki upp, getur HeH farið fram á niðurfellingu skuldarinnar. Kostar um 14 milljarða króna __ Niðurstöður þessarar hagkvæmn- iathugunar munu hafa verið afskap- lega jákvæðar. Ef af yrði, er um geysilega stórt verkefni að ræða, eða upp á um það bil 200 milljónir doll- ara, sem er nálægt 14 milljörðum króna. Augljóslega er slíkt verkefni mun stærra verkefni en ÍAV myndu nokkurn tíma ráðast í upp á eigin spýtur. En ekki er þar með sagt, að ís- lenskir aðalverktakar gætu ekki orð- ið, í gegnum eignaraðild sína að HeH, samstarfsaðilar Víetnama að slíku verkefni, finnist fjárfestar, sem annað hvort vilja fjármagna verkefn- ið eins og það leggur sig, í samvinnu við HeH og Víetnama, eða hreinlega kaupa „projektið“ eins og það liggur fyrir nú, þ.e. fomýtingarrétt lóðar- innar og hagkvæmnikönnunina. Finnist fjárfestar, sem vænlegt væri að starfa með, gætu íslenskir aðalverktakar hugsanlega tekið að sér eftirlit með framkvæmdum og umsjón með útboðum og öðru. Þá mun Hyatt-hótelkeðjan hafa lýst miklum áhuga á því að reka slíkt hótel, ef það verður byggt, þótt áhugi keðjunnar á fjárfestingunni sem slíkri sé takmarkaður. Gera forsvarsmenn ÍAV og HeH sér vonir um að umtalsverð arðsvon geti legið í þátttöku í slíku verkefni. Vonir standa til að málin hafí skýrst fyrir áramót. HeH hefur einnig haft forgöngu um að ýmsir íslenskir aðilar eru nú að skoða möguleika á verkefnum og samstarfí í Víetnam og eru bundnar miklar vonir við starfsemi þessa fé- lags, samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins. Markmið HeH með und- irbúnings- og markaðsvinnu sem þessari, er að selja þjónustu sína gegn hlutafé í samstarfsverkefnun- um, ef þau ganga upp. SH í samstarf við Víetnama? v Meðal þess sem HeH hefur í haust verið að kanna, í samráði við Sölum- iðstöð hraðfrystihúsanna, sem sendi fulltrúa til Víetnam í septembermán- uði, er hvort möguleiki sé á, að koma á samstarfí SH við Víetnama, um útgerð, rækjuvinnslu, uppsetningu gæðakerfa, og að SH tæki að sér umboðssölu á frystum sjávarafurðum Víetnama. Rætt er um í þessum efnum að koma á samstarfi SH, víetnamska sjávarútvegsráðuneytisins og stærsta sjávarútvegsfyrirtækis Víet- nam, Sea Prodex. Raunhæfir mögu- leikar eru taldir á, að af slíku sam- starfi SH og Víetnama geti orðið. Er einnig talið líklegt að niðurstaða fáist í þessum efnum fyrir árslok. Enn er ótalin könnun HeH á því í Víetnam, hvort hægt er að koma á samstarfi Víetnama og íslenskra tölvufyrirtækja, en þar mun, að sögn vera nokkurn veginn óplægður akur enn og möguleikamir í samræmi við það. Islensk tölvufyrirtæki hafa sýnt slíkum möguleikum umtalsverðan áhuga, samkvæmt upplýsingum mín- um. í erindi Jóns Sveinssonar kom fram, að þær fjárhæðir sem íslenskir aðalverktakar hafa lagt af mörkum til verkefnaleitar erlendis, í formi hlutafjár og lóðakaupa, eru samtals um 140 milljónir króna og þar af vega lóðakaupin á Miami í Flórída langþyngst. Ekkert fé hefur enn tap- ast í þessum athugunum, að sögn Jóns og hann telur litla hættu á að svo fari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.