Morgunblaðið - 23.11.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.11.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ 24 MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ + MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1994 25 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ATAKIÞAGU FATLAÐRA VERULEGS átaks er þörf í málefnum fatlaðra einstak- linga, svo unnt verði að veita þeim nauðsynlega umönnun. Jafnframt er þörf á að endurskoða stefnumörk- un í húsnæðismálum þeirra og þjónustu við þá og marka nánar en nú er, hvert hlutverk ríkis og sveitarfélaga eigi að vera. Það þolir í raun enga bið, að tekið verði til hönd- um, því í Reykjavík eru um 200 fatlaðir einstaklingar á biðlista eftir húsnæði og þjónustu og um 220 til viðbótar annars staðar á landinu. Gífurlegt álag er á foreldrum og fjölskyldum margra fatlaðra og verður þjóðfélagið í heild að láta það tjl sín taka. Viðhorf í húsnæðismálum og þjónustu við fatlaða eru að breytast. í skýrslu, sem Framkvæmdasýslan vann um húsnæðismál fatlaðra, eru skilgreind búsetuform fatlaðra og er meginniðurstaðan, að einfaldasta og hagkvæmasta lausnin á húsnæðisvanda þeirra felist ekki í sértækum lausnum. Sameina þurfi þjónustu við fatlaða við þjón- ustu, sem þjóðfélagið veiti öðrum hópum, svo sem öldruð- um og heimahjúkrun. Öll slík þjónusta verði veitt á sama stjórnsýslustigi. Mikilvægt sé að einblína ekki á einn kost sem endanlega lausn heldur verði aðstæður og mögu- leikar metnir hveiju sinni. í tillögum starfshóps Framkvæmdasýslunnar er lögð megináherzla á aðstoð við fatlaða í heimahúsum og við foreldra fatlaðra barna, svo þau geti búið heima eins lengi og unnt er, enda stuðli það að mestum þroska, sjálfstæði og vellíðan einstaklingsins. Þá er lagt til, að keyptar verði eða byggðar íbúðir í venjulegum íbúðarhúsum. Undanfarin ár hefur megináherzla verið lögð á sam- býli fyrir fatlaða, en þau eru ekki lengur talin leysa vanda nema ákveðins hóps. Þetta kemur glögglega fram í um- fjöllun sunnudagsblaðs Morgunblaðsins um málefni fatl- aðra um síðustu helgi. Ásta B. Þorsteinsdóttir hjá Lands- samtökunum Þroskahjálp segir, að allir eigi að sitja við sama borð í búsetumálum og hafa nægjanlegt einka- rými. Sambýlin hafi leyst stóru stofnanirnar af hólmi og verið mikið framfaraspor. Nú sé orðið ljóst, að sambýlin séu ekki einhlít lausn í búsetumálum fatlaðra og skoða verði málin upp á nýtt, svo hinir fötluðu fái notið sem mestra lífsgæða. Ásta bendir á, að nú séu margir sem vinni að húsnæðis- málum fatlaðra, bæði opinberir aðilar og félagasamtök. Við þær aðstæður sé ekki sjálfgefið, að allir fatlaðir sitji við sama borð. Hún bendir á, að heppilegt sé, að fatlaðir njóti fyrirgreiðslu úr almenna húsnæðiskerfinu eins og aðrir þjóðfélagsþegnar, enda fáist þar með meira einka- rými. Ásta Eggertsdóttir hjá svæðisskrifstofu málefna fatl- aðra í Reykjavík segir, að æ betur komi í ljós, að sambýli sé dýr kostur og hagkvæmara sé, bæði fjárhagslega og faglega, að fatlað fólk búi sjálfstætt. Nýtt í þeim efnum sé frekari liðveisla við að koma sér fyrir, heimilishjálp og útvegun atvinnu. Markmiðið sé að gera eintaklinginn sjálfbjarga, en þarfirnar séu mjög mismunandi. Svæðis- skrifstofan sinnir 1.200 einstaklingum um þessar mundir og segir Ásta, að um 200 manns séu á biðlista eftir hús- næði. Þroskahamlaðir séu í meirihluta, um fjórðungur geðfatlaðir, aðrir hreyfihamlaðir, fjölfatlaðir, einhverfir, sjón- og heyrnarskertir. Um 25 manns séu á bráðalista eftir