Morgunblaðið - 23.11.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.11.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1994 35 FRÉTTIR Aðgangseyrir til alnæmissamtaka 22 vilja vera yfir lögreglu 22 urasóknir hafa borist sýslumann- inum í Hafnarfirði um stöðu yfirlög- regluþjóns í Hafnarfirði en Ingólfur Ingvarsson lætur af því starfi um áramótin. Meðal umsækjenda eru ijórir aðstoðaryfirlögregluþjónar, einn í Hafnarfirði og þrír í Reykja- vík og nýsettur yfirlögregluþjónn í Kópavogi. Umsækjendur eru: Arnar Jensson, lögreglufulltrúi, Arnbjörn Leifsson, aðstoðarvarðstjóri, Bjarni J. Boga- son, rannsóknarlögreglumaður, Bjarnþór Aðalsteinsson, rannsókn- arlögreglumaður, Björgvin Björg- vinsson, _ rannsóknarlögreglumaður, Eggert Ól. Jónsson, varðstjóri, Egill Bjarnason, settur yfirlögregluþjónn í Kópavogi, Gissur Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður, Guðlaug- ur Gíslason, varðstjóri, Hilmar Þor- björnsson, aðstoðaryfirlögreglu- þjónn, John E.K. Hill, lögreglufull- trúi, Jónas Sigurðsson, aðalvarð- stjóri, Lárus Pétur Ragnarsson, varðstjóri, Magnús Einarsson, að- stoðaryfirlögregluþjónn, Ólafur G. Emilsson, varðstjóri, Ólafur K. Guð- mundsson, aðstoðaryfirlögreglu- þjónn, Ómar Gaukur Jónsson, rann- sóknarlögreglumaður, Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögreglu- þjónn, Rúdolf Þór Axelsson, aðal- varðstjóri, Sævar Gunnarsson, aðal- varðstjóri, Sævar Stefánsson, rann- sóknarlögreglumaður, og Ægir Ell- ertsson, lögregluþjónn. -----» ♦ ♦--- Mótmæla lækkun BÆJARSTJÓRN Blönduóss hefur samþykkt ályktun þar sem skorað er á ríkisstjórnina að standa við fyr- irheit um aukafjárveitingu til Jöfn- unarsjóðs sveitarfélaga vegna fjár- vöntunar Innheimtustofnunar sveit- arfélaga. Álítur bæjarstjórnin að sú leið er farin var til að greiða úr vanda stofn- unarinnar, þ.e. 60% skerðing á greiðslu þjónustuframlags til ein- stakra sveitarfélaga, sé algerlega óviðunandi og mótmælir bæjar- stjórnin þeim gerningi harðlega. Bæjarstjórn Blönduóss bendir á að sveitarfélögin hafi í áætlunum sínum gert ráð fyrir eðlilegri af- greiðslu þjónustuframlags og miðað rekstraráform sín við það. ÞANN 18. september 1994, frum- sýndi íslenski dansflokkurinn Danshöfundakvöld í Tjarnarbíói. Sýnd voru þrjú verk eftir þau Láru Stefánsdóttur, Hany Hadaya, og David Greenall. Önnur sýning Danshöfundakvölds 19. septem- ber sl. var til styrktar Alnæmis- samtökunum á Islandi. Þeir sem gáfu vinnu sína í til- efni þessa eru: Dansarar Islenska dansflokksins, sönghópurinn Vo- ices Thules, tæknifólk, forsvars- menn Tjamarbíós og starfsfólk miðasölu. Innkoma sýningarinnar var kr. 108 þús. en 72 miðar voru seldir og var miðaverð kr. 1.500. Á meðfylgjandi mynd, sést hvar Vilborg Gunnarsdóttir, fram- Fundur um einvalda og íkona NÆSTI fræðslu- og umræðu- fundur Grikklandsvinafélagsins Hellas verður haldinn fimmtudag- inn 24. nóvember kl. 20.30 í Korn- hlöðunni við Bankastræti, og verður hann með nokkuð býs- önsku sniði. Frummælandi verður Árni Bergmann rithöfundur og nefnir hann erindi sitt „Arfurinn frá Býsans í Rússlandi: einvaldar og íkonar". Sunnudaginn 27. nóvember verður opnuð í Hallgrímskirkju sýning á 34 íkonum sem Kristín Gunnlaugsdóttir hefur gert, en hún hefur að undanförnu stundað nám í íkonamálun á Ítalíu. Henni kvæmdastjóri íslenska dans- flokksins, afhendir Björgvin Gíslasyni, formanni Alnæmissam- takanna, innkomu sýningarinnar. Með þeim á myndinni er David Greenall, danshöfundur og dans- ari, en hann er einn af þremur danshöfundum sýningarinnar. Ákveðið hefur verið, með sam- þykki Islenska dansflokksins, að þetta verði upphaf fjársöfnunar til að kosta samnorræna ráð- stefnu HlV-jákvæðra og fólks með alnæmi, NORD-ALL, sem haldin verður hér á landi 1996. Ráðstefna þessi er haldin árlega á Norðurlöndunum til skiptis og var haldin í Svíþjóð á þessu ári. verður boðið á fundinn og mun þar væntanlega, ásamt Þóru Kristjánsdóttur listfræðingi, sem skipuleggur sýninguna, fræða fundargesti um tildrög þess að þessi sérstæða listgrein skuli þannig hasla sér völl hér á landi. Vitna leitað Rannsóknadeild lögreglunnar í Reykjavík lýsir eftir vitnum að árekstri sem varð á mótum Höfða- bakka og