Morgunblaðið - 23.11.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.11.1994, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Atvinnuleysi í október Ekki venju- bundin aukning EF ATVINNULEYSI hefði fylgt venjubundinni árstíðar- sveiflu hefði það átt að vera meira í október en raun varð á, að mati Þjóðhagsstofnunar. Atvinnuleysi var 3,4% af mann- afla í seinasta mánuði. Þjóðhagsstofnun telur að skýringin á þessu geti annað hvort verið sú að atvinnuleysi sé að minnka eða árstíðarsveifl- an að breytast. Áætlað er að atvinnuleýsi verði 4,8% að meðaltali á yfir- standandi ári, eða 0,5% meira en í fyrra og Þjóðhagsstofnun spáir svipuðu atvinnuleysi á næsta ári. Tekið fyrir nýrriyfí- fallslögn NÚ ER unnið að því að taka fyrir nýrri yfirfallslögn frá hitaveitugeymunum á Oskju- hlíð. Að sögn Hreins Frí- mannssonar, yfirverkfræðings Hitaveitu Reykjavíkur, var ráðist í framkvæmdina að fengnu leyfi umhverfisráðs Reylgavíkur og Náttúruvernd- arráðs. í stað þess að veita vatninu í Fossvogsræsi verður því veitt út í sjó í Fossvoginum. Á myndinni sést hvar verið er að fleyga skurð sem nýja lögn- in mun liggja í. Fyrirtækið Loftorka sér um framkvæmd- irnar fyrir Hitaveitu Reykja- víkur. Morgunblaðið/Þorkell Sambandssljórnarfundur Alþýðusambands íslands ASÍ hvetur til að- gerða gegn verktöku ALÞÝÐUSAMBAND íslands hélt sambandsstjórnarfund á mánudag og þriðjudag. Fundurinn hvetur stjórnvöld til að endurskoða afstöðu sína í ýmsum málum, m.a. kjara- málum, vinnuverndarmálum og krefst þess að stjómvöld hefji að- gerðir gegn verktöku. í ályktun um verktöku segir að undanfarin ár hafí vinnuveitendur nýtt sér slæmt ástand á vinnumark- aði til að þvinga launamenn til verk- töku. Það hafi leitt til þess að launa- menn hafi orðið fyrir stórfelldri skerðingu á launum og farið á mis við mörg þeirra réttinda sem kjara- samningar og landslög kveði á um. Þá segir að þessi starfsemi leiði til hraðari vaxtar neðanjarðarhag- kerfís og undanskoti á miklu fjár- magni í skattgreiðslum. Þess er krafíst að stjómvöíd hefji þegar markvissar og öflugar aðgerðir gegn verktökum og samningamenn í komandi kjarasamningum hvattir til að herða á atriðum gegn henni. Sambandsstjórnarfundurinn hvetur stjómvöld til að endurskoða afstöðu sína í kjaradeilu sjúkraliða. í ályktun segir að viðurkennt hafí verið að hækka beri laun hinna lægst launuðu umfram aðra og nú sé svigrúm til almennra launahækk- ana þegar efnahagsbati sé að koma í ljós. Jafnframt hafi verið viður- kennt að áherslu beri að leggja á aukna starfsmenntun í atvinnulíf- inu og þá ekki síst meðal starfs- fólks í heilbrigðis- og umönnunar- geiranum. Fundurinn skorar á stjórnvöld að ganga nú þegar til samninga við sjúkraliða á þessum forsendum. Eðlilegra að lækka álögur Fundurinn krefst þess að stjóm- völd láti af þeirri fyrirætlan sinni sem kemur fram í frumvarpi til fjár- laga 1995 að leggja beint í ríkissjóð verulegan hluta af framlagi at- vinnulífsins til Vinnueftirlits ríkis- ins. Fundurinn bendir á að það geti ekki „talist eðlilegt að stjóm- völd sölsi undir sig framlög atvinnu- lífsins sem verja á í afmörkuð verk- efni, heldur væri eðlilegra að lækka . álögurnar, ef verkefnin byðu upp á . slíkt, en því er alls ekki til að dreifa, nema síður sé“. Farið verði að lögum um vinnuvemd > Fundurinn hvetur verkalýðs- hreyfínguna og stjórnvöld til að efla