húsnæði. Ásta segir, að höfuðvandinn við að koma til móts við búsetuþarfir felist ekki í húsnæðinu sjálfu heldur skorti á rekstrarfé vegna þjónustunnar. Kröfur hafi breyzt frá því sem áður var og nú sé stefnt að því að gera fatlaða sem mest sjálfbjarga. En allt kostar þetta sitt, segir Ásta, mannúð kosti peninga. Af viðtölum við foreldra í sunnudagsblaðinu má glöggt ráða, hversu óhemju álag það er að sinna miög fötluðum börnum, ekki sízt er þau eldast og eru algjörir óvitar, og þurfa því umönnun meira og minna allan sólarhring- inn. Ekki bætir úr skák, þegar ganga þarf frá Heródesi til Pílatusar til að leita úrlausna, oft án árangurs. Það er ekki að furða, þótt fólk örvænti í slíkum tilfellum. Hér þarf stórátak. Það átak kostar peninga. Stjórn- málamennirnir ákveða ráðstöfun skattpeninganna. Þess vegna hvílir á þeim sú skylda að taka málefni fatlaðra fastari tökum en gert hefur verið til þessa. AF INNLENDUM VETTVANGI STÆRRI sjávarútvegsfyrir- tækin við ísafjarðardjúp, það er á fsafírði, í Hnífsdal, Bol- ungarvík og Súðavík, hafa verið rótgróin einkafyrirtæki, hvert í eigu fáeinna einstaklinga eða fjöl- skyldna. Sömu mennirnir hafa stjóm- að helstu fyrirtækjunum á ísafirði og í Hnífsdal í áratugi. Og náin samvinna um hráefnisöflun og vinnslu eða sam- eining virðist ekki hafa verið mönnum að skapi fyrr en á þessu ári, þó dæmi hafi sést um annað. Nú virðist breyt- ing vera í aðsigi. Minnkun þorskkvót- ans og miklar skuldir sumra fyrirtækj- anna kalla á ný úrræði og ný kynslóð er að taka við stjórninni. Stjórnendur fyrirtækjanna sjá ýmsa kosti við sameiningu í stærri einingar. Grundvöllur fyrirtækjanna myndi til dæmis breikka með sameiningu hrað- frystihúss og rækjuvinnslu, hægt yrði að hagræða í skrifstofuhaldi og útgerð og hugsanlega einnig með því að nýta betur húsnæði. Þá sjá sumir möguleika á því að byggja fyrirtækin upp með þessum hætti og fara síðar út á hluta- fjármarkaðinn til að fá nýtt fjármagn inn í reksturinn. Sjá þessir menn fyrir sér 2-4 öflug og nútímaleg sjávarút- vegsfyrirtæki eða fyrirtækjablokkir við ísafjarðardjúp sem gætu staðið af sér erfiðleikana og tekið þátt í nýrri uppbyggingu sjávarútvegsins þegar þorskstofninn hjarnar við. Áfram yrðu til lítil fyrirtæki þar sem eigendurnir vinna sjálfir á gólfinu. Millifyrirtækin ættu hins vegar í mestu vandræðunum með að komast í gegn um erfiðleika- tímabilið. Stjómendur og eigendur fyrirtækj- anna tengjast á margvíslegan hátt. Þeir sitja saman í stjórnum hagsmuna- samtaka, svo sem sölusamtaka og útvegsmannafélaga, og eiga saman þjónustufyrirtæki. Auk þess liggja þræðir fjölskyldubanda víða milli fyr- irtækjanna. Þó sjá sumir rautt þegar minnst er á sameiningu og telja nána samvinnu við hráefnisöflun vænlegri kost. Margt hefur orðið til þess að sam- runaferlið fer seint af stað við Djúp. Margir nefna að fyrirtækin séu rótgró- in einkafyrirtæki, oft í eigu fárra manna, og þeir vilji áfram vera kóng- ar í ríki sínu. Sumir ganga svo langt að segja að þetta sé lýsandi fyrir lynd- iseinkunn Vestfirðinga. I þessari sam- einingarumræðu sem nú er í gangi virðist auk þess slæm skuldastaða sumra fyrirtækjanna, kvótaleysi, hrepparígur og bankamúrar vera þröskuldar sem erfitt er að komast yfir. Einnig erfiðleikar með að koma ónýttum fasteignum í verð. Hreyfing með Vestfjarðaáætlun Tvennt virðist mest hafa losað um pattstöðuna í skipulagi sjávarútvegs- fyrirtækjanna við Djúp: Skilyrði stjómvalda fyrir svokallaðri Vest- fjarðaáætlun og frumkvæði íslands- banka