Bíldshöfða um klukkan hálftvö laugardaginn 5. nóvem- ber. Þar rákust saman Nissan- og Mazda-fólksbílar og greinir öku- menn á um stöðu umferðarljós- anna. Þá er lýst eftir vitnum að árekstri á mótum Hverfisgötu og Rauðarárstígs um klukkan hálffj- ögur föstudaginn 27. október. Þar greinir ökumenn Daihatsu- og Peugeot-bifreiða á um stöðu um- ferðarljósa. Bens aftan á Mözdu LÖGREGLAN í Reykjavík óskar eftir að hafa tal af þeim sem urðu vitni að aftanákeyrslu á mótum Snorrabrautar og Miklubrautar sunnudaginn 30. október. Á gatnamótunum ók grár Mercedes Bens aftan á gráa Mözdu 323. Óhappið varð á tíma- bilinu frá kl. 18-19 þennan dag. Þeir, sem gætu veitt upplýsingar, eru beðnir um að hafa samband við slysarannsóknadeild lögregl- unnar. Akeyrsla á Leifsgötu Slysarannsóknardeild lögregl- unnar í Reykjavík óskar eftir að hafa tal af þeim sem veitt gætu upplýsingar um ákeyrslu á kyrr- stæða bifreið við Leifsgötu 27 aðfaranótt mánudagsins 14. nóvember. Ákeyrslan var tilkynnt til lög- reglu kl. 4.13 um nóttina. Ekið var á kyrrstæða Mitsubishi Colt bifreið, gráa að lit og skemmdist vinstra afturhorn hennar mikið. Talið er að bíllinn, sem var valdur að tjóninu, sé ljósleitur, af Oldsmobile eða Chevrolet gerð. Ökumaður þess bíls, eða vitni að ákeyrslunni, eru beðin um að hafa samband við slysarannsóknar- deild. Tríó Sigurðar á Kringlu- kránni TRÍÓ altosaxófónleikarans Sig- urðar Flosasonar leikur í kvöld á Kringlukránni. Sigurður leik- ur með tríói sínu hefð- bundna djass- tónlist sem samanstendur af swing, bop og ballöðum. Með Sigurði leika Eyþór Gunnarsson á píanó og Þórð- ur Högnason kontrabassaleikari. Tónleikarnir hefjast ki. 23 og er aðgangur ókeypis. JólakortFEB FÉLAG borgara í Reykjavík og nágrenni hefur gefið út jólakort til styrktar starfsemi sinni. Hönnuður kortsins er Bjarni Þór. Kortið er til sölu á skrifstofu félagsins að Hverfisgötu 105, Reykjavík. Gengið að Kleppsskafti Á MIÐVIKUDAGSKVÖLDIÐ 23. nóvember heldur Hafnargöngu- hópurinn áfram að ganga stíga og þar sem fyrirhugaðir göngu- stígar eiga að liggja umhverfis gamla Seltjarnarnesið. Farið verið frá Hafnarhúsinu kl. 20 um Mið- bakkann og síðan með AV suður í Fossvog að Tjaldahóli. Þaðan verður gengið í gegnum Skóg- ræktina upp Fossvogsdalinn að Elliðaárósum og áfram ofan Vogabakka og Holtabakka að Kleppsskafti. Samskip verða heimsótt í leiðinni. Val er um að ganga til baka út með Sundum niður í Miðbakka eða taka'SVR. Allir eru velkomnir með HGH. Kynning á höfuðbeina- meðferð ANNAR kynningarfundur um höfuðbeina- og spjaldhryggsmeð- ferð, Cranio-Sacral jöfnun, verður haldinn að Þernunesi 4, Garðabæ, fimmtudagskvöldið 24. nóvember kl. 20.30. Á fundinum verður sýnt mynd- band frá Upledger Institute í Flórída, þar sem Cranio-Sacral meðferð er stunduð. Meðferðin hefur m.a. sýnt árangur varðandi bakvandamál, samhæfingar- vandamál, mígreni og ýmsa krón- íska sjúkdóma. Á kynningarfund- inum svarar Gunnar Gunnarsson sálfræðingur fyrirspurnum. Námskeið í höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð verður hald- ið 28. nóvember til 4. desember, og verður kennari þar Heike Pfaff, heilpraktiker frá Þýska- landi. URVALS-FOLKTEKUR HOFUÐBORG SKOTIANDS MEÐ TROMPI Lg. Fararstjórar: Rebekka Kristjánsdóttir, Lilja Hilmarsdóttir og Kjartan Trausti b Edinborg er ein fallegasta borg Bretlands og jólastemmningin 1 eykur enn á töfra hennar. Frábær verslunar- og menningarborg. ' Fjölbreyttdagskrá í boði: Kynnisferðir um Edinborg - skoskthátíðarkvöld ^ A IM H 1 - ferð um skosku hálöndin - heildverslunin IVIAKRO - ferð í SLATERS í 1 Glasgow (stærsta og besta herrafataverslun í heimi). ^ Leitið upplýsinga hjá sölu- og umboðsmönnum Úrvals-Útsýnar um allt land Allir 60 ára og eldri geta orðið félagar í ferða- og skemmtiklúbbnum Urvals-fólk. Það kostar ekkert að vera með en kostirnir eru ótvíræðir. Frábær félagsskapur og úrval ferða allt árið um kring á sérstöku úrvalsverði. Lágmúla 4: sími 699 300, Hafnarfirði: sími 65 23 66, Keflavík: sími 11353, Selfossi: sími 21666, Akureyri: sími 2 50 00 SÉRVERÐ URVALS - FOLKS ferðin 20. nóv. seldist upp 1 \ / — I í 1 J áL, ■; Merðáma *„t tvflm ímS1«

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.