Morgunblaðið - 23.11.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.11.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBBR 1994 37 BRÉF TIL BLAÐSINS Hreyfill - já, takk Snæland, nr. 144 — nei, takk „Þetta gera menn ekki“ eftir 40 ára bifreiðaakstur REYKJAVIK Hafnarfjörður Kleffarvatn Þoriáks- höfn Grindavík Ivolsvöllur Mýrdals■ jökull TILLAGA Magnúsar að nýrri leið milli Reykjavíkur og Víkur í Mýrdals. Vestmannaeyjar ÁHRIFARÍKUR HÁRKÚR Fyrir hár, húð og neglur. Vitamín, steinefni, 'lár-Panrf-^ ^ X T R ^ Hugsaðu N'iiriiiji |orlw,r vel um '•‘Ul oeli Lárið. lil! I Fæst í heilsubúðum, mörgum apótekum og mörkuðum. BIO-SELEN UMB. SIMI: 76610 Frá Grími Valdimarssyni: AÐ KOMA með gatslitna vöru eftir 10 mánaða notkun og heimta nýja skv. íslenskum kaupalögum gerir enginn nema Kristinn Snæland nr. 144 hjá Hreyfli. Að vera með útbrunninn rafgeymi eftir 40 þús. km og 10 mánaða notk- un er svipað og vera með gatslitna hjólbarða eftir sömu notkun og segja þá gallaða og heimta nýja án kostn- aðar. Og sé ekki gengið að öllum kröfum er allt íslenskt ómögulegt og atvinnurógi hótað. Ábyrgð á ofangreindum rafgeymi er ekki til staðar því hann er ofhlað- inn. Og af hverju er hann ofhlaðinn? Trúlega vegna mikillar notkunar. Galli í rafgeymi kemur yfirleitt fram innan nokkurra vikna eða mánaða og er þá í einni sellu af sex, en í ofangreindum rafgeymi voru allar sex sellurnar svartar af ofhleðslu. Aldrei, eftir 43 ára starf- semi Póla, hefur galli komið fram samtímis í öllum sellunum sex í raf- geymi. Kristni Snæland stóð til boða sem sárabót að kaupa nýjan rafgeymi fyrir kr. 2.000, (eða fyrir u.þ.b. 0,05 kr. á hvern ekinn km) en hann var með húfuna skakka og sagði „nýjan rafgeymi, eða...“. Kristinn Snæland nr. 144 hjá Hreyfli með 40 ára reynslu í akstri veidur starfsmönnum Póla vonbrigð- um og er nærveru hans ekki óskað þegar við hringjum á bíl hjá Hreyfli. Virðingarfyllst, GRÍMUR VALDIMARSSON, framkvæmdastjóri Póla hf. SKÍÐAGALLAR CRAFT skíðagallartiir nú með meiri vatnsvörn. St. 80-110 cm..5.900 St. 120-130 cm. 7.900 St. 140-150 cm.8.900 St.160-170 cm..9.800 Eldri gerðir kr. ---- 6.900 St. 140-170. 1 ÚTIVISTARBÚÐIN við Umferðamiðstöðina símar 19800 og 13072. Sjábu hlutina í víbara samhengi! - kjarni málsins! Ný leið milli Stór-Reykjavíkur- svæðisins og Víkur í Mýrdal Frá Magnúsi Bjarnasyni: í MORGUNBLAÐINU 27. apríl 1991 birtist grein eftir Jón Magn- ússon frá Skuld í Hafnarfirði með hugmynd að þessari vegagerð. Þessi vegur mundi létta mönnum að aka Hellisheiðina í vetrarveð- rum með snjó, hálku og ófærð. Ég hefi ekki tekið eftir að aðrir hafi tekið undir þessa ágætu hug- mynd opinberlega. Ég fór ásamt Jóni og bróður mínum, Sigurði Oddi, að skoða þesa leið að Ölfus- árbrú hinni neðri, Óseyrarbrú, sunnudaginn 23. október og sé ekki betur en vegarstæðið sé hið ákjósanlegasta og hin besta ör- ugga leið allan ársins hring milli Suð-Vesturlands og Suðurlands. Vegurinn lægi á láglendi, að mestu á hrauni og stutt jarðgöng við Miðdegishnjúk austur af Hof- mannaflöt, vestan undir Sveiflu- hálsi. Þessi þjóðbraut hæfist við Krýsuvíkurveg neðan Ástjarnar í Hafnarfirði og hefði stefnu neðan vegamóta Bláíjallavegar, en þaðan að Fjallinu eina, austurhlið milli Sandfells og stefndi á Hofmanna- flöt austan við Miðdegishnjúk. Stutt jarðgöng með vegskálum þyrfti hér og lasgi vegurinn á