að umræðum um sameiningu ákveðinna fyrirtækja. Starfshópur um styrkingu atvinnu- og þjónustusvæða á Vestfjörðum fékk 17 umsóknir um aðstoð ríkisins og vom tilnefnd 25 fyrirtæki í umsóknun- um. Starfshópurinn hefur yfir að ráða 300 milljónum og er sameining fyrir- tækja skilyrði fyrir aðstoð. Stjómend- ur sjávarútvegsfyrirtækja á Isafirði og nágrenni telja að 300 milljónirnar komi að litlu gagni en margir horfa til annarra aðgerða sem ættu að koma í kjölfarið. Magnús Reynir Guðmunds- son, stjórnarformaður íshúsfélags ís- firðinga, segir að endurijármögnun fyrirtækjanna í tengslum við Vest- fjarðaáætlun gæti hjálpað þeim mikið. Nefnir hann sem dæmi að meðallengd lána. Ishúsfélagsins sé innan við fimm ár. Nefndin sem vinnur að Vest- fjarðaáætlun gæti gert mikið gagn með því leggja á það áherslu að bank- ar og sjóðir veiti þeim fyrirtækjum sem nefndin á annað borð telur lífvænleg hagstæðari og lengri lán. Eggert Jóns- son, stjórnarformaður Hraðfrystihúss- ins Norðurtanga, segist vera fyrir SAMEIiMING VIÐ DJUP Morgunblaðið/RAX MENN eru opnari fyrir sameiningu eða náinni samvinnu sjávarútvegsfyrirtækja á Isafirði og nágrenni. Losnar um pattstöðuna * Mikil gerjun er í sjávarútvegsfyrirtælqum við Isafjarðardjúp. Hugar- farsbreyting er að eiga sér stað með kynslóðaskiptum í stjómum fyrirtækjanna. Menn hafa verið og eru að ræða ýmsar hugmyndir um nána samvinnu eða sameiningu til að geta komið við hagræðingu í útgerð og vinnslu, breikka grundvöll f/rírtækjanna og fá síðar inn nýtt áhættufé. Enn sem komið er hefur fátt gengið upp en Helgi Bjarnason telur ótrúlegt annað en eitthvað komi út úr öllum þeim hugmyndum sem varpað hefur verið fram að undanfömu. löngu hættur að hugsa um Vest- fjarðaáætlun. Hún gerði ekkert gagn og umræðan um hana hefði skaðað Vestfirði. Áætlar hann að stærstu fyr- irtækin á ísafirði skuldi samtals um fjóra milljarða og á þeim tíma sem búið væri að ræða Vestfjarðaáætlun hefðu fyrirtækin greitt þessar 300 milljónir margfaldar í vöxtum og dráttarvöxtum. Nýir menn til valda í Norðurtanganum Stóru frystihúsin á ísafirði, Hrað- frystihúsið Norðurtangi og íshúsfélag ísfirðinga, hafa lengi verið burðarrás- ar í atvinnulífi á staðnum. Fyrirtækin voru fjárhagslega sterk og talin til fyrirmyndar um rekstur. Hallað hefur undan fæti síðustu ár. Norðurtanginn á í erfiðleikum vegna mikilla skulda og hráefnisskorts og íshúsfélagið missti í haust á einu bretti meirihlut- ann af því hráefni sem það hefur haft. Eggert Jónsson, stjórnar- formaður Norðurtangans, viðurkennir að staða fyrir- tækisins sé mjög erfið. „Frystihúsið hefur verið byggt upp til vinnslu á bolfíski og menn geta ímynd- að sér stöðuna þegar aflaheimildir okkar í þorski minnka um tvo þriðju á þremur árum. Fyrirtækin eru skuld- ug og greiða ekki niður skuldir við þessar aðstæður." Hallarbylting var gerð í Norður- tanganum á síðasta aðalfundi þegar tveir ungir menn voru kosnir í stjórn- ina og Eggert, sem þar var fyrir, varð stjórnarformaður. Jón Páll Halldórs- son sem stjórnað hefur fyrirtækinu í mörg ár hætti í stjórninni. