Morgunblaðið - 23.11.1994, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.11.1994, Blaðsíða 41
-t i i MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1994 41 FOLKI FRETTUM 4 í i 4 i i Mannfagnaður 30 ára afmæli Loganna HLJÓMSVEITIN Logar eins og hún leit út í upp- hafi, frá vinstri: ílelgi Hermannsson, Hörður Sigmundsson, Henrý Er- lendsson, Grétar Skapta- son og Þorgeir Guðmundsson. Vegið að móður Teresu London. Kalkútta. Reutcr. I BRESKRI sjónvarps- mynd, sem frumsýnd var í síðustu viku, var fullyrt að sú ímynd sem almenn- ingur víða um heim hefur af móður Teresu væri meira í ætt við ýkjur og trúgimi en raunveruleik- ann og dregið í efa að starf hennar meðal fá- tæklinga á Indlandi væri jafnmikilvægt og merki- legt og af væri látið. Myndin hefur kallað á hörð viðbrögð kaþólikka um allan heim. í myndinni, sem kynnt var undir nafninu Hell's Angel: Mother Teresa, eða Vítisengillinn móðir Teresa, var því haldið fram að móðir Teresa væri höll undir hina ríku og voldugu og léti sig engu skipta þótt þessir vinir hennar væru gjörspilltir hrottar. Þann- ig hafi hún þegið verðlaun frá harð- stjóranum á Haiti, Baby Doc Duvali- er, árið 1980 og lagt blómsveig á leiði albanska harðstjórans Envers Hoxha árið 1989. ímynd hennar sem dýrlings væri afkvæmi sem lágkúrulegt samkr- ull óvandaðra fjölmiðla og hjátrúar í anda miðalda hefði getið af sér. 1 myndinni fullyrðir breski frétta- maðurinn Christopher Hitehens að Vesturlandabúar noti móður Teresu sem dúsu til að friða slæma gamvisku. „Þjóðirnar sem byggja auðugu löndin eru með samviskubit út af ástandinu í þriðja heiminum og fólk hefur þörf fyrir að telja sér trú um að einhver sé að vinna að því að laga ástandið þar. Þjóðsagan um móður Teresu kem- ur til móts við þá þörf," segir Hitehens. Meðal gagnrýnenda hinnar 84 ára gömlu móður Teresu er indverska kvenréttindakonan Minakshi Marik. Hún gagnrýnir einkum andstöðu móð- ur Teresu við fóstureyðingar og þá áherslu sem hún leggi á að snúa ör- snauðum hindúum til kristinnar trúar. „Væri ég fátæk ekkja og leitaði ásjár reglu móður Teresu yrði ég að taka kristpa trú til að fá hjálp," segir Ma- nk. I myndinni er því haldið fram að móðir Teresa boði þá afturhaldssömu kenningu að hinum fátæku beri að sætta sig við hlutskipti sitt og viður- kenna að hinir auðugu og voldugu njóti náðar í augum guðs. Viðbrögðin við þessari gagnrýni hafa ekki látið á sér standa, enda nýtur móðir Teresa almennrar virðingar alls þorra fólks í hinum kristna heimi. Hún hlaut m.a. friðar- verðlaun Nóbels árið 1979 fyrir störf sín með- al snauðra á Indlandi og flestir ganga að því sem vísu að eftir daga hennar taki kaþólska kirkjan hana í tölu dýrlinga. Hún hefur látið sér fátt finnast um þær viðurkenning- ar sem henni hafa verið veittar og sagst vera.