Morgunblaðið - 23.11.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.11.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1994 11 LANDIÐ Tilboði í björgunar- þyrlu ekki tekið Egilsstaðabær fékk ekki fjárstuðning Kaupfélag Rangæinga heldur upp 75 ára afmæli Morgunblaðið/Steinunn GESTIR gæða sér á afmæliskaffi Kaupfélags Rangæinga. Erfiðleikar hjá RARIK á Snæfellsnesi Rafmagnstruflanir í hvassviðrinu Egilsstöðum - Grænlandsflug hefur dregið tilboð sitt til baka, sem það gerði bæjarstjóm Egilsstaðabæjar um leigu á Bell-björgunarþyrlu. Þyrl- an átti að hafa aðstöðu á Egilsstaða- flugvelli frá 15. janúar til 15. apríl 1995. Umboðsmaður Bell á íslandi tilkynnti bæjarstjórninni það að fyrir- vari væri orðinn of skammur, og því væri tilboðið dregið til baka. Laugarhóli - Á fimmtudag í síðustu viku var opnaður vegurinn norður í Árneshrepp, en hann hafði lokast í haust, norðan Bjarnafjarðar. Gafst þá tækifæri til að komast suður eft- ir og versla, meðal annars. Þessi dýrð stóð þó ekki lengi, því um helgina gerði svo hressilegt áhlaup, að allt lokaðist aftur, í bili að minnsta kosti, auk þess sem Stein- Egilsstaðabær leitaði fjárstuðnings til fjölmargra aðila til að tryggja komu vélar og áhafnar til Egilsstaða 15. janúar, en það dæmi gekk ekki upp. Helgi Halldórsson bæjarstjóri sagði það ljóst að allir þeir sem haft var samband við væru jákvæðir gagnvart verkefninu, þó formleg staðfesting á fjárstuðningi þeirra hefði ekki borist nema í fáum tilvikum. grímsfjarðarheiðin lokaðist einnig. Verið er að dýpka bátahöfnina í Norðurfirði og er því unnið þar að sprengingum og grjótupptekt. Við Finnbogastaðaskóla eru nú tveir afleysingakennarar um sex mánaða skeið. Eru þau að leysa af bæði skólastjórann og kennara við skólann, en þær eru báðar í barns- burðarleyfi. Stykkishólmi - Mikið hvassviðri geysaði á norðanverðu Snæfellsnesi á mánudag, eins og víðar á land- inu. Miklar rokur komu. Að sögn Erlings Garðars Jónas- sonar umdæmisstjóra RARIK var nóg að gera hjá starfsmönnum RARIK. Þrumur og eldingar voru í Fróðárhreppi og eyðilögðust þrír spennar þar. Því voru rafmagns- truflanir í Ólafsvík og á Hellis- sandi. Einnig voru truflanir á Helln- um og Stapa. Þá slitnaði rafmagns- lína yfir Hraunfjörð og urðu bæirn- ir Berserkseyri og Kolgrafir raf- magnslausir um tíma en starfs- mönnum RARIK tókst að laga lín- una til bráðabirgða og bæirnir fengu því rafmagn aftur. Samslátt- ur varð á línunni til Grundarfjarðar vegna hvassviðris og því rafmagns- truflanir þar. Þriðjungur íbúanna mætir í af- mæliskaffi Hvolsvelli -1.100 manns eða tæp- lega þriðjungur íbúa í Rangár- vallasýslu komu í afmæliskaffi hjá Kaupfélagi Rangæinga á Hvolsvelli og í Rauðalæk sl. föstudag. Kaupfélagið, sem er 75 ára um þessar mundir, heldur með ýmsum hætti upp á afmæli sitt. Næstu tvær vikurnar verður ýmislegt skemmtilegt í gangi í verslunum félagsins, svo sem fjölbreytt vörutilboð og vöru- kynningar. Kaupfélag Rangæinga, sem upphaflega var Kaupfélag Hall- geirseyjar, var stofnað í Miðey í Austur-Landeyjum 20. nóvem- ber 1919 og hófst verslun í Haíl- géirsey vorið 1920. Eftir að sam- göngur breyttust flutti félagið starfsemi sína smám saman á Hvolsvöll, en fyrst var stofnað þar útibú árið 1930. Varð það grundvöllurinn að myndun þétt- býlis á Hvolsvelli. Samdráttur í landbúnaði hefur áhrif á reksturinn Rekstur kaupfélagsins hefur dregist saman hin síðari ár en það eru óhjákvæmilegar afleið- ingar samdráttar í landbúnaði. Að sögn Ágústar Inga Olafssonar kaupfélagsstjóra gengur rekst- urinn þó nokkuð vel i dag og ekki annað að sjá en að félagið haldi velli um ókomin ár. Morgunblaðið/Sigurður H. Þorsteinsson. SNJÓBÍLAR og vélsleðar verða oft helstu farartæki manna í vetrarveðrunum á Ströndum. Opnað í Arneshrepp AUKABUNADUk A MYND: ALFELGUR. I 20 AR HEFUR VOLKSWAGEN GOLF NOTIÐ FADÆMA VINSÆLDA VIÐA UM HEIM. HANN HEFUR MARGA HEILLANDI KOSTI, SVO SEM FALLEGT ÚTLIT, EINSTAKT ÖRYGGI, GÓÐA AKSTURSEIGINLEIKA, RÍKULEGAN STAÐALBÚNAÐ, GOTT FARÞEGA- OG FARANGURSRÝMI. ÞETTA ALLT ÁSAMT LÁGUM VIÐHALDS- OG REKSTRARKOSTNAÐI ER ÁSTÆÐA ÞESS AÐ HANN ER í HÁVEGUM HAFÐUR... ...SAMT ER VERÐIÐ NIÐRI A JORÐINNI • HEKLA -S///te///cr Ac'rS'// Volkswagen Oruggur á olla vegu! Laugavegi 170-174, sími 69 55 00 •2 DYRA FRA KR. 1.133.000.- *4 DYRA FRÁ KR. 1.237.000.- *LANGBAKUR FRÁ KR. 1.288.000.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.