Morgunblaðið - 23.11.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.11.1994, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1994 ___________________________________ _____MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sölumál sauðfjárbænda eru í verri stöðu en talið var í sumar Mikil óvissa um útflutning á kindakjöti EINAR Gíslason, sauðfjárbóndi á Syðra-Skörðugili, segist óttast að ef sala á umsýslukjöti mistekst á þessu verðlagsári sé mikil hætta á að sala á kjöti framhjá kerfinu stóraukist næsta haust. Framleiðala á umsýslukjöti varð 1.600-1.700 tonn í haust samanborið við rúm 800 tonn í fýrra. Mikil óvissa ríkir um hvort hægt verður að selja allt þetta kjöt úr landi fyrir viðunandi verð. Yngsti fyrir- lesarií Alta-háskól- anum FIMMTÁN ára íslenskur strákur varð yngstur til að halda gestafyr- irlestur í háskólanum í Alta í Finn- mörku í Norður-Noregi 16. nóv- ember síðastliðinn. Fyrirlesarinn Róbert Sigfússon fjallaði um sér- svið sitt „Samskipti á milli forrita- banka“ við góðar undirtektir 20 til 30 tölvufræðinema við skólann. Lovísa Guðmundsdóttir, móðir Róberts, segir að fjölskyldan hafi upphaflega flust frá íslandi til að faðir Róberts, Sigfús Kristmanns- son, gæti stundað nám í sjávarút- vegsfræðum í Tromsö. Að námi hans loknu hafi fjölskyldan flust aftur heim til íslands en að nýju til Noregs þegar Sigfúsi hafi verið boðin staða við háskólann í Alta fyrir tveimur árum. Byrjaði sjö ára Sigfús þurfti ekki að leita langt þegar ákveðið var að leita til gestafyrirlesara um umfjöllun á samskiptum á milli forritabanka. Umrætt svið er nefnilega sérsvið sonar hans. Róbert fékk gestafyr- irlesaralaun og verður líklega aft- ur kallaður til. ÁGÚST Einarsson, prófessor, sagði sig úr Alþýðuflokknum í fyrrakvöld, á aðalfundi Félags fijálslyndra jafn- aðarmanna. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að með þessari ákvörðun sinni, væri hann að til- kynna það opinberlega að hann væri genginn til liðs við hreyfingu Jó- hönnu Sigurðardóttur, alþingis- manns. Þórunn Sveinbjömsdóttir, formaður Sóknar, og Ásta B. Þor- steinsdóttir, formaður Þroskahjálpar, staðfestu við Morgunblaðið í gær að þær hefðu tekið þátt í fundum með Jóhönnu þar sem unnið hefði verið að mótun málefnagrundvallar hreyf- ingar hennar. Jóhanna og stuðnings- menn hennar gangast fyrir opnum Hann fór að fikra sig áfram í tölvu föður sín þegar hann var sjö ára. Færni hans jókst stöðugt og nú er svo komið að hann hefur byggt upp sinn eigin forritabanka. Hann notfæra sér um 145 manns. Bankinn inniheldur um 8.000 skrár og er verðmæti hans metið á um 400.000 íslenskar krónur. í tónlistarnámi Róbert er með töivubúnaðinn í herbergi sínu og hefur fengið sína eigin símalínu. „Hann varð að fá eigin símalínu þvi annars náðist Formenn Þroska- hjálpar og Sóknar hafa tekið þátt í mót- un málefnastarfs með Jóhönnu fundi á sunnudag til að kynna áform sín. Starf að málefnagrundvelli „Eg hef setið fundi með Jóhönnu og þeim sem hafa starfað í kringum hana þar sem unnið hefur verið að málefnagrundvelli," sagði Ásta B. Þorsteinsdóttir, formaður Þroska- hjálpar, aðspurð hvort hún væri aldrei í okkur,“ segir Lovísa. ' Þrátt fyrir að Róbert eyði mikl- um tíma við tölvuna segist hún ekki hafa áhyggjur af því að hann loki sig frá jafnöldrum sínum. Félagar hans hafi áhuga á tölvum og þeir komi saman til að ræða áhugamálið. Þar að auki sé Rób- ert að læra á píanó í tónlistar- skóla og fari út að skemmta sér um helgar eins og aðrir unglingar. Róbert á eldri systur, Telmu Rós, á íslandi. Hún er tvítug og hefur velt þvi fyrir sér að fara í tónlistarnám til Tromsö. gengin til liðs við hreyfmgu Jóhönnu Sigurðardóttur. „Ég hef stutt Jó- hönnu Sigurðardóttur til þeirra verka sem hún hefur verið að vinna og hef þakkað fyrir að fá að koma að ábend- ingum um það sem tengist mínum. baráttumálum," sagði Ásta en sagði ekkert hafa verið um það rætt hvort vænta mætti þess að hún yrði á fram- boðslista