Morgunblaðið - 23.11.1994, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.11.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ sér te og með því. Hjá Finnbirni fékk maður þann besta harðfisk sem ég hef smakkað, hann er líka að vestan, sagði Finnbjöm. Alltaf lét Finnbjörn sína skoðun í ljós þegar hann kom á vinnustofuna mína eða á sýningar, ekki til að gagnrýna heldur til að segja hvað honum fannst og kunni ég að meta það. Ég hitti Finnbjörn vikuna áður en hann dó og við fórum í aðra prentsmiðju, hann var þar að fá sér gamajt letur sem hann vanhag- aði um. Ég er að reyna að bjarga þessu gamla letri, það er búið að henda þessu öllu saman, það er öllu hent, en það er ekkert betra til í dag. Ég þakka fyrir vináttuna og samstarfið gegnum árin, og sendi Helgu og börnunum mína dýpstu samúð. Sigurður Þórir. Fyrir hartnær 30 árum hóf ég störf í prentsmiðjunni Eddu sem var þá í sama húsi og prentsmiðja Tímans, en þar starfaði Finnbjörn Hjartarson. Fljótlega tókst með okkur góð vinátta, sérstaklega eft- ir að ég sagði honum að ég hefði sem krakki verið í sveit í Naut- eyrarhreppi við ísafjarðardjúp. Finnbjörn átti nefnilega mikið vina- og kunningjafólk í sama hreppi, þ.e.a.s. að Skjaldfönn, og gjör- þekkti hann sveitina og málefni hennar. Annars er Finnbjörn Vestfirðing- ur að uppruna og alla tíð hélt hann mikilli tryggð við Vestfirði og á hveiju ári fór hann margar ferðir vestur. Eftir því sem tíminn leið urðu kynni okkar nánari og eftir að Finnbjöm var farinn að vinna hjá sjálfum sér og ég ásamt Jóni Ósk- arssyni búnir að kaupa prent- smiðju, kom Finnbjörn daglega í heimsókn og horfði á okkur tefla skák í kaffitímanum. Upp frá því fór hann að mæta með okkur á æfingar í fótbolta en við vorum nokkrir gamlir knattspyrnumenn úr Haukum sem héldum hópinn og lékum knattspyrnu okkur til ánægju einu sinni til tvisvar í viku. Finnbjörn var búinn að vera með okkur í 18 ár í boltanum, þegar hin örlagaríka æfing rann upp, hann fékk hjartastopp á miðri æf- ingu, og þrátt fýrir að allt væri reynt sem hægt var til að bjarga honum tókst það ekki. Finnbjöm var trúaður maður og vel lesinn í kristnum fræðum, engu að síður naut hann sín vel á fót- boltaæfingum með okkur þar sem menn rækta strákinn í sjálfum sér og rífast eins og hundar og kettir lengi eftir æfingar og fá þannig útrás bæði andlega og líkamlega og gera ekki flugu mein fyrr en á næstu æfingu. Finnbjörn var mikill vinur vina sinna og frændrækinn með afbrigð- um, t.d. kölluðum við félagamir úr Ingólfsprenti hann alltaf frænda, því vinátta hans var slík að bestu frændur hefðu ekki rækt hana betur. Undanfarin ár hefur Finnbjörn ásamt Helgu Guðmundsdóttur konu sinni og börnum þeirra hjóna rekið prentsmiðjuna Hagprent og hefur samheldni fjölskyldunnar verið mikil og hefur Helga sérstak- lega sýnt mikinn dugnað við rekst- ur fyrirtækisins. Þó missir hennar sé vissulega mikill má segja að það sé lán í óláni hversu mikið hún hefur stjórnað prentsmiðjunni und- anfarin ár og gjörþekkir þar alla hluti, og verða viðbrigðin því ekki eins mikil hvað atvinnumálin hrær- ir. Það er stórt skarð höggvið í vina- hópinn við að missa Finnbjörn og biðjum við félagar hans úr knatt- spyrnunni Helgu konu hans og börnum þeirra hjóna svo og öðrum aðstandendum huggunar og bless- unar á þessari erfiðu stundu. Við söknum góðs félaga og vinar. Megi minning Finnbjarnar Hjartarsonar Iengi Iifa. F.h. félaganna úr knattspýrn- unni, Jóhann Larsen. MINNINGAR AGUST OSKAR GUÐMUNDSSON + Ágúst Óskar Guðmundsson fæddist í Reykjavík 2. ágúst 1906. Hann lést á Landspítalan- um 14. