Morgunblaðið - 23.11.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.11.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1994 17 LISTIR Tapað líf LEIKLIST Snobblcikhúsid FIÐLA ROTSCHILDS Saga: Anton P. Tsjekhov. Þýðing: Þorsteinn Ö. Stephensen. Tónlist: Magnús Blöndai Jóhannsson. Leik- ari Þorsteinn Guðmundsson. Fiðlu- leikari: Laufey Sigurðardóttir. Að- stoð við búninga: Margrét Einars- dóttir. Leikstjórn: Magnús Guðmundsson. Á ARA í Ögri hefur Snobbleik- húsið hreiðrað um sig til að flytja þessa smásögu Tsjekhovs um lík- kistusmiðinn, fiðluleikarann og nirfilinn Jakob, sem býr í litlu þorpi þar sem enginn deyr og hann tapar og tapar á dauðaleysinu og frídögunum. Þorpið fullt af gyð- ingum sem honum er ekki vel við og þeir eru hljóðfæraleikarar sem hann hleypur í skarðið fyrir. Jakob hreytir ónotum, er hvumpinn við allt og alla; maður án framtíðar, maður án fortíðar - man bara tap. Allt þar til konan hans liggur fyrir dauðanum og það rifjast upp fyrir manninum að í 50 ár hefur hann ekki lagt til hennar gott orð, ekki snert hana, ekki séð hana, man aldrei eftir henni, hvað þá dóttuV þeirra sem hafði dáið ung. Og það er ekki fyrr en hann ráfar út úr kompunni þar sem hann tel- ur tapaðar rúblur sí og æ, fer út í náttúruna og sér linditréð sem konan hans hafði talað um rétt fyrir dauðann að hann man. Man allt. Það er aðeins úti í náttúrunni sem varnarveggur hans brestur; varnarveggur sem komið hefur í veg fyrir eðlileg samskipti hans við annað fólk. Hann er einmana og sorgmæddur gamall maður; hefur lifað til einskis, engum til góðs. Síst af öllu sjálfum sér. Þeg- ar hann fær boð um að hann sé ómissandi í hljómsveitinni sem ætlar að leika við brúðkaup, skipt- ir það ekki máli lengur. Þessi smásaga er mjög vel skrif- uð og þrátt fyrir sáran undirtón er hún full af mannlegri hlýju og kímni. Þorsteinn Guðmundsson flytur hana líka alveg ágætlega, þótt vissulega finnist mér hann hafa mátt gæða hinar ólíku per- sónur sem prýða hana meiri sér- kennum. Þær renna of mikið sam- an. Það er helst að gyðingurinn Rotschild sé augljós þegar hann mætir til leiks. Tónlist Magnúsar Blöndals er stríð og angurvær og fellur prýði- lega að verkinu, fyrir utan að vera vel leikin af Laufeyju Sigurðar- dóttur og hugmyndin að þessari sýningu er mjög góð. Hins vegar finnst mér hana vanta bæði kraft, fágun og leik- ræna sannfæringu. Þ.e. eins og áður segir, hefði Þorsteinn þurft að aðgreina persónur verksins bet- ur í textameðferð, svipbrigðum og látbragði. Það dregur úr krafti. Skortur á fágun verður að skrifast á leikstjórann, sem sviðsetur verk- ið þannig að maður hefur það ekki á tilfinningunni að hreyfíngin um sviðið sé hugsuð. Hún virðjst öðru fremur tilviljanakennd. Út7 koman er því dálítið bragðdauf og það er erfitt að lesa út úr sýning- unni hvað það er sem leikstjórinn vildi segja með henni. Það er skaði, því þessi tegund af frásagnar- og músíkleikhúsi er skemmtileg þátt- ur í þeim óteljandi möguleikum sem leikhúsið býður upp á. Súsanna Svavarsdóttir Nýjar bækur Wolfgang Schiffer. • Yfirheyrslan yfir Ottó B. eftir þýska rithöfundinn Wolfgang Schifferer komin út. Þýðandi er Franz Gíslason. Wolfgang Schif- ferer kunnur hér- lendis, enda hefur hann í áraraðir verið ein helsta driffjöður kynn- ingar íslenskra bókmennta í Þýskalandi. í til- efni þess veitti Menningarsjóður íslandsbanka hinum viðurkenningu fyrir þau störf 16. nóvember sl. „Yfirheyrslan yfir Ottó B. rekur þroskaferil ungs manns eins og hann birtist í svörum hans sjálfs fyrir rétti. Stúdentaóeirðir og ýmis viðbrögð æskufólks á sjöunda áratugnum mynda lítt sýnilegan bakgrunn frá- sagnarinnar. Glæpurogrefsing skipta höfundinn litlu máli heldur er honum í mun að lýsa því hvernig ranglátt og staðnað samfélag hrind- ir greindu og heilbrigðu ungmenni út á ystu nöf. Þrátt fyrir alvöru málsins er lýsingin einatt blönduð skopi og meinlegu háði,“ segir í kynningu útgefanda. Utgefandi er Bókmenntafélagið Hríngskuggar. Bókin, sem er 63 bis., ergefin útíkilju. Verðbókar- innarer 1.478 krónur í verslunum en 1.000 krónur til félagsmanna Bókmenntafélagsins Hringskugga. 