Morgunblaðið - 23.11.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.11.1994, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Á mörkunum . ANNA Sigríður. Hvalur. Járn og steinn 1994. MYNPLIST L i s t a s a f n K ó p a v o g s SKÚLPTÚR ANNA SIGRÍÐUR Opið frá 11 -18 virka daga, lokað mánudaga. Aðgangur ókeypis. Til 27. nóvember. DÝRIÐ og maðurinn eru grunn- einingar skúlptúra Onnu Sigríðar Siguijónsdóttur í miðrými Lista- safns Kópavogs, en útfærsluþætt- imir eru tveir, járn og steinn. Þetta er fyrsta einkasýning lista- konunnar á íslandi, en áður hefur hún tekið þátt í eitthvað á annan tug samsýninga heima og erlendis. Anna stundaði nám í MHI1981-85 og fagurlistaskólanum í Enschede í Hollandi 1986-89. Af því má ráða að nám hennar hefur verið langt og traust og svo hefur hún farið sér hægt eftir að námi lauk, eins og fikrað-sig í átt að persónubundn- um vinnubrögðum. Þetta, að fikra sig áfram, telst svo gegnumgangandi þáttur í verk- unum á sýningunni sem eru afar vel unnin tæknilega séð, jafnvel svo að skoðandanum fer fljótlega ekki að standa á sama og leitar kannski að missmíði sem hann þó finnur ekki. Og þó er það bersýnilega lista- konan sjálf sem stendur að baki þessara eftirtektarverðu vinnu- bragða, en næsta algengt er nú orðið að listamenn fari í smiðjur eða verkstæði og láti fagmenn útfæra hugmyndir sínar. Verkiegi þátturinn er þannig hinni ungu listakonu til mikils sóma og þá ekki síður efnistökin, einnig má margt gott segja um listræna þáttinn í ljósi þess að um frumraun er að ræða. Inntak verkanna er eins og fyrr segir „maðurinn og dýrið“ og vinnur hún stundum í einu út frá alveg hlutlægum formum og til óhlutbundins. Þessi blanda vill stinga í augu og felldi ég mig best við verk sem voru annað hvort al- veg eða svo til hlutlæg eða á annan veg alveg eða svo til óhlutlæg, og vil hér sérstaklega visa til nr. 4 „Vörður“ , 5 „Riddari", 6 „Máni“, 8 „Söngkona", 9 „Stríðsmaður" og 18 „Rudolf Nurajev" máli mínu til áréttingar. Og eins og vænta má er útfærslan verklega séð hnökra- laus jafnframt því sem í nefndum verkum skynja ég meiri formræn átök en öðrum. Og til viðbótar eru þau hreinni skúlptúrar en flest ann- að á sýningunni, en það er nefni- lega áberandi, að svo er sem verkin vegi salt á milli skúlptúrs og listiðn- aðar. Minna þau ekki svo lítið á ýmislegt sem maður hefur séð í módelskartgripum á undanförnum árum, en að sjálfsögðu í yfirstærð- um. En hér er Anna Sigríður að vísu ekki ein á báti og þessara vinnubragða sér stað í verkum henni eldri og reyndari skúlptúr- listamanna, og þó það kunni að vera fullgilt, er það ekki það sem margur leitar helst að í list rúm- taksins. Þá er þessi undarlega fullkomnun í verkum ungra og skólaðra lista- manna, atriði sem maður brýtur heilann um, því að líkast er sem þeir séu fullmótaðir og við enda list- ferils síns en ekki upphaf. Maður saknar óstýrilæti og blóðmikilla átaka. Þau gerast einnig þótt tæknilegi þátturinn sé háþróaður. Anna Sigríður telst hafa frábært veganesti hvað verkkunnáttu og vandvirkni snertir og mér kæmi ekki á óvart, þó í henni leynist einn af snjöllustu mótunarlistamönnum framtíðarinnar, en á hvaða sviði er ekki alveg klárt. Öðrum þræði SKÚLPTÚR ANNA EYJÓLFSDÓTTIR TVÆR ungar konur og að auk nöfnur í Listasafni Kópavogs, og frumraun í