Morgunblaðið - 23.11.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.11.1994, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ CLINIQUE snyrtivörukynning lOOVcuparfumeret 24. Tlóvember jrá kl. 14-18. 15% kynningarafsláttur. Snyfttístojan (&éiiui\d V Grænatúni 1, Kopavogi, sími 44025. J Miele Bjóðum takniarkad magn af vöiidnöuin og ki’aftiniklum ryksugunt n sérvoröi. Bfe. ’ N - '<$. ' m EIRVIK m heimilistæki hf. Suðurlandsbraut 22,108 Reykjavík, sími 91-880200. Veldu verblaunatækin frá BlomUera BLOMBERG hlaut hin eftirsóttu, alþjóðlegu IF verðlaun fyrir framúrskarandi glæsilega og vandaða þvottavél á stærstu iðn- sýningu Evrópu í Hannover í Þýskalandi. 586 framleiðendur frá 25 löndum kepptu um þessa eftirsóttu viðurkenningu. Við bjóöum 7 geröir þvottavéla með 800, 900, 1.200 eöa 1.600 snúninga vinduhraöa á verði frá aðeins kr. 62.600* stgr. *Staðgreiösluafsláttur er 5%. ///■ Einar Farestvett&Co hf Borgartúni 28 Tt 622901 og 622900 PJONUSTA I ÞINA PAGU BRIDS Umsjón Guóm. Páll Arnarson TÆPLEGA 700 spilarar (348 pör) tóku þátt í Lands- tvímenningi BSÍ sem spil- aður var síðstaliðið föstu- dagskvöld í 19 riðlum vítt og breitt um landið. Þar af spiluðu 150 pör í nýju hús- næði sambandsins í Þöngla- bakka 1 í Reykjavík, en það var formlega tekið í notkun sama dag. Þröstur Ingi- marsson og Ulfar Om Frið- riksson unnu NS-riðilinn (+75,5 stig), en Unnsteinn Arason og Magnús Ás- grimsson AV-riðilinn (+73,2 stig). Landství- menningurinn er um leið Evróputvímenningur, því sömu spilin eru spiluð í klúbbum um gjörvalla Evr- ópu á sama tíma. Heildarúr- slit úr Evrópukeppninni liggja ekki fyrir. Spilagjöf keppninnar var sú sama og notuð var í Evrópueinmenn- ingnum, sem fram fór í París í vor og Jón Baldurs- son vann, eins og menn muna. Stigagjöfin var mið- uð við skorina í þeirri keppni. Þetta spil vakti mesta athygli í einmenn- ingnum: Suður gefur, AV á hættu: I DAG Norður 4 6 y G109872 ♦ 5 ♦ KD52 Vestur ♦ ÁK32 y - ♦ D109743 ♦ 1076 Austur ♦ GIO y ÁK43 ♦ ÁK ♦ ÁG943 Suður ♦ D98754 V D5 ♦ G862 ♦ 8 Sex tíglar er spennandi samningur í AV, ennfremur sex grönd. Legan er hræði- leg og það þarf mikla vand- virkni til og nokkra heppni til að vinna þá samninga. Frakkinn Alan Lévy vann tígulslemmuna með tromp- bragði (gaf einn slag á lauf en engan á tromp). Pólverj- inn Krystof Lasocki vann spilið með kastþröng á norður í hjarta og laufi (gaf einn slag á tromp en engan á lauf). Og nokkrir sagn- hafar unnu sex grönd með því að þvinga suður í spaða ogtfgli! I Þönglabakka lenti eitt par í sérkennilegri MULTI- steypu: Vestur Norður Austur Suður - - 2 tíglar (1) Pass Pass (2) 2 työrtu Pass (3) Pass Pass (1) Multi: veikir tveir í hálit eðajafnskipt hönd og 20-22 IIP. (2) Makker á veika tvo i hjarta! (3) Makker á eyðimörk með fimm hunda í tigii! VELVAKANDI Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Tapað/fundið Næla tapaðist RAUÐ, mjög falleg næla sem er eins og eðla í lag- inu, tapaðist í miðbæn- um um helgina er hún brotnaði af festinni. Skil- vís finnandi vinsamlega hafi samband í síma 39339. Gæludýr Kettir í heimilisleit TVEIR stálpaðir yndis- legir og húsvanir fress- kettlingar, eins og tveggja ára gamlir, fást gefins á gott heimili. Annar er svartur, hinn svartur og hvítur og báð- ir geltir. Upplýsingar í síma 881155 eða 814677. ívar. Páfagaukur tapaðist GULUR dísarpáfagauk- ur tapaðist frá Laugalæk 14 föstudaginn 18. nóv- ember sl. Finnandi vin- samlega hringi í síma 813264. Leðurjakki tapaðist BRÚNN leðuijakki á karlmann tapaðist í fata- geymslu á veitinga- staðnum Berlín aðfara- nótt síðastliðins sunnu- dags. Finnandi er vin- samlegast beðinn um að hafa samband í síma 889513. Köttur í óskilum GRÁR köttur af pers- nesku kyni með þykkt og mikið skott og gul- brún augu hefur verið á þvælingi við veitinga- húsið Ítalíu á Laugavegi, Smiðjustígsmegin, í u.