Krýsuvíkurveg nálægt suðvestur- enda vatnsins móti Lambatanga. Vegurinn lægi síðan á Krísuvíkur- vegi framhjá Grænavatni og suður á móts við Árnarfell. Þaðan sjávar- megin við Eldborgirnar en ekki meðfram Geitahlíðinni heldur yfir Bleiksmýrina 'og austur Krýsuvík- urhraun með stefnu á Herdísarvík og vestan við Hlíðarvatn og sjávar- megin við Vogsósa. Frá Vogsósum lægi vegurinn á núverandi veg suðaustan við bæinn langleiðina á móts við Nes, en þá bestu leið að Óseyrarbrúnni. Með þessari vegabót væri tryggur vetrarakstur frá Stór- Reykjavíkursvæði til Suðurlands og frá Þorlákshöfn, Eyrarbakka, Stokkseyri. Sérstaklega vegna fiskflutninga. Síðan er kjörið að tengja Grindavík inn á þessa þjóð- braut. Talað er um að breikka Suðurlandsveg, en þessi nýja sam- göngubót milli Suðurlands og Vesturlands ætti að hafa forgang. Jón Magnússon heldur áfram að lýsa Suðurlandsvegi hinum neðri: Frá Óseyrarbrú lægi leiðin ofan Eyrarbakka, framhjá Litla- Hráuni og um Stokkseyri austur Flóann að nýrri brú yfír Þjórsá. Líklega yrði brúin neðan Feijuness en Þjórsárbrúin er eina brúin í byggð og hún með eina akrein. Frá þessari nýju brú yfir Þjórsá lægi vegurinn yfir syðsta hluta Holtanna og yfir Hólmsá fyrir neðan ármótinn, þar sem Rangá sameinast Þverá. Þaðan lægi veg- urinn á þjóðveginn nálægt Hemlu og í stefnu á nýju Markárfljóts- brúna og sem leið liggur að Vík í Mýrdal. Frá Litla-Hvammi til Víkur ofan lónsins við Dyrhólaey og eftir grandanum þar í gegn um Reynis- fjall framarlega vegna sjávar- gangs. Sjórinn hefir rækilega minnt á sig með landbrotinu við Vík. Mér þætti fengur að því ef fleiri vildu tjá sig í dagblöðum um þess- ar frábæru tillögur frænda míns, Jóns frá Skuld í Hafnarfirði. MAGNÚS BJARNASON, Seljalandi 1, Reykjavík. brother • Léttar • • Sterkar • • Einfaldar • • Vinsælar • Nómskeib innifalift Verb frá 19.130- kr. stgr. áfcvÖLUSTEINNHF FaxafenM, Sími 889505 Umboðsmenn um allí land. # LOWARA RYÐFRÍAR ÞREPADÆLUR Allt að 25 bör SIEMENS ■■ ■ 0£ NY ÞVOTTAVEL A NYJU VERÐI! 2 • 11 kerfisinnstillingar fyrir suðuþvott, 2 mislitan þvott, straufrítt og ull • Vinduhraði 500 - 800 sn./mín. • Tekur mest 4,5 kg ^ • Sparnaðarhnappur (1/2) • Hagkvæmnihnappur (e) • Skolstöðvunarhnappur • Sérstakt ullarkerfi • íslenskir leiðarvísar Og verðið er ótrúlega gott. Siemens þvottavél á aðeins kr. 59.430 stgr. SMiTH & NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 628300 isafjörí Póllinn Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs Borgarnes: Glitnir Borgarfjörður 111 Rafstofan Hvítárskála Hellissandur Blómsturvellir Grundarfjörður: Guðni Hallgrímsson ^ Stykkishólmur Skipavík Búðardalur: Ásubúð lörður: linn Hvammstangi: Skjanni Sauðárkrókur: Rafsjá Siglufjörður Torgiö Akureyri: Ljósgjafinn Húsavík: öryggi Þórshöfn: _ Noröurraf Neskaupstaður: Rafalda LU Revðarfjörður Rarvélaverkst. Árna E. Egilsstaðir: > Sveinn Guömundsson Breiðdalsvík: Stefán N. Stefánsson ^ Höfn I Hornafirði: Kristall CT\ Vestmannaeyjar ^ Tréverk Hvolsvöllur: Q Kaupfélag Rangæinga Selfoss: Árvirkinn Garður Raftækjav. Sig. Ingvarss. Keflavík: Ljósboginn Hafnarfjörður: Rafbúð Skúla, Álfaskeiði cn VUjir þú endingu og gæói~\ irelur þú SIEMERJS Gæðavara, mikið úrval, hagstætt verð, örugg þjónusta. = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 91-624260 ARGUS/SlA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.