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðmundur Guð- mundsson og Mar- grét Ólafsdóttir. Hann átti fimm systkini; Helgu, Guðrúnu, Gísla, Ástu og Ólaf. Tvö þau siðasttöldu lifa bróður sinn í hárri elli. 21. júní 1930 kvæntist Ágúst Sigríði Hjör- leifsdóttur, dóttur Hjörleifs Þórðarsonar trésmiðs og konu hans Sigríðar Rafnsdóttur. Hún lést 1978. Þau hjón eignuðust tvö börn, Atla, deildarstjóra hjá Vélamiðstöð Reykjavíkurborg- ar, 1931, og Sigríði, sem rekur efnalaugina Kötlu hér í Reykja- vík, 1941. Börn Atla og Sigríðar eru sjö, bamabörn- in eru 11 og eitt er barnabarnabarnið. Ágúst hóf mjög ungur störf til sjós og lands, en árið 1929 lauk hann prófi frá Stýri- mannaskólanum í Reykjavík. Sjó- mennsku stundaði hann nokkur ár eft- ir að hann lauk prófi sem stýrimað- ur, en 1932 fór hann í land og hóf störf hjá Gasstöðinni í Reykja- vík og starfaði þar þar til hún var lögð niður. Þá byrjaði hann störf þjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og vann þar allt til starfsloka 1976, seinustu árin sem innheimtugjaldkeri. Ágúst verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag. HANN afi er dáínn. Ég vissi að einhvern tíma mundi koma að því og velti því oft fyrir mér hvemig ég mundi bregðast við eða hugsa en aldrei gat ég komist að niður- stöðu. Sannleikurinn var síðan þannig að ég hefði aldrei vitað hvemig. Eitt er víst að þessu fylgdi ákveðinn þroski og reynsla sem verður til staðar og mun vonandi leiða gott af sér í komandi framtíð. Ég átti aldrei í vandræðum með að lýsa afa þegar ég talaði við vini mína. Hann var með meira hár en pabbi, gekk í bleikum og gulum skyrtum, flottum jakkafötum, með hatt og starf og fór til útlanda einu sinni á ári. Þannig maður var hann, flottur, hress og kátur, og umfram allt góður maður. Minningarnar era margar og allar góðar. Hann pass- aði mig oft á föstudags- eða laugar- dagskvöldum og við fóram saman út í sjoppu, hann keyþti sér neftób- ak og bjór og ég fékk gos og síðan var keyptur bijóstsykur til að hafa með. Við fóram í margar sundferð- irnar og hann gerði sitt til að kenna mér að synda og pabbi sá um af- ganginn. Og síðan vora allar göngu- og veiðiferðirnar upp í Heiðmörk þar sem náttúran með afa hafði yfir sér sérstakan blæ. Eftir að ég varð eldri, fór ég að geta aðstoðað hann meira og þegar hann gat ekki lengur ekið sjálfur, fór ég með hann í bílnum mínum sem var hans uppáhald. Og við fór- um í langa bíltúra um allt Stór- Reykjavíkursvæðið þar sem ég sýndi honum hvernig borgin hélt áfram að stækka. Þetta fannst hon- um mikil upplifun og ef hann hafði verið slappur þegar hann settist upp í bíl þá kom hann dansandi út úr honum að ferð lokinni. Orðatiltækin og sögumar úr Vesturbænum og af sjónum kunni hann og gat sagt aftur og aftur og margar sitja eftir í minningu minni og halda áfram að segjast. Alltaf var hann reiðubú- inn til að aðstoða og öllu tók hann með jafnaðargeði. Það sem var þó lýsandi í gegnum öll mín kynni við þennan góða vin, var hversu húmor- inn var ávallt skammt undan og grínið alveg eins og úr Vesturbæn- um_ í