þ.b. mánuð. Þetta er blíður og góður heimilis- köttur. Upplýsingar í síma 12379. Farsi /, sucjgjaniegcvi, tl/naj Eg vakna. v&ijultga ckhí fyrír háríegc. “ SKÁK Umsjón Margcir Pctursson ÞESSI STAÐA kom upp í fjórðungsúrslitum Evrópu- keppni taflfélaga í Lyon í Frakklandi um helgina. Ungverski stórmeistarinn Zoltan Almasi (2.620) var með hvítt, en sjálfur Gary Kasparov (2.805), PCA- heimsmeistari, hafði hvítt og átti leik. 26. - Rxb3!, 27. Dxb3 - a5, 28. Hhfl - axb4 (Kasp- arov hefur unnið manninn til baka og peð að auki. í ofanálag ræður hann yfir biskupsparið og úrslitin því ráðin). 29. a4 - Be7, 30. Hcl - Hf8, 31. g5 (algjör örvænting), 31. - Bxg5, 32. Dh3 - Hf5, 33. Hxf5 - exf5, 34. Hdl - b3+, 35. Kbl - Hc8, 36. Hd3 - Bxa4! og Almasi gafst upp, því 37. Rxa4 er svarað með 37. - Hcl+, 38. Kb2 - Hc2+, 39. Kb2 - Db4 og mát er á næsta leiti. Kasparov hefur nú aftur verið tekinn inn á stigalista FIDE og er með 2.805 stig. Var það gert að ósk rússneska skáksam- bandsins sem sagði hann hafa hjálpað til við að koma á Olymp- íumótinu í Moskvu. Aðspurður sagði enski fulltrúinn á fundi FIDE að Nigel Short hefði hins veg- ar ekki enn sýnt nein merki iðrunar eða yfirbótar og er hann því nú einn eftir úti í kuldanum. Þrír dagar í Disn- ey mótið fyrir 14 ára og yngri. Skráning hjá Skák- sambandinu, sími 689141. Víkveiji skrifar... FRÉTTIR frá írlandi um aukinn vanda kvennahreyfingarinnar að undanförnu, hafa vakið athygli Víkverja, jafnframt því sem forvitni hans hefur vaknað _á því, hvort kvennahreyfingin á írlandi og ís- landi eigi hugsanlega við hliðstæð tilvistarvandamál að stríða. Auðvit- að er ljóst, að konur á íslandi eru komnar mun lengra í kvenfrelsis- og jafnréttisbaráttu sinni, en kyn- systur þeirra á írlandi. Þar í landi er það ekki síst hin kaþólska trú, sem gerir það að verkum, að konur eiga ekki jafnhægt um vik að krefj- ast jafnrar stöðu á við karlana. Nægir í þeim efnum að benda á að hjónaskilnaðir eru enn bannaðir á írlandi og þrátt fyrir loforð írsku stjórnarinnar um að efna til þjóðar- atkvæðagreiðslu um hjónaskilnaði, fyrir tveimur árum eða svo, hefur ekki enn verið staðið við það loforð. Fóstureyðingar eru enn bannaðar, samkvæmt írskum lögum, og til- raunir þingsins til að slaka ögn á því banni, runnu út í sandinn, þeg- ar nýju frumvarpi um fóstureyðing- ar var hafnað í þjóðaratkvæða- greiðslu á írlandi. xxx AÐ AÐ írska kvennahreyfingin á við tilvistarvanda að stríða núna kann að vera vegna þess, að þegar hreyfingin fór fyrst að marka sér ákveðinn sess í þjóðfélagi, sem réttilega hefur verið kallað karla- stýrt þjóðfélag í aldanna rás, þá var sérstaða kvennanna fólgin í því, að kröfur þeirra voru sérstakar kvennakröfur. Sennilega má segja slíkt hið sama um sérstöðu kvenna- hreyfingarinnar hér á landi - kröf- ur um kvenfrelsi, aukin réttindi barna, bætt skólakerfi, bætta dag- vistun barna, sömu laun fyrir sömu vinnu, o.s.frv., geta í dag ekki tal- ist einhveijar sérstakar kvenna- kröfur, að undanskilinni þeirri fyrstu, um kvenfrelsið, sem margir telja þó talsvert óræða kröfu, og geta haft mismunandi efnisinni- hald. Hvað felst í hugtakinu kven- frelsi? Er til einhver algild skilgrein- ing á þesskonar frelsi? Ekki kann Víkverji svör við því. xxx KANNSKI er það svo, að eftir því sem þær kröfur, sem sér- stakar kvennahreyfingar hrinda úr vör sem „sínum kröfum", fá al- mennari skírskotun úti í þjóðfélag- inu - verða almennar kröfur karla og kvenna, að sérstakar kvenna- hreyfingar missi þannig sérstöðu sína. Ef það er svo, mætti hugsa sér, að kvennahreyfingar eins og sú írska og íslenska, séu hin þörf- ustu þjóðfélagsfyrirbæri, um stund- arsakir að minnsta kosti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.