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins gekk þessi breyting ekki átakalaust fyrir sig. Jón Páll er áfram framkvæmdastjóri en yngri mennirnir ráða ferðinni. Isfírðingar taka eftir því að nýir menn eru komnir til valda í Norður- tanganum. Verið er að loka deildum og skipin eru komin á söluskrá. Norð- urtanginn á nýtt hús við Sundahöfn, Sundatanga, sem orðið er mikill baggi á fyrirtækinu. Þar var saltfískverkun, ísframleiðsla og aðstaða fyrir útgerð- ina. Verið er að leggja niður starfsem- ina þar og reynt hefur verið að selja húsið. Eggert segir hins vegar að eng- inn markaður sé fyrir svona hús og bendir á að sala Ishúsfélags ísfirð- inga, þar sem nærri tveir þriðju hluta- ljár voru seldir á 30 milljónir, sé lýs- andi dæmi um verðlag á fiskvinnslu- húsum i dag. Norðurtangi gerir út þrjú skip en vegna samdráttar í aflaheimildum hafa tvö þeirra, Guðbjartur og Orri, verið gerð út á rækju og lagt upp hjá rækjuverk- smiðjum en bolfískkvótinn er sóttur á yngsta skipinu, Hálfdáni í Búð. Hálf- dán í Búð og Orri voru auglýstir til sölu og hefur Hálfdán nú verið seldur til Nýja Sjálands. Eggert segir að ætlunin sé að gera út eitt skip og séu öll skipin í raun til sölu, með eða án aflaheimilda. Skuldir Norðurtangans eru meðal annars vegna kaupanna á Hálfdáni í Búð og kaupa á aflaheimild- um sem síðan hafa verið skornar nið- ur. Telur Eggert að með sölu á tveim- ur skipanna verði hægt að grynnka verulega á skuldum og spara útgerðar- kostnað. Norðurtanginn ætlar að leggja allan sinn kraft í frystingu á bolfiski. „Við erum búnir að byggja upp gott frystihús og það er staðfast- ur ásetningur okkar að reka það áfram,“ segir Eggert. Gliðnar á milli Norður- tangans og Frosta Eggert segir að Norðurtanginn sé opinn fyrir samvinnu eða sameiningu við önnur fyrirtæki, til dæmis við rækjuverksmiðju til að breikka fyrir- tækið, en telur að sameining sé ekki lausnarorðið. „Það þarf að vera grund- völlur fyrir öllu slíku. Þetta svæði er illa farið og fyrirtækin skuldsett og það þýðir ekkert að tala um samein- ingu stórra skuldabagga, fleira þarf að koma til.“ Spurður um afstöðu til sameiningar tveggja stórra frystihúsa eins og Norðurtangans og íshúsfélags- ins, en sú hugmýnd hefur reyndar lít- ið verið rædd, segir Eggert að samein- ing tveggja frystihúsa sem ekki hefðu aflaheimildir væri ekki til neins. Norðurtangi hefur átt töluverða samvinnu við Frosta hf. í Súðavík undanfarin ár. Fyrirtækin keyptu sam- an meirihlutann í Fiskiðjunni Freyju hf. á Suðureyri og fluttu kvóta togar- ans Elínar Þorbjarnardóttur á skip sín. Erfiðleikarnir á Suðureyri hafa haldið áfram og fyrirtækin hafa nú lýst því yfir að þau treysti sér ekki til að leggja meira fé í fyrirtækið. Er framtíð þess því í nokkurri óvissu. Norðurtanginn hefur einnig haft sam- vinnu við Utgerðarféiagið Ósvör hf. í -h Bolungarvík sem lagt hefur upp afla hjá fyrirtækinu. Ósvör hefur lagt upp rækju hjá Riti og nú hafa Norðurtangi og Ritur óskað eftir viðræðum um samvinnu við Ósvör, eins og reyndar íshúsfélagið og þijú fyrirtæki í Bol- ungarvík og Hnífsdal. Norðurtangi og Frosti höfðu sam- vinnu við hráefnisöflun síðastliðið sumar eftir að Frosti hætti að frysta bolfisk og sérhæfði sig í rækjuvinnslu. Guðbjartur og Orri, skip Norðurtang- ans, veiddu rækju fyrir Frosta og tog- arinn Bessi í Súðavík lagði upp bolfisk hjá Norðurtanganum. í haust voru langt komnir samningar um enn nán- ari samvinnu sem samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins átti að felast í leiguskiptum, þannig að Norðurtang- inn gerði út Bessa en Frosti fengi rækjuskipin í staðinn. Það slitnaði upp úr þessum viðræðum og fyrra sam- starf var ekki endurnýjað við lok kvótaársins. Forsvarsmenn fyrirtækjanna vilja lítið segja um ástæður þess að upp úr slitnaði. Eftir að það hafði gerst sagði Eggert Jónsson við Morgunblað- ið að Frostamenn hefðu ekki viljað endumýja samstarfssamninginn, talið sig geta