vinnuvernd á næstu misserum. í samþykkt hans segir að lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum séu ekki að fullu kom- in til framkvæmda þrátt fyrir að 14 ár séu liðin frá gildistöku þeirra. Þar segir einnig að ýmsir atvinnu- rekendur hafi nýtt sér erfiða stöðu á vinnumarkaði til að þverbijóta vinnuverndarlög og slysum og heilsutjóni vegna lélegs aðbúnaðar á vinnustöðum hafí fjölgað á undan- fömum missemm. Fundurinn segir að verkalýðshreyfingin og launafólk sjálft hafí ekki beitt nægilegum þrýstingi eða stutt eftirlitsaðila og stjómvöld í starfí þeirra að vinnu- vemdarmálum og nú verði að bregðast við því með skipulegum hætti. Drög að samningi um sameiningu Borgarspítala og St. Jósefsspítala Sameining fyr ir árslok 1995 STEFNT er að sameiningu Borgar- spítala og St. Jósefsspítala á árinu 1995 undir heitinu Sjúkrahús Reykjavíkur. Skal sameining spítal- anna taka að fullu gildi eigi síðar en 1. janúar árið 1996. Sjúkrahús Reykjavíkur skal vera borgarstofn- un og fá til umráða eignir Borgar- spítala og St. Jósefsspítala. í drög- um að samningi um sameiningu sjúkrahúsanna er gert ráð fyrir að fjárveiting til spítalanna verði sam- einuð undir einn fjárlagaiið á fjár- lögum árið 1995. Stefnt skal að því að réttindi og kjör starfsmanna Sjúkrahúss Reykjavíkur verði sam- bærileg þeim kjöram sem eru á Borgarspítala og St. Jósefsspítala. Drög að samningi milli heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytis, fjármálaráðuneytis, Reykjavíkur- borgar og yfírstjórnar Sjálfseignar- stofnunar St. Jósefsspítala um sam- einingu Borgarspítala og St. Jó- sefsspítala á árinu 1995, voru kynnt og samþykkt á fundi ríkisstjórnar og borgarráðs í gær. Gert er ráð fyrir að í húsnæði St. Jósefsspítala verði ýmis valþjónusta, það er sjúkl- ingar sem kallaðir era inn af biðlist- um, og ferliþjónusta, það er aðgerð- ir án innlagnar, auk öldrunarlækn- ingadeilda og hjúkranardeilda. Á Borgarspítalanum verður lögð áhersla á bráða- og slysaþjónustu, auk annarrar almennrar þjónustu, sem henta þykir. Lögum verður breytt Heilbrigðisráðherra mun beita sér fyrir að lögum um heilbrigðisþjón- ustu verði breytt og skipuð verði fimm manna bráðabirgðastjóm spít- alanna frá og með 1. janúar 1995. Fram kemur að fjármálaráðu- neytið og Reykjavíkurborg munu kanna hvernig fara skuli með áfalln- ar og áfallandi lífeyrisskuldbinding- ar starfsmanna Borgarspítalans og væntanlegs Sjúkrahúss Reykjavík- ur. Hefur fjármálaráðherra ákveðið að fela nefnd- að gera tillögur um meðferð réttindamála starfsmanna og lífeyrisskuldbindingar. Umboðsmaður Alþingis segir lög um stöðu stofnana í stjórnkerfinu oft óskýr Áfrýjunarheimildir verði skýrari UMBOÐSMAÐUR Alþingis segir að það hafi vakið athygii sína, hve lög era oft óskýr um stöðu stofnana og embætta í stjórnsýslukerfinu. Það valdi meðal annars vafa á því, hvort aðila máls sé heimilt að kæra ákvörðun hlutaðeigandi stjórnvalds til ráðuneytis, svo og hverjar stjórn- unarheimildir ráðherra séu gagnvart umræddu stjórnvaldi. Þetta kemur fram í ársskýrslu umboðsmanns Alþingis, Gauks Jörundssonar, fyrir síðasta ár. Þar segir, að í íslenskri stjórnskipan sé gengið út frá því, að ráðherrar, hver á sínu sviði, fari ávallt með yfirstjóm stjómsýslu, nema hún sé að lögum undanskilin. „Af þessu leiðir, að kveði lög ekki skýrt á um sjálfstæði stjómvalds og verði sú