gamladaga. Ég er feginn því að ákveðnir at- burðir sem skiptu máli áttu sér stað þessa síðustu ævidaga hans. Ég lauk stúdentsprófi, og vissi hvað ég ætlaði að gera í framtíðinni. Einnig tók hann þátt í borgarstjórn- arkosningum, svo og prófkjöri Sjálfstæðisflokksins og vissi upp á hár hveija ætti að kjósa, jafnvel þótt hann væri orðinn mikið veikur. „Feginn vil ég eiga þig að,“ sagði hann þegar við voram komnir heim með bjórinn, neftóbakið og matinn. Þessar ferðir verða ekki fleiri en t Maðurinn minn og faðir okkar, SVEINN R. BRYNJÓLFSSON, Fögrusíðu 15a, Akureyri, lést af slysförum 19. nóvember. Útför hans fer fram fró Akureyrarkirkju föstudaginn 25. nóvember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Knattspyrnufélag Akureyrar. Sigrún H. Guðjónsdóttir, Brynjólfur Sveinsson, Sandra Hrönn Sveinsdóttir, Birkir Guðjón Sveinsson. t Sambýlismaður minn og faðir, RASMUS ANDREAS RASMUSSEN frá Soldafjerð í Færeyjum, lést í Landspítalanum þann 12. nóvem- ber síðastliðinn. Útförin hefur farið fram. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Þyrlusjóö Slysavarnafélags (slands. Jóhanna Jóhannesdóttir og börn, Ólavur Rasmussen og fjölskylda. MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1994 29 ég sagði til baka: „Glaður er ég að eiga þig að og er þetta ekkert nema sjálfsagt." Elsku afi, takk fýrir allt. Birgir Grímsson. Mig langar að minnast móðurafa míns og ömmu, Ágústs Óskars Guð- mundssonar, er jarðsettur verður í dag frá Fossvogskirkju, og Sigríðar Hjörleifsdóttur, er lést árið 1978. Það era forréttindi að njóta sam- vista við yndislegt fólk á lífsleið- inni, hvort sem það eru ættingjar eða vinir. Ég var svo heppin að afi Gústi og amma Sísí voru hvort tveggja í senn, vinir mínir og nánir ættingjar. Amma Sísí var listræn kona og kenndi mér að meta fegurð náttúrunnar, nöfn blóma og fugla, skelja og kuðunga. Hún setti vandað handbragð sitt á alla hluti, hvort sem um var að ræða útsaumaða dúka og myndir, þurrkaðar blóma- skreytingar eða heimabökuð brauð og kökur. Afi Gústi var fyrir mér ímynd mannkærleikans, með sínu ljúfa viðmóti og heilbrigða lífsvið- horfí. Saman teiknuðum við myndir, spiluðum á spil og skemmtum okkur yfir frásögnum hans af raunvera- leika fyrri áratuga. Beijaferðir, veiðitúrar, útilegur og sunnudagsbíltúrar upp í Heið- mörk vora ómissandi þáttur samver- unnar við afa og ömmu og allra best var að gista hjá þeim yfir helgi og fá heitt kakó í rúmið á sunnu- dagsmorgni. Sú hlýja og umhyggja sem ég varð aðnjótandi frá afa og ömmu verður mér stöðug uppspretta orku í framtíðinni og mun ég leitast við að miðla þeim krafti í minningu afa Gústa og ömmu Sísíar. Nína Margrét Grímsdóttir. Ef það var, var hann afí vanur að segja þegar ég hafði lokið við að segja honum frá einhveijum at- burði sem hafði komið fyrir mig. Hann sagði aldrei, þetta var nú skemmtileg saga, eða eitthvað í þá áttina, bara, ef það var, lagsmaður, ef það var. Þetta var eitt af mörgum orðatiltækjum sem hann notaði gjarnan og það var alltaf einhver skemmtileg saga á bak við þau. Sagan á bak við þetta var sú, að maður sem afi sagðist hafa þekkt þurfti ávallt að eiga síðasta orðið í samræðum eða á fundum, og alltaf þegar einhver hafði lokið máli sínu eða ræðu, stóð hann upp og sagði: Ef það var. Afi sagði mér að ástæð- an fyrir því að hann sagði þetta