á vegum hreyfingarinnar. „Ég hef komið nálægt því að fara yfir málefnagrundvöllinn á fundum með Jóhönnu," sagði Þórunn Svein- bjömsdóttir, formaður Starfsmanna- félagsins Sóknar við Morgunblaðið í gær en vildi ekki gefa frekari yfirlýs- ingar um tengsl sína við framboðs- mál og nýja hreyfingu Jóhönnu. Endanlegar tölur um slátrun í haust liggja ekki fyrir, en flest bend- ir til framleiðslan hafi verið jafnmik- il eða meiri en í fyrra, en þá var hún 8.932 tonn. Þá voru dilkar óvenju vænir eða um 15,5 kíló. í haust var vænleikinn enn meiri eða 15,62 kíló. Þetta eykur enn þann offramleiðslu- vanda sem við er að eiga. Flest bend- ir til að samdráttur í sölu á kinda- kjöti haldi áfram. Bráðabirgðatölur fyrir sölu í október benda til að sala hafi verið heldur minni en árið áður. Tímafrek markaðsleit erlendis Stöðugt stærri hluti framleiðslu sauðfjárbænda er svokallað umsýslu- kjöt, en það er kjöt sem er umfram kvóta og bændur skuldbinda sig til að flytja út fyrir lægra verð. í fyrra voru rúmlega 800 tonn framleidd upp { umsýslusamninga, en í ár er þetta magn 1.600-1.700 tonn. „Það liggur ekki fyrir að það tak- ist að flytja þetta allt út á viðunandi verði. Að því er stöðugt unnið. Stað- an er því erfiðari en var útlit fyrir í sumar," sagði Amór Karlsson, for- maður Landssamtaka sauðfjár- bænda. Hann sagði að líkast til yrði hægt að selja 650 tonn til Svíþjóðar og 200 tonn til Færeyja. Þá væri verið að gera tilraunir með sölu á Grænlandi, Japan, Bandaríkjunum og á meginlandi Evrópu. Einar sagði tilraunir manna til að finna nýja markaði erlendis virðingarverðar, en þessar tilraunir væru tímafrekar og magnið sem menn væru að þreifa fyrir sér með væri lítið. Birgðavand- inn hér heima væri stöðugt að vaxa. Einar sagði ljóst að verulega hefði dregið úr framhjásölu í haust, enda hefðu bændum verið gefin fyrirheit um að hægt yrði að tryggja þeim a.m.k. 150 krónur á kíló í skilaverð. Hann sagðist óttast að ef ekki tæk- ist að selja kjötið á þessu verði yrði það bændum hvatning að hefja sölu framhjá kerfinu að nýju. Einar sagði að vandinn væri ekki leystur þó að það tækist að selja allt umsýslulqötið. Birgðir á innan- landsmarkaði væm um 1.400 tonn- um of miklar. Vandinn væri því um 3.000 tonn. „Þetta er gríðarlegur vandi og enginn hægðarleikur að leysa hann. Það sem manni þykir verst er að það er ekki einu sinni byijað að ræða við landbúnaðarráðu- neytið og ríkisstjóm um þetta,“ sagði Einar. Einar sagðist vilja að sauðfjár- bændur þrýstu á stjómvöld um að þau gæfu fyrirheit um að halda bein- greiðslum óbreyttum út þetta samn- ingstímabil óháð sölu innanlands. Þar með gæfist rúm til að styðja betur við sölutilraunir á kjöti erlendis. Fjármagn skortir til söluaðgerða Einar sagði að Amór hefði greint rangt frá’ stöðu verðjöfnunarsjóðs sauðfjárbænda á aðalfundi Lands- samtakanna í ágúst sl. Á aðalfundi hefði hann fullyrt. að skuld hans við Framleiðsluráð væri 103 milljónir 1. september sl., en staðan hefði raun- vemlega verið skuld upp á 242 millj- ónir. Tekjur sjóðsins em m.a. fengn- ar með því að leggja 5% gjald á alla framleiðslu sauðfjárbænda. Tekjum- ar fara í að greiða fyrir sölu kinda- kjöts innanlands og erlendis. Eins og staðan er í dag skortir fjármagn til söluaðgerða. Amór sagði að alltaf hefði legið fyrir að verið væri að eyða tekjum verðjöfnunarsjóðs fram I tímann. Hann sagði að raunvemleg staða sjóðsins hefði ekki legið fyrir á aðal- fundi sauðfjárbænda í haust. Menn hefðu þar verið með áætlanir. Hann sagði að staða sjóðsins myndi batna með tekjum sem fengjust með mis- mun á beingreiðslum og greiðslu- marki sem ákveðið var fyrir næsta haust. Jóhanna og stuðningsmenn kynna áform sín á sunnudag Ágúst Einarsson segír sig úr Alþýðuflokknum Útreikningar Talnakönnunar hf. á áhrifum 10% launahækkunar á lánskjaravísitölu INNAN verkalýðshreyfingarinnar hefur mikið verið rætt um end- urskoðun eða afnám lánskjaravísi- tölunnar að undanfömu vegna kom- andi