báðum tilvikum, er full stór biti að kyngja fyrir okkur af eldri kynslóð. Einfaldlega eru umskiptin svo mikil að engu tali tekur, því á árum áður gat maður í áratugi talið alla myndhöggvara á landinu á fingrum annarrar handar. Nú verður hins vegar að margfalda alla fingur tær og útlimi til að fá botn á fjöldann og þetta einungis á fáum árum. Þá nægir að svo komnu að vera vel skólaður til að teljast fullgildur listamaður, en fyrrum var það æðsta ósk ungra að ná svo langt að fá einhvern tímann að halda sýningu í hinum virðulegri sýning- arsölum, og hvað þá söfnum. Sérfræðin hefur tekið við með öllum sínum kostum og göllum, en hvað sem öðru líður eiga ungir ekki að gjalda umskiptanna. Anna Eyjólfsdóttir er prýðileg skóluð ekki síður en nafna hennar, en hún nam við Myndlistaskóla Reykjavíkur, Myndlista- og hand- íðaskóla íslands og Fagurlistaskól- ann í Dússeldorf, en þaðan braut- skráðist hún á sl. ári. Hún hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum og man ég helst eftir sumarsýningu Huiduhóla í ár. Þar sýndi hún gólf- verk, sem hún nefndi „Lyppur" og vakti það dijúga athygli mína fyrir sérstöðu sína á þessum stað. Verk hennar í norðursal safnsins eru af allt öðrum toga og hún geng- ur út frá mun harðara, en um leið sveigjanlegra efni en á sýningunni að Hulduhólum. Um er að ræða ýmsar formanir úr einnota herðatij- ám og svo sem stendur í sýning- arskrá, var það í efnisleit á ókunn- um stað fyrir nokkrum árum, að til urðu hugmyndir úr einnota herðatijám og er sýningin afrakstur þeirra. Eru þetta allt í senn sjálf- stæð veggverk, sjálfstæð gólfverk og verk sem ganga frá vegg og fram á gólf. Anna virðist bersýnilega vera mjög upptekin af framvaxandi „progresiv" formum, bæði afmörk- uðum og svo hvað umbreytingar áhrærir, og þá gjaman í átt að skreytigildi, svo sem fram kemur á sýningunni. Verkkunnáttu virðist listakonan hafa prýðilega, en á allt öðru sviði en stalla hennar í mið- salnum og þó er eitt sem þær hafa sameiginlegt, sem er fágun og full- komleiki, sem maður einhvern veg- inn trúir ekki alveg á. Hér hefði ég sömuleiðis viljað sjá safaríkt óstýrilæti og þegar verk Önnu Sigríðar minna á skart og smelti minna verk Önnu Eyjólfs- dóttir stundum óþægilega mikið á brúkshluti, auk þess sem að herða- tré eru afar mikið notuð í listinni nú um stundir, allt í senn ein sér, sem hluti myndar og til að halda uppi flíkum (ready made). Satt að segja saknaði ég verk- anna á Hulduhólum, sem hefðu allt eins átt erindi á sýninguna, einkum fyrmefnda verkið, auk þess sem verkið „Minning" hefði vafalítið notið sín betur í ofanbirtunni í Kópavogi. Dregið saman í hnotskurn, er um mjög tæknilega og tilbúna sýningu að ræða og þó virðist krauma í ein- hveiju undir niðri sem enn hefur ekki náð fram að ganga. Bragi Ásgeirsson I I Nýtt iitboí) ríkissjóbs ™ mi&vikudaginn 23. nóvember ECU-tengd spariskírteini ríkissjóbs 1. fl. D 1994, 5 ár. Útgáfudagur: 14. október 1994 Lánstími: 5 ár Gjalddagi: 5. nóvember 1999 Grunngengi ECU: Kr. 83,44 Vextir: 8,00% fastir Einingar bréfa: 500.000, 1.000.000, 10.000.000 kr. Skráning: Skráb á Verbbréfa- þingi íslands Vibskiptavaki: Seblabanki íslands Verðtryggö spariskírteini ríkissjóðs 1. fl. D 1994, 5 og 10 ár. Útgáfudagur: 10. febrúar 1994 Lánstími: 5 ár og 10 ár Gjalddagi: 5 ár: 10. febrúar 1999 