væri sú að það væri ekki til neitt svar við þessu. Auðvitað alveg hár- rétt. Þegar ég var strákur var ég oft að spila eða leggja kapal með afa í Bogahlíðinni. I þá daga velti ég því stundum fyrir mér, af hveiju maðurinn í sögunni segði ekki frek- ar eitthvað af viti þegar hann hefði orðið, í stað þess að bulla svona. Ég skildi seinna að það var ná- kvæmlega það sem afi átti við með að nota þetta tiltekna orðatiltæki. Undarleg sérviska og rugl í fólki var nefnilega ekki að hans skapi. Þegar kom að knattspyrnu læ hann ekki á skoðunum sínum. Afi Gústi var nefnilega forfallinn knatt- spyrnuáhugamaður og hafði mikla, þekkingu á leiknum. Hann spilaði með KR sem strákur, en það risti ’ nú ekki mjög djúpt hjá honum að vera KR-ingur eins og algengt er með Vesturbæinga. Afi hélt bara með því iiði sem spilaði skemmtileg- ast, svo einfalt var það. Hann sá líka alla leiki sem ég spilaði með Fram í yngri flokkunum. Mamma og pabbi skilja nefnilega - ekkert út á hvað knattspyrna geng- ur og þess vegna var gott að eiga afa sem skildi leikinn og gat miðlað af þekkingu sinni. Hann var vanur að ganga með hliðarlínunni sveif- landi stafnum sínum fram og til baka íbygginn á svip. Aldrei heyrði ég hann hrópa hvatningarorð til mín á meðan á leiknum stóð, eins og svo margir foreldrar gera og , skemma með þvi ánægjuna fyrir bömunum. Hann ræddi frekar við i mig á leiðinni heim eftir leikina og gaf mér góð ráð, varðandi það hvemig ég og liðið gætum gert bet- ur. Þetta var auðvitað miklu árang- ursríkari aðferð heldur en öskur og læti á hliðarlínunni sem enginn ai- vöra knattspyrnumaður hlustar á hvort sem er. Afí Gústi var líka alveg einstak- lega skapgóður maður. Ég man aðeins eftir að hafa séð hann reiðan einu sinni. Þá hef ég líklega verið um átta ára gamall og við vorum einu sinni sem oftar að veiða silung saman. Ég hefði farið hættulega nálægt vatninu þegar hann sá ekki til og þá varð hann reiður, svona rétt eitt augnablik, en síðan kom brosið og hláturinn aftur sem var hans vanalega fas. Hann var nefni- lega alltaf svo bjartsýnn ogjákvæð- ! ur, jafnvel þessi síðustu ár, þegar hann var orðinn mjög veikur og þess vegna leið manni alltaf svo vel í návist hans. Það var örugglega því að þakka að hann lifði miklu lengur en bjartsýnustu læknar þorðu að spá, glas af bjór og gott skap gera kraftaverk, það er nokkuð ljóst. Hann afi var vanur að hlæja þeg- ar ég sagði við hann, að hann yrði öragglega hundrað ára. Þetta var mín óskhyggja því ég vildi hafa hann eins lengi hjá okkur og raun- hæft væri að óska sér, en dauðinn hlustar ekki á óskir og á auðvitacL alltaf síðasta orðið. Ef það var, afr minn, ef það var. Páll Grímsson, Fresno, Kaliforníu. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURÐAR MARSELLÍUSSONAR, Sólgötu 8, (safirði. Lilja Kristjónsdóttir, Þórhildur Sigurðardóttir, Snorri H. Jónsson, Kristján G. Sigurðsson, Anna Gunnarsdóttir, Daníel Örn Kristjánsson. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end- urgjaldsíaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akur- eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi í númer 691181. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greinanna fari^ ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar era birtar afmælisfrétt- ir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.