óverðugur þjónn drottins; markmið hennar sé að hinum snauðu sé auðsýndur kærleikur. Talsmenn kaþólikka um víða veröld svöruðu ásökununum fyrir hennar hönd. „Gagnrýnin er ekki byggð á traustum grunni og virðist fyrst og fremst vera persónuleg skoðun eins manns," sagði Mary Rhodes, talsmað- ur kaþólikka í Bretlandi. „Það er dap- urlegt að fólk skuli veitast að 84 ára gamalli konu sem hefur helgað líf sitt guði og snauðu fólki," sagði Dan Hill, talsmaður samtaka stuðningsmanna móður Teresu þar í landi. Sjálf hefur móðir Teresa ekki tjáð sig um þessar ásakanir, en athygli vakti að þegar myndin var frumsýnd frestaði hún fyrirhugaðri ferð sinni til Taiwan. Hún hefur um skeið átt við mikla vanheilsu að stríða. Fjölmiðlar á Indlandi hafa slegið upp fréttum af efni myndarinnar, en þar í landi eins og annars staðar á móðir Teresa öfluga talsmenn sem gengu fram fyrir skjöldu að lýsa undr- un og hryggð yfir ásökununum. Ind- verski leikstjórinn Mrinal Sen er einn þeirra. Hann sagði: „Allarþessar ásak- anir eru einhver ógeðfelldasta tilraun til mannorðsmorðs sem hægt er að ímynda sér. Þetta er óafsakanlegt og þessu verður að mótmæla með skipu- lögðum hætti." í trúboðsstöðinni í Kalkútta lét fólk sér fátt um finnast.„Guð svarar fyrir sína," sagði 'nunna í trúboðsstöð móð- ur Teresu, þegar leitað var viðbragða þaðan. LOGAR eru sjálfsagt í fersku minni flestra Vest- manneyinga, en þeir voru sú hljómsveit Vestmanney- inga sem mest kvað að á árunum frá 1964 til 1977. Vinsældir hljómsveitarinn- ar náðu út um allt land og gaf hún út tvær hljómplöt- ur við góðar undirtektir. Meðal þeirra laga sem þeir gerðu vinsæl eru „Minning um mann" og „Víxillinn". Annars var lag Rolling Sto- nes „You Better Move On" einkennismerki hljómsveit- arinnar á þessum árum. Og er enn. Síðustu tvær helgar Jief- ur Vestmanneyingum gef- ist kostur á að berja hljóm- sveitina aftur augum, því þá hefur hún spilað í Sam- komuhúsinu í Vestmanna- eyjum. Undirtektir hafa verið góðar. Svo góðar að Logar munu spila næst- komandi laugardag, þriðju helgina í röð, í Samkomu- húsinu, en í fyrstu áttu helgarnar aðeins að vera tvær. Tilefnið fyrir endurkomu Loganna er að þrjátíu ár eru liðin síðan hljómsveitin kom saman fyrst. LOGAR eru í dag skipaðir, frá vinstri: Guðlaugur Sigurðs- son, Helgi Hermannsson, Ólafur Brynjólfsson, Hermann Ingi Hermannsson og Henrý Erlendsson. ¦ :' .,- • , Ij ? \\ a mLÁ ¦ í : ** '^m K- r* 11 1 '<) iM^p /mtwík^M 1 hB^/ &we&*mrL' '-¦¦ :3má Mm ¦ ¦¦¦' xSB ¦ /1 ¦ rs :1 ¦V H n i sj kmmmWMxKi W* mt AÐDÁENDUR Loga héldu tryggð við sína menn og fjöl- menntu i Samkomuhúsið. Enda skapaðist mjög góð stemmn- ing á dansleiknum. Matur, tónlist og skemmtun Jólahlaðborð í Skrúði 28. nóvember til 22. desember. Úrval ljúffengra jólarétta á notalegum stað. Tónlistarflutningur er í höndum Jónasar Þóris og Jónasar Dagbjartssonar. Verð í hádeginu: 1.650 kr. Verð á kvöldin: 2.490 kr. Jólastemning í Súlnasal3. og 10. desember. Glæsilegt jólahlaðborð og fjölbreytt skemmtiatriði: Bossa Nova bandið með splunkunýja dagskrá. Egill Ólafsson og Guðrún María Finnbogadóttir (sigurvegari í Tónvakakeppni RUV 1994). Jónas Þórir og Jónas Dagbjartsson. Hljómsveitin Saga Klass ásamt söngvurunum Reyni Guðmundssyni og Guðrúnu Gunnars- dóttur leikur fyrir dansi til kl. 3. Verð: 2.700 kr. Borðapantanir eru í síma 29900. - þín jólasaga! J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.