fengið hagstæðari samning annars staðar. Ingimar Halldórsson, framkvæmdastjóri Frosta, segir að aðeins hafí verið samið út kvótaárið og niðurstaðan hjá Frosta hafi orðið sú að láta Bessa fara á rækjuveiðar. Hann tekur það fram að samvinna þessarra tveggja fyrirtækja hafi lengi verið góð og svo sé enn þó hún hafi ekki náð að þróast frekar. Menn sem tengjast fyrirtækjunum sögðu í einkasamtölum eftir að upp úr slitnaði að erfíð fjárhagsstaða hins fyrirtækisins hefði komið í veg fyrir samninga. Ljóst er að Bessi er dýrt skip og maður sem tengist Norður- tanganum segir að Frosti hafí þurft að fá leigugjald sem erfítt hefði verið að greiða. Sömuleiðis hafí trúnaðar- traust milli samningsaðila brostið þeg- ar Ingimar Halldórsson hóf þreifingar um svipaða samvinnu við frændur sína í Hnífsdal sem reka Hraðfrystihúsið hf. og útgerðarfélag þess. Frosti hafnar samningum við Hnífsdælinga og íshúsfélagið Samningar um leiguskipti á Bessa og Páli Pálssyni í Hnífsdal voru langt komnir eða jafnvel frágengnir. Bessi hefði þá farið án áhafnar til Hnífsdals og Páll Pálsson á rækju fyrir Súðvík- inga. Jóhann Símonarson skipstjóri á Bessa og einn af eigendum Frosta mun hafa barið hnefanum í borðið og komið í veg fyrir að samningurinn næði fram að ganga. Þriðja tilraunin til hagræðingar í útgerð sem tengist Frosta er tilboð sem íshúsfélag Isfirðinga gerði fyrir- tækinu eftir viðræður forsvarsmanna. „Við gerðum þeim kostaboð sem þeir gátu ekki hafnað,“ segir Magnús Reynir Guðmundsson, stjórnarformað- ur íshúsfélagsins. Bessi átti að fá all- an bolfiskkvóta skipa íshúsfélagsins, Stefnis og Framness, gegn því að Bessi landaði hjá íshúsfélaginu. Sömu- leiðis fengi Frosti Stefni og Framnes til rækjuveiða. „Þetta hefði verið mjög góður kostur fyrir báða aðila og ég skil ekki af hveiju honum var hafn- að,“ segir Magnús Reynir. Ingimar í Frosta segir að Frosti hafi verið kom- inn of langt í því að undirbúa Bessa fyrir rækjuveiðar og ákveðið að snúa ekki til baka. Frosti skuldar mikið fé, meðal ann- ars vegna kaupanna á Bessa og kvóta- kaupa og endurbóta á rækjuvinnslu fyrirtækisins í byrjun þessa árs. Ingi- mar ber sig þó vel, segir að fyrirtæk- ið sé nú komið með fullkomna rækju- vinnslu og hafí breytingarnar komið vel út. Reksturinn gangi þokkalega eins og er vegna hækkunar á rækju- verði. Margir telja óhagkvæmt að vera með þetta dýra skip á rækjuveiðum fyrir vinnsluna eins og kemur fram í þeim þreifíngum sem verið hafa í þeim tilgangi að fá Bessa annað en Ingimar segir að þeir ætli að hafa þetta fyrir- komulag út kvótaárið. Bessi hefur veitt vel, enda stærsta skipið á fersk- rækjuveiðum hér við land og er rækju- kvóti fyrirtækisins að verða búinn. Ætlunin er að skipta bolfiskkvóta Bessa fyrir rækju en rækjukvóti hefur ekki legið á lausu. Frosti gerir einnig út rækjuskipin Kofra og Haffara og á í tveimur litlum bátum sem eru á inn- fjarðarrækju. Ingimar segir að Frosti sé opinn fyrir öllum hugmyndum um samvinnu eða sameiningu. „Sjálfur tel ég að fyrirtækin þurfí að stækka og eflast til þess að komast inn á hlutabréfa- markaðinn og ná inn áhættufé í stað lánsfjár." Strandaði á skilyrðum Islandsbanka Útgerðarfélögin Hrönn hf. sem ger- ir út togarann Guðbjörgu og Gunnvör Gerjunin • Frosti og Norðurtangi voru með samvinnu um hráefnisöflun í sumar, Bessi lagði upp hjá Norð- urtanganum og Guðbjartur og Orri veiddu rækju fyrir Frosta. Samningar tókust ekki um að ganga lengra með leiguskiptum á skipunum og var fyrri sam- starfssamningur ekki