9 Skuggi yfir Babýlon er spennu- saga eftir breska rithöfundinn David Mason í íslenskri þýðingu Svanhildar Konráðsdóttur. Bók þessi kom út í Bretlandi í fyrra og vakti þá mikla athygli og umræður og bollaleggingar um hvort atburðirnir, sem fjallað er um í henni, hefðu hugsanlega gerst. Skuggiyfir Babýlon fjallar um áætlun sem sett er í gang um að ráða Saddam Hussein af dögum. Úrvalssveit er send á vettvang. Höfundur bókarinnar, David Ma- son, var háttsettur maður í breska hernum og var því haldið fram eftir að bókin kom út að hann væri að lýsa atburðum sem hann hefði ann- aðhvort skipulagt eða tekið þátt í sjálfur. Útgefandi erFróði. Skuggiyfir Babýlon er 336 blaðsíður. Bókin er prentunnin íG. Ben-Edda Prent- stofa. Kápuhönnun annaðist Guð- mundur Ragnar Steingrímsson. Bókin kostar 2.180 krónur. 9 Herbúðir er eftir Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur. Bókin fjallar um nokkrar íslenskar konur sem eiga það sameiginlegt að hafa gifst bandarískum hermönnum og I flest- um tilvikanna hófust kynnin er her- mennirnir gegndu þjónustu á Kefla- víkurflugvelli. Konurnar, sem bókin fjallar um, eru: Lilla Raborn (Þóra Finnboga- dóttir), Sesselja Seifert (Sesselja Siggeirsdóttir), Anna Vill\jálms, Kolla Biela og Silla Delavante (fæddar Emilsdætur), Ester Wan- ros (Ester Guðmundsdóttir), Sigrún Morneau og Katy Farren og Jó- hanna Young (fæddar Kjartansd- ætur). Útgefandi erFróði. Bókin Her- búðir er 240 biaðsíður og prýdd fjölda Ijósmynda. Bókin erprentunn- in í G.Ben-Edda Prentstofa hf. Kápuhönnun annaðist Guðmundur Ragnar Steingrímsson. Bókin kostar 3.390 krónur. • Út er komin bókin Riðið á vað- ið, bók um Einar Bollason sem segir m.a. frá íþróttaferli, fangavist og ferðamennsku. Einar Bollason er kunnur maður í íslensku þjóðlífí. Á yngri árum var hann einn frækn- asti körfuknatt- leiksmaður lands- ins. 1976 urðu þáttaskil í lífi Ein- arsen þávarhann hnepptur í gæsluvarðhald, grunaður um aðild að hinu svonefnda Geirf- innsmáli, umfangsmesta sakamáli síðari tíma á íslandi. Á síðustu árum hefur Einar hasl- að ser völl á nýjum vettvangi. Útgefandi erFróði. Riðið á vaðið er 264 blaðsíður, prýdd fjölda mynda. Bókin erprentunnin íG.Ben- Edda Prentstofa. Kápuhönnun ann- aðist Guðmundur Ragnar Stein- grímsson. Bókin kostar 3.390 krón- ur. 9 AMÓ AMAS er sjötta bók Þor- gríms Þráinssonar en fyrri bækur hans hafa allar vakið mikla athygli. í kynningu útgefanda segir: „Sag- an AMÓ AMAS fjallar um kostuleg- an strák sem virðist detta fyrirvara- laust af himnum ofan. Strákurinn kynnist Ómari og Maríu og treystir þeim fyrir leyndarmáli sem á sér ekki hliðstæðu og þau ákveða að hjálpa honum að leysa þau verkefni sem honum voru falin.“ Útgefandi erFróði. Bókina mynd- skreytti Guðný Svava Guðjónsdóttir oghannaði hún einnig kápuna. Bók- in erprentunnin íPrentsmiðjunni nrirh hf fíókin kostar 1.690 krónur. <§P Seagate Seagate®er skrásett vörumerki Seagate Technology Inc. Hágæðadiskar á betra verði -kjarni málsins! VIKUTILBOÐ tgekíum IlilS VÍttulU SOÁRK Þekking Reynsla Þjónusta FALKINN SUÐURLANDSBRAUT8 • 108 REYKJAVIK • SíM1: 91-81 46 70 • FAX: 91-81 38 82 ÖRKIN 1008-90-8 E

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.