10 ár: 10. apríl 2004 Grunnvísitala: 3340 Vextir: 4,50% fastir Einingar bréfa: 100.000, 1.000.000, 10.000.000 kr. Skráning: Skráb á Verbbréfa- þingi íslands Vibskiptavaki: Seblabanki íslands Sölufyrirkomulag: Spariskírteinin verba seld meö tilboösfyrirkomulagi. Aöilum aö Veröbréfaþingi íslands, sem eru verbbréfafyrirtæki, bankar, sparisjóbir og hjónustumiöstöö ríkisverbbréfa, gefst einum kostur á ab gera tilboö í skírteinin samkvæmt tiltekinni ávöxtunarkröfu. Aörir sem óska eftir ab gera tilboö í ofangreind spariskírteini eru hvattir til ab hafa samband vib framangreinda abila, sem munu annast tilbobsgerö fyrir þá og veita nánari upplýsingar. Öll tilboö í spariskírteini þurfa aö hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14.00 í dag, miðvikudaginn 23. nóvember. Tilboösgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 62 40 70. LANASYSLA RIKISINS Hverfisgötu 6, 2. hæb, 150 Reykjavík, sími 91- 62 40 70. Otamin náttúruöfl BOKMENNTIR Smásagnasafn KRÓKÓDÍLASTRÆTIÐ eftir Bruno Schulz. Hannes Sigfús- son þýddi. Mál og menning, 1994. Prentun Oddi — 142 síður. KRÓKÓDÍLASTRÆTIÐ eftir Pólveijann Bruno Schulz (1892- 1942) er vissulega safn smásagna, en kannski má frekar tala um minningabrot eða frá- sagnir. Sömu persón- urnar koma fram í sög- unum og er þar faðir- inn mest áberandi. Sögurnar gerast all- ar í pólskum bæ. Þó má segja að hugar- flugið sé víða umhverfi þeirra. Stundum er erfitt að greina milli hlutveruleika og ímyndaðs heims. Helsta einkenni sagnanna er litríkur stíll. Mælska höfund- arins er óvenjuleg. Val þýðanda hefur því tek- ist vel. Hannes Sigfússon gerir Schulz tilþrifamikinn á íslensku. í eftirfarandi tilvitnun er hann ekki aðeins að lýsa sögumanni heldur líka sjálfum sér. Hann hefur dregið upp margbreytilega mynd af torgi að næturlagi: „Ég verð að biðjast afsökunar á því ef ég í lýsingum mínum á gífur- legum manngrúanum og hinu al- menna uppnámi hef tilhneigingu til að ýkja vegna óheppilegra áhrifa frá vissum koparstungum í hinni miklu bók um plágur og hörmungar mannkynsins. En þær móta hug- myndir okkar allra og kynda undir gríðarlegum ofsjónunum, enda bar ofsinn sem einkenndi allar þessar fjöldasamkomur því vitni að við höfðum fjarlægt botninn úr tunnu eilífra minninga, úr sjálfri þjóð- sagnatunnuni, og brotist inn í for- sögulega nótt ótaminna náttúruafla, sundurþykkra lögmála, og gátum ekki haldið flóðöldunni í skefjum." Faðirinn í bókinni þjáist af rang- hugmyndum. Hann er eins konar pólskur (eða gyðing: legur) Don Kíkóti. I staðinn fyrir að beijast við vindmyllur ræðst hann til atlögu við efn- isstrangana í búð sinni og aflt sem hönd á festir þar. í æði sínu er hann að hálfu í mannheimum, að hálfu í heimi geðveik- innar. Það er aðferð Bruno Schulz að ýkja til að síðan opinbera raun- veruleikann eða öfugt. Þetta gerir hann í sögu samnefndri bókinni og á fleiri stöðum. Eiginlegur sögu- þráður er honum ekki kappsmál heldur mörg brot sem geta staðið saman eða standa sér innan sög- unnar. Þetta verður oftlega til þess að maður man betur andblæ sagn- anna en um hvað þær fjalla eða segja frá. Frásagnarmáti Bruno Schulz er mjög sérstakur og honum hefur ekki út í bláinn verið líkt við málara fantasíunnar. Jóhann Hjálmarsson Bruno Schulz

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.