endurnýj- aður. • Frosti og Miðfell (útgerð Hrað- frystihússins í Hnífsdal) komast að samkomulagi um leiguskipti, Bessi fari til Hnífsdals og Páll Pálsson til Súðavikur. Komst ekki til framkvæmda vegna andstöðu íSúðavík. • íshúsfélagið gerir Frosta tilboð um sameiginlega hráefnisöflun. Hafnað. • íslandsbanki þrýstir áum við- ræður um sameiningu íshúsfé- lagsins, Rits og Bakka. Gekk ekki upp. • Samkomulag næst um kaup Bakka á meirihlutaeign Hrannar í íshúsfélaginu með skilyrði um að allt hlutafélagið fáist keypt. Gunnvör vill ekki selja ogkaupir hlutinn á 30 milljónir kr. Á nú svo til öll hlutabréfin. • Þuríður vill samstarf/samein- ingu við Ósvör. Hafnað. • Bakki og Þuríður stefna að sam- starfi/sameiningu og senda sam- eiginlega umsókn um Vest- fjarðaáætlun. • Bakki, Þuríður og Gná vilja við- ræður um kaup á meirihlutaeign ■Bolungarvíkurkaupstaðar í Ós- vör. • íshúsfélagið og Togaraútgerð ísafjarðar vilja samvinnu við Ós- vör. • Norðurtanginn og Ritur vilja samvinnu við Ósvör. • Landsbankinn gefur Norður- tanga og Básafelli bendingar um sameiningu. hf. sem gerir út Júlíus Geirmundsson áttu lengi íshúsfélag ísfirðinga með ísafjarðarkaupstað og smærri aðilum og sáu frystihúsinu fyrir hráefni að lang mestu leyti. íshúsfélagið var nán- ast skuldlaust. Endurnýjun útgerðar- félaganna á skipum sínum þar sem skipt var yfir í frystitogararekstur hefur breytt þessu. Fyrst kom nýr Júlíus Geirmundsson árið 1989 og til að fá hráefni í stað þess sem hann lagði upp keypti íshúsfélagið helming Framness frá Þingeyri og gerði út með Kaupfélagi Dýrfirðinga. Síðar var öll útgerðin keypt og einnig Stefnir (áður Gyllir) frá Flateyri. Fyrirtækið skuldar töluvert vegna þessara fjár- festinga en kvóti skipanna hefur minnkað jafnt og þétt. Með tilkomu nýju Guðbjargarinnar í haust missti íshúsfélagið meira en helming þess afla sem það hefur haft. Fyrir fáeinum árum keypti Hrönn hlut bæjarins og átti þvi um 62% hlutabréfa Ishúsfélags- ins. Nýverið keypti Gunnvör þennan hlut og á núna svo til allt hlutaféð. Þar eru því nýir stjórnendur komnir til valda, Magnús Reynir og Kristján G. Jóhannsson framkvæmdastjóri Gunn- varar, og sjást þess merki, Ishúsfélag- ið hefur til dæmis verið og er að leita fyrir sér með samvinnu við önnur fyrir- tæki við Isafjarðardjúp. Þreifingarnar byrjuðu reyndar í sumar, áður en eigendaskipti urðu að Ishúsfélaginu, og virðist það hafa átt þátt í að leysa upp þá pattstöðu sem var í skipulagi helstu sjávarútvegsfyr- irtækja á þessu svæði. Það gerðist með ferð sendinefndar íslandsbanka til ísafjarðar þar sem þrýst var á um sameiningu íshúsfélagsins og rækju- verksmiðiðjanna Rits á Isafirði og Bakka í Hnífsdal en öll þessi fyrirtæki eru í viðskiptum hjá íslandsbanka sem jafnframt á liðlega þriðjung hlutfjár í Riti. Bankamennirnir vildu stuðla að stofnun fyrirtækis sem væri með bol- fiskfrystingu og rækjuvinnslu til fryst- ingar og niðursuðu. Einnig hefði verið mögulegt að hagræða verulega í út- gerðinni, Sáu þeir fyrir sér svipaða einingu og Þormóður rammi á Siglu- fírði þar sem Stefnir og Framnes yrðu látin veiða rækju en Ishúsfélagið léti aðra veiða fyrir sig bolfiskkvótann og tvöfaldaði hráefni sitt með því að bjóða tonn á móti tonni. íslandsbankamenn töldu að þessi eining gæti sýnt hagnað af rekstri og komist út á hlutabréfa- markaðinn eftir eitt til tvö ár. Þessi sameining gekk ekki upp. Bankinn setti það skilyrði að allir hlut- hafar í þessum fyrirtækjum yrðu með í upphafi, ekki mætti kaupa neinn út, og þar