ályktun heldur ekki leidd af ákvæðum laga með fullri vissu, yrði talið að um lægra sett stjórnvald væri að ræða. Staða slíks stjómvalds í stjórnsýslukerfinu felur m.a. í sér að ráðherra sá, sem umræddur Sjónarmið um aukið réttar- öryggi og vemd borgaranna málaflokkur heyrir undir skv. lögum og reglu- gerð um Stjómarráð íslands, fer þá almennt með yfírstjóm þeirra mála, er undir valdsvið stjórnvaldsins heyra. Þá verður stjórnvalds- ákvörðunum lægra setts stjórnvalds skotið til ráðherra skv. 1. mgr. 26. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Kveði lög aftur á móti svo á, að stjóm- vald skuli teljast sjálfstætt, era réttaráhrifin m.a. þau, að stjómvaldsákvörðunum þess verður almennt ekki skotið til æðra stjómvalds, nema lög heimili það sérstaklega," segir umboðsmaður. Mikilsvert úrræði borgaranna Umboðsmaður lýkur skrifum sínum um þetta með því að segja, að hann telji mikilvægt, að heimildir að lögum til að skjóta stjórnvalds- ákvörðunum til æðra stjómvalds séu skýrar, ein- faldar og aðgengilegar, enda sé hér um að ræða mikilsvert úrræði fyrir borgarana, sem grand- vallað sé á sjónarmiðum um aukið réttaröryggi og réttarvemd borgaranna, svo og ýmsu hag- ræði af slíkri málsmeðferð. „Ég tel að nokkuð hafí skort á, að þessu vandamáli hafi verið gef- inn nægilegur gaumur við lagasetningu hér á landi. Þar sem reynt hefur á þetta atriði í svo mörgum málum, sem komið hafa til meðferðar hjá embætti mínu, tel ég rétt að vekja athygli Alþingis á því,“ segir umboðsmaður. 238 mál í fyrra Hjá embætti umboðsmanns Alþingis vora skráð 238 mál í fyrra, þar af bárast honum 235 kvartanir, en þijú mál tók hann upp að eigin frumkvæði. í upphafí ársins voru 92 mál til meðferðar, 212 voru afgreidd, en í árslok biðu 118 mál afgreiðslu. Fjárhags- vandi Borgar- spítala um 350 millj. SAMHLIÐA samningi um sam- einingu Borgarspítala og St. Jósefsspítala á Landakoti hafa heilbrigðisráðherra, fjármála- ráðherra og Reykjavíkurborg gert með sér samning um hvernig farið verður með upp- safnaðan rekstrarhalla Borgar- spítalans. Hann er að óbreyttu metinn um 350 millj. kr. nú í árslok. Munur á núverandi rekstrarafgangi Borgarspítal- ans og fjárveitingu til spítal- anna í framvarpi til fjárlaga 1995 er áætlaður um 290 millj- ónir króna. í samningi um lausn á fjár- hagsvanda Borgarspítalans kemur fram að ráðherrar muni beita sér fyrir 167 millj. kr. fjár- veitingu í fjáraukalögum 1994 til viðbótar þeirri fjárhæð sem spítalanum er þegar ætluð þar. Greiðslur færðar fram Jafnframt mun fjármálaráð- herra beita sér fyrir þeirri breytingu á greiðsluáætlun til Sjúkrahúss Reykjavíkur í fjár- lögum árið 1995 að 83 millj., sem að óbreyttu kæmu til greiðslu til Borgarspítalans í desember 1995, verði færðar fram til janúar. Sjúkrahús Reykjávíkur fái þessa upphæð þegar fjármálaráðuneytið og Reykj avíkurborg hafa náð nið- urstöðu um hvemig fara skuli með lífeyrisskuldbindingar Borgarspítalans. Fram kemur að ráðherrar muni beita sér fyrir 100 millj. eingreiðslu til reksturs Sjúkra- húss Reykjavíkur á fjárlögum árið 1995 til viðbótar þeim fjár- hæðum sem ætlaðar era til reksturs spítalanna tveggja í frumvarpi til fjárlaga 1995. Löks er stjóm Sjúkrahúss Reykjavíkur ætlað að grípa til aðgerða sem gert er ráð fyrir að skili minnst 180 millj. króna sparnaði 1995.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.