kjarasamninga en frá byijun árs 1989 hefur launavísitalan vegið þriðjung í breytingum á lánskjara- vísitölunni. „Helstu rök launþega gegn lánskjaravísitölunni nú em þau að ekki sé hægt að ná fram neinum kjarabótum án þess að það komi jafn- harðan fram í hækkuðum höfuðstóli lána,“ segir í skýrslu sem Talnakönn- un hf. hefur unnið fyrir verkamanna- félagið Dagsbrún um lánskjaravísi- töluna og hvaða áhrif það hefði ef hún yrði lögð niður. í skýrslunni er tekið undir ofan- greind sjónarmið iaunþega og bent á að höfuðstóll lána og greiðslubyrði myndi aukast um nær 60%: „... launahækkun ein og sér, til dæmis um 10%, myndi valda því að lán hækkuðu um 5-6%. Þá er ekki reiknað með óbeinum áhrifum á verð- lag almennt. Skuldabyrði heimilanna er samkvæmt nýlegri skýrslu félags- málaráðherra um ein milljón á hvert mannsbarn að jafnaði. Tökum því sem dæmi mann sem hefur eina milljón í laun á ári og skuldar fjórar milljónir (meðalfjölskylda), bundnar lánskjaravísitölu. Launahækkunin á ári væri eitt hundrað þúsund krónur, Skuldabyrði þyngdist uni nær 60% Launahækkun um 10% myndi valda því að lán hækkuðu um 5-6%. Höfuðstóll lána og greiðslubyrði ykist um nær 60%. Rúmlega helm- ingur launahækkunar meðalfjölskyldu sem skuldar 4 millj. myndi hverfa. Þetta kemur fram í skýrslu Talnakönnunar fyrir Dagsbrún um tengingu launa og lánskj ara í lánskj aravísitölunni. en höfuðstól! lánsins hækkaði um 320 þúsund krónur. Vaxtabyrðin ykist um 25 þúsund krónur og greiðslubyrði í heild um nálægt 50 þúsund krónur. Rúmlega helmingur launahækkunarinnar væri farinn jafnvel þótt verðlag hækki almennt ekki, sem telja verður mjög ólíklegt. Því hefur áherslan sem launþegar lögðu á það á sínum tíma að láns- kjaravísitalan ryki ekki fram úr laun- atöxtum, leitt til þess eftir breyting- una 1989 að launahækkanir leiða oft ekki til þeirra kjarabóta sem að er stefnt, jafnvel þótt þær hafi takmörk- uð áhrif á almennt verðlag. Þess er skylt að geta að fulltrúar launþega bentu á þetta þegar breytingin var gerð, en fengu ekki rönd við reist,“ segir í skýrslunni. Höfundur skýrslunnar, Benedikt Jóhannsson stærðfræðingur, veltir því næst fyrir sér ýmsum kostum í þessu sambandi og telur nánast úti- lokað að þótt lánskjaravísitalan yrði felld niður frá næstu áramótum yrði hún ekki látin gilda eftir sem áður um þær skuldbindingar sem þegar hefur verið stofnað til. Afleiðingar launahækkana yrðu því hinar sömu og ofan greinir en með afnámi vísi- tölubindingar væru menn að hafa áhrif til framtíðar. „Þegar verðbólga er lítil er vísi- tölubinding í sjálfu sér ekki óhagstæð nema ef hún er of tengd launum. Það virðist óeðlilegt að ef samið er um launahækkanir þá hækki verð- bréfaeign samstundis um rúmlega helming af launaviðbótinni," segir í skýrslunni. Talið er að það yrði launþegum í hag til skamms tíma litið ef tekin yrði upp á ný lánskjaravísitala eins og .hún var fyrir breytinguna 1989 en því fylgdu þó einnig ókostir. „Beina hækkunin á lánskjaravísi- tölunni yrði líklega ekki nema rúmur þriðjungur launahækkunar í stað 50-60% nú. Hins vegar væri hringl með vísitöluna til þess fallið að skapa ótrú á verðbréfum sem henni fylgdu og gæti dregið úr lánstrausti ríkis- sjóðs meðal fjárfesta ...“ segir þar ennfremur. Loks er bent á að þriðja leiðin sé að afnema vísitölu af framtíðarskuld- bindingum. Sýnt hafi verið fram á að greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum sé mun þyngri framan af en verðtryggðum og jafnframt yrði þá að gera ráð fyrir 1-2% raunvaxtaá- lagi. Því væri með slíkri breytingu verið að þyngja verulega byrði þeirra . sem væru stutt komnir með afborg- anir, þótt þeir yrðu að vísu fljótari að greiða skuldimar niður. „Kostirn- ir eru þeir fyrir launþega að lán lækk- uðu í krónum talið ár frá ári. Hins vegar er vafasamt að telja þessa til- höpm kjarabót til skemmri tíma litið því greiðslubyrði þyngdist," segir í skýrslunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.