með Hrönn þó vitað væri að Ásgeir Guðbjartsson stjórnarformaður Hrannar vildi komast út úr íshúsfélag- inu til að leggja alla krafta sína í út- gerð nýja frystiskipsins. Maður sem tengist einu þessarra fyrirtækja segir að með skilyrðum sínum hafi bankinn eyðilagt þennan sameiningarmögu- leika og tafið þróunina. Telur hann að afskipti bankans sýni að þeir sem þekkinguna hafa, eigendur og stjórn- endur fyrirtækjanna, verði að ráða ferðinni við sameiningu eða nána sam- vinnu. Hugmynd íslandsbanka fór út um þúfur með sölu íshúsfélagsins. Salan fór þannig fram að Aðalbjörn Jóakims- son eigandi Bakka gerði samning um kaup á 62% eignarhlut Hrannar fyrir 22 milljónir kr. Gerði hann það að skilyrði að hann fengi hlut annarra keyptan en Gunnvör var ekki til í að selja og niðurstaðan varð sú að Gunn- vör keypti eignarhlutinn á 30 milljónir. Leitað til Bolungarvíkur Nýju valdhafamir í Ishúsfélaginu tóku þá ákvörðun að leita allra leiða til að fá hráefni til að halda vinnsl- unni gangandi og hefur ekki fallið úr dagur í vinnslu frá því þeir tóku við. Þeir kaupa fisk á mörkuðunum og heilfrystan fisk úr Barentshafi. „Reksturinn hefur gengið ágætlega en við verðum að fá meira hráefni til að geta haldið stöðu okkar,“ segir Magnús Reynir stjórnarformaður. Hann segir að Ishúsfélagið sé opið fyrir öllum hugmyndum en metur það svo að samvinna geti oft verið betri kostur en sameining. íshúsfélagið leit- aði fyrir sér með samvinnu við Frosta, eins og fram kemur hér að framan. Magnús Reynir sér það fyrir sér að á ísafirði geti í framtíðinni orðið til tvö öflug sjávarútvegsfyrirtæki sem spanni víðara svið en nú. Telur hann sameiningu íshúsfélagsins og Norð- urtanga varla koma til greina vegna þess hversu starfsemi þeirra er lík en telur sameiningu íshúsfélagsins og Rits aðlaðandi kost. íshúsfélagið hefur leitað eftir sam- vinnu við Ósvör í Bolungarvík. Segir Magnús Reynir að Ósvör sé með tals- verðan kvóta en tvö léleg skip og gæti rekstur þess félags fallið vel að rekstri íshúsfélagsins. Vitað er að sameining milli bæjarfélaganna er við- kvæmt mál þar sem Bolungarvíkur- kaupstaður á meirihluta hlutaQár í Ósvör. Magnús Reynir telur þó sjálf- sagt að kanna það hvort möguleikar séu á samvinnu og segir að ýmislegt geti komið til greina þó sameining gangi ekki upp, til dæmis að Ósvör fengi kvóta frá Ishúsfélaginu gegn því að landa hjá því. Jafnvel geti komið til greina að landa aflanum í Bolungarvík og vera með einhveija vinnslu þar. Hraðfrystihúsið hf. í Hnífsdal hefur lítið komið inn í sameiningarumræð- una. Það virðist vera lang best stæða frystihúsið við Djúp, skuldar engum neitt. Þar eru að eiga sér stað kynslóðaskipti eins og í hin- um frystihúsunum, synirnir hafa tek- ið við stjórnarformennsku af feðrun- um. Aðalbjörn Jóakimsson eigandi rækjuverksmiðjunnar Bakka, sonur Jóakims Pálssonar, er orðinn stjórn- arformaður Hraðfrystihússins og Kristján G. Jóakimsson sjávarútvegs- fræðingur, sonur Jóakims Hjart- arsonar, er stjórnarformaður Miðfells, útgerðarfélags Páls Pálssonar. Þó fyrirtækin hafi ekki komið mikið við sögu í gerjuninni við Djúp voru þau búin að semja við Frosta um leigu- skipti á Bessa og Páli Pálssyni. Þó ekkert hafi orðið úr viðskiptunum getur tilraunin verið vísbending úm að yngri mennirnir séu farnir að láta til sín taka og fyrirtækin komi meira við sögu á næstunni. Nú er tækifærið hjá r ækj u vinnslunum Þijár rækjuvinnslur eru á ísafírði og í Hnífsdal. Þær hafa komið nokkuð inn í samvinnu/sameiningammræð- una. Menn telja að hagkvæmt geti verið að reka saman frystihús og rækjuvinnslu til að jafna sveiflurnar sem eru í þessum greinum. Sveiflur eru til dæmis miklar í rækjuvinnslunni og eru báðar rækjuverksmiðjurnar á Isafírði, Ritur og Básafell, arftakar verksmiðja sem orðið hafa gjaldþrota, sumar oftar en einu sinni. Halldór Jónsson, útgerðarstjóri Rits, segir nauðsynlegt að hagræða í útgerðarþættinum í kjölfar minnkandi aflaheimilda. Það geti gerst með sam- vinnu en sameining sé ekkert lokatak- mark. Hins vegar sé ljóst að fyrirtæki sem ætli að sækja hlutafé til fjárfesta og almennings þurfi að hafa breiðari rekstur en frystihúsin og rækjuvinnsl- urnar hafa í dag. Hann segir að búið sé að varpa fram mörgum hugmynd- um frá því umræðan um Vestfjarða- áætlun hófst en erfítt sé að láta hlut- ina ganga upp. Við samruna frysti- húss og rækjuverksmiðju þyrfti að vera hægt að hagræða verulega, til dæmis með því að fækka vinnsluhús- um og báðir aðilar þyrftu að hafa eitt- hvað fram að færa. Menn þyrftu að hafa það í huga að útkoman úr sam- lagningu tveggja núlla væri einnig núll. „Við höfum tapað allt of miklum tíma, nú er tækifærið þegar rækjan er á uppleið," segir Halldór. Hann lýs- ir jafnframt eftir stefnu banka og sjóða. Bendir á að sum fiskverkunar- húsin séu orðin óþörf og þar sem eng- inn markaður sé fyrir þau séu þessar eignir verðlitlar og standi ekki undir veðum. Varpar Halldór því fram hvort bankar og sjóðir séu tilbúnir til að viðurkenna vandann með því að leysa til sín þessar fasteignir eða fella niður skuldirnar. Þá segir hann að í fram- haldi af Vestfjarðaáætlun þurfi fyrir- tækin íjármagn til að brúa bilið og byggja sig upp áður en þau geti kom- ist á h 1 utafj ármarkaðinn og spyr hvort næsta skrefið gæti ekki verið að rýmka heimildir lífeyrissjóðanna til að fjár- festa í atvinnulífinu. Þeir ættu hvort sem er allt sitt undir því að atvinnan héldist á svæðinu. Landsbankinn með bendingar., Rækjuverksmiðjan Básafell hefur lagt áherslu á að byggja upp eigin útgerð og segja framkvæmdastjórarn- ir, Arnar Kristinsson og Eiríkur Böð- varsson, að með því séu þeir að reyna að búa í haginn fyrir framtíðina. Þeir staðfesta það að fyrirtækið hafi feng- ið ákveðnar bendingar frá Landsbank- anum um að sameinast Norðurtangan- um. Þeir segjast hafa lýst vilja sínum til viðræðna en af þeim hafi ekki orð- ið, enda hafí þeir verið uppteknir við að treysta eigin útgerð. Þá vissu þeir , ekkert um áhuga Norðurtangans. 1 Guðbjartur Norðurtangans hefur að ; undanförnu lagt upp rækju hjá Bása- ; felli. Arnar og Eiríkur segja að það h/if | sýnt sig í miklum sveiflum í rækju- L vinnslunni að það geti aldrei verið sterkt til lengdar að vera eingöngu í rækju. Amar segir rétta tímann að huga að skipulagsmálunum nú, ein- mitt þegar rækjuvinnslan gangi vel til þess að vera betur í stakk búnir til að mæta niðursveiflunni. Niðurstaða viðtala við stjórnendur margra helstu sjávarútvegsfyrirtækja við Isafjarðardjúp og fleiri er sú að ákveðin hugarfarsbreyting sé að eiga sér stað. Kemur hún fram í fjölmörg- um þreifingum um sameiningu/sam- vinnu og þó ekki hafí tekist að ná , samkomulagi um ýmsar hugmyndir : hafa aðrar komið í staðinn og í raun \ er allt opið. Flestir eru sammála um S að eitthvað þurfí að gera og þó mörg ■ ljón virðist í veginum er ótrúlegt ann- að en eitthvað komi út úr allri þessari vinnu. Sjá fyrir sér 2-4 öf lug út- vegsfyrirtæki Sjá rautt þeg- ar minnst er á sameiningu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.